Tíminn - 19.01.1963, Side 14

Tíminn - 19.01.1963, Side 14
Clare Breton Smith fylgdi honum með augunum. Reyndi hún kannski á sinn hátt að auka sjálfstraust hans með því að sýna honum, að hann gæti vel gert þetta á eigin spýtur? Eg tók eftir, að Guy forðaðist eins og heitan eldinn að horfa á Elisabethu. Hann -beindi heldur ekki máli sínu til hennar eitt ein- asta skipti. Annars töluðum við ekki margt. Það var aðallega Gertrudc, sem talaði.-Hún var tvímælalaust mið- punkturinn. Hún talaði glaðlegri, viðfeldinni röddu og pataði með höndum. Hún var sýnilega mikið reyrð, svo að barmurinn var hár, og mcr datt í hug samlíking við úppblásna dúfu — en fallega dúfu. Þegar við ókum af stað heim- leiðis, vorurn við bæði þegjanda- leg. Guy setti mig úr bílnum fyrir utan húsið. ' — Eg þarf aðeins að skreppa í klúbbinn og tala við . . . — Einhvern mann um hund? botnaði ég kjánaleg, og vonaði^ að hann myndi brosa til mín. En ég undraðist gremju hans: — Sannleikurinn er, að ég ætla| að tala um hund, svaraði hann; kuldalega og ók leiðar sinnar. j Eg gekk inn og útbjó mérj kvöldverð, sem ég snæddi ein. Eg setti fram mat handa Guy og fór svo í rúmið — líka alein. 5. KAFLI Þegar Prisilla kom með teið morguninn eftir ktuVkan sex, heyrði ég undarleg, kveinandi hljóð. Loks fór ég á fætur og gekk inn í dagstofuna. Prisilla lá á hnjánum og burstaði teppið og spjallaði glaðlega við Jóhannes, sem átti að hreinsa svalirnar. — Hvaða hljóð er þetta, Pris- illa?1' spurði ég. Hún settist á hækjur sínar og leit á mig. — Hvolpurinn, Nkosikas. — Hvolpurinn? — Nkosa lét hann vera í eld- húsinu, sagði hún og fór aftur að bursta teppið, eins og ekki væri frekar um þetta að segja. Eg fór fram í eldhúsið, og á teppi þar lá lítill, brúnn hvolpur. Þegar hann kom auga á mig, gól- aði hann af gleði og kom til mín. Hann þefaði blíðlega af mér og sleikti stórhrifinn á mér höndina. Eg þrýsti gljáandi hvolpinum að mér og hraðaði mér aftur inn í svefnherbergið. Guy sat í rúm- inu, geispaði og drakk te. Hann leit brosandi á mig. — Eg sagði þér, að óg ætlaði að tala um hund, sagði hann. — Ó, Guy, sagði ég frá mér numin. — Kærar þakkir! Mig langaði einmitt svO' til að fá hund. Hvað eigum við að kalla hann? Eg ákvað að lokum að nefna hann Rudi, og litli hvolpurinn lærði fljótlega að koma þjótandi, þegar ég kallaði á hann. I^ann var ekki lengi að koma sér í mjúkinn hjá mér og elti mig hvert fótmál, baksaði með erfiðismunum áfram á stífbónuðum gólfHnum og hras- aði niður nokkrar tröppur á ver- öndinni og horfði ásakandi á mig, ef ég dirfðist að hlæja. Eg skrifaði ungfrú Abby þenn- an morguninn. Eg reyndi að gera mynd úr orðum míhum, svo að ungfrú Abby gæti séð allt um- hverfið, sem hin elskaða Elisa- beth hennar hrærðist í. Eg von- aði, að ungfrú Abby gæti séð fyrir sér vinalegt, en hálfvanrækt hús- ið og fossinn, sem steyptist niður fjallshlíðina. Eg reýndi að útlista fyrir henni, hvað Elisabeth væri hamingjusöm og hve Gertrude væri hlý og eiskuleg. Og ég end- aði bréf mitt á þessa leið: „Þér megið ekki hafa áhyggjur af Elisabethu lengur, ungfrú Abby. Frú Alden er svo fjarska góð við hana, og Elisabethu þykir mjög vænt um tengdamóður sína. Þegar afi Elisabethar dó, hafið þér kannski orðið svo hrygg og sorgbitin, að þér hafið misskilið dálítið framkomu frú Alden. Eg er sannfærð um, að hún hefur ekki ætlað sér að vera óvingjarn- leg við yður. Elisabeth ætlar áð skrifa yður, og sjálf skal ég senda yður línu aftur fljótlega.“ Eg gekk út til að póstleggja bréfið. Eg hafði hálfgert sam- vizkubit, að hafa ekki skrifað fyrr, og varp öndinni léttar, þeg- ar ég smeygði því í póstkassann. Meðan við snæddum hádegis- verð, sagði Guy mér, að hann mætti til að taka sér ferð á hend- ur til Bastutlands og myndj verða fjarverandi um það bil viku tíma Mér hefur alltaf leiðzt, þegar Guy þarf að fara í ferðalög, og vissan um, að ég ætti að vera alein í heila viku, gerði mig dapra og leiða í skapi. Hann fór af stað snemma næsta morgun. Kysst) mig laust og klapp aði Rudi og sagði: — Þú verður að fara út, meðan ég er í burtu, Frances Þú verður að afla þér vina hér. Ilamingjan má vita, hvað við verðum hér lengi. Eg var hlýðin stúlka og fór í klúbbinn fyrir hádegið, en hitti engan, sem ég þekkti. Eftir há- degið sátum við Rudi úti á svöl- unum, og af því ég er þfttta árans flón, fór ég að prjóna! Svona pínu- lítil barnaföt. Eg gat ekki staðizt hvita, mjúka garnið, sem ég hafði fundið, þegar ég tók upp, hafði orðið afgangs eftir einhverjar fyrri álíka kjánalegar tilraunir. Eg var fegin að hafa Rudi hjá mér. Næsta hús var í aðeins hundr að metra fjarlægð, en það voru tré á milli. Húsið virtist þrungið undarlegustu hl.jóðum, svo að ég átti erfitt með svefn. Um morguninn fór ég niður á torgið, og sá fyrsti, sem ég kom auga á, var Elisabeth. Um leið og ! hún heyrði, að ég var ein á báti, ; hvatti hún mig til að ’koma og búa ; hjá þeim. Eg hikaði — mig langaði til að taka boðinu — samt var einhver innri rödd, sem hvíslaði að mér ' ■>.ð afþakka. — En ég er með hund með mér. — Taktu hann með. Elisabeth veifaði burt öllum af- ; sökunum mínum og sagðist I rríundu koma og sækja mig eftir ‘ tetíma. Eg gekk heim og skrif- aði á miða til Guy, ef ske kynni, að hann kæmi fyrr en búizt var við, svo gaf ég „boyen“ og Pris- illu fyrirmæli, setti niður j litla tösku og settist niður og beið. Biðin virtist aðein-s auka á and- stöðu mína að fara til Amanzi- maningi. Eg reyndi að skilgreina tilfinningar mínar, en árangurs- laust. Hvers vegna hafði ég á til- finningunni, að eitthvað illt væri yfirvofandi? Elisabeth og Sylvester komu seint og afsökuðu sig mjög, og við lögðum strax af stað, því að þau vildu gjarna komast heim, áður en myrkrið skylli á. Elisabeth ók og hafði stóra hundinn sinn við hlið sér. Sylvester og ég sátum aftur í með benzínbrúsa milli okkar, og Rudi hafði ég í kjöltu mér. Hann urraði lágt. — Eg bið fyrirgefningtar fyrir hans hönd, sagði ég hlæjandi. Elisabeth brosti. — Solak er svo- skynsamur, að hann lætur sér á sama.standa, sagði hún og klapp aði vinalega á kollinn á hundin- um. — Hvers vegna kallarðu hann Solak? spurði ég. — Af því að hann er allri skynsemi sneyddur, sagði Sylv- ester þurrlega. — Það er alls ekki satt, sagði Elisabeth, — ég vildi skíra hann einhverju höfðinglegu nafni. Ó- venjulegu. — Já, hundurinn er líka í hæsta máta óvenjulegur, sagði Sylvester ertnislega. Og þannig héldu þau áfram gamansömu kíti. Eg hlustaði undr- „Sérðu nokkra fleiri?“ spurði Rosemarie. „Þú þarft ekki að halda, að ég sé komin hingað í illum tilgangi,“ sagði Marga. Herra minn trúr! hugsaði hún, hvílíkt heimskuhjal! Hún fann, að hún gat ekki staðið svona upp á endann mínútu leng- ur. Og það var sjóðheitt inni í herberginu, þegar komið var inn úr vetrarkuldanum úti. Hún hneppti frá sér pelsinum. „Má ég fá mér sæti?“ spurði hún. Hún fékk ekkért svar, en settist eigi að síður. „Seztu líka,“ sagði Marga. „Og ef þú hefur ekkert á móti því, ætla- ég að fara úr pels- inum. Það er svo heitt hér.“ Hún lét pelsinn renna út af öxlunum. Hann féll upp að stólbakinu, hún dró hann undan sér í stóinum og lagði hann á gólfið við hliðina á sér. Þetta æsti upp reiðina í Rose- marie. Svona fannst henni ekki rétt að fara með dýran pels. En það var svo sem alveg eftir þessu ríka fólki. „Bróðir minn hefur talað um þig við mig,“ sagði Marga og fann, að nú var hún enn að gera vitleysu. „Er það já?“ sagði Rosemarie. „Já, — en hajin hefur ekki sagt mér neitt, sem hann hefði ekki eins getað sagt í þinni viðurvist.“ „Veit hann, að þú ert hér núna?“ spurði Rosemarie. Þetta var sú spurningy sem Marga hafði óttazt mest. Hvað átti hún að segja? „Hann bað mig ekki að finna þig,“ svaraði hún rólega, „ en ég hef það á til- finningunni, að hann hefði ekkert haft á móti því.“ „Hann veit.það sem sagt ekki?“ sagði Rósemarie. „Nei,“ svaraði Marga. „Og ha-nn þarf ekki að hafa hugmynd—um það nema þú segir honum það sjálf. Eg veit ekki, hvort þú átt systur . . . “ En þetta dugði ekki. En hvað hún var vitlaus! í sam'- tali við þennan kvenmann þýddi ekki að höfða til fjölskylduband- anna. Eg verð að vera hreinskilin, eins og hún, sagði Marga við sjálfa sig. Annars er allt tapað fyrir fram. „Bróður mínum líður ekki vel,“ hélt Marga áfram. „Við höf- um verið að tala saman. Hann er ákaflega þreytulegur og niður- dreginn. Það yrði honum fyrir beztu að hitta þig ekki oftar.“ „Hvers vegna?‘ ‘spurði Rose- marie. „Honum þykir gott að koma hingað.“ „Það efast ég ckki um,“ sagði Marga. „En það er ekki þar með sagt, að hann hafi gott af því. Eða gerir þú bara það, sem þér er fyr- ir beztu?“ „Það kemur þér ekki við,“ •sagði Rosemarie. „Þú þarft ekki að taka þetta sem spurningu,“ sagði Marga. „Eg ætla ekki að forvitnast neitt um þína hagi. Það eina, sem mig langar til að spyrja þig um, gegn hvaða skilyrðum þú gætir fallizt á, að bróðir minn kæmi ekki til þín oftar.“ „Eg hef ekki . . . “ sagði Rose- marie. „Hann hefur aldrei minnzt á það eýiu orði, að hann langaði að slíta sambandinu við mig. Og það ætlar hann sér heldur ekki.“ „Það væri nú samt bezt fyrir hann,“ sagði Marga. „Og ég býst við, að það sé nauðsynlegt, að við reynum að semja um málið fyrst.“ „Hvaða mál? Að hann hætti að koma?“ „Að þú gerir ekki neitt, þó að hann hætti að koma.“ Löng þögn. „Hann hefur rnikið að gera,“ sagði Marga. „Honum veitir ekki af öllum sínum kröftum til að sinna sínum viðskiptum. Þú held- ur kannski, að hann geti tekið það rólega, af því að hann er sinn eigin herrá og yfirmaður, en það er rnesti misskilningur.“ Tómt þvaður, hugsaði Rose- marie. Hún vissi ekki verr, en ef til vill betur en Marga, hvernig .vinnudagur Hartogs og Schmitts ; lcið. En Rosemarie svaraði þessu engu. Hún var svo sterk, að Mörgu tókst ekki að finna á henni neinn veikan blett, þó að hún leitaði vel. „Þú vilt ekki skilja mig,“ sagði j'Marga. „Eg skil þig mjög vel,“ sagði , Rosemarie. „Það eina, sem ég skil ekki, er. hvað þér kemur þetta eiginlega við. Þú ert ekki konan hans.^ Eða sendi hún þig kannski?“ Á þessu andartaki hefði Marga átt að segja já. í augum Rose- marie hefði það þýtt, að eigin- kona Hartogs vissi um samband þeirra, og þess vegna væri til- gangslaust að hóta því í gróða- skyni, að segja henni frá því. En Marga hristi höfuðið. „Og fyrst að Konrad sendi þig ekki heldur, hvers vegna ertu þá komin hingað?“ spurði Rosemarie. Að heyra nafn hans af vörum hennar, — nafn Konrads bróður hennar nefnt af svona miklum kunnugleik af þessari stelpu — æsti Mörgu meira upp en allt ann- (að. „Eg er búin að margsegja ! þér það,“ svaraði hún. „Það er út ■ af bróður mínum. Að öðru leyti \ kemur það þér ekki við. Mig lang- ar bara að vita, hvaða skilyrði þú setur, ef hann hættir að heim- I sækja þig. Og því verður þú að I svara strax, svo að við fáum ein- hvern botn í þetta mál.“ „Mín vegna geturðu bara farið þína leið,“ sagði Rosemarie. „Því 1 fyrr því betra. Ef bróður þinn langar að losna við mig, þá getur hann sagt mér það sjálfur. Hann ! hefur einu sinni gert það áður.“ „Hvað heimtarðu mikið?“ l spurði Marga. i Við öll önnur tækifæri hefði þetta verig réttmæt spurning. En hvað Hartog snerti, var hún fárán- leg. Rosemarie sveik Hartog vegna Brusters, en einvörðungu, af því að hún þurfti ekki að óttast um að missa Hariog. Hún græddi á hon- um, hún scldi upplýsingar um hann, en hún kærði sig ekkert um að láta kaupa hann af sér. Hún vildi alls ekki missa hann. í hjarta sínu var hana meira að segja farið að dreyma um að ná á honum fullu eignarhaldi og neyða hann til að kværíast sér. Hartog hafði grun um þetta. Auðvitað hafði hann ekki minnzt á það við Mörgu, en systir hans skildi, hvað það var, sem hann óttaðist í raun og veru, og það var þess vegna, sem hún ákvað að fara og tala við Rosemarie. Þegar hér var komið, gat Har- tog ekki lengur keypt sig lausan, ekki einu sinni með hvftum kádil- jálk. Þegar þessi kona, sem Rose- marie hafði verið í nöp við frá því hún sá hana fyrst, spurði hana nú, hve mikils virði hann væri, fékk hún eitt af sínum frægu æð- isköstum, sem oft gripu hana af minna tilefni. Hún rauk á fætur í þeim ham, sem jafnvel forhertir karlmenn óttuðust. „Það get ég sagt þér“, orgaði hún framan í Mörgu. „En fyrst skaltu gera svo vel og segja mér, hvers virði þér er þetta!“ Hún gekk yfir að fataskápnum, opn- aði hann í hasti og rótaði fötun- um hirðuleysislega til hliðar. Glas- ið hans Brusters, sem hún var ný- búin að fela þar, valt um kolL Rosemarie.þótlist ekki sjá það, en dró segulbandstækið hans BrusL j ers harkalega út. „Hvað ertu að gera?“ kallaði | Marga upp yfir sig. | „Það skaltu fá að heyra rétt strax!,“ öskraði Rosemarie. Hún hafði snör handtök, opnaði kass- ann utan urn tækið, setti það í samband, kraup á gólfið við hlið- ina á því, lét spóluna vinda til ibaka, þrýsti á hnappinrí:'Óg stóð oi B ' rt ■ T í M I N N. laugardaenr 19. iamíar 19fi3. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.