Tíminn - 04.01.1963, Síða 1
GAMLARS
mmm
ÞAÐ VAR LÍF OG FJÖR í SkfSa-
skálanum í Hverárdölum um jól-
in og áramótln, og skemmtu fasta
gesítir sér hið beita. Ljósmynd-
ari Tímans brá sér þangaS upp
eftir á gamlárskvöld, en þá var
dansaS þar lengi nætur. Þessa
ágætu mynd tók hann þar efra
meSan stóS á dansinum en hún
er af Óla J. Ólasyni yngsta, sem
»r aS dansa gamlárstwistiS viS
einn gestanna. Annar gestur horf
ir á og skemmtir sér konung-
lega. Óli J. Ólason er sjö ára.
sonur Óla J. Ólasonar unga, sem
rekur skíSaskálann, og aSspurS-
ur sagSi hann, þegar farlS var
aS Inna eftir twistkunnáttu
hans, aS s'túlkurnar í eldhúslnu
hefSu kennt honum dansinn.
CLjósm.: TÍMINN-RE).
Laug upp
manndrápi
BÓ-Reykjavík, 3. jan.
Klukkan 10 í gærkveldi hringdi
kona á lögreglustöðina, tilkynnti
nafn sitt og heimilisfang og kvaðst
hafa nýlokið við að drepa mann-
inn sinn, 'hefði hún stungið hann
til bana með gaffli. Lögregla og
sjúkralið var þegar sent á stað-
inn, en konan hringdi aftur á lög-
reglustöðina meðan bílarnir voru
á leiðinni og spurði „hvort þeir
færu ekki að koma“. Lögreglu-
maninum, sem sváraði í símann,
fannst þá að hann kannaðist við
röddina, svo að hann sleit ekki
sambandið, en i húsinu sem kon-
(Framhald á 15. síðu).
MAÐUR
MS-Reyðarfirði, 3. jan.
Hér hefur í dag staðið yfir
mikil leit að einum heima-
manni, sem ekkert hefur
spurzt til síðan að morgni nýj-
ársdags. Töldu menn í fyrstu
ekkert óeðlilegt, þótt hann
kæmi ekki heim til sín, en í
gær var tekið að halda uppi
spurnum um hann. Var meðal
annars auglýst eftir honum í
útvarpinu. í dag var svo geng-
ið á fjörur og höfnin slædd,
en allt án árangurs.
Maðurinn, sem hér um ræðir,
heitir Hreinn Ágústsson, maður
um þrítugt. Hann var á dansleik,
sem hér var haldinn á nýársnótt
og stóð til klukkan fimm um morg
uninn. Að honum loknum fór
um borð í Helgafellið, sem
kom hingað um miðnætti um nótt
ina, og gisti þar hjá brytanum,
sem var góður vinur hans. Laust
fyrir hádegi er talið, að Hreinn
ha-fi haldið í land, en síðan hefur
ekkert til hans spurzt. Ekki er
vitað um sjónarvotta að landgöngu
Hreins.
í fyrstunni var ekki talin ástæða
til þess að undrast neitt um Hrein.
Var hvort tveggja, að ekki var
talið ósennilegt, að hann hefði
hitt einhverja kunningja sína, er
hann kom í land, og farið með
þeim á næstu firði, en héðan er nú
bílfært í allar áttir, svo og hitt,
að ótrúlegt þótti, að nokkuð hefði
komið fyrir Hrein í landgöngunni,
LOFTLEIÐUM NEITAÐ
UM SAS-AFSLÁTTINN
IGÞ-Reykjavík, 3. jan.
Fréttaritari Tímans í Kaup-
mannahöfn segir í skeyti til
Tímans í dag, að Norðmenn
hafi syniað Loftleiðum um
leyfi fyrir svonefndum sjó-
mannafargiöldum. Er hér um
að ræða 20 prósent afslátt
til handa þeim norsku sjó-
mönnum á verzlunarflotanum,
er hafa verið lengi í siglingu,
en vilja skreppa heim. I
SAS fékk leýfi norskra stjórn-
arvalda í febrúar síðastliðnum til
að gefa þennan tuttugu prósent
afslátt af sínum fargjöldum, þeg-
ar heimfúsir norskir sjómenn
væru annars vegar. Mun vera um
einhverja sérreglu hjá IATA að
ræða, sem afsláttur á borð við
þennan heyrir.
í fréttaskeyti Aðils frá Kaup-
mannahöfn segir, að Berlingske
Aftenavis hafi birt fréttina um
neitun norska samgöngumálaráðu
neytisins við umsókn Loftleiða.
Jafnframt segir í skeytinu, að|
Morgunblaðið norska hafi skýrt!
afstöðu ráðuneytisins á þann veg.l
að Loftleiðir, sem ekki eru aðilarj
að IATA, fljúgi þegar fyrir svo
lágt gjáld, að enn lægra verð
mundi hafa óheppilega samkeppni
í för með sér.
Tíminn frétti í gær, að Loftleið- j
ir hefðu sent inn umsókn sína um
að mega flytja norska sjómenn
með sama afslætti og SAS eftir
að fargjaldastríðið hófst. Mun
þessi umsókn Loftleiða ha-fa kom
ið nokkuð á óvart og staðið í
nokkru þófi um hvernig afgreiðslu
hún skyldi hljóta, eftir fréttum
í norskum blöðum að dæma, unz
ákvörðun var tekin um að neita
um leyfi fyrir sams konar afslætti
og SAS var leyfður.
Sú afstaða samgöngumálaráðu-
neytisins norska, að það mundi
hafa óheppilega samkeppni í för
með sér, ef Loftleiðir fengju að
lækka fargjöld sín um tuttugu
prósent, eins og SAS, stafar ein-
Iramhaid á 15. síðu.
SJA BLS. 9
RÆTT VIÐ JOSE MIRO CARDÖNA
TÝNIST
REYÐARFIRÐI
þar eð skipið lá fast við bryggj-
una, landgangurinn var uppi og
blæjalogn.
Þegar Hreinn kom svo ekki fram
í gær, var farið að spyrjast fyrir
um hann og m. a. auglýst eftir
honum í útvarpinu. Þetta bar eng
an árangur og var það þá til ráðs
tekið í dag að slæða höfnina og
ganga fjörur. Bar það engan ár-
angur, en mun gert að nýju á
morgun.
BRENND-
IST TIL
SKADA
Á FEITI
FS-Fosshóli, 3. jan.
Það slys varð á Lundar-
brekku í Bárðardal um hálf
eittleytið í dag, að Hjördís
Kristjánsdóttir, húsfeyja á
einu býlinu þar, brenndist
illa í andliti og víðar, er hún
hrasaði f eldhúsi með pott
með heitri feiti í höndum.
Feitin skvettist í andlit
Hjördísar og yfir háls henn
ar og herðar, einnig brennd
ist hún á höndum og fótum.
Var þegar reynt að ná í
lækni, sem er á Breiðumýri.
Stöðin þar var lokuð og átti
ekki að opna aftur fyrr en
klukkan fjögur. Var því leit
að á náðir útvarpsins og les
in upp tilkynning í hádegis
útvarpi, um að Breiðamýri
væri beðin um að svara
Fosshóli. Jafnframt voru
strax gerðar ráðstafanir til
þess að fá sjúkrabifreið frá
Akureyri til þess að flytja
Hjördísi þangað. Símstöðin
á Breiðumýri var rétt nýbú-
in að svara FosshóJi, er til-
kynningin var lesin upp í
útvarpinu. Kom Þóroddur
Jónasson læknir þegar á
vettvang, og gerði að bruna
sárunum til bráðabirgða.
Taldi hann konuna ekki í
neinni lífshættu, og von til,
að ekki þyrfti að græða á
hana skinn.
Sjúkrabíllinn frá Akur-
eyri var fljótur í förum og
kom með sjúklinginn til Ak
ureyrar um klukkan fimm
í dag og var þá líðan Hjör-
dísar eftir atvikum.
Hjördís er um þrítugt,
gift Sigurgeir Sigurðssyni
og tveggja barna móðir.