Tíminn - 21.12.1962, Qupperneq 6
Fyrir nokkru var gerð uppreisn f olíurikinu Brunei á Norður-Borneo.
Brunei er verndarríki Breta, en mun innan skamms ganga f Malayaríkja-
sambandið, en uppreisnarmenn eru sambandinu mó'tfallnlr, og vildu koma
f veg fyrlr að Brunei gengl i það. Brunei er mjög auðugt af olíu, og á
Shell-olíufélagið mikið af olfuvlnnslustöðvum þar. Hér er mynd frá elnni
stöðinnl f Seria. Stöðvar Shell urðu fyrir litlu hnjaski f uppreisninni, og
mun félagið ekkert tjón hafa beðið vegna hennar.
Amerfskl llðsforinginn er klæddur nýjustu herklæðum, sem eru upphituð
og búin rakastilli. Þetta þýðir, að hermenn, sem staðsettir eru í Mexíco,
geta farið til Alaska f skyndi án þess að skipta um klæðnað. Liðsforing-
inn er að skoða brynju frá mlðöldum, sem hvorki var upphituð eða með
rakastilli. En þá voru menn sigursælir engu síður en nú.
Mynd þessi er tekin nýlega i garði keisarahallarinnar í Tokfó. Keisarahjónln eru þarna á göngu með barna-
barni sinu, Hlro prins, Akihito krónprins, Mlchllko prinsessu og Yosl prins, sem er yngsti sonur þelrra. Krón-
prlnsinn helmsótti foreldra sína til að fagna með þeim nýju áril — árinu 1963.
Danskir fornleifafræðingar eru nú að ganga frá víkingaskipunum úr Hróarskeldufirði til geymslu. Kerið á
myndinni er fyllt með sérstakri upplausn, sem skipaleif arnar eru baðaðar upp úr, en síðan eru þær lagðar
innan i glært plast. Þannig umbúnaður á að tryggja að skipln geymist um aldur og ævi.
Gamli og nýi tíminn á Indlandi mætlst svo að segja á þessari mynd. indverskir verkamenn eru að fiytja ofaní-
burð f veg með sama hætti og forfeðurnir, en í baksýn er kjarnakljúfur, sá fyrsti í Asíu og byggður fyrir
styrk frá Kanada. Hann var tekinn f notkun f nóvember 1960.
6