Tíminn - 04.01.1963, Qupperneq 15
KB-Reykjavík. 3. jan.
Síldveiði var góð síðastliðna
nótt og hafa margir bátar landað
afla sínum [ dag.
Á Akranesi hefur löndun stað-
Minntust fyrstu
guðsþjónustunnar
AÓ-Ólafsvík, 28. des.
VIÐ AFTANSÖNG í Ólafsvík á
aðfangadagskvöld s. 1. var þess
minnzt af prófessor Magnúsi Guð-
mundssyni, að 70 ár eru liðin frá
því fyrsta guðsþjónustan var hald-
in í Ólafsvíkurkirkju. Við guðs-
þjónustuna var kirkjunni afhent
minnisgjöf, forkunnarfögur Ijós-
prentuð Guðbrandsbihlía í skinn-
bandi, gullslegin. Var hún gefin
til minningar um Óskar Ólafsson,
sjómann í Ólafsvík, gefendur voru
ekkja hanis Jóhanna Jóhannesdótt-
ir, börn, systkin, og annað venzla-
fólk.
Við þetta tækifæri minntist próf
astur þess, að hátíðasöngvar
Bjama Þorsteinssonar voru fyrst
sungnir í Ólafsvíkurkirkju árið
1900, ári eftir að þeir komu út,
en áður hefur verið álitið, að þeir
ihafi fyrst verið sungnir við messu
á Eyraihakka árið 1901. Organisti
við ólafsvíkurkirkju árið 1900 var
Hallgrínmr Jónsson, bróðir Guð-
mundar frá Narfeyri, en aðaluppi-
staðan, í.söngkór Ólafsvíkurkirkju
var þá' Einar Markússon og börn
hans.
Gamla kirkjan er nú orðin ónot-
hæf, en vonir standa til, að nýja
kirkjan komist undir þak á næsta
ári. Er ötullega unnið að fjársöfn
un í því skyni. Margar góðar gjafir
bárust kirkjunni á þessu ári. M.a.
gaf kona, sem ekki vill láta nafns
síns getið, 20 þúsund krónur, og
Þorkell Guðbrandsson, Háteigsveg
28 Rvík, gaf 10 þúsund krónur til
minningar um látna eiginkonu
sína, Theódóru Kristjánsdóttur.
ið yfir í allan dag. Þangað hafa
komið fimmtán bátar með meira
en 14 þúsund tunnur. Þrær síldar
verksmiðjunnar eru enn fullar,
þótt unnið sé af fullum krafti og
má vera að það tefji þar löndun,
að nokkru og óvist, hvort allir bát
arnir verði losaðir í dag.
Hafnarfjarðarbátar reru ekki á
nýársdag, en fóru allir út í gær.
í dag hafa þangað komið 9 bátar
með talsvert á fjórða þúsund tunn
ur. Þar í bæ hefst sæmilega und-
an að nýta þann afla, sém berst
að, en þó telur fiskimjölsVerk-
smiðjan sig ekki geta tekið við
afla frá öðrum en heimabátum og
ganga þeir fyrir um löndun.
Til Reykjavíkur voru komin um
kvöldverðarleyti 20 skip með sam
tals 21.250 tunnur og þrjú voru
á leiðinni með 2.450 tn. Um það
leyti voru mörg skipanna komin
út aftur, en engin búin að kasta.
Síldin hefur veiðzt á svipuðum
slóðum og áður, í Miðnessjó og
norðvestur af Garðskaga. Veður
er ekki eins gott og verið hefur,
kominn nokkur norðankaldi, en
varla svo mikill að hann hamli
veiðunum að marki.
Frá vertíðarbyrjun til 31. des.
varð heildarveiðin 666.194 uppm.
tunnur (í fyrra 720 þús.) og skipt-
ist sá afli á veiðistöðvar, sem hér
segir:
Vestmannaeyjar Uppm. tn. 14.803
Grindavík 32.511
Sandgerði 32.228
Keflavík 121.067
Hafnarfjörður 76.522
Reykjavík 234.549
Akranes 120.982
Hellissandur 1.966
Ólafsvík 20.011
Grundarfjörður 2.974
Stykkishólmur 8.229
Tálknafjörður 354
Guðsþjénusta á
vegum þýzka
sendiráðsins
Sendiráð Sambandslýðveldisins:
Þýzkalands stóð um jólin fyrir
tveimur guðsþjónustum, annarri
lútherskri en hinni kaþólskri.
Sunnudaginn 30. desember mess-
ar Jón Auðuns dómprófastur í
Dómkirkjunni. Páll ísólfsson lék
á orgelið, Guðmundur Guðjóns-
son óperusöngvari og dómkirkju-
kórinn sungu þýzk jólaljóð. Fyrsta
jóladag var messa í Kristskirkju.
Þar prédikaði faðir A. Mertens.
Loftleiðir og SAS
Framhald uf bls. 1.
göngu af því, að afslátturinn hjá
SAS miðast við IATA-fargjöld, en
afslátturinn hjá Loftleiðum er
miðaður við fargjöld, sem nú eru
í gildi hjá flugfélaginu. Loftleiðir
hefðu því getað flutt hina heim-
fúsu norsku sjómenn fyrir mun
lægra verð en SAS gerir nú, hefði
ekki samgöngumálaráðuneytið
norska metið meira stöðu SAS í
þessu máli en hag farmanna Nor-
egs.
Hið eiginlega fargjaldastríð
SAS og Loftleiða kemur til ein-
hliða umræðu á fundi IATA í
París 7. janúar. Þar verður ákveð
ið, hvort SAS fær leyfi IATA til
skrúfuflugs yfir Norður-Atlants-
haf með lægri fargjöldum en þeim
sem nú gilda með þotum.
Lézt af kol-
sýringseítrun
Sey&isfirði, 2. janúar.
SAMKVÆMT fréttatilkynningu
frá skipuðum setudómara í rann-
sókninni vegna láts Magnúsar Ól-
afssonar í fangageymslu lögregl-
unnar hér um daginn, hefur hann
látizt af kolsýringseitrun. Kom
þetta fram við réttarkrufningu. •—
Brunaleifar fundust á gólfinu fyr-
ir framan rúmið, sem hann svaf í,
og einnig leifar af eldspýtnastokki
og eldspýtum. Ekkert hefur komið
fram um það við réttarhöldin,
hvernig á þessu geti staðið, en
bæði lögregluþj ónninn og aðstoð-
armaður hans, sem lokuðu Magnús
heitinn inni, hafa borið við rann-
sóknina, að þeir hafi tekið af hon-
um alla varasama hluti, en engin
eldfæri funflið við leit. Meðal ann
ars tóku þeir af honum sígarettur,
svo vart hefur verið um íkviknun
út frá þeim að ræða.
Setudómarinn í málinu, Ólafur
Þorláksson, hefur alls tekið
skýrslu af 35 mönnum og sumum
oftar en einu sinni. -Hefur rann-
sóknin einkum beinzt að því að
fá úr því skorið, hvernig eldfær-
in hafa borizt til fangans, en klef-
inn er gluggalaus. Hefur engin
skýring fengist á því fyrirbæri.
Vaxandi útflutn- -
ingur Færeyinga
Kaupmannahöfn, 2. janúar.
PETER MOHR DAM, lögmaður
Færeyja, upplýsti í nýársræðu
sinni, að verðmæti útflutnings
Færeyinga hefði á árinu 1962 orð
ið 20 milljönum króna meiri en
árið 1961. Hafði verðmæti útflutn-
ingsins orðið 117 milljónir á móti
97 milljónum árið áður.
Útflutningurinn á saltfiski og
frosnum fiskflökum nam samtais
69,2 milljónum á móti 51,2 millj.'
1961. — Aðils.
4 konur meiðast
í strætisvagni
við árekstur
BÓ—Reykjavík, 3. jan.
Olíubíll og strætisvagn (Sólvell-
ir) rákust harðlega á á mótum
Öldugötu o| Ægisgötu kl. 14,12 í
dag. Stræíisvagninn var á leið
austur Öldugötuna, en olíubíllinn
norður Ægisgötu. Lenti olíubíll-
inn á hægra framhjóli strætis-
vagnsins og aftur fyrir það, með
þeim afleiðingum, að högghlífin
gekk af olíubílnum, en fjórar kon-
ur í strætisvagninum köstuðust til
við skellinn og meiddust allar. Ein
þeirra kastaðist niður í tröppurn-
ar við framhurðina og lamdist þar
við. Konurnar voru fluttar á slysa
varðstofuna, en meiðsli þeirra
reyndust ekki alvarleg. Strætis-
vagninn var fullur af fólki, er
þetta gerðist. Tveir menn voru í
olíubílnum, en hvorugur meidd-
ist. Báðir bílarnir skemmdust veru
lega, olíubíllinn þó meir.
Úthlutað 2,8 millj.
í 55 staði
Reykjavík, 2. janúar, 1963.
ÚTHLUTUNARNEFND sjóslysa
söfnunarinnar 1961—1962 hefur
fyrir nokkru lokið störfum. Út-
hlutað var kr. 2,8 milljónum í
55 staði og hefur féð verið sent
hlutaðeigendum eða afhent þeim
fyrir milligöngu sóknarpresta eða
yfirvalda á viðeigandi stöðum. Mun
ríkisstjórninni afhent greinargerð
um úthlutunina, ásamt þar að lút
andi gögnum, þegar kvittanir hafa
borizt viðtakendum til nefndar-
innar.
F. h. Úthlutunamefndarinnar,
Gunnlaugur Þórðarson.
Telstar komíð í gang
aftur
NTB-Washington, 3. jan.
Bandaríska gervitunglið
Telstar byrjaði allt í einu
útsendingar sínar í dag, og
hófust tæknifræðingar þeg-
ar handa um að undirbúa
sendingar yfir Atlantshafið,
en Telstar hætti útsendihg-
um snemma í desember.
Ufanríkisráðherrar
ræSast við
NTB-London, 3. jan.
Heath aðstoðarutanríkis-
ráðherra Breta fer væntan-
lega til Parísar og Brussel í
næstu viku, þar sem hann
mun ræða við þá utanríkis-
ráðherrana Couve de Mur-
ville og Spaak. Áður mun
Heath þó hafa rætt við
Schröder utanríkisráðherra
V estur-Þýzkalands, sem
væntanlegur er til Bretlands
til þess að ræða þar við
stjórnina um aðild Breta að
EBE.
Solakov látinn laus
NTB-Róm, 3. jan.
Búlgarski flugmaðurinn
Solakov, sem hefur setið í
fangelsi á Ítalíu í nær því
ár, var látinn laus í dag.
Dómstólarnir fundu ekkert,
sem gefið gat ástæðu til
þess að höfða mál gegn
ISolakov, en hann varð að
nauðlenda sovézkri MlG-17
flugvél rétt utan við Penna
togaflugstöðina á ftalíu, Qg
héldu yfirvöldin því fram,
'ið Solakov hefði verið á
njósnarflugi á þessum slóð-
u m.
Tilkynning
frá skrifstofu ríkisspítalanna
Verzlanir og iðnaðarmenn, sem enn hafa ekki
framvísað reikningum á rikisspítalana, vegna við-
skipta á árinu 1962, eru hér með áminntir um að
gera það sem fyrst, eða ekki seinna en 13. jan. n.k.
Reykjavík, 3. janúar 1963.
Skrifstofa ríkisspítalanna
Klapparstíg 29.
Sendisveinn óskast
Skrifstofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða
sendisvein nú þegar. Umsóknir sendist Skrifstofu
ríkisspítalanna, Klapparstíg 29.
Reykjavík, 3. janúár 1963.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
T í M I N N, föstudagur 4. janúar 1963. —
Yfir 10 þús. lesidingar
Framhald af 16. síðu
milli kl. 15 og 16, en þá hafa 4580
vélar lent eða hafið sig á loft síð-
asta ár. Síðan dregur úr umferð-
inni jafnt og þétt, unz lágpunkti
er náð kl. 4 til 5 á morgnana með
89 vélar.
Flug einka- og kennsluvéla er
langsamlega drjúgasti hluti þessar
ar umferðar og ræður mestu um
heildarskiptinguna. Á tímanum frá
15. tU 16., þegar heildarumferðin
nær hámarki, er þánnig einnig
mest umferð slíkra véla, eða 4221
flugtak og lending af 4580. Um-
ferð millilandaflugvéla er mest
milli kl. 8 og 9 á morgnana eða
327 flugtök og lendingar, en
minnst kl. 20—21,25 flugtök og
lendingar. Áætlunarflug innan-
lands er mest kl. 19 til 20, 305
vélar, en þó nokkuð jafnt með
nokkuð á þriðja hundrað vélar
hvern klukkutíma frá kl. 9 að
morgni til kl. 9 að kvöldi, nema
milli kl .14 og 15, en þá fór um-
ferð áætlunarvéla niður í 186 flug-
tök og lendingar síðasta ár.
Á Keflavíkurflugvelli lentu sam
tals 658 flugvélar á árinu, en þá
er umferð hervéla ekki talin með.
Af þessum flugvélum voru 618 al-
mennar vélar og 40 þotur.
Um úthafsflugstjómarsvæði flug
umferðarstjórnarinnar fóru alls
20.325 vélar og flugstjórnarræm-
ur og stöðúmið voru gefin út 125.
860 sinnum. Á árinu hafði flug-
turninn radiosamband við 93.554
vélar, og eru þá aðeins talin þau
skipti, þar sem um var að ræða
beint samband milli flugmanns og
flugumferðarstjóra, þ. e. samband
við vélar innan sjónhendingar á
flugstj órnarsvæðinu.
Kúbein, lesiarborð og
skóflur...
Framhald af 16. síðu
En sökin á þessum sóðaskap
mun vera fleiri en bátanna.
Um það segir Árni f bréfinu
m. a.: „Hér eiga frystihúsin
og fiskvinnslustöðvarnar líka
sinn hlut. Frá þeim eigum við
alltaf von á töluverðum slatta
af hnífum, stálbrýnum, vinnu-
vettlingum, svuntum, þvotta-
burstum, handklæðum, gólfklút
um, strigastykkjum, ýmiss kon-
ar pakkningarumbúðum, tann-
hjólum, sem ekki eru lengur
nohæf í viðkomandi vél, spýtna
braki og mörgu fleira“.
Þessi umgengni við sjávar-
aflann mun eiga sér stað víðar
en í Hafnarfirði, og má segja,
að allar verksmiðjur eigi sí-
felit við þetta sama vandamál
að stríða. Verksmiðjan [ Grinda
vík varð fyrir talsverðum
skemmdum ekki alls fyrir
löngu, og í Kletti kom nýlega
til 16 klukkutíma stöðvunar
sakir aluminiumlestarborðs,
sem lenti inn í vélarnar og vafð
ist þar upp og stöðvaði vinnslu.
Er það von verksmiðjanna, að
fólk, bæði sjómenn og starfs-
fólk vinnslustöðva sýni meiri
aðgæzlu framvegis og komi í
veg fyrir að munir, sem geta
valdið skemmdum á vélum og
vinnslutöfum, berist með fisk-
aflanum til verksmiðjanna.
Laug upp manndrápi
Framhald af 1. síðu.
an tiltók, var ekkert óvanalegt um
að vera. Lögreglan lagði síðan
leið sína [ ónefnda verzlun hér í
borg og fann þar dauðadrukkna
konu sitjandi við síma, sem stóð
enn í sambandi við lögreglustöð-
ina. Málið var afhent sakadómara
embættinu í dag, en kona þessi
hefur áður sýnt sig í þekkingum
við lögregluna og logið að henni
einu til og öðru frá í síma. Fólk-
ið, sem hún nafngreindi [ þetta
sinn, býr hér í Reykjavík.
15