Tíminn - 20.12.1962, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka-
strœti 7. Simar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af.
greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan.
lands. í láusasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Vegir og brýr
•
Eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu, hafa
framlög til vega- og brúagerðar stórminnkað seinustu
árin, miðað við þá heildarhækkun, er orðið hefur á út-
gjöldum ríkisins. Á sama tíma hefur það gerzt, að tekj-
ur ríkisins af benzínskatti hafa stóraukizt og nema nú
orðið mun hærri upphæð en framlög ríkisins til nýrra
vega og brúa. Þetta er öfugt við það, sem áður var.
Við aðra umræðu fjárlaganna fluttu fulltrúar Fram-
sóknarflokksins í fjárveitinganefnd nokkrar breytinga-
tiilögur við fjárlögin um hækkun þessara framlaga til
samræmis við hækkun þá, sem orðið hefur á heildarút-
gjöldum fjárlaganna. Meginatriði þessara breytingatil-
lagna var þetta:
Framlag til nýrra akvega hækki um 14 millj. kr. eða
úr 20,5 millj. kr. í 34,5 millj.
Framlag til viðhalds þjóðvega hækki um 7 millj. kr.
eða úr 63 millj. kr. í 70 millj. kr.
Framlag til endurbyggingar þjóðvega hækki um 4
millj. kr. eða úr 800 þús. kr. í 4,8 millj. kr.
Framlag til brúargerða hækki um 10 millj. kr. eða úr
11,8 millj. kr. í 21,8 millj. kr.
Framlag til endurbyggingar gamalla brúa hækki um
1,6 millj. kr. eða úr 1,4 millj. kr. í 3 millj. kr.
Framlag til kaupa á vegavinnuvélum hækki um 3
millj. kr. eða úr 2,8 millj. kr. í 5,8 millj. kr.
Samanlagt námu þessar hækkunaitillögur Framsókn-
armanna um 40 millj. kr.
Allar voru þessar tillögur felldar af stjórnarliðinu.
Forsvarsmenn stjórnarinnar treystu sér ekki til að
færa fram þau rök, að það væri ógætilegt að samþykkja
þessar tillögur, vegna þess að það myndi leiða tíl tekju-
halla hjá ríkissjóði. Það er nefnilega augljóst, að tekju-
áætlun fjárlaganna er mjög lág.
Stjórnarliðið reyndi að beita þessum rökum gegn hlið-
stæðum tillögum Framsóknarmanna á seinasta þingi. Nú
sýnir reynslan, að þótt allar hækkunartillögur Fram-
sóknarmanna við fjárlögin 1962 hefðu verið samþykktar,
liefði samt orðið tekjuafgangur hjá ríkissjóði.
En þótt stjórnarliðið felldi þessar tillögur Framsókn-
armanna að sinni, er ekki víst, að það þori að standa við
það. Kosningar eru í nánd. Því er ekki vonlaust um, að
þessi mál verði tekin upp á framhaldsþinginu.
V erkamannabústaðir
Alþýðublaðið þykist vera sigri hrósandi yfir því, að
meira fé hafi verið útvegað ti! verkamannabústaða á
þessu ári en um langt skeið.
Alþýðublaðið gleymir að geta þess, að á árunum 1959
og 1960 var Alþýðuflokksmaður félagsmálaráðherra, án
þess að nokkuð væri gert til að auka fjárráð byggingar-
sjóðs verkamannabústaða eða hækka lánin, sem sjóður-
inn veitir, en það var orðin brýn nauðsyn, ef tekjulágt
fólk átti að geta notið þeirra.
Á þinginu 1960 báru Framsóknarmenn fram frum-
varp um að hækka lánin, sem sjóðurinn veitir og auka
jafnframt fjárráð hans
Þetta frumvarp var svæft, en þaö nægði þó til að
vekja félagsmálaráðherra Alþýðuflokksins af svefni. Því
var lögunum um verkamannabústað' breytt á þinginu
1961 að verulegu leyti til samræmis við það. sem Fram-
sóknarmenn höfðu lagt til á þingmu 1960. Árangur þess
er hin verulega aukning, er orðið heíur á þessu ári.
Þetta er eitt af mörgum dæmum þass, hvernig barátta
Framsóknarmanna hefur neytt rikisstjórnina til athafna.
RAND0LPH CHURCHILL:
Mörg cnsku blaö'anna hafa tekiS illa upp afstöSu Bandaríkjanna í
Skybolt.málinu, e!ns og m.a. sóst á moSfylgiandl mynd Cumm':?sc, er
birtist í Sunday Express á sunnudaginn var.
„EG STING þess vegna upp
á því, að við ræðum við
frönsku stjórnina, eins og mað-
Iur við mann og óformlega, um
þá skilmála, sem settir hafa
verið fram í megindráttum, og
komumst að raun um, hvað hún
er reiðubúin að láta okkur í té
í staðinn.
Þá, og þá fyrst vitum við
hvort hagnaðurinn er þess
Iverður, sem fyrir hann þarf
að fórna ,og hvort árangur af
samningaumleitununum getur
vegið upp þá áhættu, sem þeim
er samfara.
Að minu viti getur engin á-
kvörðun ráðuneytisins gengið
lengra en að heimila samninga-
nefnd að ganga að fyrirfram
ákveðnum grundvallaratriðum,
enda só áskilinn skýlaus réttur
til endanlegrar neitunar, þeg-
ar umræður hafa farið fram og
málið liggur Ijóst fyrir í heild.
Sú staðreynd, að við höldum
uppboð á okkur, getur alls ekki
komið í veg fyrir að við hækk-
um sjálfir verðið upp fyrir það,
sem aðrir bjóða.“
HVER SAGÐI þetta? Enginn
annar en Winston Churchill
1908. Þessi viturlegu orð eiga
sérlega vel við nú. Þau eiga
ekki aðeins við um kröfur okk-
ar til landvarna, heldur einnig
um inngöngu okkar í Evópu-
bandalagið.
Allir franskir og bandarísk-
ir vinir, sem ég hef hitt að
máli undanfarna daga, hafa
haft á hraðbergi sömu ráðlegg-
ingu bæði um inngöngu okkar
í Evrópubandalagið og í sam
bandi við Skybolt, en hún er:
„Rasið ekki að neinu“.
Ástæðan til þess, að ekkert
liggur á í sambandi við inn-
göngu okkar í Efnahagsbanda
lag Evrópu er, að Adenauer
sem verður 87 ára í janúar
hefur svo gott sem lofað þv
að hætta að hausti Það verður
mikil blessun fyrir hinn frjálsa
heim
Þegar Adenauer er hættur
verður de Gaulle Ijóst, að allir
menntaðir Evrópumenn eru á
öndverðum meið við hann í
skoðunum. Hann stendur þá
einn uppi og verður því engan
veginn þess umkominn að
rugla eða hindra inngöngu
okkar í sameinaða Evrópu.
SVIPUÐ VIÐHORF verða
uppi á teningnum þegar við
veltum því fyrir okkur, hvort
Bretland haldi áfram að hafa
sjálfstæðan kjarnorkumátt til
hindrunar.
Það er jafn öruggt og sólar-
uppkoma í fyrramálið, að hvað
sem annars kann að gerast, ætl
ast Kennedy forseti til þess,
að Bretland hafi yfir að ráða
sjálfstæðri kjarnorkuhindrun
Það væri mjög heimskuleg'
af okkur Bretum að reyna að
þröngva vinum okkar í Banda-
ríkjunum til að halda áfram
að þráast með óhemju dýrt
vopn, sem þeir hafa misst trúna
á, þar sem Bandaríkjamenn
eru reiðubúnir að láta okkur
hafa annað mun betra, þar sem
eru flugskeyti til nota frá kaf
bátum.
Hvaða fjarstæður. sem menn
kunna að lesa í blöðum þá má
reiða sig á, að vinir okkar í
Bandaríkjunum, — og þá fyrst
og fremst forsetinn og McNa-
rnara hermálaráðherra — ætla
alls ekki að bregðast okkur.
VERA MÁ að út af kaup-
verði þessara ómissandi vopna
verði dálítið þvarg og þvæla
Við Bretar höfum látið eins og
við værum óðir út af ræðu
Dean Acheson (og auðvitað án
þess að leggja það á okkur að
lesa það I heild. sem hann
sagði) Þess fremur æt'um við
að vera nógu stoltir, auðugii
Framh á 13 síðu
Þeir mega ekki heldur rasa um ráð fram í Skybolf-málinu.
Undanfarið liafa risið háar
öldur í Bretlandi vegna þess,
að Bandarikijastjóm hefur
lýst yfir því, að hún telji ó-
ráðlegt að halda áfram smíði
Skybolt-flugskeytanna svo-
nefndu, sem skotið er frá flug
vélum, en Bretar hafa byggt
allar áætlanir um sjálfstæðan
kjarnorkuvígbúnað sinn á
því að þeir fengju þessi flug-
skeyti, en sjálfir smíða þeir
engin flugskeyti. f staðinn
rnunu Bandaríkjamenn bjóða
Bretum flugskeyti, sem skot-
ið er frá kafbátum. í eftirfar-
andi grein, ieggur Randolph
Churchill, sonur Winston
Cliurchills, til að Bretar taki
þessari afstöðu Bandaríkj-
anna rólega og fari sér jafn-
framt hægt í gamningum við
EBE, því að Adenauer og de
Gaulle séu á förum. Ran-
doiph Churchill skrifar að
staðaldri greinar fyrir ýrnis
ensk blöð. Ifann var staddur
í Rarís, þegar hann skrifaði
eftir farandi grein j lok sein-
ustu viku.
Bretar eiga að fara sér hægt
í samningagerðinni við EBE
T í M I N N, fimmtudagurinn 20. des. 1963.
7