Tíminn - 21.12.1962, Qupperneq 9
lingur í svo norðlægu landi sem
Svíþjóð?
Þá sögu kann ég ekki að rekja.
en nefna má fáein atriði, sem að'
því hafa stuðlað Fyrst og fremst
er skýringarinnar að leita á því,
hversu bjart er yfir nafni hennar.
, Legenda aurea“ segir eitthvað á
þessa leið: Lúcía ber nafn af Ijósi.1
og Ijósið er fegurð sjónarinnar,
samkvæmt pví sem heilagur Am-
brosius hefur sagt: Eðli ljóssins.
rr það, að það er yndislegt á að
sjá, það breiðir sig yfir allt, án
þess að falia til jarðar. — það fer
beint, án þess að beygja af leið.
Og það hikar hvergi, og er því
ímynd þess, hvernig hin blessaða
Lúcía á fegurð meydómsins án
r.okkurrar spillingar, — eigind
kærleikans án lausungar í ástum,
rétta breytni og iotning fyrir guði.
án þess að víkja af veginum, —
bein lína stöðugrar starfsemi án
vanrækslu og leti. í Lúcíu er sagt,
að sé ljóssins vegur.
Það er næsta eðlilegt, að nafn
Lúcíu sé tengt við mestu Ijósahá-
tíð kirkjunnar, þegar slíkar hug-
myndir sem þessar fylgja henni.!
En þó kemur hér fleira til. Dag-
ur Lúcíu er 13. desember. — Þó
að það hljómi einkennilega, var
þessi dagur 13. des., fyrr á öld-;
um nær miðjum vetri. Langt fram
á 16. öld gilti hið forn rómverska
tímatal, júlíanska tímatalið. í því
voru stjarnfræðilegar reiknings-
skekkjur, sem höfðu það í för með
sér, að almanakið var orðið tíu
dögum á effir rét.tum gangi himin-
hnattanna. Hinn 13. desember bar
með öðrum orðum upp á þann
dag, sem vér nú nefnum 23. des-
cmber, og dagur Lúcíu var því
haldinn um það leyti sem hin
forna sólhvsrfahátíð hafði verið.,
Hún rann saman við hin norrænu |
jól, og fékk svip sinn af veizlu-
höldum og fagnaði þeirrar hátíð-
ar. Því segir Erland Hofsten pró-
íastur í Filipstad: „Lúcíunóttin er
lengsta nótt ársins og því meiri I
þörf á næringu en endranær." Um
Lúcíuhátíðina segir ríkisskjala-
vörðurinn facob Reenhjelm, í lok
17 aldar: S. Luciae natt koka dhe
store kjöttgrytor i Varmeland och
ata lustigt om ottan saijandes dhe
skola atha merg i benen“. Svo
hefur mér skilizt. að Lúcíuhátíð-
in sænska eigi uppruna sinn í!
Vermalandi og hafj breiðzt þaðan
út til annarra landshluta. Hvernig
á því stendur. að Lúcíudagurinn
hefur fengig þann svip. sem hann
hefur nú, rr sennilega ekki auð-
velt að rekja nákvæmlega. En ein
skýring virðist þó vera eðlilegust
á þessu triði Hér er um að ræða
sið. sem á uppruna sinn í fornum
helgileikjum. sem blandazt hafa
saman vig sænska þjóð'siði frá enn
eldri tíð. Miðaldakirkjan kunni þá
bst að boða fagnaðarerindið með
leikjum, bæð'i í kirkjunum og
annars staðar. Þeir leikir voru
ekki fyrst og fremst í því fólgnir
að sýna öðrum efni helgra rita, j
heldur að hjálpa söfnuðinum að
liía sig inn í atburðina, með því
að leika þá, endurtaka þá. og færa j
þá þannig mn í veruleikans heim.
Lúcíuleikurinn eða einhverjir
drættir úr honum fara fram á
prestssetrum og herragörðum í
Vestur-Gautlandi kringum 1764,
cg smám saman verður Lúcía einn
ia gestur á smærri heimilum í
gervi einhverrar ungrar heima-
sætu sem tekur að sér að vera
Lúcía, eins og börnin eru það, sem
þau leika. — Þannig heldur hún
áfram að koma inn á sænsk heim-
iíi enn í dag, sem ímynd hrein-
leikans og jjóssins, trúarinnar og
kærleikans, — og þó að dagur
hennar hafj færzt dálítið fjær sól-
hvörfunum af því ag Gregoríus
páfi leiðrétti tímatalið. — kemur
húh enn sem boðberi jólanna,
bjarmi þeirrar dýrðar, sem færist
yfir heiminn með fæðingu frels-
arans.
IV.
Eg minntist áðan á Nikulás
helga, sem kemur til íslands sem
sankti Kláus. hinn góði og gjöfuli
gráskeggur sem færir börnunum
glaðning á jólunum. Eg kynntist
honum vel þau ár, sem ég átti
heima í Kanada. Það má margt
gott um hann segja. en þó tel ég
hann ekki alveg hættulausan. Það
er ekki laust við, að hann sums
staðar dragi athyglina frá honum,
sem í jötunni liggur. og færði
heiminum þá gjöf, sem er dýrari
öllum þeirri farangri, sem Sankti
Kláus hleöur á sinn hrímgaða
sieða. Samt er þetta ekki honum
að kenna. heldur þeim, sem
gleyma að koma því inn í hug
barnanna, að hann á í sjálfu sér
rð vera vottur annars gjafara,
sem er meiri en hann. Ríkidæmi
Kiáusar má ekki skyggja á fátækt
hans, sem þó færði heiminum hinn
mesta auð.
Um Lúcíu er nokkuð öðru máli
ag gegna. Ljósið hennar er þrátt
f.vrir allt .innars eðlis en gjafir
hiskupsins fr*á Bár. Þó gæti svo
farið, að dagur Lúcíu yrði í vitund
sumra hið sama og jólin, og Ijósið
hennar kæmi í staðinn fyrir jóla-
stjörnuna. En um Lúcíu má í raun
inni segja hið sama og ritað var
um Jóhannes skírara: Ekki var
Guðlaugur Rósinkranz færlr Evu Larson gjöf.
hann ljósið, heldur átti hann að
vitna um ljósið". Þegar Lúcía
kemur, krýnd sínum logandi ljós-
um, kemur hún til að vitna um
hig sanna ljós, sem er að koma í j
heiminn, þar sem jólaljósið, jóla- -
stjarnan sKín yfir fjárhúsinu í
Betlehem, og yfir hverju því húsi,
þar sem fólkið á jólabarnið í sín-
um hugarheimi. Sá heimur er hinn
sanni veruleiki, — hinn sannasti
htimur, sem vér eigum.
Það vissi enginn, hvaðan hún
kom, en einn morguninn tóku ná-
grannarnir eftir, að það var kom-
in gömul kona í kofann hans
Magnúsar heitins. Kofi þessi hafði
staðið auður á annað ár eða síð-
ari Magnús dó. Kofinh var utar-
lega í þorpinu og stóð einn sér.
Þag var varla hægt að kalla hann
mannabústað lengur, það var ekki
einu sinni hægt að loka honum,
það varð aðeins sett loka fyrir
hurðina.
Magnús þessi byggði kofann
handa sér, hann hlóð hann úr
lorfi og grjóti og þiljaði hann að
innan. Kofinn var aðeins tvö staf-
gólf, en hlýr og notalegur. Það
stóð til að selja hann eða rífa,
þar sem enginn gaf sig fram sem
lögmætur erfingi Magnúsar heit-
ins. Þó dróst það á langinn og nú
var, öllum að óvörum, komin
í hann ókunnug kona, sem eng-
inn kannaðist við.
Fólki var forvitni á að vita,
hvaða kona þetta væri og hvernig
högum hennar væri háttað, en
enginn vildi þó að tilefnislausu
fara að forvitnast um það, auk
þess sem hún virtist forðast fólk.
Það voru aðeins börnin, sem gáfu
forvitni sinni lausan tauminn.
Þau gengu í kring um kofann og
gægðust inn um gluggann og jafn-
vel opnuðu hurðina og litu inn í
göngin, en konan skipti sér ekk-
ert af þeim, en hélt áfram að þvo
og sópa inni hjá sér. Smátt og
smátt hættu svo börnin að for-
vitnast um hagi konunnar, enda
var að þeirra sögn ekkert að sjá
í kofanum annað en rúmið hennar,
borð, stói og olíuvél á hillu.
Fólk fór því smám saman að'
missa áhugann á konunni, það
hélt, að hún hlyti ag vera ein-
hver sérvitringur, sem bezt mundi
vera að hafa sem minnst saman
við að sælda. Það var ekki fyrr
en konan fór að stinga upp garð-
holuna, sem tilheyrði kofanum, að
fólk rumskaði lítils háttar. Tvær
nágrannakonur hertu upp hug-
ann og gengu til hennar, buðu
góðan dag og stönzuðu hjá henni.
„Er ekki ömurlegt að búa ein
í þessum kofa?“ sögðu þær.
„Nei, ekki finn ég til þess, ég
kann ágætlega við mig hérna“,
sagði konan og hélt áfram að
stinga upp garðinn.
„Ertu kannski ættingi hans
Magnúsar heitins?", spurðu kon-
urnar.
„Nei, ekki svo að ég viti“, sagði
konan og brosti.
,,Hvað heitirðu?“, spurðu þær.
„Rósamunda“, var svarið.
Konurnar litu hvor á aðra, og
þeim datt báðum það sama í hug,
að konan væri ekki með öllum
mjalla, og þar sem konan virtist
hafa þann. eiginleika, að geta
haldið fólki frá sér, kvöddu þær
og fóru sína leið án þess að verða
nokkurs vísari um hagi hennar.
Þeim kom saman um að láta kon-
una afsk'ptalausa. á meðan þær
sæju að hún væri daglega á ferli
og færi í búðir og keypti sínar
nauðsynjar. Fólkið í þorpinu fór
einnig að /eita því eftirtekt, að
ókunnugur, frekar ungur maður,
kom tii hennar regluiega tvisvar
í mánuði, var hann þá meg ein-
hverjar pjönkur. sem hann skildi
eftir hjá Rósamundu, en fór alls-
laus til baka. Fóikið áleit mann-
inn vera annaðhvort son hennar
eða sonarson. Aldrei stóð hann
lengi við, og aldrei kom hann
annars staðar við í þorpinu.
Einn daginn var Rósamunda svo
óheppin, að hún datt í götuna með
mjólkurflöskuna og skar sig illa
á fæti. Nokkrir menn gengu fram
á hana, þar sem hún lá í götunni.
Þeir komu henni til læknis, þar
sem hún lá í nokkra daga. Var
haldið, að hún hefði sagt læknin-
um ævisögu sína, en hann var
þögull sem steinninn. Samt frétt-
ist það, að hún ætti ekki aðra að
en guð og góða menn, og væri
bæjaryfirvöldunum mjög þakk-
lát fyrir, að hún mætti dvelja í
kofanum eins lengi og hún vildi
endurgjaldslaust. Fólk vissi, að
hún vildi vera ein, en þó kom fyr-
ir, að konur sem mættu henni á
götunni, stönzuðu hana og spurðu,
hvemig henni liði, en hún svaraði
þá ævinlega, að sér liði vel, og
það varð aldrei neitt meira úr
samræðunum.
Rósamunda var öllum stundum
í garðinum sínum að hlúa að hon-
um enda uppskera hjá henni með
miklum ágætum. Þess á milli var
hún að horfa á sjóinn og sólar-
lagið, ef veður var gott. Sat hún
þá á steini úti fyrir kofanum, en
annars var hún að lesa í einni og
sömu bókinni, en það var biblían.
Það var eina munaðarvaran, sem
til var á heimilinu, ef það var þá
ekki sú allra nauðsynlegasta.
í þessu fásinni og tilbreytingar-
leysi liðu dagarnir, vikurnar og
mánuðimir hjá Rósamundu, og
t:ú var kom;ð aðfangadagskvöld.
Rósamunda var búin að hlakka
ósköpin öll til jólanna, þá ætlaði
hún ag fara í kirkju eins og ann-
að fólk. Það var svo langt síðan
hún hafði komið í kirkju, og hún
ætlaði að bjóða fólki, sem hún
mætti „gleðileg jól“.
Rósamunda þreif kofann sinn
eins vel og hún gat, en þegar hún
var búin að því, var farið að
s^yggja. Hún tók lampatýruna,
hreinsaði glasið, en þegar hún
ætlaði að kveikja, þá var engin
olía á henni. Hún leitaði að olíu-
flöskunni, en hún var líka tóm og
nú var búið að loka búðum, og
nú mundi hún, að hún hafði líka
gleymt að kaupa kerti. Jól án
kerta, það voru engin jól, það
hafði aldrei komið fyrir hana áð-
ur, að hún ætti ekki kerii til jól-
anna. Henni datt í hug að leita
til nágrannanna, hún vissi, að
þeir myndu allir lána henni kerti
eða olíu á lampann, en hún gat
ekki beðið þá, það var svo skamm-
arlegt að gleyma að kaupa kerti
tii jólanna. Hún ætlaði að sitja
heima í myrkrinu og raula jóla-
sálmana. Hún treysti sér ekki til
að fara í kirkju og sjá öll jóla-
Ijósin, þar sem hún hafði gleymt
að kaupa jólakerti, — hún gat
ekki litið framan í nokkurn mann.
Hún settist á rúmstokkinn og
fór að raula sálmana. Það dimmdi
meir og meir, og loks var komið
kolamyrkur. Hún heyrði í kirkju-
klukkunum, og hún varð mjög
hrygg, því að hún hafði hlakkað
svo mikig til að fara í kirkju og
tii að óska fólkinu gleðilegra jóla.
En þegar hún var í þessum döpru
hugsunum, þá birtir allt í einu
inni í kofanum, það verður al-
bjart, eins og um hádag, hvergi
bregður fyrir skugga, og Rósa-
munda undrast, hvaðan þessi
blessuð birta komi. Hún lítur út
um gluggann, en það er kolamyrk
ur úti. „Hvag er að mér, er mig
að dreyrna?" hugsar hún, og hún
snýr sér frá glugganum. Þá sér
hún, að á miðju gólfinu stendur
skínandi vera, og hún ætlar að
taka í hana, en þá hverfur allt
og það er dimmt eins og áður. En
það bregður einnig svo við í huga
Rósamundu, ag öll hryggð og dap
urleiki er þaðan horfinn, en þess
í stað er komin sælutilfinning,
og hún þykist viss um, að sjálf-
ur frelsarinn hafi komið til henn-
ar að hugga hana, hún getur ekk
ert hugsað, hún er aðeins óum-
ræðilega hamingjusöm.
Hvað lengi hún var í þessari
leiðslu, veit hún ekki, en hún
kom til sjálfrar sín við það, að
barið var á hurðina hjá henni og
kallað: „Rósamunda, opnaðu“.
Rósamunda þreifaði sig fram til
dyranna. Hver gat verið ag berja
á dyrnar hjá henni núna? Það
kom aldrei neinn til hennar nema
drengurinn, eins og hún kallaði
unga manninn, sem kom til henn
ar tvisvar í mánuði, og hann var
uýbúinn að koma. Og þetta var
barnsrödd, sem kallaði nafnið
hennar. Rósamunda opnaði dyrnar
og úti fyrir stóð lítil stúlka, á að
gizka átta til níu ára.
„Ég heiti Ásta“, sagði hún. „Ég
Jdlasaga eftir
Helgu Þ. Smára
9