Tíminn - 20.12.1962, Síða 8

Tíminn - 20.12.1962, Síða 8
TILRAUN VANDLÆTINGAR Sara Lidman: Sonur minn og ég. Skáldsaga. Einar Bragi Sigurðsson íslenzka'ði. — Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík 1962. f velferðarríkjum Skandinavíu hafa menn um sinn haft mikinn áhuga á vandamálum hinnar ungu Afiiku og annarra „vanþróaðra" landa. Þessi áhugi birtist í mörg- um myndum; umtalsverðastar eru vitaskuld þær raunhæfu aðgerðir sem boðaðar hafa verið til aðstoð- ar þessum iöndum eða eru þegar komnar í kring. Þótt áhugi og eft- irtekt alls umheimsins hafi af góð um og gildum ástæðum beinzt að Afríku nokkur undanfarin ár mun hann óvíða vera meiri og almenn- ari en í þessum löndum né ein- dreginn stuðningur við málstað kúgaðra Afríkumanna tíðari bæði opinberlega og meðal alls almenn- ings, — og á þetta sér trúlega mörg og margvísleg rök ef kruf- in yrðu til mergjar. Eitt er það með öðru að í allri velferðinni og lýðræðinu heima fyrir virðist stundum fátt um vandlætingarefni ssm verulegu máli skipta, og „heilög reiði“ er nú einu sinni mesti hressingarauki í lýðræðis- þjóðfélagi, ekki sízt þegar hún beinist að nógu fjarlægu marki. Það er heldur ekki að furða að Suður-Afríka hefur gjarna verið í brennipunkti áhuga og umræðu: livergi birtast öfugmæli Afríku í jafn átakaniegu ljósi, hvergi er kynþáttamisréttið jafn hróplegt og þar og hefur enda verið skipað í kerfi, sem vekja hlýtur ofboð og óhug. Ýmsir norrænir höfundar hafa á srðustu árum fjallað um Afríku á líðandi stund og í ýmsu formi. Tíðust eru ýmis form blaða- mennsku, allt frá nokkurn veginn „hlutlausri" ferðalýsingu til beinna áróðursrita fyrir málstað Sara Lidman Airíku og innfæddra manna; hitt er miklu fátíðara að sjá málstað hvítra Afríkumanna haldið fram cða viðhlítandi grein gerða fyrir viðhorfum þeirra. Margt í þessari biaðamennsku er mikils vert, og má þar einkum nefna skrif Per Wastbergs, en hann er um þessar mundir mestur „afrrkumaður" í hópi sænskra rithöfunda og blaða- manna. Aðrir hafa freistað þess að lýsa Afríku og vandamál- um hennar í formi skáldskapar, og er sú viðleitni að vísu meira á- horfsmál. Blaðamaðurinn lýsir því sem hann sér sjálfur, hann vinnur úr eigin reynslu og aðgengilegum heimildum, styður skoðuM sína beinum rökum. Skáldið þarf að gera sér efnið innlifað með allt öðrum hætti, og „heilög reiði" cíugir honum enn skemmra eins síns liðs. Maður hlýtur að ætla að í Afríku okkar daga finnist ærin skáldskaparefni, en trúlega bíðUT það innfæddra höf. að gera þeim þau skil sem hæfa. (Þó má nefna tvo hvíta höfunda í Suður-Afríku, Alan Paton og Nadine Gordimer, sem bæði nafa skrifað athyglis- verð verk; a. m. k. Paton er kunn- ur hér á landi.) Utanaðkomandi höfundi hlýtur að veitast erfitt að vrnna sér þann innlifaða skilning á málefnum Afríku og Afríkufólks stm einn getur orðið kveikja að mikilsverðu skáldverki. Hættan virðist blasa við að hálfmeltum ferðaáhrifum sé tildrað kringum upptimbraðan söguþráð sem ætlað er að „vekja til skilnings" á mál- síað Afríkumanna eins og hinum góðviljaða böfundi birtist hann af skammvinnum kynnum. Niður- staðan verður gjarna hvorki fugl ré fiskur, hvorki upplifuð ferða- lýsing, né lifandi skáldskapur. Og vandséð hverjum er gagn að. Sem tilraun er Afríkubók Söru Lidman verð allrar athygli þótt: henni takist engan veginn að forð ast þá hættu sem vikið var að. I.idman er gáfuð skáldkona, skap heit og næmlunduð; fyrri verk hennar úr sænskum afkimum votta í senn epískan þrótt í mannlífs- sýn og ljóðræna innlifun í sögu- efnið, stfll hennar er fíngerður cg vandaður og áhrifamikill á stundum. í Sonur minn og ég, virð ist vaka fyrir henni að brjóta upp á nýju efni, hún er að leita list sinni endurnýjunar í Afríku. Hún vill gera verk sitt tímabærara tala beint til samtímans og flytja hon um erindi í stað hinnar óbeinu iæðu afkimasagnanna. Þar fyrir eru sum beztu einkennin á stíl Lidmans í þessari bók sömu og fvrr: næmlsikinn, hin skyggna hversdagssýn, listin að bregða í örfáum dráttum upp lýsingu sem segir miklu fleira en hin ytri atvik ein. Þessa nýtur Sonur minn og ég einkum í því sem telja verð- til ferðaáhrifa f lýsingunni á „,loburg“ sögunnar og daglegu lífi þar er víða brugðið upp einföld- um, hrollskýrum myndum sem maður ætlar að lýsi daglegum veru leik í Suður-Afríku með beinni og umsvifalausari hætti en vand- lætingasamasta blaðagrein Hér er t. d. Jaek, hvítur maður, sem lifir á því að spæja um ástir hvítra manna og svarta, og er sloltur af þjóðrembingi Hér eru hvítu „bossarnir", sem telja hvern þann liðleskju sem ekki dregur saman auð á tíu árum í Suður- Afríku, og hér eru „poor whites“, aumastir hinna aumu. Og einkan- lega er hér hinn nafnlausi svarti múgur sem grundvallar allan auð Suður-Afríku; í mörgum stuttum hnitmiðuðum lýsingum einstak- linga og götulífs og umhverfis tekst Lidman að bókfesfa þennan1 \eruleik: hina köldu reglu á yfir- horðinu; ólguna, hitann undir niðri hróplegt ranglæti skipulags- ins. Miklu verr tekst henni að j r.álgast þetta fólk, færa það inn í sögu sína. Þar sem hún freistar þess að tjá í eintölum og samtöl- um hvítra eða svartra hinn innri veruleika og viðhorf þessa fólks, þar bregzt henni bogalistin: þar talar gagnrýnandinn og umvand- arinn beint. Og sama gildir um hrnar „jákvæðu" persónur verks- ins: Samuel, Kathleen og bróður hennar, Kittý. Þau eru ekki upp- lifað fólk í sögu; í lýsingu þeirra er verið að „ræða vandamálin", ekki birta þau. Hér birtist enn greinarmunurinn á upptimbrun rögunnar og upplifun umhverfis- ins. Og góð meining enga gerir stoð, — við þurfum ekki skáldskap ti’ að fá „umræðu“ um vandamál Suður-Afríku. Sara Lidman forðast þá villu að reyna að lýsa Afríku að „inn- an“. Söguhetja hennar er sænskur maður, sem á stundar dvöl í Suður Afríku í fjáröflunarléiðangri; sag an er öll lógð í munn honum, at- burðirnir eiga að heita séðir gegn- um hans augu. Með þessu móti reynir Lidman mjög á þanþol sögu sinnar og raunar svo mjög að bygging hennar brestur með öllu á köflum. Lýsing söguhetjunnar er með þeim hætti að útilokað virð ist að hann „segi“ söguna; við- horf sögunnar og sögumanns eru ævinlega á misvíxl, — og það er hér ekki meðvitað listbragð, held- ur mistök höfundar. Svíinn í Son- ur minn og ég er ekki bara sjúkur maður á barmi upp- lausnar, hann er fullkomið úrhrak cins og kirfiiega birtist af forsögu hans; harmleikur hans og sonar hans á sér engin tengsl við þann harmleik AMku sem hillir undir á baksviði sögunnar þótt Afríka Eramhald á bls. 13. Guðmundur Halldór og Jónas Guðmundsson Sextíu ár á sjó Jónas Guðmundsson, stýri- maður: SEXTÍU ÁR Á SJÓ Þættir úr æviminningum j Guðmundar Halldórs Guð- ] mundssonar, toigarasjó- manns í Reykjavík. Bókaútgáfan Hildur, Reykja-! vík. Það er gaman að æviminning-j um svona gegnsýrðs togarakalls eins og Guðmundar Halldórs, sem hefur vanizt á að halda sígarett- unni milli varanna, af því menn þurfa að nota hendurnar til ann- ars við ævistarf eins og það, sem þarna er sagt frá . Sextíu ár á sjó er ekki löng bók og hún ber með sér, að Guðmund- ur Halldór hefur verið fátalaður í bezta lagi. Maður saknar þess helzt þegar sagt er frá sjóslysi, að ekki skuli vera talað meir um viðbrögð einstakra manna Það skortir nefnilega nokkuð á. ekki frekar í þessari bók en öðrum, að fengizt sé við raun manna á ýtr- ustu stundum, þegar þeir koma allir upp á yfirborðið Samtímá- menn telja sig ekki mega segja frá sliku af viðkvæmnisástæðum, en við erum í heild að tapa þarna miklum bókmenntalegum verð- mætum í hvert sinn, sem hlaupið er yfir þennan þátt mannlífsins. Hitt er annað mál, að bók Guð- mundar hefur eld af mörgum ör- lagastundum manns, sem hefur þurft að horfa framan í ýmislegt um dagana, og það má því segja að við lestur hennar allrar liggi fyrir augum manns sú brýnsla og þolraun, sem gerir menn fátal- aða um alvöruna. Það er togaraverkfall í Reykja- vík, þegar bókin hefst, og ein- hvern veginn hefur lesandinn það á tilfinningunni, að bók þessi hefði aldrei orðið til, ef ekki hefði verið verkfall. Bókinni lýkur líka þegar verkfallið leysist, og Guð- mundur hefur ekki fleiri sögur að segja, einfaldlega af því hann er farinn á sjó. En á meðan verk- fallið stendur, er stund til að tala. Jónas Guðmundsson, sem skráset- ur minningarnar eftir Guðmundi Halldóri. fer svona dag og dag í vesfurbæinn til að spyrja sædrif- inn kappann um lífshlaupið. Smám saman opnast á tjaldinu saga unglings fyrir vestan, manns á skútu og síðan á togara. Þessum æviramma er brugðið lauslega ut- an um minningarnar, og stundum glampar á sjódauða menn eða að farið er á hundrað dansleiki á síldarvertíð fyrir norðan. Eflaust hefði mörgum manni reynzt erfitt að skrifa minningar eftir Guðmundi. En verkið ber þess merki að Jónas þekkir meira og minna til þess sem liggur á bak við svona mann. Orð hans verða þung og myndir þær, sem brugðið er upp, öðlast fjarvíddir, djúpar meiningar, sem aðeins komast til skila vegna staðgóðr- ar þekkingar á ævistarfi mannsins og aðdáunar á persónu hans. Þá er stfll Jónasar fjörlegur og inn- •skot hans unnin af smekkvísi, og eiga þau, ásamt myndum eftir Jónas, sinn þátt í að auka við sterkan blæ bókarinnar, sem and- ar frá sér sjávarseltu, menju- sterkju og rökum þef nýfisks. Við höfum eignazt nýjar, frísk- ar bókmenntir eftir að farið var að skrifa um menn á sjó. Bænda- þjóð eins og íslendingar hallaði sér eðlilega að sveitalífslýsingum eftir að ritöld hófst hér að nýju; sögum af bændalífi í bland við presta og aðra foráttukalla, sem áttu það sammerkt, að í þeim var sáralítill sjór. Þetta er þvf undar legra, þar sem við byggjum ey- land, og sýnir kannski betur en margt annað, að við eftirlétum öldum saman öðrum að sigla sjó- Framhald á 13. síðu. 8 T í M I N N, fimmtudagurinn 20. des. 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.