Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 14
'hmir, og eftir því sem frægð henn ar óx, fækkaði þeim sífellt. Það fór af henni orð í flugvélum og lestum, á ráðstefnum og fundum og ekki aðeins í Þýzkalandi, held- ur erlendis lika. Upptökutækið, sem sett var upp til að veiða þessa háu herra í gildru að þeim óvörum, kom ekki ævinlega að fullum notum. Stund- um var ekkert á því að græða fyrir Mallenwurf & Erkelenz. En í önnur skipti veitti það stórkost- legar upplýsingar. Til dæmis stað- festi það svo að ekki varð um villzt það, sem Wallnitz hafði sagt um ungfrú Roemfeld og bréfa skipti hennar. Það skal sagt Karli Heinrich fursta til heiðurs, að við þær yfir- heyrslur, sem hann lenti siðar í hjá lögreglunni, tókst honum full- komlega að sanna sakleysi sitt. Gömul aðalstign er góð hlíf gegn alls konar ósóma, sem fólk með skarpa athyglisgáfu kemst ekki hjá að veita athygli, hve fegið sem það vildi. Furstinn vissi ekki neitt. Hann hafði ekki hugmynd um, hvað var að gerast. Hann hafði „bara furð- að sig dálítið á því“ að fyrirtækið skyldi ekki nota „litla og skemmti- lega staðinn niðri í borginni" oft- ar en gert var. Svarta SL-sport- módelið hafði líka haft sín áhrif á furstann. Það kom í ljós, að Karl Heinrich var réttur maður á réttum stað. Áður en vika var liðin frá því að hann byrjaði, var fyrirtækið og hann orðið eitt og hið sama í vit- und hans, sem var að þakka há- þróaðri tilfinningu hans fyrir valdi. Hann sagði þetta litla orð „við“ á alveg sérstakan, persónu- legan hátt, þegar hann höfðaði til Mallenwurf & Erkelenz með þvi, svo að f eyrum áheyrandans hljóm aði það eins og „af guðs náð“. Hann varð æðstu mönnum fyrir- tækisins úti um upplýsingar, sem ekki urðu metnar til fjár, en þeir keyptu eigi að síður af honum fyrir átján hundruð mörk auk risnu, — sem varð há hjá honum. Það fór sem sagt ýmislegt á annan veg en í upphafi var búizt við. í stað þess að halda uppi fínu, litlu pútnahúsi af sérstakri tegund, því bezta, sem borgin hefði upp á að bjóða, eins og fyrir- tækið ætlaði sér í fyrstu, hafði sú hugmynd þokað fyrir annarri gerólíkri. Mallenwurf & Erkelenz komu sér upp röntgenherbergi þar s'em hinir ágætu viðskipta- vinir fyrirtækisins voru gegnlýstir á sálinni til þess að komast að því, hvað þeir ætluðust fyrir. DAG NOKKURN kallaði Wall- nitz frú Endrikat inn til sín. „Kæra frú Endrikat1, sagði hann og hélt á nokkrum vélrituðum örkum í hendinni, „það vantar eitthvað hér, er það ekki?“ Hann rétti henni afritið frá deginum áður yfir borðið. í horn- inu neðst til vinstri á fyrstu síð- unni var lítið, grænt s, sem sýndi, að Schmitt var búinn að skoða bunkann. Einkaritarinn athugaði arkirnar vandlega, bar saman síð- ustu og fyrstu línurnar á hverju blaði og sagði: „Nei, herra, — það vantar ekki neitt. Eg var einmitt að furða mig á þessu, en það var ekki meira á bandinu. Það hættir í miðri setningu.“ „Kannski það hafi bara orðið smátruflun“, sagði Wallnitz. „Nei,“ sagði frú Endrikat ákveð in. „Eg spilaði allt bandið frá upphafi til enda, og ég er viss um, að það er ekkert meira á því.“ „Þetta er skrýtið", sagði Wall- nitz. „Þakka þér fyrir.“ Þegar frú Endrikat gekk út um dyrnar, hugsaði Wallnitz: Ætti ég einhvern tíma að spyrja hana hvað henni finnist um þessar segul- bandsupptökur. Það gæti verið fjandi góð skemmlun eftir allt saman. . . . En hann ákvað að láta það eiga sig. Hugmyndaflugið hljóp stundum með hann { gönur, en skynsemin greip vanalega inn í og náði yfirhöndinni. Hann kallaði í innanhússsím- ann og spurði einkaritara Schmitts, hvort hann væri við. Einkaritarinn þrýsti á hnapp og kallaði út í tómið: „Herra Wall- nitz.“ Wallnitz heyrði rödd í Schmitts í símanum: „Hvað var það, Wall- nitz?“ „Ertu einn?“, spurði hann. „Það var dálítið . . . “ „Eg er laus { tíu mínútur," sagði Schmitt. „Svo kemur Hoff- mann.“ Wallnitz tíndi saman lausu ark- irnar og fór yfir í skrifstofu Schmitts." „Eg hef eiginlega alltaf ætlað mér að hitta þessa Rosemarie þína einhvern tíma,“ sagði hann. „Hvað á ég að gera til þess að hún aki á móti mér? Eg vil helzt ekki þurfa að ónáða fursfann okk- ar.“ „Hringdu bara í hana,‘ ‘sagði Schmitt, „hérna hefurðu númer- ið“. Hann tók lítinn miða og skrif- aði það á hann. „Þú segir bara Rebekka í símann og svo nafnið þitt. Hún kannast við þig. Þegar þú kemur til hennar, verðurðu að hringja f dyrasímann og endur- taka aðgangsorðið.“ „Eg sé, að þú hefur haldið sam- bandi við hana, Bernhard“, sagði Wallnitz. „Eg vijdi, að ég hefði út- litið þitt — og væri eins hraustur og þú. Það er ekki svo algengt nú á dögum.“ Það brást ekki, að Schmitt gekkst upp við það, ef honum voru slegnir gullhamrar vegna hraust- legs útlits. „Eg held mér bara vel við,“ sagði hann. „Berðu henni kveðju mína. Ég skal ekki spyrja, hvers vegna þig er allt í einu far- ið að langa til að sjá hana.“ 46 „Þú skalt ekki ímynda þér neina vitleysu. Eg ætla ekki að hátta hjá henni, ef þú heldur það. Nei, sjáðu til — þetta er tíunda afritið, sem við höfum fengið. Þú ert búinn að sjá það, — fannst þér ekkert athugavert við það?“ „Þetta með Kroog?“ sagði Sch- mitt. „Það er svo ótrúlegt, finnst þér það ekki? Þessi stífi hani, sem aldrei opnar munninn. Það er svo ólíklegt . . . þarna bullar hann og blaðrar við stelpuna, svo aö maður tali nú ekki um allt það, sem frú Endrikat hlífir okkur við fyrir guðs náð.“ „Já, einmitt þetta með Kroog“, sagði Wallnitz. „Mér finnst við ættum að hafa augun opin. Eg á sérstaklega við þetta, sem hann segir . . . þegar hann er að gorta af stelpunni, . sem hann hafi í Stokkhólmi. Ef hún hefur nú hljóðnema undir rúminu sínu líka . . .“ „Hvaða vitleysa . . . það hefur hún áreiðanlega ekki. Þetta eru bara ímyndanir!“ „Eg er alveg hissa á þér, Bern- hard. Hvernjg geturðu sagt annað eins? Hver heldurðu, að tryði því um okkur, að við . . .? Við megum ekki halda, að allir aðrir séu betri, af því að við séum svo siæmir.“ „Hvað er þetta?“ sagði Schmitt hlæjandi. „Þetta er alveg eftir þér. Þessa setningu skal ég muna. En ég veit enn jafnlítið um, hvað þú ætlar að tala um við hana, ef það er ekki af ævagam- alli og gildri ástæðu, — og þá kemur það mér ekki við.“ „Nei, það er þér óhætt að bóka,“ sagði Wallnitz. „Ætlarðu að segja mér, að þú hafir ekki tekið eftir neinu skrýtnu? Bandiþ stanzaði í miðri setningu." „Eg hélt hann hefði bara hætt að tala, af því að liann hefði haft um nóg annað að hugsa.“ „Nei,“ sagði Wallnitz. „Frú 33 um. Næsta skipti, sem hann fékk tækifæri til að tala við hana, var morguninn eftir, þegar hún var *.ð liðka reiðhesta dætranna í garð mum, þá spurði hann hana, hvað hún hefði verið að gera með þjón ustuliðinu hjá Rye lávarði. Svar hennar var svo ósvífið, að liann varð gersamlega orðlaus. — Ó, ein af þjónustustúlkunum varð svo hrifin af mér — var það ekki heppilegt. Henni fannst ég vera alsætasti gæjinn, sem hún hafði r.okkurn tíma séð! Eg þurfti bara að ræna einum kossi, þá fékk ég ?ð sjá alla skrúðgönguna . . . og yður líka! Eg skal segja yður, fð mér leizt óskaplega vel á hest- ana yðar, sérstaklega þá gráu, þeir eru enn fallegri en brúnu hest- avnir. Hann fylltist svo stjórnlausri bræði, að hann gat ekkert sagt. Hann sneri hestinum og reið burtu eins og djöfullinn væri á hælum hans. En næstu daga á eftir var eins og hann gæti ekki hreyft sig án bess að þurfa að rekast á Grantsfjölskylduna og Hora!| 1, j hversu mjög sem hann reyndi að forðast það. ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrírlicjgjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. ÍHafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 Stöku sinnum sá hann hana í ekilssætinu, stundum hélt hún í hestana, stundum var hún i út- reiðum með ungu dömunum, — reið náttúrlega i hnakk — ham- ingjan góða — og var alltaf nokkr- um metrum á eftir Hr. Latimer skildi ekki, að Horatia gat riðið svo sæl og ánægð í karlmannsföt- um og horft feimnislaust á ungu dömurnar, sem riðu í söðli og voru klæddar dragsíðum pilsum með barðastóra hatta. En þegar sir William sagði hon- um, viku eftir krýninguna, að hann hygðist fara frá London til að setjast að á sveitasetri sínu, Merpleton, tók hr. Latimer með gleði á móti boði um að heim- sækja fjölskylduna þar. Lafði Grant var stórhrifin. — Þér er óhætt að treysta því, sagði hún við mann sinn, þegar þau voru tvö ein, — að Latimer er reglulega hrifinn af telpunum. Eg held, að það sé Lotty . . . hann brosir svo oft til hennar. — Og Lotty brosir oft til hans, sagði faðir Loltyar. — Og það það þarf ekki að þýða neitt. Lotty brosir til allra og hið sama gerir systir hennar. — Það er líka ólikt skemmti- legra að sjá brosandi andlit, sagði lafði Grant hálíðlega og fór strax að hugsa um, hvað hún þyrfti að senda út mörg boðskort til brúð- kaupsins og hvað það yrði stór- kostlegt að heimsækja Lotty á Reddings, en það var mál manna, að væri hið glæsilegasta setur á öllu Englandi. Systir Lottyar, Minnie, var á sama máli. — Þú verður að lofa að bjóða mér til Reddings og mörgum glæsi legum ungum mönnum, sagði hún við syslur sína eftir dansleik einn, þar sem hr. Latimer hafði hvorki MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA ERFINGINN meira né minna en þrisvar sinnum dansað við Lotty. Og eftir því sem Minnie sagði, var það hálfgildings bónorð. En Lotty hló bara og roðn- aði og hristi höfuðið, svo að lokk- arnir dönsuðu eins fjörlega og fætumir höfðu gert þá um kvöldið. — Vitleysa, sagði hún. — Eg held ekki, að Latimer muni nokk- urn tíma kvænast. Þú hefðir vel mátt heyra það, sem við töluðum um, líka mamma. Það var ekkert augnaráð, ekkert þýðingarmikið bros. Það var alveg eins og hann væri að dansa við móður sína eða systur. — Hann er ísjaki, sagði Minnie, en ég held, að þú sért að byrja að þíða hann. Þegar við komum til Merpleton, tekst þér áreiðanlega að þíða hann nóg til þess, að hann biðji þín. Hr. Latimer þykir svo vænt um Reddings, að ég er viss um, að hann myndi ekki fara það- an til að heimsækja okkur nema hann hefði einhverja góða og gilda ástæðu til þess. — En ég held nú ekki, að hann hafi áhuga á mér, sagði Lotty. — Ertu ástfangin af honum? spurði Minnie. — Ó, nei, hrópaði Lotty, — ég er hrædd við hann. Minnie skildi, hvað hún átti við. Hún var líka hrædd við hr. Lati- mer. Samt sem áður vissi hún, að hún myndi ekki hika við að játast honum, ef það væri möguleiki á, að hann bæri upp bónorð við hana — og hið sama mundi Lotty gera, ef hún hafði nokkra vitglóru í kollinum. Frú Latimer hafði einnig sitt til málanna að leggja. — Eg er fegin því, að þú ferð til Merpleton f næstu viku, sagði hún við son sinn. — Þú hefur verið þreytulegur upp á síðkastið. Ertu orðinn þreyttur á skemmt- unum okkar? Hann svaraði ekki, en stóð við gluggann og fitlaði við glugga- tjöldin og horfði niður á götuna, en móðir hans hélt áfram. — Latty Grant er elskuleg ung stúlka og mjög lagleg. Auk þess I gladdi það mig, að sjá, hversu | hversu oft þú dansaðir við hana í gærkvöldi. Hann yppti öxlum. — Já, hún er lagleg, samsinnti hann. — Auk þess brosir hún og sýnir spékoppana og er sammála öllu, sem ég segi. — Mjög geðþekkur eiginleiki hjá konu, sagði frú Latimer ró- lega. — Mér gezt ekki að kvenfólki, sem mótmælir og rökræðir eins og karlmaður. Til dæmis föður- systir þín, hún Agata. Hún var þannig. Stundum langaði mig reglulega tii að skamma hana, ég var bara of vel upp alin og siðuð tii að gera það. — Það hefði verið betra fyrir ykkur báðar, ef þú hefðir gert það, sagði sonur hennar. — Inni- byrgð reiði eitrar mann — eða konu. Móðir hans var mjög hissa. Hún gat ekki skilið, hvað Lotty litla hafði sagt eða gert, því að hann Richard hennar var reglulega fúll og argur þennan morgun. — Eg held, að ég skilji þig ekki almennilega, sagði hún. — Viltu þá ekki, að kona sé sammála öllu, sem þú segir? — Eg veit ekki. Það getur ver- ið. Kona, sem segir sitt álit, getur verið mjög aðlaðandi — held ég. Frú Latimer róaðist. Eins og venjulega talaði sonur hennar bara dálítið óljóst. Hann hafði svo einkennilegan talsmáta stund- um, faðir hans hafði verið svona. En ef hann fengi bara væna konu, mundu þessar grillur hverfa af sjálfu sér. — Eg held ekki, að ég þekki eina einustu konu, sem mundi segja það, sem hún virkilega meinar, sagði hún ánægð, — hvorki í samkvæmi eða undir fjög- ur augu. Þær eru alltof vel sið- aðar til þess. Hr. Latimer hélt áfram að hugsa upphátt. — Hreinskilni skipar ekki há- an sess í uppeldi stúlkna á okkar tímum, sagði hann. — Og einmitt þess vegna býst ég ekki við að kvænast nokkurn tima. — En drengur minn! Móðir hans hans varð sannarlega skelfd. 14 T f MIN N , þriðjudaginn 18. desember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.