Tíminn - 04.01.1963, Side 3

Tíminn - 04.01.1963, Side 3
DE GAULLE NEITAR HVORKINE JÁTAR NTB-París, 3. janúar. De Gaulle Frakklandsfor- seti hefur svarað bréfi Kennedys Bandaríkjaforseta, þar sem hann býður að láta Nýlega voru birtar opinber- lega í London skýrslur hertog- ans af Coburg varðandi sam- band hertogans af Windsor (áð- ur Játvarðs VIII. Bretakon- ungs) við Hitler fyrir síðari heimstyr.iöldina. Hertoginn af Windsor hefur borið til baka margt það, sem í skýrslunum stendur og segir þær ekki vera séi'lega áreiðanlegar heimild- ir, þar e'S hertoginn af Coburn hafi verið að reyna ag koma sér í mjúkinn hjá Hitler. Mynd in var tekin í október árið 1937, en þá fóru hertoginn af Wind- sor og frá hans í opinbera heim sókn til Hitlers, og eru þau hér í hópi gesta einræðisherrans i tröppunum í Oberselzberg. Frökkum í té Polariseldflaug- ar eins og þær, sem samið hefur verið um, að Bretar fái í stað Skybolteldflauganna, sem þeim hafði áður verið heitið. í svari sínu er de Gaulle hvorki sagður hafa tekið boðinu né hafn- aö því. Peyrefitte upplýsingamála- ráðherra frönsku stjórnarinnar sagði í dag, að stjórn hans hefði skýrt bandarísku stjórninni frá því, að hún myndi láta halda á- fram' aS vinna að framþróun kjarn orkuáætlunar Frakklands. Telur stjómin, að ekki sé enn nein á- stæða til þess að taka endanlega afstöðu til Polaris-tilboðsins. Franska sjtórnin ræddi Polaris- málið á þriggja klukkustunda löng um'fundi í dag. Couve de Murville utanríkisráðherra ræddi í gær við sendiherra Bandaríkjanna í París, en hann var nýkominn frá Wash- ington. Murville skýrði sendiherr- anum þá frá afstöðu stjórnarinnar til málsins. iADOTVILLE FÉLL í HENDUR SÞ-HERSINS Alphand sendiherra Frakka í Washington sagði í gær, að eld- flaugamálið væri mjög flókið, og ætti það án efa eftir að leiða til langvarandi viðræðna milli Frakka og Bandarikjamanna bæði í París og Washington. Alphand sagði þetta eftir að hann hafði af- hent Rusk utanríkisráðherra svar de Gaulles við boði Kennedys. — Ekki vildi Alphand segja neitt um það, hvað forsetinn segði í svar- ■bréfinu, en innihald þess hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Katanga-hermenn urðu að láta undan síga í dag fyrir her Sameinuðu þjóðanna, sem sótti inn í umferðarmiðstöðina og námabæinn Jadotville, og hefur nú náð honum algjör- lega á sitt vald. Vitað hefur verið, að Tshombe forseti Katanga hefur undanfarna daga komið til Jadotville, en nú er mönnum ekki kunnugt lengur, hvar hann heldur sig, en talið er líklegt, að hann hafi farið' til Kol- wezi, sem er síðasta virki Katanga- hers, og sem herinn mun að öllum likindum rsyna að verja með öll- um hugsaniegum ráðum. SÞ-hermennirnir hafa nú náð á sitt vald auk Jadotville Elisabeth- ville, höfuðborg fylkisins, Kipushi, sem er á landamærum Rhodesiu cg Katanga og bænum Kamina. Hefur því herinn yfirráð yfir öll- um helztu bæjum landsins, og mun nú hefja sókn vestur yfir Katanga í áttina að flugvellinum við Kol- wezia. Aðalskrifstofur belgíska námu- félagsins Union Miniere tilkynntu í dag, að ranghermt væri, að starfs menn félagsins hefðu eyðilagt stöðvar námafélagsins í Jadot- ville. Hins vegar sögðu fulltrúar félagsins, að leggja hefði þurft Hlýnar sólskin NTB-Stokkhólmur, Oslo, 3. janúar. VeðriS fór heldur batn- andi í Evrópu í dag, og í Róm var t.d. 15 stiga hiti og glampandi sólskin. Norð ar á meginlandinu olli ísing á vegum miklum erfiðleik- um, og sömuleiðis lagís á siglingaleiðum bæði með- fram strönd Hollands óg Svíþjóðar og Noregs. í Svíþjóð krafðist kuldinn síns fyrsta fórnarlambs að þessu sinni í gær, en þá fannst sjötugur kostgangari frosinn í 1 í Róm hel rétt fyrir utan Karlskronu. Fannst hann í snjóskafli skammt frá heimili sínu. Einstaka innfirði úr Oslóar- firði var byrjað að leggja í dag, en ástandið var þó enn ekki orð ið alvarlegt. Forstjóri hafnar- skrifstofunnar í Oslo kvað sigl- ingaleiðina inn til Oslo enn opna og greiðfæra, og ísbrjóta reiðubúna, ef á þyrfti að halda. Eins og áður segir var ágætis veður í Róm, o.g á ýmsum stöð- um í Sviss var komið gott veð- ur. Hins vegar hafði orðið að loka aðalflugvellinum við Briiss el vegna ísingar, og fella varð niður ferðir frá Schiphol við Amsterdam af sömu ástæðum. niður vinnu í námunum, þar eð I í Jadotville framleiða árlega um Katanga-hermn hefði eyðilagt 100 þúsund iestir af kopar og yfir hluta af rafstöð þeirri og rafmagns 6000 lestir af kobolt. kerfi, sem sér námunum fyrir raf Brezka sljórnin gerir nú allt raagni. Á meðan hermennirnir sem í hennar valdi stendur til liöfðu unnið að eyðileggingunni, | þess að fá Tshombe forseta til höfðu þeir haldið starfsmönnun-1 þess að koma til Elizabethville, en um öllum inni í einum námugöng-! sijórnin telur, að það sé fyrsta unum, og ekki hleypt þeim út | skrefið í áttina að því, að hægt fyrr en öllu var lokið. Námurnar| verði að koma ástandinu í lag. Ofsóttir vegna trúarbragða sinna NTB-Moskva, 3. janúar. Hópur Rússa kom í dag til bandaríska sendiráðsins í Moskvu og tróðst inn á land- areign þess. Fólk þetta var úr evangeliskum trúarflokki og sagðist það vera ofsótt vegna trúarskoðana sinna og bað um að verða sent úr landi. í hópnum voru 32 menn, þar af 14 börn og 12 konur. Eftir nokkra stund komu fulltrúar utanríkis- ráðuneytisins á vettvang, og fylgdu þeir fólkinu, sem allt var grátandi, á brott eftir fjögurra klukkustunda viðdvöl í sendiráð- inu. Bandaríska sendiráðið fór þess þá á leit við Sovétstjórnina, að hún gætti fólksins vel, og léti sendiráðið vita, hvernig málum þess lyktaði. Trúarflokkur þessi mun hafa ver ið frá Tsjernogorek í Síberíu, og var hér um að ræða venjulega landbúnaðarverkamenn. Var þeim sagt, að ekki væri hægt að senda þá úr landi og að þeir gætu ekki heldur fengið hæli í sendiráðinu sem pólitískir flóttamenn, og því yrðu þeir að hverfa þaðan. Skömmu eftir að hópurinn kom í sendiráðið spurðist einn mann- anna fyrir um það, hvar sendiráð ísrael væri, og ekki var vitað með vissu, hvort fólkið hefði komið ti', þess sendiráðs, sem það hafði upp- haflega ætlað sér að heimsækja. Einn gamall maður úr hópnum hrópaði á rússnesku: Við biðjum ykkur, sem trúið á Jesú Krist og Guð, að hjálpa okkur. Fólkið var allt klætt gömlum frökkum og kápum, og konurnar voru með hettuklúta á höfðinu, en smábörn- in vafin í reifar. Fulltrúar sovézka utanríkisráðu neytisins, sem komu í sendiráðið til þess að fylgja fólkinu þaðan, sögðu það ekki eiga við rök að styðjast, að nokkur maður væri ofsóttur fyrir trúarskoðanir sínar í landinu. Neituðu þeir fréttaljós- myndurum um leyfi til þess að taka myndir af fólkinu, og sama gerðu bandarísku starfsmennirnir, á meðan það var inni á landareigl sendiráðsins. f..............." Stikker til Bonn NTB-Bonn, 3. jan. í kvöld var Dirk Stikker framkvæmdastjóri NATO væntanlegur til Bonn, þar sem hann mun dveljast í tvo daga og ræða við Aden- auer kanzlara. Landa ekki í Noregi á meðan á verkfall- inu stendur NTB-Hjörring, 3. jan. Danska fiskveiðisamband- ið og vestur-þýzka fiskveiði sambandið hafa farið þess á leit við meðlimi sína, að ekki verði fluttur fiskur til norskra hafna á meðan á verkfalli sjómanna þar í landi stendur yfir. Venju- lega landa nokkur dönsk skip fiski j norskri höfn í hverri viku. OAS heldur áfram hryðjuverkum sínum NTB-Paris, 3. jan. Upplýsingamálaráðherra Frakklands, Alain Peyre- fitte, skýrði frá því í dag, að leynisamtökin OAS héldu enn áfram starfsemi sinni, og að aðalmarkmið þeirra væri nú að ráða de Gaulle forseta af dögum. Að sögn Peyrefitte hafði Roger Frey innanríkisráð- herra sagt stjórninni að um 70% allra rána og árása, sem framin hafa verið að undanförnu í Frakklandi, væru framkvæmd af OAS- öflum. T í M I N N, föstudag'ur 4. janúar 1963. — 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.