Tíminn - 19.01.1963, Qupperneq 8
BORGARMÁL
✓
Kynleg tregða við að reyna
nýjar gerðir strætisvagna
Á fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur í fyrrakvöld urðu
allmiklar umræSur um stræt-
isvagna Reykjavíkur og kaup
á þeim. Var það Óskar Hall-
grímsson, sem hóf þær um-
ræður meS því að rekja nokk-
uð aðferðir Sjálfstæðismanna
við strætisvagnakaup hin síð-
ari ár. Flutti hann tillögu um
skipun sérfræðinganefridar til
þess að meta, hvaða vagna-
tegundir kæmu til greina og
síðan yrði leitað eftir tilboðum
á eðlilegum samkeppnisgrund
velli.
Umræðurnar spunnust út af
Iieim lig í fundargerð borgarráðs,
þar sem ákveðið er að kaupa í vet-
ur fimm strætisvagna af Volvo-
gerð. Eins og kunnugt er, eru
strætisvagnar Reykjavíkur af
tveimur gerðum — Volvo og Mer-
zedes Benz. Hefur öðrum yfirleitt
ekki verið boðið að gera tilboð'.
Ýmsir vita þó, að til eru fleiri
mjög góðar vagnagerðir, t d. hin-
ir ensku Leyland-vagnar. Þegar
síðast voru keyptir vagnar kom
óvænt tilboð um Leyland vagna, og
reyndust þeir 18% ódýrari en
Volvo, en borgarstjórinn upplýsti,
að norskir sérfræðingar teldu þess
ara vagnategundir nokkurn veg-
inn jafngóðar. Var þá eftir nokk-
urt þref samþykkt að kaupa tvo
Leyland-vagna til reynslu af sjö
yögnum, sem átti að kaupa í það
skiptið. Hins vegar brá svo við,
þegar til átti að taka, að forstjóri
stætisvagnanna taldi sig ekki
þurfa nema fimm, og var hætt við
kaup á Leyland-vögnum í bili. Úr
því hefur því alls ekki fengizt skor
ið, hvort þessir vagnar henta vel
hér, og hinar tvær tegundirnar al-
veg einráðar án samanburðar.
Hins vegar brá svo við, að þegar
verðtilbog Leyland-vagna reyndist
18% lægra, lækkaði verð Volvo-
vagna um 15%, sagði Óskar Hall-
grímsson.
Sigurður Magnússon og Geir
Hallgrímsson borgarstjóri ræddu
töluvert þessi mál og afskipti Inn-'
kaupastofnunarinnar af þeim.
Taldi borgarstjóri fráleitt að
fjölga tegundum vagna, og væi’i
slíkt mjög óhagkvæmt í rekstri.
Hann andmælti því, að hér væri
um pólitískt mál að ræða.
Kristján Benediktsson borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
kvaðst borgarstjóra ekki sammála
um það, að þetta væri með öllu
ópólitískt mál. Sannleikurinn væri
sá, að það væri mjög pólitískt, og
þarna kæmi einmitt fram, hvernig
hægt væri að beita pólitík í við-;
skiptum. Hann kvaðst ag vísu ekki i
vera því fyigjandi, að margar teg-1
undir strætisvagna væru i notkun,
en hins vegar mundi það ekki
vera tilviljun, að Volvo og Merzed-
es Benz urðu fyrir valinu Au'glióst
væri, að það val hefði ekkj verið
gert eftir rækilega athugun sérfræð
ínga, og ekki hefði heldur átt sér
stað eðlileg samkeppni um útboð.
Þag væri þó mjög nauðsynlegt að
koma þessu svo fyrir, og æskilegt,
að Leyland-vagnarnir væru reyndir
hér. Hann spurði t.d. hvort líklegt
væri, að 15% lækkunin hefði feng-
izt á Volvo-vögnunum, ef tilboðið
frá Leyland-umboðinu hafði ekki
borizt? Þannig hefði sá vottur af
samkeppni, sem að komst, valdið
r.okkurri lækkun, og 15% væri
ekki svo lítið.
Þessi lækkun mundi varla hafa
fengizt, ef ekki hefði komið til
mála ag kaupa og reyna nýjar gerð
ir. Kristján benti á, að þetta hefði
orðið ágreiningsefni bæð'i í borg-
arráði og stjórn innkaupastofnun-
arinnar, og varla mundi verða kom
izt hjá því að gera einhverjar til-
raunir meg aðrar gerðir og opna
betur fyrir eðlilegri samkeppni og
velja síðan til aðalnotkunar þá teg
und. sem bezt hæfði. Kristján
kvaðst álíta, að þessu máli væri
svo varið, að réttara væri að skipa
nefnd með' fulltrúum stjórnmála-
flokanna í bæjarstjórn, og það
ætti alls ekki að útiloka, að sér-
fræðingar á þessu sviði veldust í
nefndina.
Húsnæðisskortur í Reykja-
vík fer vaxandi árlega
á fundi borgarstjómar Vantar mikíð á, að byggt sé árlega nóg til
Reykjavíkur í fyrrakvöld urðu þess að fullnægja þörfinni.
nokkrar Omræður um húsnæð
ismál í tilefni af tillögu Guð-
mundar Vigfússonar um að
hraða úthlutun lóða, tilraunir
til að lækka byggingarkostnað
og skóra á ríkisstjórn að auka
lánsfé og bæta lánskjör.
í tillögu sinni benti Guðmundur
á, að samkvæmt áliti hagfræðings
borgarinnar vantað; 112 íbúðir til
þess að fullnægja árlegri þörf
á nýjum íbúðum.
Gísli Haildórsson taldi miklu
betur séð fyrir byggingaþörfinni
nú en áður, og bygginakostnaður
hefði hækkað minna síðustu ár en
fyrir 1958 og taldi að hér hefðu
verig fullgerðar 598 íbúð'ir s.l. ár
og það nálgaðist það að fullnægja
eftirspurninni. Einnig taldi hann
það gott afrek, að byggingarkostn
að'ur hefði ekki hækkag nema um
8% til jafnaðar síðustu fjögur ár-
in.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknaiflokksins
ræddi þessi mál nokkuð og kvað
fjarri lagi, að íbúðarbyggingar,
sem nú ættu sér stað í borginni,
fullnægðu þörfinni. Sveiflur í
ibúðabyggingum síðasta áratug
hefðu verið allmiklar, stundum
byggt nærri því til þess að full-
nægja áriegri þörf, stundum vant-
að allmikið upp á. Augljóst væri,
ag þannig væri málum farið hin
síðustu ár. Um þetta vitnuðu stað-
góðar tölur. Á árinu 1961 hefði
t.d. ekki verið byrjað á nema um
400 íbúðum í Reykjavík. Engum
dyldist, ag það væri auð'vitað of
lág tala, því að samkvæmt út-
reikningum hagfræðinga þyrfti á
þeim áratug, sem nú er nýbyrjað-
ur, að byggja og fullgera um 660
búðir á ári. Eitthvað hefði verið
byrjað á "leiri íbúðum 1962, en
nokkuð vantaði þó á. Árið 1961
hefði vantað 120 íbúðir upp á það
að lokið værj nægilega mörgum
íbúum og árið 1962 vantaði 62 íbúð
ir á töluna. Það hallaðist því óneit
anlpga sífellt á ógæfuhlið í þess-
um efnum, og því þýddi ekki að
neita.
Þag þýddi heldur ekki að vera
með viðbárur um það, að fjölgun
í Reykjavík væri óhóflega mikil.
Sú fjölgun væri staðreynd, sem i
borgarráðsmenn vrðu að viður-
kenna og gera ráðstafanir til þess
að leysa þann vanda, sem það skap
aði.
Kristján sagði, að það dyldist
auðvitað' engum manni, hver væri
meginástæða þess, að dregið hefði
úr íbúðabyggingum. Þar kæmi til
hin mikla dýrtíg og stórhækkun
byggingarkostnaðarins, svo og of
lítið lánsfé og allt of háir vextir,
svo að fólk réði ekki við þetta með
sama hætti og áður. Kristján
kvaðst eiga bágt með að trúa þeim
upplýsingum, sem Gísli hefði bor-
ið fram, að fullnægt hefði verið
ibúðaþörf s.l. ár. Allur almenning-
ur teldi héi mikil húsnæðisvand-
ræði og vissi. að í hvert sinn, sem
íbúð væri auglýst laus til leigu,
værj ætíð tugir um boðið. Almenn
ingur staðhæfði, að hér væru hús-
ræðisvandræði, og þar mundi
koma fram hin rétta mynd þess-
<<ra mála.
Kristján kvað tillögu Guðmundar
Vigfússonar fyllilega tímabæra en
teldi þó rétt að samþykkja frest-
ur. hennar þar til þær almennu
umræður um húsnæðismál færu
t>am, sem meirihlutinn í borgar-
sijórn hefði boðað.
I.
Undanfarin ár hafa verið ein-
stök góðæri, einkum til sjávar-
ins. Árið 1961 barst á land
meiri afli en nokkurt ár áður,
en þó var s.l. ár svo miklu
betra, að í septemberlok 1962
hafði veiðzt jafnmikið og allt
árið 1961. Er augljóst, að út-
flutningstekjurnar verða af
þessurri ástæðum miklu hærri
en nokkru sinni áður.
Þau tækifæri sem þetta ein
staka árferði hefur veitt okkur
til að búa í haginn fyrir fram-
tíðina hafa hins vegar verið
látin ónotuð. Dýrtíðarflóðið,
háir vextir, og skortur á hvers
konar opinberri fyrirgreiðslu
hefur gert bændunum ókleift
að halda áfram ræktun og upp
byggingu með þeim hraða sem
áður var og er nauðsynlegur.
íbúðalbyggingar hafa dregizt
verulega saman vegna þess að
hlutföllin hafa alveg raskazt
milli byggingakostnaðar og
vinnutekna. Enginn meiri hátt
ar iðnaður á borg við sements-
verksmiðjuna á árum vinstri
stjómarinnar eða áburðarverk
smiðjuna, hefur verið byggður
upp á þessum árum. Ekki hefur
verig unnið að neinum meiri-
háttar virkjunarframkvæmdum
á þessu tímabili.
Þannig hefur rangri stjórnar
stefnu tekizt að gera þessi ein-
stöku góðæri að kyrrstöðutíma
bili í framfarasókn þjóðarinn-
ar.
II.
Verðbólguvandamálið hefur
verið erfiðasta viðfangsefni ís-
lenzkrar efnahagsmálastjórnar
allt frá því að minnihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins (með
stuðningi kommúnista) tókst
að tvöfalda dýrtíðina í landinu
á nokkrum mánuðum árið 1942.
Þá fundu fjármálaspekingar
þess flokks upp þá kenningu,
að dýrtíðin væri forláta áhald’
til „dreifingar stríðsgróðans",
en að því merka hlutverki
loknu yrði hún síðan leiðrétt
með „einu pennastriki". En
það fór nú á annan veg og það
væri synd að segja að núver-
andj ríkissjórn væri sú fyrsta,
sem bíður ósigur í viðureign-
inni vig verðbólguna.
En því vekur ósigur hennar
m.a. athygli, að hún sneri sér
að viðureigninnj við verðbólg-
una af slíku yfirlæti og hroka,
ag það minnti ekki á annað
meir en umtalið um pennastrik
ið forðum. Ráðið, sem hún
fann, var samt ósköp hvers-
dagslegt. Það var að draga úr
kaupgetu almennings.
Með stórfelldri gengislækk-
un var dýrtíðin mögnuð úr
öllu hófi en kaupgjaldi almenn-
ings haldið niðri. Til þess að
ná sér enn betur niðri á þeim
lægra launuðu voru beinir
skattar, sem falla þyngst á þá
tekjuhærri, lækkaðir um
nokkra milljónatugi, en í stað-
inn stórhækkaðir beinir skatt-
ar, og hafa þeir hækkað á þessu
kjörtímabili um nál. 1000 mill.i
krónur.
Þag var strax á það bent af
hálfu Framsóknarmanna, að
slíkar aðferðir fen.gju ekki stað
izt. Kjaraskerðingin, sem af
þessu leiddi var svo ferleg, að
óhugsandi var annað en laun-
þegar og aðrir þeir, sem tekjur
hafa í hlut.falli við þá, hlytu að
rétta hlut sinn. Var þannig
strax augljóst að slíkar ráðstaf
anir leiddu beint til heiftúð-
ugrar kjarabaráttu og stétta-
strfðs í þjóðfélaginu.
Launþegasamtökin verða
ekki með réttu sökuð um að
hafa svarag aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar með neinu fljót-
ræði.
Allt árii 1960 leið án þess að
þau létu á sér kræla. En í i^ip-
hafi ársins 1961 fóru þau þess
á leit við ríkisstjórnina, að eitt
hvað yrði slakað á þeim álög-
um, sem á höfðu verið lagðar
og lofuðu að meta hverja slíka
tilhliðrun til jafns við kaup-
hækkun. En ríkisstjórnin vildi
ekkert bjóða og allt stóð fast.
í byrjun júnímánaðar logaði
allt í verkföllum um allt land,
og útlit var fyrir að síldveiðin
færi forgörðum. Þá tókst fyrir
forgöngu samvinnufélaganna
að ná viturlegum samningum.
Sú kauphækkun, sem þessir
samningar gerðu ráð fyrir, var
mjög hófleg í Ijósi þess dýrtíð-
arflóðs, sem á undan var geng-
ið. En það vakti þó öllu meiri
athygli, að samningarnir voru
gerðir til langs tíma og fólu
í sér möguleika á jafnvægi á
vinnumarkaðinum. Þeir voru
gerðir til tveggja ára og fólu
í sér, ag þeir yrðu óbreyttir
þó verðlag hækkaði um allt að
5%, en ítarlegir útreikningar
höfðu verið gerðir og leiddu
í ljós, að áhrif kauphækkunar-
innar á verðlagig gætj verið
innan þessa ramma, ef að var
gætt.
Þama var skapaður grund-
völlur fyrir vinnufriði í 2 ár.
En ríkisstjórnin þekktj ekki
sinn vitjunartíma. í ágústmán-
uð 1961 lælekaði hún gengið á
nýjan leik og hækkaði þar með
verðlag á öllum innfluttum
vörum um 13.6% og sprengdi
þar með alla ramma sem kaup-
gjaldssamningarnir höfðu sett.
f maímánuði 1962 vofðu þess
vegna enn yfir verkföll víða
um land og enn á ný tókst fyr-
ir forgöngu samvinnumanna,
að ná viturlegum samningum.
Eins og áður fólu þessir samn
ingar í sér nokkurt þennslu-
rúm fyrir þær verðhækkanirL
sem óhjákvæmilega hlutu af
kauphækkununum að leiða.
En enn þekkti ríkisstjórnin
ekki sinn vitjunartíma, heldur
gerði hún engar ráðstafanir til
þess að halda verðlaginu í
skefjum, og strax í októbermán
uði var vísitalan komin svo
hátt, ag rammi sá, er samning
ar þessir settu, var sprunginn,
og enn var samningslaust á
vinnumörkuðunum.
Nú keppast jafnvel ráðhérr-
arnir sjálfir við að lýsa því
yfir, að baráttan við verðbólg
una hafj mistekizt .Það er við
þá sjálfa að sakast.
Engu skal hér spáð um það
hvað við kunni að taka í þess-
um málum, en aðeins á það
bent, að tvívegis hafa ríkis-
stjórninni verið sköpuð tæki-
færj til þess að koma á friði
til Iangs tíma á vinnumörkuðun
um, en í bæði skiptin hefur
hún misnotag þau tækifæri
herfilega.
Þannig virðist barátta henn-
ar gegn verðbólgunni vera
fólgin í því einu, að magna
dýrtíð á móti hverri kjarabót,
sem fóikið aflar sér. Slíkar að-
ferðir eru ekkj sigurstrangleg-
ar, eins og raun ber vitni.
III.
í árslok 1958 sagði ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar af sér
sökum þess ag ekki náðist sam-
komulag innan ríkisstjórnarinn
ar um hvernig ráðið yrði við
verðbólguna.
Að öðru leyti var efnahags-
ástand landsins gott. Ríkissjóð
ur rekinn meg talsverðum
tekjuafgangi og afkoma at-
vinnuveganna mjög góð. Nettó-
gjaldeyriseign bankanna nam
í árslok 1958 229 milljónum
a
T í M I N N, laugardagur 19. janúar !963,