Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 1
ÖSLA í VATNSFLÓÐINU Á MELATORGI KB-Reykjavík, 22. jan. Snemma í morgun sprakk vatns- æð á móts við Þjóðminjasafnið rétt sunnan við Melatorg. Streymdi vatn þar upp á götuna og rann niður á torgið. Niðurföll öll stífluðust fljótlega, og varð vatns- elgur mikill á torginu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem G, E. tók fyrir Tímann af flóðinu. Gert var við æð þessa í dag, og er búizt við að því verki verði lokið í kvöld. Starfinn er þó nokk- ng umfangsmikill, þar eð lekinn orsakaðist af því að rör langrifn- aði og þurfti að grafa það nær því allt upp, til að gera við leiðsluna. Ekki hefur þessi skemmd þó vald- ig neinum tilfinnanlegum vatns- skorti í höfuðborginni í dag. Ný- Iega hafa verið lagðar æðar, sem anna vatnsflutningi til Skildinga- ness og Skerjafjarðar, en þau hverfi voru áður tengd þessari æð. Telur vatnsveitan, að um vatns- Ieysi hafi ekki verig að ræða nema í nánasta nágrenni, á íþróttavell- inum og í Háskólanum. Hefði þessi æð hins vegar farið í sundur á þessum stað fyrir tveimur árum, hefði það valdið margfallt meiri vandræðum. ';ir i1 !* ":r , ..............|n i,ii,,,!,’ i 1 r'i'it íi te. NSl AFTUR SÍLD OG NU UNDAN JOKLI KB-Reykjavík, 22. janúar Síld er nú farin að veiðast aft- ur í Jökuldjúpi og fóru allir síld- arbátar út i gær, en að undanfömu hafa verið ógæftir. í dag er veður hins vegar orðið gott og eru horf- ur á þó nokkurri veiði i nótt. Blaðið' átti tal við Grandaradio í Reykjavík á áttunda tímanum. — ! Voru þá mörg skip farin að kasta,' en fá höfðu þegar tilkynnt um afla. Víðir II. hafði þá fengið gott kast, og sömu sögu hafði Jón Garðar að segja, en síldin var smá. Þá hafði Vonin gefið upp sæmilegt kast rg var afli hcnnar sagður blandað- ur. Eins og kunnugt er var engin síldveiði á þessum slóðum, síðustu dagana, áður en ógæftir undanfar- .andi daga hófust, en þá var flotinn ^ustan Vestmannaeyja f fyrra-1 kvöld fannst hins vegar síld á Jök-1 uldjúpi, en þá leyfði veður ekki veiðar. í dag er veðrið hins vegar orðið gott, og má því búast við drjúgri veiði, snúist veðrið ekki skyndilega aftur til hins verra, en á því mun naumast hætta í nótt. Síðustu fréttir Um tíu leytið í kvöld hafði biaðið tal af Grandaradró og fékk þær upplýsingar, að margir bátar myndu búnir að kasta, en hefðu ekki gefið upp veiði sína. Þó mun Sigurður Bjarnason hafa fengið um 8—9 hundrug tunnur. Síldin, sem Sigurður Bjamason fékk, var smá og mun vart vera vinnsluhæf. Mun sömu sögu að segja af feng annarra báta, en menn gerðu sér vonir um, að þetta lagaðist með nóttinni. Síldin veiddist sunnarlega í Jök- uldjúpinu, en síldarleitarskip og einhverjir bátar voru að leita síld norðar í djúpinu í kvöld. Ný framhaldssaga ÞRIÐJA RÍKIÐ í DAG byrjum viS merka fram- haldssögu. Það er sagan af upphafi Þriðja ríkisins, eða fyrstu fjórar bækurnar úr hinu mfkla verki William L. Shirer, Upphaf og endir Þriðja ríklsins. Shirer ritar af ' ' og mikilli þekkingu um valdatöku naz- ista, en hann var búsettur langtím- um saman í Þýzka landi á valdatíma þeirra. Þýðandi er Fríða Björns- dóttir, blaðamað- ur. FUNBUR UM 5% / DAG JK-Reykjavík, 22. |anúar , Fyrir hádegi á morgun verður samningafundur mV,li Dagsbrúnar og atvinnurekenda, og munu vinnu- veitendur þar gefa svör um, hvort þeir vilji fallast á sömu fimm Jakob !egpr al staö ti! síldarleitar I GÆRDAG hófst síldar. og hsf rannsóknarleiðangur á varðskip Inu Ægi á vegum Fiskideildar. Leiðangursstjóri er Jakob Jakobs son, en auk hans eru í leiðangr- inum Svend Aage Malmberg, haf fræðingur, Birgir Halldórsson og Sverrir Guðmundsson. — Tíminn náði tali af Jakob, þegar hann var að ganga um borð í Ægi — Við verðum í mánuð í ferðinni. Við förum fyrst á Sslvogsbank- inn og athugum þar strauma, seltu og hita á hrygningasvæðum nytjafiskanna og einnig munum við rannsaka göngur síidarstofn- anna við Suðurland og ielta síld- ar. — Myndina tók RE, prósent hækkun og varð á Akureyrl um daginn. í morgun var haldinn stjórnar- fundur í Dagsbrún, þar sem sam- þykkt var að æskja ákveðinna svara af hálfu atvinnurekenda um hvort þeir væru reiðubúnir að semja upp á sama og á Akureyri. Vinnuveitendur héldu síðan með sér fund kl. 5 í dag. Eftir fundinn lýstu þeir yfir þeirri ósk sinni, að samningafundur verði haldinn í vinnudeilunnj kl. 11 f.h. á morg un, og varð þag að samkomulagi. Dagsbrún heldur almennan fé- lagsfund á f'mmturlagskvöldið og vorfta hsr f.il nmraf'ón^launamáUA. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.