Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Jarðræktarframlag til stækkunar túna undir 15 ha. hækki í 65% Ágúst Þorvaldsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í landbún aðarnefnd neðri deUdar hefur lagt fram sér ncfndarálit og flytur breytingatillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um aS hækka markið úr 10 ha. i 15 ha. varðandi hinn sérstaka jarðræktarstyrk til stækkunar lítilla túna. Meginhluti nefndar álits Ágústs Þorvaldssonar um málið fer hér á eftir: LandbúnaSarnefnd hefur haft frv. þetta til athugunar, og eru allir nefndarmenn sammála um að þaS sé til bóta, en þó varð ekki full samstaSa um af- greiðslu þess. Fjórlr nefndar- menn, þeir Gunnar Gíslason, Jónas Pétursson, Benedikt Gröndal og Karl Guðjónsson, vilja samþykkja frumvarpið með þremur breytlngum, sem þeir bera fram tillögur um. Eru tvær af þeim leiSréttingar á frv., og styS ég þær, en ein er efnisbreyting á lögunum, þar sem lagt er til, að styrkir til íbúðarhúsabygginga hækki úr 40 þús. kr., eins og ákveðið' er í 48. gr., upp í 50 þús. kr. Og þar sem hvort tveggja er, að mér þykir of skammt gengið meS þesrxri breytingartillögu og að ég vil einnig hækka jarð ræktarframlagið meira en frv. gerir ráð fyrir, þá varS ekki full samstaSa um afgreiðslu málsins, og flyt ég breytingar tillögur um þau atriði, er aðtlr nefndarmenn voru ekki .sam- mála mér um. Þegar lögin um Stofnlána- deild landbúnaSarins voru tll meðferðar á síðasta þlngi, þá reyndum viS Framsóknarmenn að koma fram breytingum til bóta, en allar okkar tillögur voru felldar í báðum þingdeild um. f neðri deild flutti ég ásamt Karll Guðjónssynj m.a. breyt- ingartillögu um, að breytt yrði markinu um 10 ha. túnstærð- ina, sem notiS hefur sérstaks jarSræktarframlags síðan 1957, og það fært upp í 15 ha. og hinir smærri bændur þannig hvattir og styrktlr áfram tll ræktunarframkvæmda en þessi sjálfsagða tillaga var einnig felld. Nú hefur ríkisstjórnin nokkr- um mánuðum síðar ekki séð annað fært en flytja frv. það, er hér liggur fyrlr, og taka upp þá breytingu, er við Karl Guð- jónsson lögSum til í fyrra. Er ég auSvitað samþykkur þeirri breytingu, en vil þó láta þá skoðun { Ijós, að ekki muni lengl vertfa hægt að una við 15 ha. markiS, því að bústærS- in hjá hverjnm bónda hlýtur að verða aS vaxa mjög fljótt upp fyrir það, sem 15 ha. tún getur framfleytt. Eftir atvikum er þó hægt aS sætta sig við þessa breytingu í bili. Hins veg ar tel ég ekki viS það unandi að kostnaðarprósentan 50 af hundraSi, sem styrkurinn mið- ast viS, sé lengur sú sama, og flyt breytingatillögu um aS hún verði 65 af bundraði kostnað.ar verðs viS ræktunina. Mundi þetta mjög hraða stækkun Htlu túnanna og hjálpa nýbýllngum aS koma undir sig fótum við búskapinn. f frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir hækkun á byggingar styrk til íbúðarhúsabygginga, en hann hefur veriS allt aS 40 þús. kr. Melri hlutl landbúnaS- arnefndar gerir tillögu um að hækka styrk þennan upp í 50 þús. kr., án þess þó að gera ráð fyrir auknu framlagi úr rík issjóSi til að mæta hækkuninni. Ég vil hækka styrkinn um Va, úr allt að 40 þús. í 60 þús. kr., og að ríkissjóður leggi fram ár lega næstu ár þá fjárhæð, er þarf til að mæta þeirri hækk- un, er ég legg til á jarSræktar framlaginu, og til endurbygg- ingar íbúðarhúsa á jörSum með ónothæfar fbúðir. Nái þessar sjálfsögðu breyt- ingar fram að ganga, má telja aS um sinn sé sæmilega búið aS þeim þáttum landbúnaðarins er frv. fjallar um. Hins vegar er það skoðim okk ar Framsóknarmanna, aS lögin um Stofnlánadeild landbúnaðar ins þurfi gagngerSra breytinga viS á öðrum sviðum. Er þar fyrst og fremst um að ræða aS fella niður hina óréttlátu skattlagningu á bændur og neyt endur til Stofnlánadeildarinnar og sjá henni fyrir fé meS öði- um hætti. Enn fremur að lengja aftur lánstímann og lækka vext- ina. Framsóknarflokkurinn vill þó ekki tefja þetta frv. meS umræðum eSa tillögugerð um þá þætti málsins nú, en mun bráðlega leggja fram frumvarp um þaS efni. FramSeiðsSuaukningin og Eins og áður hefur veriS get iS hér í blaðinu flytur Björn Pálsson frumvarp til laga um breyting á lögum um fram- leiSsluráð landbúnaSarins þess efnis, aS 25% af and- virSi aukningar afurðamagns meðalbúsins skuli bætast við kaup bóndans og næsti verð- lagsútreikningur miðist við, að bóndinn fái þá kauphækk- un. Þó segir í frumvarpsgrein inni, að söluverð landbúnaðar- vara á innlendum markaði skuli miöast viS það, að heild- artekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þessi ný- skipan á verðlagsgrundvellin- um komi til framkvæmda 1. ágúst 1963. í greinargerð með þessu frumvarpi segir flutn- inqsmaður: f lögum iim framleiðsluráð land búnaðarins sru ákvæði um, að verð landbúnaðarafurða skuli miðast við það, að bændur hafj svipaðar tekjur og aðrar vinnandi stéttir. í framkvæmd þýðir þetta, að bændur sem heild fá jafnmiklar tekjur, hvort sem þeir framleiða mikið eða lítið Þeir; sem fram- leiða mikið, gera það á kostnað þeirra, sem hafa litla framleiðni Þó að bændur framleiddu 25% minna en þeir gera nú, fengju þeir sama kaup samkvaémt þess- um lögum, og þó að framleiðni þeirra væri 50% meiri, mundi kaup þeirra vera hið sama. Eigi firamleiðni íslenzks landbúnaðar að jukast og hagur bænda að batna, irerður að breyta þessu þannig, að bændur njóti þess að einhverju leyti, ef þeir með aukinni tækni eða meiri vinnuafköstum fram- leiði meira Eigi mundi það bæta hag sjávarútvegsins, ef sjómenn fengju jafnt kaup, hvort sem þeir fiskuðu mikið eða lítið. Þróun iðnaðarins mundi ekki aukast, ef iðnrekandinn fengi sömu laun án tillits til þess, hve mikil iðnþró- unin væri. Slíkt mundi valda áhuga leysi og kyrrstöðu. Sama lögmál gildir um landbúnaðinn. Hann getur ekki þróazt eðlilega, ef þeir, sem við hann vinna, njóta ekki aukinnar tæknj og vinnuafkasta á einhvern hátt. Athugun hefur farið fram á því, hve miklar hreinar tekjur bænda voru á skattskrá 1960, og reyndust þær 64 þúsund kr. eða 4 þús. minni en gert var ráð fyrir af framleiðsluráði. Árið 1962— 1963 er kaup bóndans áætlað 94 þús. kr„ en verður tæplega meira en 90 þús. kr. Þess ber að gæta, að hér eru innifalin vinnulaun konu, að svo miklu leyti sem hún vinnur að framleiðslunni. Hér er einnig talin með vinna bama, því að fæstir munu reikna börnum kaup fyrr en eftir 14 ára aldur. Er hér um eigin sök að ræða. Bændur eiga að reikna börnum eðlilegt og sanngjarnt kaup. Á þann hátt einan geta þeir fengið út hve mik'ar tekjur eru af eigin vinnu. Vinni konur og börn í kaup stöðum, eru vinnulaun ekki færð á skattskrá heimilisföður. Fram- leiðsluráð reiknar með. að aðkeypt vmna vísitölubúsins nemi 13 946 kr„ en launatekjur og aukabúgrein ar (auk garðræktar) gefi 19 580 Kr. Með öðrum orðum: bóndinn á fð vinna algerlega einn fyrir bú- inu. Við vitum, að þetta er ekki hægt. Það er ógerlegt að reka bú án aðstoðar Þess vegna er hér um ólaunaða vtnnu konu og barna að ræða. Hin mikla atvinna við sjávar- afurðir i mörgum kaupstöðum s.l. 2 ár hefur að mestu leyti farið fram hjá bændum og fjölskyldum þeirra. Ég hygg að þeir séu nú verr launaðir en flestir' aðrir, þegar ?ils er gætt Með óbreyttum af- urðasölulögum er og verður bænd- um haldið í fjárhagslegri spenni- treyju. Ýmsum er að verða þetta ljóst. Einn líkti ástandinu við það að tína kartöflur í fötu í ákvæð- isvinnu. Bóndinn eykur afköst sín eftir getu, ?n launin eru þau sömu að kveldi. Loks uppgötvar hann sannleikann. Um leið og hann eyk- ur afköstin, stækkar fatan. Lfk- ingin er snjöll. Það er fleiri en þess; bóndi, sem skilja, að upp- skeran er ekki í samræmi við erf- iðið. Þeir, sem að landbúnaði vinna, verða að finna, að þeir njóta þess, ef vel er unnið. Með þessu frumvarpi er lagt til, að hagnaður af aukinni framleiðni skiptist að jöfnu milli framleið- anda og neytenda og bústærðin sé miðuð við árið 1962—63. Vitan- lega má deila um hlutfallið og ár- io, sem við er miðað. En það er ekki aðalarnðið. Aðalatriðið er, að bændur viti það og finni, að þeir njóti þess, ef þeir yrkja ak- ur sinn vel. Einyrkjabúskapur er að ýmsu ’eytj óhagkvæmur og óframkvæm- anlegur nema fyrir þá, sem hafa ó’oilað vinnuþrek. Búin þurfa að stækka, svo ag vélar og vinnuafl nýtist sem bezt. Til þess að það takist, þurfd tekjur að aukast í samræmi við stækkun búanna, svo nð eðlilegt samræm; sé á milli uppskeru og erfiðis og bændur geti greitt börnum sínum hæfileg vinnulaun. Vera má. að einhver haldi því fram, að sé þessi laga- breyting samþykkt, verðj kaup bænda hærra en annarra eftir nokkur ár Reynist það. þá er astæðan. að framleiðnin eykst. Bæði framleiðendur og neytendur njóta góðs af því. Eg álít auk þess Á ÞINGPALLI ★ ★ í upphafi fundar í sameinuðu Alþingi í gær minntist forseti, Friðjón Skarphéðinsson, Sigurðar E. Hlíðars, yfirdýralæknis, fyrrv. alþingismanns. Risu þingmenn úr sætum til virðingar við hinn látna. ★ ★ í gær fóru fram kosningar til ýmissa nefnda og stofnana. f Norðurlandará® voru kjörnir: Gísli Jónsson, Magnús Jónsson, Sigurður Ingimundarson, Ásgeir Bjarnason og Einar Olgeirs- son. Til vara þeir Matthías Mathiesen, Ólafur Björnsson, Birgir Finnson, Ólafur Jóhannesson og Hannibal Valdemarsson. ★ T<r Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga voru endurkjörnir Jón Pálma son, Björn Jóhannesson og Jörundur Brynjólfsson. ★ ★ f stjórn Fiskimálasjóðs til þriggja ára voru kjörnir Sverrir Júlíusson, Davíð Ólafsson, Jón Axel Pétursson, Sigurvin Einars son og Björn Jónsson, og til vara þeir Sigurður Egilsson, Jakob Hafstein, Sigfús Bjamason, Jón Sigurðsson, skipstjóri og Kon- ráð Gíslason. ir í verðlaunanefnd gjafar Jóns Sigurðssonar var kjörinn Sigurð- ur Jónsson, framkv.stj. Slippsins. ir ★ Endurskoðendur Búnaðarbankans voru kjörnir þeir Einar Gestsson, Guðmundur Trygvason. Endurskoðendur Landsbank ans: Ragnar Jónsson og Guðbrandur Magnússon., og endurskoð endur Útvegsbankans þeir Björn Steffensen og Karl Kristjáns son. ★ ★ f Nýbýlastjórn voru kjörnir: Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Benedikt Gröndal, Steingrímur Steinþórsson og Ásmundur Sig urðsson, og varamenn þeir Gunnar Gíslason, Jónas Pétursson, Pétur Pétursson, Haukur Jörundsson og Stefán Sigfússon. ★ ★ í stjórn Áburðarverksmiðjunnar vora kjörnir Pétur Gunnars- son, Tómas Vigfússon og Vilhjálmur Þór. fc- sanngjarnt, eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt, að bændur hafi meira eri meðallaun, ef einhverjir eiga að fást til að búa. Sjómaðurinn vinnur vel, en hann hefur þó oft 2—4 mánaða frí á ári. Skrifstofu- og verzlunarfólk hefur rífleg helg arfri og hóflegan vinnudag. Fjöl- skyldur bænda þurfa að vinna meira og mmna alla daga ársins, hafa oft lengrj vinnudag en al- mennt gerist og neita sér yfirleitt um alla óþarfa eyðslu Tekjuaf- gangi, ef um hann er að ræða, er o+tast varig til umbóta á jörðun- um. Bændur eiga því skilið, að eðlilegt samband sé milli sáningar og uppskeru. Það lætur nærri, að 50% af framleiðslukostnaði meðalbús séu rekstrarvörur og 50% vinna. Er því eðlilegt að miða við það hlut- fall, þó að búin stækki. Það þarf meirj áburð. fullkomnari vélar og hetri peningshús, ef framleiðsl- an á að aukast. Eigi aukin fram- leiðni að bæta hag neytenda og fiamleiðenda að jöfnu, ber því bændum að fá 25% af framleiðslu aukningu meðalbús í sinn hlut, og gagnstætt, ef framleiðslan minnk ar. 6 T í V* I N N. fimmtudagurinn 20. des. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.