Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 3
í gær skýrðum við frá því liér í blaðinu, að verksmiðjueig- andi á Suður-Jótlandi hefði farið með syni sína þrjá og einn kunningja þeirra í öku- ferð út á ísinn á Egernsundi. Ferðin, sem átti að vexa skemmtiferð, endaði á annan veg. ísinn brotnaði undan bíln- um og hann sökk til botns, O'g manninum tókst aðeins að bjarga tveimur drengjanna, en hinir tveir drukknuðu. Á mynd inni sjáið þið, þegar verið var að ná bílnum upp úr sjónum. Danska lögreglan hefur átt í miklum erfiðleikum með fólk, sem streymt hefur út á ísinn, þar eð hann hefur verið mann- heldur í langan tíma, vegna hinna tniklu frosta. Hins vegar væri þessu fólki bráður bani vís, ef ísinn losnaði allt í einu og hann tæki að reka. Bíllínn minn Framhald af 16. síðu olíueyðslu o. s. frv. Daglegir töflu- reitir eru fyrir allt þetta o. fl. opna fyrir hvern mánuð ársins og síðan samaudráttartafla, sem sýn- ir heildarkostnaðinn hjá manni yfir allt árið. og síðast sundurlið- un kostnaðarins á helztu liði. Allt er þetta mjög hagkvæmt og gctt og auðvelt til notkunar. Þá eru ýmsar fleiri upplýsingar að finna fyrir okkur bílstjórana til hægðarauka. Má þar nefna um- íerðarmerkin, mánaðarleg heil- ræði vig akstur, um bifreiðatrygg- ingar o. fl. sem gott er að hafa. Það er alveg satt, sem fram- kvæmdastjóri Samvi nnutrygginga segir í formála fyrir umræddum bæklingi, að athyglisverður þátt- ur í starfsemi þessa trygginga- félags frá upphafi hefir verið margs konar fræðsla um umferð- ar- og tryggingamál. Þar má nefna sérstaka handbók fyrir bílstjóra, sem gefin var út fyrir mörgum ár- um, verðlaunasamkeppni um úr- ræði til bóta í umferðinni til þess að draga úr slysum o. fl. sem ég man nú ekki allt í bili. Eg fyrir mitt leyti vil þakka kærlega alla þessa hugulsemi við okkur bílstjórana. Og þetta er sannarlega ekki það eina, sem við ættum að vera þakklátir fyrir, því svo margt hefur þetta ágæta trygg ingafélag unnig okkur til hags- bóta 'S'ígan það tók til starfa, og ég held mér sé óhætt að segja oft við litlar þakkir og viðurkenn- ingu, og stundum beinlínis hlotið ámæli og útúrsnúning á því, sem það hefur vel gert, og er þess skammt að minnast nú. En þetta er alls ekki sanngjarnt. Það á hver það hann á. Á.B. DE GAULLE OG ADEN- AUER SEMJA í PARIS NTB-Parfe, 22. jan. í dag var undirritaður samn ingur í París um samvinnu milli Frakka annars vegar og Vestur-Þjóðverja hins vegar. í samningi þessum er gert ráð fyrir mjóg náinni samvinnu landanna í utanríkis-, varnar og menningarmálum, og einn- ig eiga ráðherrar landanna að koma saman á fundum oft á hverju ári. Þjóðhöfðingjar Frakklands og Vestur-Þýzkalands og forsætisráð- herrar, eiga að hittast tvisvar á ári, að þvf er segir í samningnum. Utanríkisráðherrar hins vegar þriðja hvern mánuð. Þá kveður samningurinn svo á, að varnarmálaráðherrar, utanrík- isráðherrar og menntamálaráð- herrar skuli hittast til skiptis í Bonn og París mánaðarlega. Her- mála- og varnarmálaráðherrar skulu hittast að minnsta kosti þriðja hvern mánuð. Ríkisstjómir landanna skulu ráðfæra sig hvor við aðra um ut- anríkismál, sem við koma hinu ríkinu. Undir þetta atriði koma mál varðandi Efnahagsbandalag Evrópu, stjórnmálalega samein- ingu álfunnar, samskipti austurs og vesturs á sviði stjórnmáLa og viðskiptamála, alþjóðlega sam- vinnu og mál viðvíkjandi ýmsum ríkjadeildum og mál NATO-ríkj- anna. Náið samstarf verður haft milli landanna í hermálum og varnar- málum. Munu hermálasérfræð- ingar þeirar vinna saman, og sám- vinna höfð um ýmsar rannsóknir í þessu sambandi. Þjálfun her- manna verður samræmd og sömu- leiðis vopnaframleiðsla öll. Samningurinn kveður svo á um, að háskólar beggja landanna taki gild öll háskólapróf og ákveðið hefur verið að taka um náið sam- starf í vísindalegum rannsóknum. Þeir, sem undirrituðu samn- inginn af hálfu Frakka voru de Gaulle forseti, Couve de Murville utanríkisráðherra og Pompidou forsætisráðherra, en af hálfu Þjóð verja undirritaði Adenauer kanzh ari þennan samning. Togarinn Röðull Framhald al 16 síðu veiktist hann. í gærkvöldi hafði blaðið tal af héraðslækninum í Vestmannacyj- um og sagði hann, að Reyni liði nú töluvert mikið betur, en Brynj- ar væri enn þungt haldinn, en þeir tveir voru taldir verst farnir. Þá talaði blaðið við Óskar Þórðarsoh, yfirlækni Borgarsjúkrahússins hér í Reykjavík. Hann sagði að þeim ellefu, sem liggja þar undir hans umsjón, liði eftir atvikum vel. Gljáfaxi F.amhald al 16 síðu þega til margra einangraðra staða á austurströnd Græn- lands. Þegar hefur verið gengið frá nauðsynlegum aukaútbúnaði í flugvélinni, vökvadælu og leiðslum, til þess að hækka og lækka skíðin, en flugvélin getur eftir að skíðin hafa verið sett undir, lent á skíðum eða hjólum eftir hentugleik- um. Skíðin, sem notuð verða, eru bandarísk, gerð úr málmblöndu og sérstak- lega húðuð. Bók Gunnars Dal Framhald al 16 síðu und og þrjú hundruð ára gamlan misskilning, sem hefst meg sögu- fölsun Aristótelesar, og fræði- menn hafa apað hver eftir öðrum alveg fram á þennan dag, eins og sjá má í kennslubókum okkar og heimspekiritum íslenzkum og er- lendum. Heimspekin stekkur ekki, eins og gyðjan Pallas Aþena, fullsköp- uð út úr höfði þeirra manna, sem taldir eru fyrstu heimspekingar Vesturlanda. Hún á sér sína for- tíð, og þar hefur hún sums staðar risig jafnhátt eða hærra. Þess vegna er ástæðulaust að líta á upp haf grískrar heimspeki, sem ein- hverja stökkbreytingu í sögu mannsandans, þar er aðeins um að ræða tiltölulega hægfara þróun menningar á vesturleið. Söguritar ar framtíðarinnar gerðu því rétt í að hefja heimspekisögu sína að minnsta kostj 3000 árum fyrr en nú tíðkast og hefja hana með heim'speki hinna fornu menningar þjóða austursins. Viðfangsefni •hinna fyrstu heimspekinga Grifckja var: Hvað var fyrst? Hvað er það, sem allir hlutir eru komn- ir frá og er í öllum hlutum, þar sem tilveran er ein heild? Bókin er um 100 blaðsíður að stærð og prentug í prentsmiðju Jóhs Helgasonar. Fkki tekinn í Cosmos-kiúbbinn, en nú orðinn ambassador í Finnlandi New York, 22. janúar Sú tilkynning hefur verið gefin út frá Hvíta húsinu í Washington, aS Kennedy forseti hafi útnefnt hinn 37 ára gamfa Carl T. Rowan, sem ambassador Bandaríkj- anna í Finnlandi. Rowan, sem eitt sinn var starfandi sem blaðamaður hjá „Minn- eapolis Tribune" hefur að undanförnu verið starfs- maður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Rowan er þekktur fyrir störl sín í þágu „Minneapolis Tri- bune“, begar Kennedy tó'.- við foisetaembættinu skipaði hann Rowan sem yfirmann upp lýsingadeildar utanríkisráðu- neytisir.s. Rowan hefur hlotið fjölda viðurkenninga í sam- bandi við biaðamennsku sína, og m. a. er hsnr, sá eim, sem þrjú ár í röð r,!aiu viðurkenr ingu blaðamannafélagsi:. Sigma Deita Ci,:. Fyrir nokkru vakti þó Rowan athygli manna á sér fyrir annað en blaðamennsku, en það var þegar h;nn frægi klúbbur Cos- mos, sem álitinn er vera sam- komustaður allra helztu vits- munaveranna í höfuðstað Bandaríkjanna, neitaði að veit-a honum inngöngu. Ymsir meðlimir klúbbsins, þeirra á meðal einn af aðalráð gjöfum Kennedys, J. K. Galbra ith, sögðu sig úr klúbbnum, þar eð þeir héldu því fram, að eina ástæðan fyrir því, að Row an fékk ekki að gerast meðlim ur, væri sú, að hann væri svert- ingi. Og forsetinn sjálfur aftur kallaði umsóknarbeiðni sína í klúbbinn, en Galbraith hafði stungið upp á því, að hann gengi i Cosmos-klúbbinn. Afleiðingarnar af þessu urðu þær, að uppreisn var gerð i klúbbnum, og ný stjórn var kos in. Sú stjórn veitti þegar öðr um þekktum negra inngöngu, sögukennara nokkrum frá Brooklyn, og var hann um leið jyrsti hörundsdökki maðurinn. sem inngöngu fær í hinn fræga Oosmos-klúbb. TÍMINN, miðvikudaginn 23. janúar 1963 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.