Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1963, Blaðsíða 9
ES9f Sextán þúsund slátrað á Græn ÞAÐ VORAÐI ljómandi vel að þessu sinni í Grænlandi. Veður var mjög hagstætt fyr- ir sauðburð. Mikið sólfar og mjög lítið um rigningu. Allur snjór hvarf fyrir sólbráð, og gróður kom snemma, enda döfnuðu lömbin vel. Um mán- aðarmótin maí-júní kom svo hinn árlegi rekís. Hann var ó- vanalega mikill að þessu sinni. Allir firðir og sund fylltust af honum. Sumir jakarnir voru eins háir og margra hæða hús, það af þeim, sem ofansjávar var, sem er þó aðeins lítill hluti. Allur þessi ís olli umferða- truflunum og öðru þess hátt- ar. Menn urðu að hætta allri sjósókn á nær því öllum stærri skipum. En hinir leiknu kajak menn notuðu vel þetta ein- stæða tækifæri, sem ísinn gef- ur, en með honum kemur mik- ið af sel. Það er dýrmæt veiði hór í þessu landi, enda er sel- kjötið það ljúffengasta, sem Grænlendingarnir geta fengið. Er selur kemur að landi má sjá glaða menn óg konur. Kon- urnar gera að selnum, flá hann og hluta í sundur. Allf er hirt, jafnvel blóðið, sem hefur safn- azt inni í skrokknum. Blóð- grautur úr því með sellýsi út á, þykir afbragðsmatur. Lifur, Fréttabréf frá Þórarni Magnússyni i Narssak á Grænlandi — yfirlit um nýiiðið ár. garnir og annað innmeti er etið hrátt. Fyrst ætlaði ég ekki að trúa þessu, en þegar Grænlend ingarnir segja þetta sjálfir, er engin ástæða að vefengja það. Hátt verð er á selkjötinu, og kostar hvert kíló 4 danskar kr. (nærri 25,00 ísl.). Sumarið var mjög gott, sér- stök veðurblíra. Hér í Narssak var oft helit, *nda liggur stað- urinn inni í landinu, ekki ýkja langt frá hinum ævarandi jökli. sem sést vel héðan í góðu skyggni. Grasspretta var því mjög góð, enda er grasgefið hér. í Narssak eru 5 fjáreigendúr, sem eiga margt fé. Nokkuð af því gengur hér inni í sjálfum bænum á sumrin í óþökk sumra bæjarbúa, einkum þeirra, sem vilja hafa garða kringum hús sín. Hér er einn- ig nokkuð af nautgripum og hessum. Einu sinni nefndi ég við danskan nautgripaeiganda. hvort hann ekki vildj selja mér einn lítra af mjól'k, því að ég hugði, að hún myndi vera góð, því að beitilöndin virtust mér safarík. Hann svaraði því til, að það væri ekki hægt, því að kýrnar væru efcki mjólkaðar, Grænlenzkur bóndi hyglar fé sínu. vegna þess að kálfarnir gengu undir kúnum og drykkju alla mjólkina. Ég veitti þessu síðar meir athyglj og sannfærðist um það, enda voru kýrnar eins og hryssur í haga með afkvæmi sín. Alveg varð ég undrandi yf- ir því, hve seint var byrjað að slá þau tún. sem hér eru. Gras- ið spratt. og enginn gaf þvi gaum. Svo var það loks einn, sem sló sitt tún í ágúst, en að- altúrtn voru þó ekki slegin fyrr en um mánaðarmót ágúst og september, en þá var öll taðan löngu úr sér sprottin og þar af leiðandi búin að tapa miklu fóðurgildi. En ég fékk að vita það seinna, að túnin hér tilheyra Landbúnaðartilrauna stöðinni í Julianehaab, en hún sér um öflun á hevj fyrir bænd ur. Þeir þurfa því ekki að hafa neinar heyskapará'hyggjur og taka því lífinu með ró. Hey er ekki almennt notað handa sauð fé, nema taki algerlega fyrir beit. Svo Iengi sem hagar eru. mega kindurnar ganga sjálf- ala. Hér í Narssak mættj afla mikils af heyjum, en mest af því grasi, sem hér er, fer for- görðum, að undanteknum beiti löndunum. Mér hefði þótt gam an að hafa hér íslenzkt orf og Ijá, en það varð nú ekki meira en hugmyndin að þessu sinni. Sauðfjárslátrun hófst hér 15. ágúst. Fyrstu lömbin komu frá Brattahlíð. Þar og í Görð- um eru fjárflestu bændur Grænlands. Áætlað er, að slátr að verði rúmlega 16 þúsund fjár hér frá Suður-Grænlandi. Sláturhúsið er bara eitt, og er það staðsett í Narssak. Féð er allt flutt sjóleiðina, og til þess er notaður stór vélbátur, sem hefur fjóra stóra, opna báta í eftirdragi. Féð er flutt í þessum opnu bátum, og tekur hver þeirra rúmlega 100 fjár Þetta gengur allt vel. Þegar komið er að bryggju, er féð látið sjálft fara úr bátunum upp á göngubrú, sem tengd er við land. Síðan er féð rekið í rétt og það aðskilið og svo vegið lifandj á stórri vog, sem tekur milli 50 og 60 í einu. — Sláturhúsið kaupir féð aðeins á þennan hátt. í ágúst fá bænd ur 1,45 kr. fyrir hvert kíló á fæti. í september 1.25 og í október 1,05 kr. Fé, sem kem- ur langt að, t. d. frá Nanertal- ik, er orðið æði þvælt og hungr Finnst mér sárt til þess að vita, að Grænlendingum hefur ekki verið konnt að hagnýta sér þennan góða mat. Grænlend- ingar svíða ekki hausana, held ur eru þeir flegnir, en ekki vildi ég eta þannig „svið“. Mikið var hér um verklegar fram'kvæmdir. Fjöldinn allur af íbúðarhúsum er í byggingu. Nýir vegir lagðir hér og þar um bæinn. Ný bryggja var byggð og er hún nú að verða fullgerð. Hafskip geta þó ekki lagzt að þessarj nýju bryggju, og er því öllum vörum, sem koma frá Danmörku, skipað upp á gamla mátann. Það stend ur þó til í náinni framtíg að byggja hér stóra hafskipa- bryggju. Þetta er bær framtíð- arinnar. Hann fer ört vaxandi, því að atvinn,a er næg allt ár- ið. Falleg fjárhjörð. að, er það kemur til Narssak. Það hefur þá létzt eitthvað. Yfirleitt virðist mér féð vera mjög vænt. Margir dilkar af- urðavænir, eða svo virtist mér á að sjá þá á'velli. Allt þetta fé er af íslenzkum uppruna. Það var árið 1915, sem Græn- land keypti 175 úrvals vetur- gamlar kindur í Húnavatnssýsl um og Skagafirði. Það hafði verið keypt í júni og flutt eða i rekið hina löngu leið til Reykja víkur og geymt þar um tíma. Svo hafði þetta ,fé komið til Julianeháb í nóvember sama ár, en þá höfðu tvær kindur af þessum hóp farizt á leiðinni. Almennt er slátrað 350 kind- um á dag, en þó getur það far- ið upp í fjögur hundruð, ef þannig stendur á. Flánings- menn fá kr. 2,50 í tímakaup og þar að auki 80 aura fyrir hvgrja flegna kind. Slátrinu er hent að undanteknum hausum, lifur og hjörtum, og eitthvað af mör er hirt. Hinu er öllu fleygt í höfnána og' „flýtur“ hún stundum í innmat úr fénu. Margt fólk sækir samkomurn ar í nýju kriStniboðsstöðinni, og er mér það mikið gleðiefni. Margir af íbúum staðarins skilja vel dönsku, og kemur það sér vel., því að sjálfa græn- lenzkuna er mjög erfitt að læra. Kanpmaður í Reykjavík sendi mér málningu á húsið og sparaði það mér mikinn gjaldeyri. Guð launi honum það. Húsið er nú allt málað og fínt, bæði inni og úti. Sam- komusalurinn er mjög viðkunn anlegur. Mér finnst það stór- kostlegt undur, Guði að þakka, að fá svona fallegt hús á góð- um stað til kristniboðsstarfa. Ég er svo þakklátur öllum þeim, sem af góðu hjarta hafa styrkt þetta starf og auðsýnt því velvild á einn og annan hátt. Guð mun launa þeim öll- um fyrir það. Læt ég hér með staðar num ið að þessu sinni, en sendi kannski línu seinna. Með kærri kveðju til íslands. Þórarinn Magnússon. Baldvin Þ. Kristjánsson: BER AÐ AFNEMA BONUSGREIDSLU, MILU KJARABÆTUR FARSÆLLA ÖKUMANNA ? Það er miklu meira og hátíð- legra en smátíst í rökkurskotum, þegar virðulegur forstjóri mektugs tryggingafélags tekur til máls á almannafæri og úttalar sig um hlutina. „Það er stórt orð Hákot“, sagði karlinn. Það munu því marg ir hafa lagt hlustirnar við föstu- dag í fyrri viku, þegar Vísir birti nálega heilsíðuviðtal við Baldvin Einarsson forstjóra. Allt er þar áferðarfallegt, slétt og fellt ög virðulegt um tryggingar almennt, j unz undir lok viðtalsins er eins j og slái eilítið út í fyrir forstjór- ! anum — fyrst aðspurðum „um svokallaðan bónus, sem menn fá, j ef ekkert kemur fyrir þá“. og litlu síðar vegna einhverra óþæginda : fyrir brjósti út af því, að Sölumið stöð hraðfrystihúsanna og Sam band íslenzkra samvinnufélaga skuli hafa tekið upp á því að sjá j sér sjálf farborða í tryggingamál um. Afstaða þeirra merkilegu fyr ‘ irtækja, hvoru upp á sinn mátann, S.H. og S.I.S., í tryggingamálum þeirra, án íhlutunar eða hlutdeild- ar annarra, skai hér látin afskipta laus með öllu, en aftur á móti vikið nokkuð að afdráttarlausri fordæm mgu forstjórans á bónusgreiðslum bifreiðatiyggingafélaga'. Að fjölmörgum gefnum tilefn- um er bezt að vara við þvi strax að láta séi detta í hug, að það sé ídviljunarkennt óviljaverk að inn ieiða hið svokallaða bónuskerfi í tryggingaviðskiptamál íslenzkra bifreiðaeigenda. Það gerðu Sam-1 vinnutryggingar á sínum tíma vit- andi vits, að mjög hugsuðu og yf- \ irlögðu ráði. Með tilliti til þess f r öllum óþarft að viðhafa hálf- yrði og dyigjur. Stofnunin þarf hvorki að blygðast sín né biðja af- sökunar. Nú þegar voldug bassarödd for- Framhald á 13. .síðu TIM IN N, miðvikudaginn 23. janúar 1963 Grein þessi var send Vísi s.l. föstudag samkvæmt lof- oröi annars ritstjórans að birta hana á laugardag. Af því gat þó ekki brðið. í morgun — mánudag — hringdi svo hinn ritstjórinn o,e tjáði mjög kurteislega, að blaðið sæi sér ekki fært að efna loforðið um birtingu. Af þessum ástæðum er greinin hirigað komin Greinarhöf. 9 \ v \ V| \ \ •>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.