Tíminn - 21.12.1962, Page 15
ORKELSSON
bóndi, Brjánsstöóum
Þessa merkisbónda og ágæta
clrengs hefir ekki verið getig í
blöðum, síðan hann lézt. í raun-
inni var ég reiðubúinn að minn-
ast hans látins, en ég taldi víst,
r6 einhver sveitunga hans, sem
unnið höfðu með Jóni, að veiferð-
ar- og framfaramálefnum og nán-
ast þekktu hann, myndu rita um
hann minmngargrein. Þetta skipt
ir raunar ekki öllu máli. Hugur
manna til Jóns á Brjánsstöðum er
jafnhlýr, þó að hann sé ekki lát-
inn opinbeuega í ljós, og vissu-
lega er það hugarfarið, sem hefir
aðalgildið, þó að einnig sé eðlilegt
s.8 láta vináttuvott koma fram í
blaðagrein. Á þann hátt má staö-
festa það, sem hugsað er til vanda
fólks og vina og sýna, að ekki
sé allt gleymt þrátt fyrir viðskiln-
að góðvinar og kunningja.
Móðir Jóns var Halldóra Péturs-
dóttir, fjármanns hjá séra Jóni
Thorsteinsen á Þingvöllum. Heyrt
hefi ég, að honum hafi ekki verið
fisjað saman. Hið sama má víst
segja um Halldóru dóttur hans.
Hún er látin fyrir allmörgum ár-
um. Faðir Jóns er Þorkell Þor-
leifsson, bóndi á Syðri-Brú í Gríms
nesi. Eg hefi nýlega notið þeirr-
ar ánaégju að hitta hann að' máli
og sitja hjá honum stundarkorn og
rabba við hann, þar sem hann býr
f Reykjavík hjá Lilju, dóttur sinni
og Jóhannesi Kárasyni tengda-
syni. Þorkell er enn skemmtileg-
ur og glöggur í samræðu, ótrúlega
minnugur og fylgist með útvarp-
inu af lífi og sál og lærir ýmislegt,
sem hann heyrir þar og rifjar það
sv» upp síðar, heyrnin er allgóð,
en sjónin er ag mestu horfin. Lík-
aminn er enn furðu sterkleg-
ur og heilsan góð hjá svo háöldr-
uðum manni, 94 ára 18. júní s.l.
Þessi hjón bjuggu á Brjánsstöðum
í 28 ár, til ársins 1925, en þá tók
Jón, sonur þeirra við, einn af níu
systkinum, »em upp komust. Þor-
kell sagði mér, að fyrr meir hefði
heyskapurinn á Brjánsstöð'um ver-
ið mjög erfiður, túnið lítið og
engjarnar þýfðar, snöggar og blaut
ar, svo að aumara gat þetta ekki
verið. Þannig hefur þessi jörð
breytzt úr örreitisbýli í mjög eigu-
lega stórjörð, svo sem auðsætt er
á því, sem húnkframfleytir nú.
Kona Jóns er Guðrún Jóhannes-
dóttir frá Eyvík í nágrenni Brjáns
staða, hún lifir mann sinn. Guð-
rún er þekkt kona, meðal annars
fyiir gestrisni, áhuga og atorku og
þó ekki sízt fyrir það, hve hrein-
skiptin hún er í orðum og athöfn-
um.
Eg þekkti Jón Þorkelsson mjög
vel og féll ágætlega við hann. Með
okkur var hin bezta vinátta og
naut ég, sem og aðrir, sem við
hann áttu samskipti, drenglyndis
hans og skapfestu. Meðal annars
aí þessum ástæðum langaði mig
með línum þessum ag minnast
hans látins. Þó að við værum ekki i
sveitungar né ynnum saman að
sveitarmálum, áttum við eigi að
síður ýmis sameiginleg áhugamál
og svipaða lífsskoðun að mörgu
leyti. Þetta leiddi okkur saman
með verulegu öryggi og frá hans
hlið einnig af Ijúfmennsku og
rnikilli árvekni. Aldrej var Jón
svo önnum hlaðinn né þreyttur, að
hann vildi ekki fúslega fórna tíma
og kröftum í þágu sameiginlegra
áhugamála, væru þau þörf og gagn
leg. Eg á mjög fáum mönnum
meira að þakka fyrir skilning og
hiýhug í baráttumálum en Jóni
Þorkelssyni. Hann var einlægur
samvinnumaður og ætíg í víglínu
Framsóknarmanna, af þessu leiddi
margs konar félagslega starfsemi
til heildar hagsbóta. Hann var um
tugi ára á flestum félagsmálafund-
um alls konar hér í sýslu og
gegndi þar fulltrúastörfum að vali
sveitunga lians: í stjórnmálum,
rnjólkurbúinu, kaupfélaginu, svo
að dæmi seu nefnd. Heima fyrir
var hann áhugasamur ungmenna-
félagi, að minnsta kosti tvö kjör-
fimabil í sveitarstjórn og lengi í
skattanefnd og ýmsum fleiri trún-
aðarstörfum. Jón naut trausts allra
manna, sem hann þekktu. Kom þar
til ráðdeild, hyggindi og ósér-
plægni ásamt annarri vinnuhæfni.
Jón Þorkelsson var stór maður
vexli og fyrirmannlegur. Ekki
eyddi hann uppvaxtarárum sínum
í skólasetur, barnaskólann lét hann
sér nægja. Vinnugleðin og vinnu-
áhuginn skipuðu öndvegi í huga
lians og lífi. í blórna lífsins vann
hann jöfnum höndum til sævar og
sveita. Hann reri í Herdísarvík,
Grindavík, var á skútu og síðast
á togara. Þegar togarinn lenti í
Beykjavík 12. maí 1925, beið ást-
mey hans í bryggjunni og segja
má, að þau hafi leiðzt beint til
prestsins, sem þann dag gaf þau
saman í heilagt hjónaband.
Jón Þorkelsson var mjög skap-
stilltur maður og gætinn, svo að
af bar, en jafnframt mjög einarð-
ur og ókveigjanlegur frá málstað,
rem hann hafði hugsað og valið
sér ef hann skipti verulegu máli.
Kona hans hefur sagt, að Jón hafi
veríð sér slíkur eiginmaður, að,
rnnar eins væri óhugsanlegur.
Starfsþróttur Jóns var rómaður og
hið sama má segja um konu hans,
ef heilsan leyfði. Hann vann á
vinnustöð nálægt heimili sínu á
haustin. Þegar Jón var dáinn, sagði
yfirmaðurinn, að sér nægðu ekki
minna en þrir vel vinnandi menn
í hans stað. Búskapinn ráku þessi
hjón af einstæðu kappi, enda var
búið orðig stórt, sem þau og son-
ur þeirra stóðu að. í fyrra var á
fóðrum um 20 kýr auk viðkomu
og víst full 800 fjár. Sinn góða
þátt í þróun búskapar á Brjánsstöð
i.m átti Sigurjón bróðir Jóns. —
Hann byrjaði hjá honum níu ára
drengur og vann með bróður sín-
um af mikilli trúmennsku og kappi
öll hans blómaár, þar til heilsan
bilaði, og bá var sonur Jóns kom-
inn til nokkurs þroska, auk þess
vorn ætíð góg úrræði meg vinnu-
kraft. Þannig hefur þróun Brjáns
staðaheimilisins verið slungin sam
vinnu húsbænda og skyldmenna,
svo sem raunar víða hefur gerzt á
liðnum árum. Böm þeirra Guð-
rúnar og Jóns eru þrjú. Þau eru
kappsfull og ötul, svo sem þau
eiga ætt til. Hjörtur, eini sonur-
inn, hefur um árabil verig í sam-
býli við foreldra sína. Hann er
kvæntur Sonju Ingólfsdóttur, frá
Miðfelli í Þingvallasveit. Þau eiga
íjögur börn. Halldóra er gift Gunn
ari Ágústssyni, þau búa á Stærri-
bæ í nágrenni Brjánsstaða við mik
il búskaparumsvif og framkvæmd
ir. Þau eiga þrjú böm. Eldri dótt-
irin, Bryndís, er gift Indriða Jóns-
syni, húsamálara frá Bergþórs-
hvoli. Þau eiga fjögur börn og
búa í Reykjavík.
Mér hefur ætíð virzt Brjánsstaða
heimilig fullt af börnum á ýms-
um aldrí og vart hefur þeim far-
ið fækkandi hin síðari ár, enda er
allt þess háttar í samræmi við
mannvináttu og starfsgleðj hjón-
anna, Guðrúnar og Jóns, sem þar
bjuggu saman í 37 ár. Að Brjáns-
staðafjölskyldunni standa sterkir
stofnar. Jóhannes, faðir Guðrúnar,
lifir enn og hefur fótavist nær
hundrað ára gamall og Þorkell er
94 ára eins og fyrr segir.
Jón fæddist á Brjánsstöðum 12.
maí 1898. Hann kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, á afmælisdaginn
sinn 1925, dó 16. maí 1960 og var
jarðsettur 24. maí. Maímánuður
var þannig hans mikli mánuður.
Við jarðarförina hélt séra Ingólfur
Astmarsson hlýja og fallega hús-
kveðju eins og hans er háttur, en
í Stóru-Borgarkirkju flutti séra
Sigurður Pálsson fagra og eftir-
minnilega ræðu.
Ekkja Jóns býr enn við mikla
reisn móti syni sínum, Hirti, dug
iniklum framfarabónda.
Eg sendi Guðrúnu og fjölskyldu
hennar kær rr keðjur og votta inni
lega samúð vegna missis ágæts
maka, föður og vinar.
Bjarni Bjarnason, Laugarvatni
Halldór Pálsson
Hálfáttræður varð s.l. miðviku-
dag Halldór Pálsson, fyrr bóndi á
Nesi í Loðmundarfirði, nú til heim
iiis ag Álfheimum 52 í Reykjavík.
Halldór er fæddur ag Víðilæk
í Skriðdal 19. des. 1887, sonur
Páls bónda þar Þorsteinssonar
(Melaætt) eg konu hans, Elín-
borgar Stefánsdóttur frá Þóreyj-
arnúpi í V.-Húnavatnssýslu. Síðan
fluttu foreldrar Halldórs að Tungu
í Fáskrúðsfirði. Þar ólst hann upp
og er oft einnig við þann bæ kennd
ur sem þeir fleiri bræður. Nítján
ára ag aldri fór Halldór á Ólafs-
dalsskólann og stundaði þar nám
tvo siðústu veturna, sem skólinn
var haldinn og sumarið á milli.
Þar á eftir sótti hann kennaranám-
skeið í Reykjavík. Að loknu þessu
námi hvarf Halldór heim aftur til
Fáskrúðsfjarðar og gerðist barna-
kennari sveitarinnar næstu 10 ár-
in (1907—1917).
Vorið 1910 (19. apríl) kvæntist
Halldór Hólmfríði, dóttur Björns
bðnda í Dölum í Fáskrúðsfirði,
Stefánssonar, sy?tur séra Stefáns
á Hólmum, og næsta vor fldttust
þau til búskapar að Nesi í Loð-
mundarfirði og bjuggu þar til
vors 1947, ag þau brugðu búi og
fluttu til Reykjavíkur. Síðan hef-
ur Halldór stundað ýmis störf og
slundar enn.
Halldór var áhugasamur og at-
hafnamikill búmaður, bætti mjög
ábýlisjörð sína að ræktun og húsa-
kosti. Þá tók hann einnig mikinn
Jón Sigmundsson
Á tímum tækni og hraða gefst
naumast tóm til að slaldra við og
skyggnast nm farinn veg. Þó geta
þeir hlutir gerzt, sem orsaka það
að litið er um öxl, og hugurinn
hvarlar til liðins tíma og dvelst
þá við þær minningar er hugstæð-
astar eru alla jafna tengdar
bernskuárunum.
Þannig var það með mig, er
mér barst fregnin um lát Jóns Sig-
mundssonar, sem lézt hinn 27. nóv.
s.l.
Jón var borinn og barnfæddur
| í Fljótum i Skagafirði, 30. júní
1890, sonur hjónanna Sigmundar
i og Önnu er kennd eru við Vestra
Hól í Flókadal. Jón fór á unga
aldri ag sjá fyrir sér sjálfur
eins og þá var títt um unga menn
i því byggðarlagi. Alla jafna dvaldj
hans í Fljótum, fyrst í vinnu-
mennsku, eða þar til að hann
siofnaði sitt eigið heimili. Jón
var tvíkvæntur, fyrri kona hans
var Margrét Guðbrandsdóttir og
áttu þau saman einn son, en skildu
eftir skamma sambúð. Síðari
kona Jóns var Sigríður Guðmunds
dóttir og lifir hún mann sinn. Þau
hjón eignuðust fimm börn, sem öll
eru á lífi. Þau héldu tryggð við
Fljótin og stunduðu þar búskap
um 40 ára skeið, eða þar til á s.l.
hausti, að þau fluttu búferlum til
Snorra sonar síns, sem búsettur
er í Kópavogi, en þá var heilsu
Jóns svo farið að nauðsyn bar til
að hann væri undir læknishendi.
Lengst af sínum búskap bjuggu
þau hjón á Molastöðum og við
þann stað eru mínar minningar og
fyrstu kynr.i tengd. Þegar ég
var tveggja ára -gamall var mér
komið í fósiur að Molastöðum til
þeirra hjóna vegna veikinda móð
ur minnar og var ég hjá þeim í
liálft ár. Að sjálfsögðu man ég
ekki eftir veru minni á Molastöð-
um, en tengslin við heimilið rofn
uðu ekki þó ég flyttist þaðan. Mér
er minnisstæð sú alúð og tryggð,
som þau hjón sýndu mér allt frá
því að ég man fyrst eftir mér,
þau voru mér sem fósturforeldrar
öll bernskuárin og kallaði ég þau
pabba og mömmu fram til 10 ára
aldurs, og ég leit á Molastaði sem
mitt annað heimili.
Eg minnist jólapakkans, sem
ég átti vísan á aðfangadagskvöld-
ið og vitnaði um lilýhug og rausn.
Jólin höfðn þá ekki tekið á sig
þann kaupsýslubrag, sem svo mjög
einkennir þau nú, og gleði barns-
ins yfir gjöfinni var ekki metin í
peningum. Eg er viss um að þeir
dýru munir, sem börnum eru nú
gefin, megna ekki að veita þá
gleði, sem þessi pakki veitti mér,
en þar með var ekki jólagleðinni
lokið, ég fékk að fara í jólaboð
I að Molastöðum og vera þar nokkra
tíaga. Þar bar svo margt nýtt fyr-
ir augu og eyru að ævintýri var
likast fyrir mig, sem var einn
barna á heimili.
Hjónin tóku bæði þátt í leikjum
okkar bamanna Jón fór með sög-
ur og vísur, sem hann kunni svo
mikið af, svo dró hann fram tvö-
földu nikkuna og spilaði fyrir okk
ur dillandi ræl og vals og bað-
stofan iðaði af lífi og fjöri. Stund
um orti Jón um mig vísu, sem
væri ég sérstakur heiðursgestur.
I'yrir mig voru þessir dagar sann-
kölluð sæluvika og endurminning-
in um þá entist mér til næstu jóla.
Ekki hefði verið hægt að fagna
mér betur þó ég hefði verið þeirra
sonur og ég var kvaddur á sama
hátt.
Þá minnist ég heimsókna Jóns,
er hann átti leið fram hjá Hreins-
stöðum t. d. á réttardaginn, þá gaf
hann sér jafnan tóm til að hitta
„Glókoll“, en það gælunafn valdi
hann mér. Viðdvölin var að vísu
ekki löng, því Jón var ekki fyrir
að dunda og mörgu þurfti að sinna
á slíkum anna og gleðidegi. Fyrr
en varðj hafði hann snarazt á bak,
Blesi skeiðaði niður traðirnar og
Jón söng við raust, en ég stóð eft-
ir með gljáfægðan krónupening í
lófanum sem gaf mikil fyrirheit,
fyrir hann var hægt að kaupa
inargs konar góðgæti í næstu kaup
staðarferð eða máske yrði hann
þátt í stjórn sveitarinnar og fé-
Ltgsmálum. Var lengi oddviti
sveitarstjórnar og formaður Fram
sóknarfélags Loðmfirðinga og einn
ig formaður skólanefndar. Öll srn
störf — einkastörf sem félagsstörf
— rækti hann af áhuga og alúð
og lét hlut sinn hvergi eftir liggja,
hvar sem bann var kvaddur til
starfs. Hann var ekki einn í leik.
I öllum störfum var bann studd-
ur af sinni mikilhæfu eiginkonu.
Áhugamaður er Halldór um op-
inber mál og velfarnað lands og
þjóðar, einmg um sögu þjóðarinn-
ar og sögulegan fróðleik og bók-
menntir fornar og nýjar. Hann á
vel valið bókasafn og vel búið.
Halldór á mjög stórt handrita-
safn, sem hann nefnir „Skaðar og
skaðaveður“ Það er tómstunda-
vinna hans á mörgum árum. Hafa
einstakar frásagnir úr því verið
fluttar í útvarpinu og birzt í blöð
um. Mikill fengur væri að fá þenn
an Skaðaannál birtan á prenti.
Eg óska Ilalldóri og fjölskyldu
hans allra heilla á þessum þriggja
órsfjórðunga afmælisdegi hans.
19/17 1962
Halldór Stefánsson.
undirstaða alls þess, sem ég ætl-
aði að framkvæma, þegar ég yrði
stór. Hófadynurinn fjarlægðist og
söngurinn dó út. Jón og Blesi voru
horfnir á bak við næsta leiti. Eg
kreppti lófann utan um krónupen
inginn og strengdi þess heit að ég
skyldi verða karl í krapinu eins
og pabbi á Molastöðum. Tímarnir
liðu, ég sleit barnsskónum og hugð
arefni og viðhorf breyttust, ferð-
um mínum að Molastöðum fækk-
aði. Þar kom að ég fluttist alfar-
inn úr Fljótunum og kom þar að-
enis sem gestur af og til og hafði
þá jafnan skamma viðdvöl, gafst
því sjaldan tóm til að hitta kunn- ,
ingjana og rifja upp gamlar minn-
ingar.
Jón var harður atorkumaður og
gekk til verks með einurð og festu.
Á yfirborðinu var hann hrjúfur,
en þeir sem bezt þekktu vissu, að
liann hafði næmar tilfinningar,
scm kom meðal annars fram í
hjálpsemi hans við náungann og
alúð og hlýju við lítilmagnann.
Hann lagði ungur út í lifsbarátt-
una og tókst að skapa fjölskyldu
sinni góð lífsskilyrði með orku
tveggja handa. Hann unni söng og
gleði og þunglyndi og drungi
þreifst ekki í návist hans. Hann
sagði meiningu sína hver sem í
hlut átti og lét ógjarnan hlut sinn
ef í odda skarst. Þau hjón voru
í mörgu ólíh, en það hefur eflaust
átt sinn þátt í að skapa þann
ferska og hreina blæ er jafnan i
ríkti á þeirra heimili.
Ekkju Jóns sendi ég hugheil-
a” samúðarkveðjur og þökk fyrir
þá móðurlegu umhyggju, er hún
veitti mér með svo ljúfu geði er
ég þurfti mest á að halda.
Þessi kynni mín af þeim hjón-
um og heimili þeirra hafa orðið
til að móta hugljúfar minningar
sem mér er kært að geyma.
Hjálmar Jónsson
15