Tíminn - 19.01.1963, Síða 2
SIGMUND FREUD
mSKIlltm Ot tlNMANA
Sigmund Freud hefur verið
lýst, bæði af vinum og óvinum,
í fjölda af bókum, en tilfinnan-
legur skortur er enn á bók, sem
leita mundi hlutlaust að sann-
leikanum um hinn flókna per-
sónuleika þessa mikla sálfræð-
ings. Hér á eftir fer grein um
Frcrud, byggð á danskri bók, sem
nýlega kom út um líf hans, og er
eftir Harald Landt Momberg.
Persónuleiki Freuds er i raun-
inni svo margþættur og óvenju-
legur, að ekki er hægt að gera
honum full skil í einni bók, og
hafa allir, sem um hann hafa
skrifað, verið honum ósammála
um aðalatriðin.
Nú er liðið það langt frá
dauða hans, (hann fæddist árið
1856 og lézt árið 1939) að hægt
ætti að vera, að dæma verk hans
og persónuleika án allra hleypi-
dóma.
Freud reyndi ekki, þegar hann
komst til vits og ára, að verða
spámaður eða þjóðfélagslegur
leiðtogi. Á menntaskólaárum sín
um dreymdi hann um að verða
stjórnmálamaður, fyrst Napóle-
on var af Gyðingaættum og
fleiri af þáverandi ráðherrum
Frakklands, hvers vegna gat
hann þá ekki gengið sömu leið.
En þegar leið á seinni hluta
menntaskólaáranna hafði hann
lært það mikið um gyðingabat-
ur, að hann hætti við lögfræði-
námið og byrjaði strax eftir
stúdentópróf, að lesa taugasjúk-
dómafræði. Ifann eyddi nokkr-
um árum í 'að rannsaka og út-
skýra eðli tauga, þangað til kenn
arar hans bentu honum á, að
hann væri ekki nógu efnaður
til að geta lesið ókeypis í fleiri
ár. Freud tók þá læknispróf
mjög fljótlega, og eftir að hafa
dvalizt um tíma hjá Charcot,
hinum fræga taugalækni í
París, setti hann upp læknis-
stofu í Vínarborg.
Hann hafði mikið með tauga
bilað fólk að gera, og setti
fram þá tilgátu, að kynferðileg-
ar ástæður væru fyrir mörg-
um taugatruflunum. Freud
varð mjög undrandi yfir þeim
köldu móttökum, sem þessar
kenningar hans hlutu. Hann
var alinn upp [ anda náttúru-
vísinda og starfaði sem vísinda
maður, og gat því ekki ímynd-
að sér fyrirfram, að siðferðis-
legar skoðanir gætu haft áhrif
hans gagnvart þessum nýju
kenningum.»
Á næslu árum sneru æ fleiri
af vinum hans við honum bak-
inu, og læknar hættu að senda
honum sjúklinga. Meira að
segja hinn gamli læknir Breu-
er, sem hafði stutt Freud á
margan' hátt, m.a. annars fjár-
hagslega, yfirgaf hann. Þetta
kom illa við Freud, sérstaklega
þar sem hann elskaði að rök-
ræða rannsóknir sínar, og hugs
aði helzt um leið og hann tal-
aði. Bráðlega átti hann ekki
nema einn vin eftir, og það var
berlínski læknirinn Fliess. Fli-
ess var mjög vel gefinn maður.
en jafnframt mikill draumóra
maður. Freud þótti mjög vænt
um hann, eins og vinalausum
manni þykir um sinn eina vin.
Á meðan Freud skrifaði bók
sína um þýðingu drauma, en í
henni koma öll helztu grund-
vallaratriði sálgreiningar fram,
var hann stöðugt í bréfasam-
bandi við Fliess, og þeir hitt-
ust eins oft og þeir mögulega
gátu. Þegar þeir hittust, ræddu
þeir kenningar sínar, og tilgáta
Freuds um tvíkynja eðli hvers
manns, er í raun og veru ætt-
uð frá Fliess. Tilgáta þessi hef-
ur valdið flestum áhangendum
Freuds miklum heilabrotum.
í byrjun aldarinnar leit út
fyrir að múr einmanaleikans í
kringum Freud yrði rofinn.
Menn eins og Stekel, Jung og
Adler, söfnuðust j k/ingum
Freud og hlustuðu á hann með
OKKUR HEFUR verið sendur smá-
vegis skáldskapur — svona um
daginn og veginn um þessi ára-
mót. Hér er fyrst áramótavísa, sem
Eggert . Sölvason, .Stórhoiti 27,
Reykjavík sendir:
,Á festi tímans fjölgar hiekk,
. fer svo tjáning þjóða.
. Situr enn á Sökkvabekk
Saga, dísin góða.
OG SVO ER hér bréf með hugleið-
ingum um afdrif byggðar í Grunna
vík vestur, og er sumt í Ijóðum:.
„Það er átakanlegt að lesa um
hin hörmulegu afdrif byggðar í
Grunnavíkurhreppi vestur, þégar
heilar byggðir, sem áður veittu
hundruðum manna lífsframfæri,
leggjast i auðn fyrir skammsýni
mannanna og skilnlngsleysi. —
Það er auðskilið hverjum hugs-
andi manni að heilt sveitarfélag
yfirgefur ekki umhverfi sltt og
ættarbyggð, og hverfur frá lífs-
starfi sínu og fortíð allri, af
gamni einu saman. Þar liggja dýpri
og alvarlegri hlutir til grundvall-
ar, og á einskis manns færi ann-
ars en þjóðarinnar allrar að leysa
og framkvæmd þeirra manna sem
skdningi. En það stóð ekki lengi.
í bók Mombergs er þessum vin
um Freuds lýst sem hálfgerðum
óþokkum, þeir hafi öfundað
hvor annan, verið háðskir og
viðkvæmir, og samkeppnin á
milli þeirra hafi verið mikil. En
þetta er aðeins of ýkt. Hvorki
Stekel, Adler né Jung eiga það
skilið, að þannig sé talað um þá.
Þetta voru allt gáfaðir menn, en
þeir voru eins og Freud var sjálf
ur, þeir fóru sínar eigin leiðir.
Árið 1912 hitti Freud nokkra af
nánustu samstarfsmönnum sín-
um í Munchen í sambandi við
tímarit, sem gefið var út um sál-
greiningu. Freud ásakaði þá
Jung um það, að hann og aðrir
Svissbúar birtu greinar um sál-
með völdin fara i landinu hverju
sinni.
Það er alvarlegt mál, þegar svo
er búlð að málum eins atvinnuveg
ar, að æ fleiri hverfa frá honum
yfir á annað starfssvið. Getur
þessi staðreynd ekki rumskað við
réttum mönnum, og gert þeim
fyllilega Ijóst, að það er meira en
litið að í þjóðfélaginu, þegar svona
hlutir gerast. .. ....
..íslenzka þjóðin er svo fámenn
og fátæk, að hún hefur ekki efni
á að láta byggðir og mannvirki
fara i eyði fyrir handvömm, og
verða einskis virði.
Þegar ég las um þessi hörmu-
legu tiðindi, varð mér að orði:
íslenzk þjóð, hvar ertu stödd?
Ertu á réttum vegi?
Það er ástand ekki gott,
eyðist byggð og saga.
Engan lífsins veit þar vott,
þó væri í gamla daga.
Þar er orðið autt og kalt,
ekkert líf að finna
hvar margir fyrrum áttu allt
yndi vina sinna.
greiningu, án þess að birta nafn
Freuds undir þeim. Fundar-
mönnum til mikillar furðu, leið
allt í einu yfir Freud, og hann
féll á gólfið í miðri deilunni.
Jung brá fljótt við o-g bar Freud,
yfir á legubekk, þar rankaði
hann við sér, og það fyrsta sem
hann sagði var: „Mikið hlýtur að
vera yndislegt að deyja“. Hvern-
ig stóð á þvi, að þessi óvinskap-
ur við Jung hafði svo mikil áhrif
á Freud? Var hann kannski
mjög taugaveiklaður maður, eins
og margir af andstæðin.gum hans
halda fram? Var hann svo veik-
byggður, að hann þyldi ekki
minnstu andlegu áreynsiu?
Kannski hefur hann einmitt á
þessum tíma gert sér bezt Ijúst,
hvað hann var elnmana.
Á næstu árum slitnaði alveg
upp úr vinskap Freuds og Jung,
Aldlers og Stekels annars vegar,
en þeir voru allir jafnaldrar.
Hann eignaðist ekki fleiri vini,
aðeins lærisveina, Lærisveina, er
viðurkenndu yfirburði hans þegj
andi og hljóðalaust, og gátu þess
vegna ekki verið jafnokar hans.
Eftir vinslitin við Jung, mynd-
uðu nokkrir lærisveinar hans
eins konar bræðralag, sem átti
að vernda Freud gegn alls kyns
árásum.
Jones, Abraham og Sachs voru
aðalmennirnir í þessu bræðra-
lagi. Ferenzi, einn af meðlim-
um þess, hafði mjög góðar hug-
myndir, sem nálguðust það, að
vera eins góðar og Freuds. Otto
Rank, annar af lærisveinunum
vildi aldrei láta sálgreina og
varð á endanum geðveikur.
Hann var mjög fróður, vissi allt
og las allt, og virtist skilja allt.
En hvorki hann né aðrir af læri-
sveinunum voru neitt í saman-
burði við Freud. Þeir voru alltaf
lærisveinar, þrátt fyrir allar gáf-
ur.
Freud reyndi að bæta upp
skort á félagslegum vinskap við
karlmenn, með langlífum vinar-
samböndum við konur. Mágkona
hans, sem bjó á heimili hans, var
oft í samfylgd hans á ferðalög-
um, og á seinni árum var Anna
dóttir hans honum mjög kær.
Hún var æfð J því, að tala um
sérfræðileg málefni við hann.
Hann stóð einnig í nánu vina-
sambandi við skáldkonuna
Andreu Lou Salome og prinsess-
una Marie Bonaparte. Þetta
voru a-llt sambönd, sem jafnvel
Framhald á 13. síðu.
Byggðin er með klökkva kvödd
og kvöl, sem fyrnist eigi.
En gæti ei aftur, góða þjóð
glæðzt þar lífið sanna,
svo fenni ei í forna slóð
fyrstu landnámsmanna?
Sveitirnar eyðasf, auðar tóftir
standa.
Ökrum og beðum villiviðir granda.
Skammsýni mannsins skartar hér
í landl.
Skyldi hún ekki vera óalandi?
í Grunnavík vestur gengið er til
náða.
Glötuð er stund og framtíð öll til
dáða.
Viðmótið hlýja veitt er ekki lengur
vegmóðum gesti er þar traðir
gengur
Hvar er þá líf og starf er stóð
í blóma?
Af stórhuga fólksins enn þá bregð
ur Ijóma.
Hnípin er sveit og hallir daprar,
auðar,
Helgustu vonir fólksins margar
dauðar.
Norðlenzkur hfóndi."
SIGMUND FREUD
A FÖRNUM VEGI
Þegar kaupið
máttí hækka
Forsætisráðherra, Ólafur
Thors, igat þess réttilega f ára-
mótaræðu sinni, að tilgangs-
laust væri af verkamönnum og
öðru liausiafólki, að krefjast
hærri launa en atvinnuvegirnir
gætu borið. Það, sem umfram
væri gjaldgetu atvinnuveg-
anna, væri tekið af laununum
aftur á einn eða annan hátt-
Jafnframt leiddi Ólafur orð að
því, að liann og hans félagar
teldu eðililegt, að laun hækk-
uðu, þegar hagur atvinnuveg-
anna væri blómlcigur.
Nú spyrja menn: Hvenær í
sögunni hefur hagur íslenzkra
atviinnuvcga verið það góður,
að Ólafur Thors og aðrir for-
kólfar Sjálfstæðisflokksins
teldu rétt að hækka kaup verha
manna?
Svarið er: Aðeins einu sinni
hcfur það skeð.
Enn er spurt: Hvenær var
það blómaskeið á fslandi?
Svarið er: Þegar Hermann
Jó.nasson var forsætisráðherra
í hinni sírægðu „vinstristjóm“.
Beztu lífskjör
í Evrópu
Árið 1958 töldu lilutlausir
hagfræðingar erlendir, að fs-
lendingar bygigju við betri lífs-
kjör en allir aðrir Evrópubúar.
Stjórn Hcrmanns Jónassonar
taldi þá, að hagur atvinnuveg-
anna, þegar öll atvinnutæki
væru hagnýtt látlaust, allt frá
stærstu togurunum ni’ður í
smábáta, væri svo góður, að
unnt væri að hækka almcnnt
kaupgjald um 5% en ekki
mcira. Var það gert með lög-
um frá Alþingi.
Þá mátti hækka
Þá brugðu Ólafur og félagar
Ivið hart og kröfðust 11% hækk
unar, því að þessi beztu iífs-
kjör í Evrópu væru hvergi
nógu góð. Til að sýna vilja
sinn í verki, létu þeir iðnrek-
endur í Reykjavík bjóða verka
fólki í Iðju þetta hærra kaup
o-g mi'ðuðu þá önnur félög
launamanna við þau kjör..
Þegar Ólafi og Co. með að-
stoð Einars OLgeirssonar hafði
með þessum og öðrum a'ðgerð-
I um tekiz.t að sprengja sam-
starfsgrundvöll ríkisstjórniar-
innar og Ólafur var einnig bú-
i inn að svíkja Einar um ráð-
ho’-raembætti það, sem hann
l.afði lofað honum fyrir lið-
veizluna og hafði myndað rík-
isstjóni Emils Jónssonar, þá
upipgötvaði hann skyndilcga,
að Herniiann hefði haft alveg
rétt fyrir sér. Atvinnuvegimir
gætu borið 5% Iaunahækkun
en ekki meira. Síðan voru 6
af þessum 11% formálalaust
tekin af launafólki.
Þa'ð er þessi 11% launahækk
un, sem gilti í janúar 1959, er
Þjóðviljinn miðar við, þegar
hann cr að atyrða Gylfa Þ.
Gíslason fyrir svikin í „Iífs-
kjarabótunum".
Hvað segja þeir nú?
Gylfi segir j Alþýðublaðinu,
að sá samanburður sé bara
svindl, því að þetta háa kaup-
gjald, sem Einar Olgeirsson og
Ólafur Thors knúðu fram 1958,
hafi vcrið tómt plat. Það hafi
verið afnumið eftir einn mán-
Iuð af Emil, Ólafi, Gylfa og
þeirra „viðreisnarfélögum".
En hvað sem líður öllum
svikunum við Iaunafólk, er það
Framhald á 13. sfðu
2
T f M I N N, Iaugardagur 19. janúar 1963.