Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 16
Kirkian á Borgunum vígí Þriðjudagur 18. desember 1962 235. tbl. 46. árg. TIL ALSIR AÐ HJUKRA Notið sóninn strax! BÓ—Reykjavík, 17. des. — Mikið álag hefur verið á símakerfinu í Reykjavit 5 dag og undanfarna daga, og verða menn að, bíða lengi eftir són. — Blaðið talaði við Hörð Bjarnason, verk- stjóra í sjálfvirku stöðinni, en hann sagði álagið svipað nú og venjulega fyrir jól, en þessi vika er sú erfiðasta hvað þétta sneitir. Mest er álagið kl. 9,30—11,30 og 13,30—16,15. Hörður kvaðst vilja brýna fyrir mönnum Framh a 15 sió. KH-Reykjavík, 15. des. Eins og skýrt var frá hér'í I blaðinu nýlega, eru nær 70 íslenzkar hjúkrunarkonur starfandi viS sjúkrahús er- lendis, flestar á Norðurlönd- unum. Ein er þó, sem miklu lengra hefur leitað, þ.e. alla leið til Alsír. Regína Stefnis- dóttir fór til Alsír snemma f haust, þar sem hún starfar nú, ásamt manni sínum Elíasi Ágústssyni, við bandaríska hjálparstofnun í Algeirsborg. Regina er aðeins 28 ára gömul, lauk prófi frá Hjúkrunarkvenna- skólanum fyrir nokkrum árum, en gifti sig, meðan hún var enn við nám, og hefur þess vegna lítið starfað við hiúkrun síðan. En þeg- ar lióst varð í sumar, að eiginmað- ur hennar þarfnaðist loftslags- breytingar vegna heilsubrests, varð að ráði, að þau hjón færu saman til Alsír, og Regína freist- aði þess að fá atvinnu við hjúkrun þar. Reyndist' það engum erfiðleik- um bundið, enda skortur á hæfu hjúkrunarfólki í Alsír, og fékk Regína þegar í stað vinnu við Framh. á 15. síðu Áin skilaði fingurgulli morðingjans eftir 2 aldir FINGURGULL morðingjans, sem fannst í Eyjafjarðará. Hringurinn er nú í Þjóðminiasafninu. j ; lwn^ali> - (Ljósm.: TÍMINN-RE). , ■ “..... HF-Reykjavík, 17. des. f FJÓRÐA bindi Islenzks mann- lífs eftir Jón Helgason, sem út kom núna fyrir jólin, er sagt frá Magnúsi Benediktssyni í Hólum í Eyjafirði, stórættuðum manni og miklum fyrir sér, sem uppi var á fyrri hluta átjándu aldar. Hjákona Magnúsar þessa átti von á barni, og til að losna við að gangast undir þungann, drap Magnús hana. Við þá athöfn hefur Magnús líklega misst af sér fingurgull, sem nú er nið'urkomið í Þjóðminjasafninu. Málsatvik eru þau, að föstudag einn skömmu fyrir réttir haustið 1704 kvaddi Magnús einn vinnu- manna sinna með sér niður í sveit, og komu þeir ekki heim fyrr en aðrir voru gengnir til náða. Dró þá Magnús upp brennivín og veitti fylgdarmanni sínum og tjáði hon- um síðan, að hann vildi að heiman fara á ný. Riðu þeir að þessu sinni fram með Eyjarfjarðará og stað- næmdust á eyri móts við Úlfá, en á koti því átti heima Guðrún, hjá- kona Magnúsar. Fór Magnús heim og kom aftur að vörmu spori með Guðrúnu. Vinnumaðurinn beið á- lengdar, en Magnús og Guðrún sett ust við ána. Allt í einu heyrði vinnumaður vein og köll og því næst hrópaði Magnús til hans og skipaði honum að koma. Lá þá Guðrún dauð á grúfu í grunnu vatni við áreyrina, og hafði Magn- ús troðið steini upp í líkið. Lét Magnús vinnumann sinn taka steininn út úr stúlkunni og hrækja á hann. Síðan stigu þeir á bak hest um sínum og riðu brott. Magnús mælti: „Nú þarf ei að gangast undir þungann hennar Gunnu“. Það er enginn vafi á því, að hringurinn i Þjóðminjasafninu, sem fannst árið 1892 í Eyjafjarð- ará niður undan Laugalandi, hef- ur einhvern tíma prýtt hönd Magn úsar Benediktssonar í Hólum. — Þetta er signethringur úr silfri, en gullroðinn. Greinilega má sjá að þetta er stór karlmannshringur og á hann er grafið með latneskum upphafsstöfum MAGNUS BEN- DIXEN og þar innan í mynd af laufguðu tré, allvel grafin. Gerð hringsins vitnar um aldur hans, og nafnið, sem í hann er grafið, Framh. á 15. síðu HÉR er áríðandi orðsending til allra þeirra fjölmörgu, sem fengið hafa miða tii sölu. Vinn- ingamir kosta nærri 400 þús- [ und krónur. Annar kostnaður er ávallt einhver. Það er því augljóst, að ef hagnaður á að verða nokkur að ráði, þurfa margir að vinna vel og selja mikið. Enn eru nokkrir dagar JK—Reykjavík, 17. desember Biskup vígSi Kópavogs- kirkju árdegis í gær aS við- stöddu miklu fjölmenni. Kirkj an er nú nærri fullgerS og gnæfir yfir Kópavog, þar sem hún stendur á svonefndum Borgum. Forseti ísiands, kirkjumálaráð- herra, fyrrverandi biskup og flest- ir prestar Reykjavíkur voru við- staddir athöfnina, sem hófst um hálfellefuleytið. Fyrst gengu prest ar og safnaðarráð í kirkju með gripi kirkjunnar. Síðan flutti bisk- upinn yfir fslandi, herra Sigur- björn Einarsson, vígsluræðuna, en sr. Gunnar Árnason sóknarprest- ur prédikaði. Frú Hulda Jakobsdóttir, formað ur safnaðarráðs rakti síðan sögu kirkjubyggingarínnar. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði kirkjuna í sérkennileg- um stíl. Byggingin var hafin árið 1957. Kirkjunni hafa borizt mjög margar gjafir og sumar hverjar afar stórar. 4 Biskup víglr klrkjuna, Svikahrappur hét ýmist Sigurður, Jón eða Matthías GB-Akranesi, 17. des. SVIKAHRAPUR einn var hér fyrir dómi í dag og mun fá gist- ingu í húsakynnum lögreglunnar í nótt. Hann átti í gær tal vift Har- ald Böðvarsson útgerðarmann og falaði af honum vinnu, en hér er uú unnið nótt og dag. Taldi Harald ur engin tormerki á því, að hann gæti fengið hér vinnu, ef hann kæmi uppeftir, en maðurinn var staddur í Reykjavík. Kauði kvaðst vera peningafár, og ekki vita, hvernig sér gengi að komast upp eftir. Gaf Haraldur lítið út á það. Seinni partinn í gær kom svo mað- urinn akandi í leigubíl hingað upp eftir. Kostaði bíllinn 1100 krónur og borgaði verkstjórinn bílinn til bráðabirgða, mun hafa talið hæg heimatökin að ná upphæðinni aft- ur af kaupi mannsins. Fór nú maðurinn að búa sig út til vinnu, en sem hann var vinnuklæddur kvaðst hann kenna krankleika og þurfti að bregða sér frá. Lagði hann leið sína í nokkur hús og bar sig aumlega. Kvaðst hann vera Framh á 15 siðu FULLTRUA- RÁÐSFUNDUR FUNDUR verður i Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykja- vík þriðjudaginn 18. þ. m. að Tjarn argötu 26 og hefst kl. 8,30 e.h. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1963. Frummælendur: Einar Ágústs- son og Björn Guðmundsson. — Bæði aðalmenn og varamenn eru boðaðir á fundinn. — Stjómin. til stefnu. Við treystum flokks- mönnum, sem fengið hafa miða, að' herða nú söluna — selja upp — og taka nokkra miða til við- bótar. Miðarnir í happdrætti okkar eru góð söluvara. Það er vegna þess: 1) að þeir kosta að- eins 25 krónur, 2) að vinningar eru tveir OPEL CARAVAN, 3) að drætti verffur EKKI frestað. Þetta ættu umboffsmenn okkar að athuga. Þeir, sem ekki hafa fengið miða hringi í síma 12942

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.