Tíminn - 24.01.1963, Page 6
Guðrún Soffía Stefánsdóttir
Ytra-Hvarfi Svarfaðardal
Þann 9. janúar s.l. lézt á heim-
ili sínu Ytra-Hvarfi, SvarfaSardal,
húsfrú Soffía Stefánsdóttir.
Soffía var fædd að Urðum í
Svarfaðardal þ. 12. júlí 1885. For-
eldrar hennar voru þau hjónin
Stefán Jónatansson, Jónssonar, og
Anna Sigurlaug Jóhannesdóttir,
síðast bónda á Urðum, Halldórs-1
sonar, bónda, Grýtubakka, Höfða-
hverfi S-Þingeyjarsýslu. Kona Jó-
hannesar var Anna Guðlaugsdótt-
ir hreppstjóra og bónda að Svín-
árnesi á Látraströnd, Sveinssonar.
Þau hjón, Jóhannes og Anna, fluttu
a.ð Urðum ásamt börnum sínum
uppkomnum. Fimm þeirra syst-
kina settust að í Svarfaðardal og
frá þeim ern þar nú komnar fjöl-
mennar ættir, mun eigi ofmælt,
þótt sagt sé, að Svarfdælingum
hafi orðið mikill fengur af komu
þeirra Jóhannesar og ,Önnu, því að
afkomendur þeirra hafa reynzt
með ágætum og mætti í því sam-
bandi nefna nöfn landskunnra
manna, en því skal þó sleppt hér.
Þau foreldrar Soffíu reistu bú
að Sandá 1887, og bjuggu þar á
meðan bæði lifðu; Stefán náði ekki
háum aldri, en Anna varð háöldr-
uð. Eftir lát manns síns hélt Anna
áfram búskap á Sandá með börn-
um sínum, þar til Jóhannes, son-
ur hennar, tók við jörðinni, en
hjá honum dvaldist hún alla tíð
síðan til dánardægurs.
Þau Sandárhjón eignuðust 4
börn, einn son og þrjár 'dætur. Öll
voru þau Sandársystkinin ágætum
hæfileikum gædd og giftudrjúg.
Víðivangur
bau<gi“, sem mikilla vinsælda
nýtur í útvarpinu. Þannig hef-
ur flytjendum þáttarins þó
jafnan tekizt að haga máli
sínu, að árásir Þjóðviljans hafa
falli'ð diauðar og ómerkar. Nú
þykist Þjóðviljinn hafa fengið
færi á þessum þætti eftir að
Þorsteinn Thorarensen flutti í
hann stutt erindi um Walter
Ulbricht, er var mjög áheyri-
legt. Sagði hann frá kynnum
sínum af Ulbricht og hvernig
honum kæmi hann fyrir sjó.nir.
Jafnframt skýrði hann frá
þeim söigusögnum, sem um Ul-
brichts hafa gengið austian múrs
og vestan.' Þorsteinn gat þess
jafnframt greinilega og undan-
bragðalaust sem og hæfði, að
oipinberlega hefðu þær ekki
fenigizt srtaðfestar. Opinber
staðfestin.g vialdhafanna í
Kreml á „persónuleika“ Stalins
kom heldur ekki meðan hann
lifði. Nú hefur Þjóðviljin.n orð-
ið að éta ofan í sig hinn há-
stemmda dýrðarsöng um fé-
laga Stalin, og prentar hinar
tíðu yfirlýsingar Krnstjoffs
um einn mesta stórglæpamann
sögunnar. Þjóðviljamenn ættu
að Iæra af reynslunni og fara
sér hægt. Það kann að vera, að
þess verði ekki langt að bíða,
að félaigi Ulbricht fái ekki ó-
svipu'ð efiirmæli o.g Stalín. Það
verður a.m.k. ekki hrakið, að
Ulbricht- hafði einna nánust
samskipti við Stalín af forinigj-
xun þýzkrg. kommúnista. — Eða
kannski Þjóðviljinn ætli a'ð
þræta fyrir það?
Ekki er það reyndar svo ó-
trúlegt af blaði, sem treystir
sér að birta grein eftir einn af
liðsmönnum sínum í kennara-
stétt, þar sem staðliæft var, að
það væri bara alls enginn múr
í Berlín!!
Soffía ólst upp að Sandá. Skóla-
göngu naut hún ekki umfram það,
er þá var tíðast lítils háttar fræðsla
til undirbúnings fermingar. Væri
það talin litil andleg þjálfun nú
tiT dags. Má telja það furðu gegna,
hvað mörgum varð mikið úr því
litla námi, er út í lífið kom.
En það var annar uppeldisþátt-
ur, sem ef til vill er ekki minna
um vert, að vandað sé til, en það
var fjölhæfni í starfi og afsláttar-
laus krafa um, að hvert verk sé
vel af hendi leyst. Þennan upp-
eldisþátt nafði Soffía tileinkað
sér í bezta lagi, og þótt seta á skóla
bekk væri stutt, mundi enginn hafa
orðið þess var, að þar skorti á, svo
vel hafði hún ávaxtað sitt pund.
Um tvítugsaldur réðst Soffía að
heiman sem vinnukona að Ytra-
Hvarfi til hjónanna þar, Jóhanns
Jónssonar og Sólveigar Jónsdótt-
ur.
Ytra-Hvarfsheimilið var eitt af
rcætustu heimilum í Svarfaðardal
og bóndinn þar, Jóhann Jónsson,
gagnmerkasti maður sinnar sveit-
ar í þann tíð, gáfaður, framsækinn
hugsjónamaður og brautryðjandi.
Þegar Soffía kom að Hvarfi, bjó
á meiri hluta jarðarinnar eldri son
ur þeirra Hvarfshjóna, Jóhann Jó-
hannsson, síðar útibússtjóri Kf.
Eyfirðinga í Saltvík, en yngri son-
urinn, Tryggvi, bjó hjá foreldrum
sínum, þá nýkominn frá búfræði-
námi á Hólum. Á Hvarfi bar fund-
um þeirra Tryggva og Soffíu fyrst
saman, og mun ástarsamband
fijótt hafa tekizt með þeim.
iUb igfifhy, itætti Jóhann
Johannsson búskap og flutt-
ist til Dalvíkur og hóf þar
verzlun. Þetta sama vor gengu
þau Tryggvi og Soffía í hjónaband
og hófu búskap á Hvarfi. Síðar
keyptu þau jörðina og hafa búið
þar til þessa dags. Hin síðari ár
í sambýli við yngsta son sinn, Ólaf
sem er aðalbóndinn þar nú.
Ytra-Hvarfsheimilið setti ekki
niður við tilkomu hinna ungu
hjóna, er bæði voru glæsileg. Hús
bóndinn prýðilega greindur, svo
sem hann átti ætt til, glaður og
veifur og hafði jafnan nóg um að
ræða og hélt þannig á málum, að
eigi var hætta á, að málefni koðn-
aði niður. Urðu samræður því oft
fiögugar, og sýndist jafnan sitt
hverjum. og enduðu nær ætíð í
gamanmálum.
Húsfreyjan var glæsileg í fram-
komu, prúð, djarfleg og skapfestu
leg, en hlý. Það gat engum dulizt,
að þar fór mæt og dugmikil kona.
Heimilisbragur á Ytra-Hvarfi
var allur aðlaðandi og hressileg-
ur, þannig kom Hvarfsheimilið og
liúsbændurnir mér jafnan fyrir
sjónir, enda gestrisni þeirra hjóna
viðbrugðið
íslenzkt máltæki segir: Sitt- er
hvað, gæfa og gjörvileiki, og mun
létt vera. En sem betur fer stang-
ast þetta ekki ætíð á, heldur helzt
í hendur, og ég leyfi mér að full-
yrða, að sú hamingja hafi fallið
í skaut þeim Hvarfshjónum. Þau
voru hvort í sínu lagi miklum
gjöivileik búin, á ýmsan hátt
næsta ólík og að sumu leyti svo,
að jafnvel hefði mátt ætla, að
árekstragjarnt kynni að verða í
:-ambúðinni. Hvorugu myndi verða
Ijúft að víkja skoðanalega fyrii
hinu.
Sú ætla ég, að hafi orðið raun-
m. en hvað um það. þau héldu
fullu sjálfstæði sínu, hvort gagn-
vart öðru. En þeim brást aldrei
ást. kæriei.tur og manndómur til
að virða skoðanir hins og finna
milliveg. Þar féll allt 1 ljúfa löð
og varð til þess að binda þau enn
traustari böndum og uxu bæði af.
Gæfan var líka tryggur föru-
nautur þeirra hjóna.
Hvernig heimilislífið hefur ver-
ið á Ytra-Hvarfi í sambúð þeirra
Tryggva og Soffíu er óþarft að
ræða, þar eru börn þeirra hjóna
órækast og óvefengjanlegast vitni.
Þau hjón eignuðust 6 börn, fimm
syni og eina dóttur. Fyrsta barn
sitt, sem var drengur, misstu þau
á bernskuskeiði, en hin fimm náðu
fullorðins aldri og eru gift. Jakob
organisti í Akureyrarkirkju, Lilja
húsfrú á Dalvík, Jóhann, hljóm-
listarmaður, búsettur í Englandi,
faðir Þórunnar Jóhannsdóttur,
píanósnillings, Stefán, skrifstofu-
maður, búsettur á Akureyri, og
Ólafur, bóndi á Ytra-Hvarfi, eins
og áður er getið. Öll eru börnin
óvenju listhneigð og mikilhæf.
Sambandið millj foreldra og
barna var og er eins og bezt verð-
ur á kosið, ástríkt, innilegt og hef-
ur húsfreyjan og móðirin Soffía
áreiðanlega ekki átt minni þáttinn
í að spinna þann unaðslega örlaga-
þráð í sál og líf barna sinna og
með því veitt þeim unaðsupp-
sprettu, er aldrei þrýtur og sífellt
niá ausa úr og verður aldrei tii
fjár metin. Betri arf geta engir
foreldrar gefið börnum sínum.
Það er mikið lífslán, að hafa
byggt svo upp fjölskylijulíf sitt,
að halda áfram í vissum skilningi
að lifa í lífi ástvina og barna eft-
ir að jarðlifi er lokið, sem ljós
og gleðigjafi. Þessa hamingju hef-
ur Soffía húsfreyja á Hvar|i örugg,^.,
iegaohlotið. I
• Eigi má sleppa, .er YtraÍHvarís-'
lijóna er minnzt. að á heimili
þeirra ólst upp frá æskuskeiði og
íram yfir fermingu, Halldór Sig-
urðsson — Gunnar Dal, skáld og
rithöfundur. — Staða hans á heim-
ilinu var í engu frábrugðin barna
þeirra hjóna. Þau unnu honum
sem sínum eigin börnum, og munu
frá hans hendi hafa hlotið sanna
ást.
Soffía á Hvarfi naut mikils
traust og virðingar á heimili sínu.
Hið sama traust og virðingu ávann
hún sér meðal nábúa og sveitunga,
enda fylgir henni nú yfir á næsta
tilverustig innilega hlýr vina hug-
ur samferðamanna og sveitunga í
hljóðri þökk.
Það eru engin óvanaleg tiðindi
að heyra andlátsfregnir, en ein-
hvern ve£inn er þetta alltaf nýtt.
Þegar um ókunna menn er að
ræða, streymir þetta fram hjá,
en berist okkur fregn um dáinn
vin, er öðru máli að gegna. Við
hrökkvum við. Allt annað hverf-
ur um stund, það er líkt og fram-
íás tímans stöðvist eða jafnvel
hverfist til baka og streymi til lið-
ins tíma. Þannig fór mér, er ég j
frétti lát frú Soffíu Stefánsdóttur,
ég hrökk 62 ár til baka. Fyrir hug j
arsjónum minum birtist mér næsta
hugljúf mynd. Eg var allt í einu
mitt á meðal fermingarsystkina j
minna i kringum altarisgráturnar
í Tjörneskirkju. 20. vorum við
talsins glæsilegur hópur meyja
og sveina. í þeim meyjahópi var
Soffía Stefánsdóttir frá Sandá
þroskamikil og glæsileg.
Þessi ungmennahópur kemur
gjarnan i huga mér og ai meyjar
hopnum er mér Soffía minnissæð
ust og voru þó vissulega fleiri
glæsilegar meyjar í þeim hóp. Et.
leiðir okkar Soffíu lágu meira sam
an, hún ein fermingarsystra minna
.úaðnæmdist i Svarfaðardal, og
höfðum við þvi verið sveitungar
alla tíð og varðveitt minninguna
um þetta systra- og bræðralag, er
við vorum þátttakendur í á æsku-
skeiði.
Og nú, þegar hún er horfin héð-
an, vil ég sjá hana í huganum,
hvar sem hún nú starfar í ríki
Drottins, í því sama Ijósi og ég
minnist hennar frá æskudögum.
Sjá hana unga, glæsilega og
djarfa ganga til starfa í nýjum
lieimi með sömu giftu í starfi og
henni hlotnaðist hér i heimi.
Eg ætla, að mér berj skylda til
að færa þetta fram í nafni okkar
allra fermingarbræðranna, er enn
erum hérna megin tjalds lífs.
Tjörn 14. janúar 1963
Þórarinn Kr. Eldjárn
KAFFIBREGZT
Ktoyal
Sjö heiraspekirit
eftir
Gunnar Dal
Þessar bækur hafa ekki
verið sendar bóksölum ut-
an Reykjavíkur, en verða
sendar gegn pöntun hvert
á land sem er.
Verð hverrar bókar er
þrjátíu og fimm krónur,
óbundnar.
Setjið X fyrir framan þá
bók eða bækur, sem þér
óskið eftir að fá sendar.
Utanáskrift er
Pósthólf 1115, Reykjavík.
Vinsamlegast sendið gjald-
ið eftir móttöku í ábyrgðar-
bréfi eða póstávísun.
Nöfn bókanna eru:
Leitin að: aditi
Tveir heimar
Líf og dauði
PHinn hvíti lótns
Voga heimspekin
Sex indversk
heimspekikerfi
Grískir
heimspekingar
Nafn: ...........
Heimilisfang:
VjgTýsið í Tímanum
6
TÍMINN. miffvikirtlafíimi
\