Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 8
Gísli Guðmundsson, alfiingismaSur: FRAMLOG TIL VEGA OG HAFNARGERDA 1958 OG 1963. Á SÍÐASTLIÐNU hausti gerði ég í þessum þáttum grein fyrir þeirri miklu hæk'kun,' sem orðið hefur á niðurstöðutölum fjárlaga rikissjóðs og þar meg álögum á þjóðina. Bar ég þá saman fjárlög- in fyrir árin 1958 og 1962. Síðan hafa enn ein fjárlög verið afgreidd frá Alþingi, fyrir árið 1963. Séu þau nú tekin inn í samaniburð- inn, eins og sjálfsagt er að gera, í stag fjárlaganna fyrir 1962, kem- ur í Ijós, að hækkunin frá 1958 er orðin ca. 148%. Fyrir 882 millj. eru komnar 2198 millj. Hér í blaðinu vakti ég um leið athygli á því, að framlög rikis- sjóðs til ýmissa verklegra fram- kvæmda (og atvinnumála), sem að því miða að halda landinu í byggð, hefðu hækkað miklu minna hlutfallslega en fjárlögin í heild, og voru tölur tilfærðar þessu til sönnunar. Var hér um allmörg samaniburðardæmi að ræða, eink- um um framlag til vega- og hafna- gerðar. Lét ég þá jafnframt orð falla um það, að hér væri um hættulega þróun að ræða, sem gefa þyrfti gaum að. SPURNINGAR AF GEFNU TILEFNI. Það kom fram skö'mmu siðar, að einhverjir þeirra, sem nú standa að ríkisstjórn, höfðu kynnt sér þessar tölur í Degi og virtust hafa af þeim nokkrar áhyggjur. í út- varpsumræðum frá Alþingi lagði einn af ræðumönnum stjórnar- flokkanna lykkju á leið sína til þess að vara við því, sem staðið hefði í Degi um þetta efni, neit- aði því þó ekki, að tölurnar væru réttar. Við siðari umræður á Al- þingi, um fjárlögin, var svo allmik ið um þetta mál rætt. Fjármála- ráðherra lagði þá á það mikla á- herzlu, að ekki mætti ætlast til þess, að framlög til ýmissa verk- legra framkvæmda hækkuðu um eins háan hundraðshluta og út- gjöldin í heild. Hann benti á það, sem rétt er, að sumir gjaldaliðir hefðu hækkað um meira en 148% og nýir bætzt við. Á öðrum gjalda liðum hlyti þá að verða a. m. k. hlutfallsleg lækkun, og mætti telja viðunandi, ef fjárveitingar til umræddra verldegra fram- kvæmda hefðu sama verðgildi og áður, hækkuðu sem svarar dýr- tíðinni. Vildi hann gefa í skyn, að svo yrði á nýju ári, þegar fram væru komnar þær breytingar, sem tekizt hefur að fá stjórnina til að fallast á. Um hækkun á fram- kvæmdakostnaði t. d. við vega- og hafnargerð, af völdum „viðreisn- arinnar" liggja enn ekki fyrir op- inberar vísitölur, og geri ég það atriði því ekki að umtalsefni að svo stöddu. Það er rétt í röksemdarfærslu stjórnarinnar, að ekki er hægt að gera ráð fyrir því sem reglu, að allir gjaldaliðir fjárlaga hækki hlutfallslega jafnt. Að því var líka vikig í Degi, í umræddum þáttum. Eh þá er líka rétt að spyrja: Hvaða gjaldaliðir eru það, sem óihætt er að láta dragast aftur úr í kapphlaupinu? Eru það t. d. fjárframlögin til vega og brúa eða til hafnarframkvæmda? Er minni þörf á að hækka framlögin til hafna- og vegaframkvæmda en aðra gjaldaliði eða ríkisútgjöldin í heild? Nægir það ef til vill, eins 8 og ráðherrann gaf í skyn, að fjár- framlög til þeirra framkvæmdta fylgist með dýrtíðinni þannig að jafn mikið fé sé unnið í heild ár hvert og einlhverntíma áður var unnið að þessum framkvæmdum? Hér sikal á eftir bent á nokkrar si.aðreyndir, sem nauðsynlegt er að íhuga, ef menn vilja gera sér grein fyrir viðfangsefnum þjóðfé- lagsins í vega- og hafnarmálum á komandi árum. VEGIR. Samkvæmt upplýsingum frá vegamálaskrifstofunni eru þjóð- vegir á íslandi, sem ríkissjóði samkvæmt lögum ber að leggja og halda við, 8268 km. að lengd samtals, sýsluvegir um 2500 km. og hreppavegir um 1000 km. Auk þess fjallvegir um 570 km. Sumir þessara vega eru í rauninni ekki vegir enn þá, heldur aðeins lög- giltar akleiðir, sem ekki er búið að gera akfærar. Mikill meirihluti er þó akfær einhvers konar bifreið um, a. m. k. einihvem tíma af ár- inu, þegar tíðarfar er hagstætt. — Undanfarna 3—4 áratugi hefur verið lagt kapp á að gera leiðir akfærar á þennan hátt og jafn- framt að brúa vatnsföll á akleið- um. En mikið af þessari vegagerð er enn sem komið miðað við mjög takmarkaða umferð. Til skamms tíma þótti það í miklum hluta landsins ekki tiltökumál, þótt veg ir tepptust vegna snjóalaga mik- inn hluta vetrar og þá ekki talið neitt við því að gera. En umferðin er ekki lengur eins ,,takmörkuð“ og hún áður var. Bifreiðafjöldi landsmanna hefur verið sem hér segir, svo að nokk- ur glögg dæmi séu tekin: Arið 1939 — 1944 — 1954 — 1961 — 1962 2048 bifreiðir 4005 — 12193 — 23300 — 25000 — *) *) Áætluð tala, en varla of há. Þar sem tvær bifreiðar fóru um vegi landsins síðasta sumarið fyrir heimsstyrjöldina, fara nú tuttugu og fimm. Síðustu átta ár- in hefur bifreiðafjöldinn meira en tvöfaldazt. Er þar með ekki öll sagan sögð. Stórar og þungar bif- reiðar, sem áður voru sjaldgæf- ar, skipta nú þúsundum. Má minna á í því sambandi ag áætlunarferð- ir stórra bifreiða, sem flytja fólk og vörur milli byggðarlaga og landsihluta, eru nú algengar orðn- ar á þjóðvegum. Þess vegna hefur víða reynzt nauðsynlegt að endur- byggja brýr, sem voru orðnar of mjóar eða of ótraustar fyrir um- ferðina. En það er jafnframt stað- reynd, þótt hún sé e. t. v. ekki eins augljós, að hin stóraukna og þunga umferð, er líka orðin of- raun fyrir mikinn hluta af þeim vegum, sem akfærir teljast. Mjólkurframleiðsla • til sölu er nú hafin eða að hefjast víða um land, þar sem áður var aðallega sauðfjárbúskapur. Þessi breyting framleiðsluhátta krefst þess að vegir séu yfirleitt ,,opnir“ allt ár- ið. Þar duga ekki lengur hinir nið urgröfnu eða ruddu vegir, sem áður þóttu viðhlítandi og geta verið greiðfærir á sumum árstím- um, þegar vel viðrar. Uppbygging og ástand veganna er þó efcki ein göngu og raunar ekki nema að minni hluta hagsmunamál þeirra, sem í sveitum búa. Talsvert meira en helmingur af bifreiðum lands- manna er skrásett í Stór-Reykja- Gísli Guðmundsson vík. Bifreiðum — einkum fólks- bifreiðum — hefur i seinni tíð farið ört fjölgandi svo að segja í hverjum kaupstað, þorpi og sýslu allt umihverfis landið. En einstakl- ingar og fjölskyldur keppa ekki að því að eignast bifreið til þess eins að aka henni milli húsa í heimabæ sínum, þorpi eða næsta nágrenni, heldur einnig, og oft fyrst og fremst, til þess að geta borið sig um og geta notið útivist- ar og náttúrufegurðar í landi sínu, svo og til ýmiss konar flutninga langar leiðir. En ferðalög á vegurn landsins segja til sín í útliti, end- ingu og rekstrarkostnaði bifreið- anna. Viðhald veikbyggðra eða lé- legra vega með mikla umferð er mjög kostnaðarsamt, miðag vig ár- angur. Það er dýrt að byggja upp góða vegi nú á tímum. En fyrir þjóð, sem á komandi árum mun eiga bifreið fyrir hverja sjö lands menn eða færri, er líka dýrt að láta ógert. Öll þjóðin á hér sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. HAFNIR. Samkvæmt gildandi lögum um „hafnargerðir og lendingarbætur" er gert ráð fyrir, að hafnarmann- virkjagerð, með tilstilli hins opin-1 bera, geti komig til framkvæmda á 113 stöðum víðs vegar á strönd um landsins. Á mörgum þessara staða hefur til þessa mjög lítið , eða ekkert verið unnið að þessum framkvæmdum, en þeir staðir látn I ir sitja fyrir, þar sem verzl-1 un eða útgerð er rekin vegna ! byggðarlaga eða sem atvinnuveg- ur margra manna Á eylandi, sem byggir afkomu sína hlutfallslega meira á fiskveiðum en flest önnur lönd í veröldinni og rekur mifcil utanríkisviðskipti, er þýðing hafn- anna í þjóðarbúskannum svo auð sæ ,að ekkj þarf um að fjölyrða Hitt er svo annað mál. að vél tækni í hafnargerð hefur allt fram á síðustu ár verið svo i skammt á ve,g komin hér á landi að stórframkvæmdir á þessu sviði hafa óhjákvæmilega tafizt af þeim sökum. En telja má, ag tækni viintun ætti héðan af ekki að! vera til fyrirstöðu í þeim efnum. Til Skamms tírna hafa menn naumast haft tök á að gera sér nokkra grein fyrir þeim viðfangs- efnum, sem þjóðfélagið í heild þarf að horfast í augu vig í hafnarmálum, eða kostnaði við lausn þeirra í heild, svo að bjarg- legt sé um sinn, og enn vantar mikið á, að þau viðfangsefni liggi nægilega ljóst fyrir. Skipulögð viðleitni í þessa átt hefur þó átt sér stað nú nýlega, þar sem er á- ætlun sú um hafnaframkvæmdir utan Reykjavífcur á 10 ára tíma- bilinu 1961—1970, sem atvinnu- tækjanefnd lauk við árið 1961 og gerð var i samráði við vitamála- stjóra að tilhlutan Alþingis. Sú áætlun tekur til 68 hafnarstaða, og kostnaður við þær framfcvæmd ir, sem þar eru tilgreindar eða lauslega gert ráð fyrir, er áætlað- ur rúmlega 700 millj. kr. (þ. e. sem svarar nálega þriðjungi af umsetningu fjárlaga 1963) á ár- unum 1961—1970 eða 70 millj kr. tO jafnaðar á ári., Á næsta ára- tug á: undan, 1951—1960, var 266 millj. kr. varig til hafnargerða. Hækfcun í krónum talin því um 170%i Verður þá að taka tillit til verðlagsibreytinga, en 10 ára áætl unin var miðuð við verðlag í árs- byrjun 1961. Hér er ekki um neina loftfcast- ala að ræða heldur yfirleitt fram- kvæmdir, sem ekki er hægt að sjá, að lengi sé hægt að vera án, ef um framtíð á að vera að ræða í hlutaðeigandi , byggðarlögum og eðlileg afnot fiskimiða. En til þess, að hlutaðeigandj sveitar- eða hafnastjórnir geti komið fram þessari áætlun, töldu þær, sem að henni stóðu, nauðsynlegt að auka hlutdeild ríkissjóðs i kostn- aði við hin dýrari og meát aðkall- andi mannvirkj og skapa hafnar- sjóðum greiðari aðgang að láns- fé, en ákvæði þessa efnis eru í frumvarpi, sem samið var jafn- hliða 10 ára áætluninni og er í athugun hjá ríkisstjórninni. Síðan verðlagsgrundvöllur 10 ára áætlunarinnar var ákveðinn hefur átt sér stað ein gengisbreyt ing og tvennar almennar kaup- hækkanir lí landinu. Framkvæmda kostnaður hefur því enn hækkað mjög verulega síðan í ársbyrjun 1961. Framfcvæmdir á tveimur fyrstu árum áætlunarinnar' (1961 —1962) reyndust mun minni en meðaltal hennar, og hefði þurft að vinna það upp á næstu 1—2 ár- um. Með tilliti til líklegs verð- lags næsta sumar mætti við laus- lega 'Sgizfcun gera ráð fyrir, að framlag ríkissjóðs upp í þau 40%, sem honum víðast ber að greiða að lögum upp í framkvæmdakostnað ársins 1963, hefði þurft að vera a. m. k. tvöföld sú upphæð, sem nú er til þess ætluð í fjárlögum ársins, og hærra, ef lögum verður bíeytt í þá átt, sem fyrr var að vifcið, miðað við 10 ára áætlun- ina. Eiga hér auðvitað ekki að vera meðtaldar þær fjárveitingar í ár, sem ætlaðar eru til að bæta skemmdir eða greiða skuldir vegna framfcvæmda fyrri ára. ÁTAK, SEM EKKI VERÐUR KOMIZT HJÁ. Af framansögðu, þó ekfci komi fleira til, ætla ég það augljóst, að fjármálastjórn ríkisins skorti fram sýni, ef hún gerir sér í hugarlund, að eðlilegt sé og skaðlaust, í því góðæri, sem nú er á sumum svið- um, af náttúrunnar völdum, að iáta framlög til hafna- og vega- gerðar dragast aftur úr öðrum út- gjaldaliðum fjárlaga í dýrtíð þeirri, sem gengið hefur yfir þjóð- ina og enn er vaxandi. Margir eru þeirrar skoðunar, að hvergi sé þörfin fyrir stórhækk- andi fjárframlög meiri og brýnni en einmitt á þessum sviðum, þar bíður enn mifcið átak, sem að sjálfsögðu mun reyna mjög á getu þjóðarinnar, en ekki verður hjá því komizt eða undan vikizt. Það átak og fleiri slík, sem miða að varanlegri uppbyggingu landsr byggðar og atvinijuvega, er sú „viðreisn“, sem . tímabær var í byrjun þess áratugar, sem nú er að líða. Flestar þjóðir verja meira eða minna fé og vinnuafli til vígbún- aðar og herþjálfunar, margar drjúgum hluta ríkisteknanna og hafa þó líklega flestar ekki úr meira að spila en fslendingar, miðað við mannfjölda. Við íslend ingar erum lausir við slík útgjöld. Hins vegar má trúlega segja, að viðfangsefni eins og vega- og hafnagerð, almenn rafvæðing og ræktunarframkvæmdir, séu þeim auðveldari en þau eru okkur, sak- ir fámennis( landstærðar og kyrr- stöðu um aldir. En eðlismun þeirra kvaða, sem hér er um að ræða, getur verið hollt að hafa í huga hér á landi, þegar mönnum vex í augum kostnaður þjóðfélags- ins við að bæta landið eða hugsa sér ag láta hann mæta afgangi, þegar útgjaldasamt verður á öðr- um sviðum. SA S DREGUR SAMAN RÖK SÍN XB—Reykjavík, 21. jan. í starfsmannablaSi SAS, SAS-Nyt, sem kom út f Danmörku 17 janúar sfðast fiðinn, er birt greinargerð frá stjórn félagslns varðandl flugið yfir Atlantshafið og þá ákvörðun félags ins að hefja flug á leiðinni fyrir lægri fargjöld. Eru í greinargerð- inni dregin saman þau rök, sem SAS hefur helzt beitt f málinu og fer ágrig af málflutningnum hér á eftir: „Verðáreksturinn í Atlanzhafs ‘.luginu er m a. afleiðing af þróun l’lugmálanna síðan 1945. í lok síð ari heimssryrjaldarinnar var það von og trú norrænna vfirvalda og rlugmálamanna. að alþjóðlegar fiugferðir fengju á grundvelli ræknilegra framfara styrjaldarár- anna. a? þróast frjálst og á heil- brigðum grundvelli, svipað og sKipaferðir. En vomn um frelsi í loftinu hvarf fljótlega. Um heím allan hafa flugsamgöngur stöðugt orðið háðar fleiri og fleiri reglu- gerðum og takmörkunum. Loft- ierðasamningar takmarka í æ rík- i-ri mæli réttindj erlendra flugfé- laga.“ „Um heim allan má segja, að nær því allir loftferðasamningar innihaldi ákvæði um, að flogið skuli eftir gjaldskrám IATA. Und- mtekning frá þessari reglu er -trimningur sá, sem gerður var milli í-iands og Bandaríkjanna í janúar '945. þ e. að segja meðan styr- jöldin stóð yfir og því gerður með tilliti til herliðsflutninga milli lar.danna. Þessi samningur gerir íslenzka flugfélaginu kleift að (Framhald á 15. síðu). TÍMINN, miðvikudaginn 23. janúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.