Alþýðublaðið - 19.03.1940, Side 3

Alþýðublaðið - 19.03.1940, Side 3
ÞRTÐJUDAGUR 19. MARZ 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ RTTSTJÓRI: W, R. VÁLDEMARSSON. 1 CJarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGRfSPSLA: AtÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflagötu). SÍMAR: 4900: Afgrelðala, auglýslngar. 4901: Ritstjóm (innl. Créttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálmo (heima). 4905: AlþýSuprentsmiBJan. i4906: AfgreiSsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMHJJAN Hitaveitan og koiaverðið. AÐ ER EKKI að eins gleði- legt fyrir atvinnulausa verkamenn hér í bænum a‘ð fá þær fréttir, að efni til hitaveit- tunnar sé í þann veginn að koma hingað, heldur eru það gleði- fréttir fyrir al’a bæjarbúa. Hita- veitan er tvímælalaust eitthvert stórfeldasta urnbóta- og fram- faríamál, sem nokkru simni hefir verið ráðist í hér á landi, þó að vitanlega geti komið óhöpp fyrir þetta mál eins og önnur, hversu góð, sem þau eru. Pað hefir raunverulega legið eins og mara á liugum Reykvík- inga síðan í haust, hversu mikil óvissa hefir verið um það, hve- nær efnið myndi koma hiingað, En nú fara menin að verða heldur vonbetri, þó að vel geti verið, að framkvæmdir þurfi að stöðvast, ■jafnvel í lengri tímia, vegna þess efnis, sem enn er ekki komið af stað hingað utanlands frá og sumt að minnsta kosti er ekki farið að framleiða, eins og til dæmis mikið af rörunum, sem á að steypa í Danmörku. Verkamenn vonuðu, að hita- veitan myndi veita ákaflega mikla vinnu hér í hænum í vet- ur. Að vísu veitti hún nokkra vinnu, en samt miklu minni en menn vonuðu, þar sem til dæmis ekki hafa verið um lengri tírna nema 30—40 menn í vinnunni. En nú, þegar efnið kemur, er þess að vænta, að miklu meiri hraði korni á framkvæmdirnar, ef frostlaust verður, og það má gera náð fyrir því, að frost verði a. m. k. ekki nrikil úr þessu. Mönnum er ljóst, að ef stríðið stendur áfram um lengri tíma, sam sannarlega má gera ráð fyrir, þá verður hitaveitan enn þýðingarmeiri fyrir Reykja- vík og raunar landið allt. Kola- verðið á áreiðanlega eftir að hækka enn stórkostlega og ef tii vill að komast upp í það, sem þaðvarðhæst í síðasta stríði — og þá sjá menn, aðhitaveitan kemur í góðar þarfir og sparar rnönnum mikið fé og ekki síður landinu er- lendan gjaldeyri. Að vísu óttast margir, að verð- ið á heita vatninu verði afar hátt. Það er ekki ástæðulaus ótti. Hiíaveitan mun að minnsta kosti kosta um 12 milljóniir króna, og höfurn við þann bagga að bera fyrir sleifarlag og óstjórn ipeiri- hlutans í bæjiarstjórndnini. Það hefir lika gert menn enn óttafyllri, að heita vatnið í hiniu svonefnda laugahverfi, þar sem heitt vatn hefir verið undanfarin ár, hefir síðan • 1. október verið ihækkað í verði um að minnsta kosti helming og er nú af hálfu bæjarins miðað við 81 krónu kola verð, að frádregnum 10%. Þessi hækkun var ástæðulaus að mestu, þar sem kostnaður við þetta heita vatn hefir ekki aukizt, og er því Opið bréf til fjárveiíinganefndar. Frh. af 2. síðu. En til þess að höfundurinn geti einbeitt þannig huga sín- um, heila og hjarta í sæmilegri samstillingu, er honum lífsnauð- syn, einkum þegar aldurinn færist yfir hann, að geta verið sem allra lausastur við fjar- skyldar áhyggjur og þó einkum við hinar ófrjóu, tærandi á- hyggjur út af því, hvernig hann fái fullnægt brýnustu lífsþörf- um. Ég þykist vita, að háttvirtri fjárveitinganefnd liggi það í augum uppi eins og öllum betri mönnum, að ekkert þjóðfélag eigi að vinna sjálfu sér svo heimskulegt tjón að láta krafta færustu rithöfunda sinna fara í súginn fyrir svo auðbætt vand- kvæði. Ég býst ekki heldur við, að nana greini á við þetta fólk um Dað, að sízt af öllu megi okkar Djóðfélag við svo gálausri eyði- leggingu á óvenjulegum rithöf- undahæfileikum. Hún veit eins vel og það, að í augum hins menntaða heims höfum við ekki álit fyrir nokkurn skapaðan hlut annan en bókmenntir okk- ar. Þetta vitum við öll. Við höf- um verið að segja þazð í nokkra áratugi. Við höfum reist á því sjálfstæðiskröfur okkar. Við höfum byggt á því vonir okkar um að fá endurheimt sjálfstæð- ið. Og þrátt fyrir þetta, þvert oían í okkar eigin játningar, er- um við að hefja herför gegn þeim mönnum, sem með verk- um sínum eru að hjálpa okkur til að styrkja þessa undirstöðu, eru að viðhalda því áliti í aug- um hins menntaða heims, að við séum þó ekki enþá hættir að vera bókmenntaþjóð. Eftir hvaða rökfræði á mað- ur að hugsa til þess að finna ein- hverja heila brú í þessum hugs- anagangi? í verzlunarheiminum er það talin gullin viðskiptaregla, að vara sé metin að sama skapi dýrara verði sem hún er vand fengnari. Hvers vegna leggjum við ekki svipað mat á vöru hinna betri rithöfunda? Þeir framleiða mjög vandgerð verðmæti, sem ekkert manns- barn í landinu er fært um að skapa nema þeir. Og samt sem hér um raunverulegt okur að ræöa af hálfu bæjarins-, p'ó aÖ segja megi kannski, að eigendum og leigjendum í þessum húsum sé ekki vandara um aö borga mikiÖ fyrir hitann en öðrum bæj- arbúum að þurfa að kaupa kol. En ef heita vatnið, eftir að hita- veitan tekur til starfa, verður miðað við kolaverðið á hverjum tíma, eins og nú í laugarvatns- húsunum, þá verður hitaveitan b'and.ið gleðiefni fyrir bæjarbúa Vonandi sjást ráð til þess, að svo verði ekki, og engin ástæða virðist til þess fyrir bæinn, að r.oía hitaveituna til beinnar skatt- lagningar bæjarbúa. Vitanlega ber neytendunu'm að greiða hitaveituna, og það munu, þeir gera. Það virðist vera nóg' fytir þá að þurfa að borga hana um þremur millj'ónum króna dýr- ari en hún hefði þurft að verða, ef hraði og fyrirhyggja hefði ver- jið í framkvæmdunum, þó að ekki sé nýjum sköttum bætt ofan á. Hins vegar er ekki rétt að vera með neinar hrakspár í sambandi við hitaveiíuna. Maður vonar aðeins, að hún verði til þeirrar blessunar fyrir bæjarbúa, sem íhenni var ætlað að verða og hún geíur orðið. áður verða þessir fágætu menn að neita sér um alla skapaða iluti umfram hversdagslegustu lífsnauðsynjar, hafa ekki efni á að ylja upp hýbýli sín lengur en nokkrar klukkustundir á dag, eins og nú er komið, geta aldrei farið í bíó eða leikhús, er um megn að veita sér svo mik- inn luxus sem sítrónur til þess að lífga upp hugsunina, sem Deir eiga þó allt sitt undir. En á sama tíma gerast þau fádæmi á annari hverri hunda- júfu í kringum þá, að ausið er í hæfileikalitla hversdagsmenn 12 til 20 þúsund króna launum, ýmist fyrir ósýnileg verk eða vinnu, sem svo að segja hver heilvita maður í landinu gæti leyst eins vel af hendi og þeir og þarf jafnvel ekki heilt vit til. Ég veit, að háttvirt fjárveit- inganefnd er mér sammála um það, að í þessu háttalagi sé hvorki snefill af viti né siðferði. Og ég geng að því vísu, að henni sé það ekki neitt undrunarefni, þó að slíkir rithöfundar, sem gefin er sú náðargáfa að sjá afskræmi tímanna í æðra ljósi en önnur veraldarbörn, eigi dá- lítið erfitt með að koma auga á „guðsneistann11 í því þjófélagi, sem þvílíkan mælikvarða legg- ur á sálargáfurnar. VH. Það er opinbert mál, hvers vegna Menntamálaráð lækkaði rithöfundarstyrk minn og fjár- málaráðherra þurrkaði nafn mitt burt af fjárlögunum. Það er vegna þess, að nokkr- ir siðleysingjar eru búnir að ljúga því svo oft, að fólk er far- ið að trúa því, að ég sé komm- únisti. Ég ætla ekki að rekja hér stjórnmálaskoðanir mínar. Þær eru fastur hlekkur í langri keðju af lífskoðunum, sem ég hef aflað mér með margra ára lestri, reynslu og heilabrotum. Stjórnmálaskoðunum mínum verður því ekki þokað úr skorð um nema með breytingu á líf- skoðununum. Og lífskoðunun- um verður ekki breytt með neinum aðgerðum öðrum en betri þekkingu. Og ég vona, ,að mér reiknist það ekki til synd- ar í æðra ljósi, þó að það verði mér til fordæmingar hér niðri í dimmum dal þessa heims, að ég hef ekki hæfileika til að breyta um skoðanir á sól sannleikans eftir markaðshorfum og árferði. En hvað kemur höfundskap- ur minn stjórnmálaskoðunum mínum við? Væri orðasafn mitt gagnlegra íslenzkri tungu, ef ég væri sós- íaldemókrat? Væru þjóðlífslýsingar mínar og frásagnir af dularfullum fyr- irbrigðum nokkru læsilegri, þó að ég væri framsóknarmaður? Væri auðveldara að tileinka sér Esperanto af kennslubók- um mínum, ef ég tilheyrði sjálf- stæðisf lokknum ? Væri Alþjóðamál og málleys- ur ver skrifuð bók, ef ég væri kommúnisti? Hvað kemur íslenzkur aðall eða Ofvitinn eða þær fyrirhug- uðu bækur mínar, sem á eftir þeim eiga að fylgja, pólitík við? Er það velgerningur við bók- menntir landsins og þjóðfélagið að leggja stein í götu ópóli- tískra, listrænna verka, af því að stjórnmálaskoðanir höfund.- arins eru ekki að skapi ein- hverra pólitískra leiðtoga? Er nokkur svo sljólega sjáandi, að það sé í þoku fyrir honum, í hvílíkan voða stefnt er andlegu frelsi og lýðræði þjóðurinnar, ef á að kefla æðstu vitsmunaöfl landsins? Slíkt ofbeldi gegn vitsmununum á sér ekki stað í neinu lýðfrjálsu landi nema hér. Það bar til í Danmörku í vet- ur, að einhver þingmaður stakk þar upp á því, að Andersen Nexö skyldi sviftur rithöfund- ar.styrk fyrir grein, sem hann skrifaði í tilefni af Finnlauds- styrjöldinni. Hvernig snerist dönsk menn- Ing við þessari uppástungu? Sagði hún: Það er rétt að láta þennan helvítis kommúnista ekki hafa neinn rithöfunar- styrk? Nei, Danir svöruðu allt öðru- vísi. Danskt frjálslyndi og dönsk mannúð og hin mikla heil- brigða skynsemi Dana risu upp og fordæmdu þennan hugsun- arhátt: Við veitum Andersen Nexö rithöfundarstyrk sem skáldi og rithöfundi, en ekki sem stjórnmálamanni, og skáld- rit hans eru pólitík lians óvið- komandi. Svona svöruðu Danir. Og þar með var þessi uppá- stunga hins danska þingmanns kveðin niður fyrir fullt og allt. Svona hugsa menn í öllum löndum, þar sem lýðræðið hef- ur Eest þær rætúr, að það tekur ekki að apa eftir ofbeldisstefn- unum, hvað lítið sem út af ber. Og það sýnir ennþá átakan- legar yfirburði danskrar menn- ingar yfir ástandið hér heima, að hún svarar uppástungu þing- mannsins með slíkurn mann- dómi, þrátt fyrir það, að Ander- sen Nexö er mjög virkur maður í danskri kommúnistapólitík, hefur skrifað að minnsta kosti tvær bækur um Rússland, ritar iðulega greinar í Arbejderbla- det og flytur oft erindi á fund- um kommúnista. En ég hefi ekki skrifað eina einustu pólitíska grein síðan 1935 og þar til snemma í vetur og annaðhvort einu sinni eða aldrei talað á pólitískum fundi. En löngu áður en ég ritaði greinar mínar um heimspólitík- ina í vetur er farið að braska í því að taka styfk til bókmennta og lista út af 18. gr. fjárlaganna beinlínis í þeim tilgangi að svifta mig og tvo menn aðra rit- höfundarstyrknum, Með öðrum orðum: Það átti að svifta mig rithöfundar- styrknum bara fyrir persónu- legar skoðanir mínar á pólitík. Er þetta þá lýðræðið? Er þetta virðingin fyrir einstak- lingsfrelsinu? Var það tilætlun fjárveitinganefndar, þegar hún samþykkti breytinguna á 18. greininni, að fjárveitingar til skálda og listamanna yrðu und- irorpnar svona dutlungafullum, órökstuddum ruddaskap? Nei. Eg þykist vita, að hún hafi ekki ætlazt til þess. Ég þykist full- viss um, að hún hafi ætlast til, að hver héldi sínu. Og til hvers er verið að þessu? llverjum þénar það? Felst í þesu nokkur örmull af öryggi fyrir núverandi þjóðskipulag eða trygging fyrir öðru betra? Hafa menn ekki gert sér það ljóst, hvað þetta er algerlega út í loftið? Og hefir það farið fram hjá mönnum, að meiri hluti fólksins er á móti þessari van- virðu? Allt betra fólk er á móti því. VIII. Ég hef nú gert háttvirtri fjár- veitinganefnd nokkra grein fyr- ir því, sem ég hef afrekað og hef með höndum fyrir íslenzka tungu og bókmenntir. Ég vona, að nefndin hafi nú áttað sig á því til hlítar, hversu ómannúð- legt það muni vera í minn garð, sem Menntamálaráð og fjár- málaráðherra hafa aðhafzt. Og úg þykist vita, að hún búi yfir svo mikilli réttlætistilfinningu, að henni finnist það sjálfsögð ráðstöfun að bæta úr þeirri rangsleitni, sem hér hefur verið höfð í frammi við einn af merk- ustu rithöfundum hinnar ís- lenzku þjóðar. Ef nefndin verður við þessari ósk, vona ég, að mér vinnist tími til að auðga hinar fáskrúð- ugu bókmenntir þjóðarinnar áð fjórum nýjum bókum, áður en þau níu eða tíu ár eru liðin, sem ég á eftir í þessum heimi. En þeim, sem alltaf telja eftir þessi lítilfjörlegu vinnulaun, sem hent er í æðstu vitsmunaöfl þjóðarinnar, þeim sálum get ég veitt þá huggun, að því hefir verið spáð fyrir mér á sæmilega trúverðugum stað, að þegar ég sé búinn að vera 17 ár í hjóna- bandi, verði mitt sæti autt 1 fjárlagafrumvarpi hins íslenzka ríkis. Ég gekk í heilagt ektastand 1. október árið 1932. Ég ætla að klykkja þetta bréf út með þeirri ósk og von, að þetta mál fái þá afgreiðslu á yf- irstandandi þingi, að mér verði ekki við eins og Einar H. Kvar- an segir, að Þorsteini Erlings- syni hafi orðið á þinginu óveðra- sumarið mikla 1913: Ég óska þess þjóðarinnar vegna, að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir að vera íslendingur. Reykjavík, 18. marz 1940. Virðingarfyllst. Þórbergur Þórðarson. Borgarstjórl ræðst á mótl hækkun slysabóta, ellilauna og örorkubóta ---♦--.— Hann telur rangt aO kanp verka- manna skyldi hækka. A FUNDI neðri deildar alþingis á laugardaginn kom til annarrar umræðu frumvarpið um hækkun slysabóta, og uppbót á elli- laun og örorkubætur. Hafði allsherjarnefnd skilað áliti og lagði hún öll til að það yrði samþykkt óbreytt, og hafði Vilmundur Jónsson framsögu fyrir nefndinni. Þau tíðindi gerðust, að Pétur Halldórsson borgarstjóri reis upp og mælti gegn þeirri stefnu. sem lægi til grund- vallar fyrir frumvarpinu, að hækka bætur og styrki og jafn- vel kaup vegna vaxandi dýrtíð- ar. Kvartaði Pétur Hallódrsson mjög undan ásókn manna styrki og hjálp frá hinu opin bera og kvað hann t. d. mjöj vafasamt að það væri nokku greiði við verkamenn, að hækk: kaup þeirra vegna dýrtíðarinn ar, því að þeir fengju bara þv minni vinnu. Hann taldi þai mjög varhugavert að hækka ið gjöld atvinnurekenda til slysa tryggingarinnar og bætti því vii að löggjafarvaldið gæti svo sen verið nógu ,.flott“ þegar þai væri að samþykkja skyldur oi kvaðir á atvinnurekendurna. Pétur Halldórsson lagði frar breytingartillögu um að upp bæturnar á ellilaunum og öi orkubótum lækkuðu um helm ing frá því, sem gert er ráð fyri í frv. Þessa tillögu tók hann þ aftur til 3. umræðu, samkvæm áskorun margra alþingismanm þar á meðal margra flokks bræðra hans. Félagsmálaráðherra svarac Pétri Halldórssyni. Sagði félagsmálaráðherra, a þó að það væri freistandi að röl ræða nokkuð afturhaldsskoðar ir borgarstjórans í Reykjavíl þá myndi hann ekki gera það a þessu sinni. Hann benti á þai að það væri stórkostlegr grundvallar skoðanamunv milli kenninga þeirra, sem P. I vildi halda fram í ræðu sinni c stefnu Alþýðuflokksins, eki sízt þar sem í frv. væri far: fram á það, að ríkið beinlín aðstoðaði bæjarfélögin til þe: að framkvæma nauðsynleg: uppbætur vegna vaxandi dý tíðar, á ellilaunum og örorki bótum. Þessar skoðanir P. H. ei undraverðar og sýna enn eir sinni hversu biksvartur aftu haldsmaður hann er. Hann vi ráðast á garðinn þar sem har Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.