Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 5
RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON
Guðmundur Gíslason kjðrinn
íþróttamaður ársins 1962
llrslif skoöanakönnunar íþróftafrétfaritara var
kunngerð í gærkvöldi. ÍR á sjö menn af tíu í
efstu sætunum.
I hófi sem haldið var í Þjóð-
I ikhúskjallaranum í gær-
kvöldi, voru kunngerð úrslit |
í hinni árlegu skoðanakönnun
íþróttafréttaritara og var GuS
mundur Gíslason, ÍR, kjörinn
„íþróttamaður ársins 1962".
í öðru sæti varð Jón Þ. Ólafs-
son, ÍR, og í þriðja sæti Hörð-
ur B. Finnsson, ÍR. Þetta er í
fyrsta sinn, sem Guðmundur
Gíslason er kjörinn íþrótta-
maður ársins, en hann hefur
oftsinnis áður verið í öðru og
þriðja sæti. — Á þessu ári
vann Guðmundur það afrek að
setja 11 íslandsmet í sundi og
er þetta því fimmta árið í röð,
sem hann vinnur það afrek að
setja tíu íslandsmet eða fleiri
á sama árinu.
Það eru liðin sjö ár frá því að
samtök íþróttafréttaritara voru
stofnuð og hafa þau gengizt fyrir
skoðanakönnun árlega síðan. Að
þessu sinni var sú breyting gerð á,
að einn atkvæðaseðill var sendur
til hvers blaðs og útvarps, en áður
hafa íþróttafréttaritarar kosið
hver fyrir sig.
Atli Steinarsson, formaður sam-
taka íþróttafréttaritara, afhenti
'íuðmundi hina veglegu styttu,
■sem veitt er efsta manni hverju
sinni, og lilkynnti jafnframt úr-
slit skoðanakönnunarinnar í hófinu
í gærkvöldi, en þar voru saman-
komnir flestir þeirra íþróttamanna
sem urðu í efstu sætunum.
Fá stig skildu milli efstu
manna
Það voru fá stig sem skildu á
milli efstu manna að þessu sinni,
en eins og áður er vikið að, varð
Jón Þ. Ólafsson í öðru sæti og
Hörður B. Finnsson í þriðja sæti,
en annars lítur listinn yfir tíu
efstu menn þannig út:
1. Guðmundur Gíslason, ÍR
sund — 58 stig
2. Jón Þ. Ólafsson, ÍR
frjálsíþróttir — 55 stig.
3. Hörður B. Finnsson, ÍR,
sund — 41 stig.
4. Ríkharður Jónsson, ÍA,
knattspyrna 31 st.
5. Vilhjálmur Einarsson, ÍR,
frjálsíþróttir 22 st.
Övænt úrslit í lands-
leik Dana og Frakka
— Landsíeik Dana og Frakka í handknettleík
lykfaöi óvænt meö sigri Frakka, 22 — 19.
Franskir áhorfendur grýttu
smámynt eftir danska lands-
liöinu í handknattleik, eftir að
Frakkar höfðu unnið það ó-
vænt með 22:19 í París s.l.
sunnudag. Fæstum hefði dott-
ið í hug, að Frökkum myndi
auðnast að vinna Dani í hand-
knattleik, enda er danska
landsliðið talið eitt það bezfa
í Evrópu, en Frakkar hafa
aldrei átt toppliði á að skipa.
Danir eru að vonum mjög óá-
nægðir með frammistöðu sinna
manna og segja, að með þessu
iapi. hafi danskur handknattleik
ur beðið alvarlegan álitshnekki en
þess má geta, að það er ekki liðin
nema rúm vika síðan Danir töp-
tiðu fyrir Vestur-Þjóðverjum í'
Berlín og voru þau úrslit sízt á
þann veg, sem búizt hafði verið
við fyrirfram.
Frakkar héldu forustu nær all-
an leikinn i París og þegar mest
skildi á mdli liðanna var staðan
12 R fyrir Frakkland Danir jöfn
uðti hað bii ti' muna og komust í
11:15. Þegar líða tók á seinni hálf-
leikinn náðu Danir að jafna stöð-
una, 18:18 og var þá búizt við,
að þeir myndu ná yfirhöndinni,
en svo reyndist ekki og með góð-
um lokaspretti tryggðu Frakkar
sér þriggja marka sigur, 22:19.
Það er almennt álit, að Danir
hafi komið of öruggir til leiks —
og einmitt það hafi orðið þeim að
falli. Annars vantaði nokkra menn
í liðið og telja Danir, að þetta
tap hafi verið þörf áminning og í
næsta landsleik, sem leikinn verð
ur í kvöld gegn Svíum, muni lið-
,nu takast betur upp.
Frakkar eru mjög ánægðir með
sigurinn og blaðið Dimanche, sem
gefið er út í París, segir m. a.:
..Kærkominn sigur yfir liði, sem
^elst með því bezta, sem gerist í
Fvrópu “.
Þess má geta, að eftir aðeins
>-úman mánuð. leikur íslenzka
landsliðið ’ ið Frakka í París —
og eftir úrsiitum framangreinds
leiks, er ómögulegt að segja' fyrir
hvernig úrslif hans/ verða. Samt
sem áður fer ekki millj mála, að
franska liðið hefur haft heppn-
r>a með sér að einhverju leýti í
x'ilcnum við Dan> os úrslit hans
vpfa i rauninn: ekk> rétta hug
mynd um styrkleika franska liðs-
ins.
6. Valbjörn Þorláksson, ÍR (KR),
frjálsíþróttir 20 st.
7. Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR,
körfuknattleikur 19 st.
8. Hjalti Einarsson, FH,
handknattleikur 17 st.
9. Guðjón Jónsson, Fram,
handknattleikur 16 st.
10. Helgi Daníelsson, ÍA'
knattspyrna 15 st.
Auk framangreindra tíu íþrótta
manna, hlutu aðrir átta stig, en
það eru: Sigríður Sigurðardóttir,
Val, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
ÍR, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR,
Garðar Árnason, KR, Kjartan Guð
jónsson, KR, Ármann J. Lárusson,
UMB, Þórólfur Beck, St. M. og
Kristinn Benediktsson frá ísafirði.
Þegar litið er á lista tíu efstu
mannanna, kemur i Ijós, að þar
af á ÍR sjö menn og þrír efstu
mennirnir eru ÍR-ingar. Þarna er
að vísu reiknað með, að sjötti
maður á listanum, Valbjörn Þor-
láksson, teljist til ÍR, og verður
það að teljast eðlilegt, þar sem
Valbjörn vann sfn afrek á liðnu
ári meðan hann var í ÍR. — Af
samtals 294 stigum, sem veitt eru
tíu efstu mönnum, hlýtur ÍR eftir
þessu 215 stig, sem sýnir glögg-
lega hve félagið hefur mörgum af-
reksmönnum á að skipa. — alf.
Þessi mynd var tekin af Guðmundi Gíslasyni í gærkvöldi og heldur hann
á bikar þeim, er íþróttafréttaritarar veita „fþróttamanni ársins".
KVENNALEIKIR ÍKVÖID
í kvöld heldur áfram að Há-
logalandi íslandsmótið í hand-
knattleik, og fara fram tveir leikir
í meistaraflokki kvenna, auk
leiks f 3. flokki og í 2. flokki karla.
— Það vekur að vonum nokkra
athygli, að eitt liðanna í meistara
flokki kvenna, Þróttur, hefur á-
kveðið að draga sig til baka og
hætta keppni.
Þrótfyr treystir sér ekki að senda
liS í meistarafl. kvenna.
Annars fara þessir leikir fram
í kvöld: í 3. flokki karla mætast
Ármann og Víkingur og í 2. flokki
leika Fram og Valur.
í imeistaraflokki kvcnna áttu
að leika fyrsta leik, samkvæmt
leikjaskránni Fram og Þróttur,
en sá leikur fellur niður, þar sen
Þróttur treystir sér ekki til þes:
að senda lið. Fer því fram fyrs
leikur á milli Ármanns og Vík-
ings og síðasti leikur verður mill.
FH og Breiðabliks.
Fyrsti leikur hefst kl. 8.15.
Keppnin í kvennaflokkum heldur áfram að Hálogalandi í kvöld
Kvennaliðumim hefur farið aftur að' undanf.rnu, og er harkan orðin
<!=r.áðandi > öll»n> leik þeirra Þessf mýnd vár tekin í leik Vals
og Ármanns um daginn, og sést kvenfólkið stympast á línunni.
K.F.R.
sigraði
í fyrrakvöld fór fram
hraðkeppni í körfuknatt
leik að Hálógalandi til
styrktar unglingalands-
liðinu í körfuknattleik,
sem tekur þátt í Evrópu-
keppni á næstunni. Um
úrsláttakeppni var að
ræða og bar lið KFR sig-
ur úr býtum, en það lék
til úrslita við lið ÍR, sem
er bæði Reykjavíkur-
meistari og íslandsmeist
ri. — Eftir venjulegan
ieiktíma var staðan jöfn,
bæði liðin höfðu skorað
24 stig, en í framleng-
mgu tókst KFR að skora
3 stig og sigra þar með
í mótinu.
IT í M I N N, miðvikudaginn 23. jánúar 1963
5