Tíminn - 24.01.1963, Side 9
Siglt til hafnar í Eyjum.
— Þú hcfur ekki verið kval-
inn af útþrá á þessum árum?
— Það var víst farið að segja
til sín. Nú gerði ég mér lítið
fyrir og skellti mér til Ame-
ríku, settist að í Boston og var
þar næstum ellefu árin, ná-
kvæmlega upp á dag, fór 16.
maí 1928 og lenti aftur í Vest-
mannaeyjaihöfn 1939. Jú, þú
getur verig viss um, að ýmis-
legt skeði á þeim tíma margt
var brallað og mikið drukkið.
En það er skemmst frá mínum
sjómennskuárum að segja, að
ég hef alla tíð verig blautur
og það meira en góðu hófi
gegndi. Trúlega hef ég engum
veitt dyggari þjónustu en Bakk
usi og varð það dýrkeypt lið-
veizla áður en lauk.
— Voru margir íslenzkir sjó
menn í Bosíon á þessum árum?
— Þegar við, vorum flestir
á þessum árum, vorum við um
70 á togurum baðan. Þar vestra
fóru í hönd erfið ár eftir að ég
kom þangað. Heimskreppan
mikla skall á, og þá leituðu
margir að sjávarsíðunni í von
um handtak eða matarbita. —
Milljónir manna þyrptust til
stórborganna atvinnulausir, því
að hungurvofan hékk við dyr
þúsunda heimila um allt land.
Hungraðir atvinnuleysingjar
leituðu mikið út í skipin í höfn-
um og man ég eftir því, að
einu sinni komu um borð í tog
arann, sem ég var á 1932, 40
manns til kokksins í miðdag.
Þetta var þýzkur kokikur og
hann gaf atvinnuleysingjum all
an afgang af máltíðum, með
samþykki okkar allra auðvitað.
Við sáum það í blöðunum, að
„brauðlínan" svokallaða í New
York var orðin það löng, að
enginn þurfti að gera sér von
um, áð komast að og fá brauð
fyrr en daginn eftir, sem sé að
standa í biðröð daginn og nótt
ina með. Það voru margir ís-
lendingar, sem bættust í hóp-
inn í Boston einmitt í krepp-
unni, fáir fæddir vestra, ég
man ekki eftir nema tveimur.
en hinir höfðu farið vestur upp
komnir fyrir fáum eða mörgum
árum, misst atvinnuna og höfn
uðu hjá okkur. Við á togurun-
um urðum sjálfir að sjá um
löndun og fongum margir þessa
aðkomnu fslendinga til að landa
fyrir okkur. Þannig urðu þeir
viðloðandi og fengu marg-
ir pláss, sem losnuðu á togur-
unum eða sátu fy*?r nwsí v;nnu.
— Varstu alltaf með fslend-
ingum á togurum í Boston?
— Nei, yfirleitt var það
blandað, íslendingar og ann-
arra þjóða menn til helminga.
þótti gefast bezt þannig. Fyrst
var ég með Magnúsi Magnús-
syni, sem kunnastur var ís-
lenzkur togaraskipstjóri þar.
En lengst var ég með færeysk-
um skipstjóra, Jóni Nattestad,
sem áður hafði einhvers kon-
ar bílaverkstæði eða smurstöð.
— Og tæpast hafa þeir allir
verið bindindismenn um borð,
aðrir en þú.
— Nei, mikil ósköp. Við vor-
um æði margir, sem stunduðum
flöskuna í hvert sinn, sem við
vorum í landi. Þetta var sjálf-
sagður liður hjá mörgum, ekki
fyrr komnir í höfn en haldið
var inn á næstu krá og sáu
síðan ekki oft sólina fyrr en
komið var aftur út á rúmsjó.
— Þú hefur margs að minn-
ast frá Bostonárunum. Komdu
þá með eina góða sögu eða svo.
— Mér dettur í hug, eitt
sinn, þegar við vorum ag veið-
um á svobölluðum Western
Bank, austan megin við Nova
Scotia. Ég var þá sem löngum
með Jóni Nattestad hinum fær-
eyska, en togarinn hét „Holy
Cross“ (Krossinn helgi). —
Menn á skipinu voru af ýms-
um þjóðum, aðeins 2 íslend-
ingar, kokkurinn norskur, þá
voru menn frá Nýfundnalandi,
Danmörku, Færeyjum, og loft-
skeytamaðurinn var Yankee
(Ameríkani). Við vorum búnir
að fiska þama í 2—3 daga,
þegar loftskeytamaðurinn veikt
ist svo hastarlega, að ekki var
um annað að gera en setja á
fullt stím inn til Halifax. —
Þangað komum við í birtingu
um morguninn, en fjórum tím-
um síðar er maðurinn dauður,
reyndist ekki unnt að bjarga
lífi hans. Seint um morguninn
er ég staddur fram í lúkar, en
félagarnir flestir í landi. Þá
kemur Jón skipstjóri til mín
og segist ætla að gera mig að
lögregluþjóni í dag. „Hvað fæ
ég í kaup?“ spyr ég. „Það
verður vel útj látið" svarar
Jón og dregur glóandi viskí-
flösku upp úr vasanum, óupp
tekna og innsiglaða. „Þú getur
byrjað á þessu. Svo vísa ég
þér á meira, bæði bjór og vín.
Ég þarf víst ekki að segja þér,-
að ég þekkj mitt heimafólk.
Svoleiðis er mál með vexti, að
ég hef grun um tvo, sem ætla
að strjúka af skipinu. Ég veit
það verður æðislegt fyllerí hér
í dag eins og ævinlega, þegar
við leitum hafnar í Halifax.
Nú eru allir í landi nema við,
og um leið og þeir tínast um
borð ætla ég þér að fara með
þá jafnóðum fram í og bjóða
Framhald a 13 síA-
(JPPKAST AÐ MANNLÝSINGU
Ivar Orgland:
Stefán frá Hvítadal. Maðurinn
og skáldið. Fyrra bindi. Baldur
Jónsson og Jóhanna Jóhanns-
dóttir þýddu.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík 1962.
Alkunna er hver straumhvörf
laga verða í ísl. ljóðagerð á ár-
unum um og eftir fyrri heimsstyrj-
öld; bækurnar sem gleggst marka
tímaskilin eru Söngvar förumanns-
ins eftir Stefán frá Hvítadal frá
1918 og Svartar fjaðrir Davíðs
Stefánssonar, 1919. Alkunnugt er
líka hve ólík urðu örlög þessara
skálda: Davíðs beið langur og fjöl-
breytilegur skáldferill við frægð
og sóma, skáldskapur Stefáns beið
hnekki við kröpp kjör og búskap-
arbasl. Vel má vera að Söngvar
förumannsins hafi frá öndverðu
horfið í skugga Svartra fjað'ra
enda aldrei hlotið neitt sambæri-
legar vinsæidir. Umrótið sem þess
ar bækur ollu á sínu/n tíma er
lesendum af yngri kynslóð einung-
is saga (og staðreynd í bókmennta
FÖgunni) og áhrif þeirra hafa vart
enn þá verið metin til hlítar. En
ég hef fyrir mína paita ævinlega
netið Söngva förumannsins meira
þótt víst sé Svartar fjaðrir miklu |
fjölbreytilegri bók og kannski
þroskavænlegri, — a.m.k. þegar
maður þekkir síðari verk Davíðs.
Stefán virðist í upphafi þroskaðra
skáld, þótt Ijóð hans séu fábreytt
er stíll hans hreinni og listrænni;
en honum nýtist skáldgáfan mið-
ur þegar fram í sækir. Þó er síð-
ur en svo ástæða til að vanmeta
liin síðari ijóð hans. Tómas Guð-
mundsson bendir alveg réttilega
á það (í grein um Stefán frá Hvíta
dal með Ljóðmælum hans, 1945)
að trúarljóð Stefáns skipi honum
„í fremstu röð íslenzkra trúar-
skálda á seinni öldum“ og nefnir
sérstaklega „hinn yndislega ljóða-
fiokk, Guðsmóður,“. Þessi ljóð Stef
áns hafa þó tæpast verið metin að
verðleikum til þessa og ekki held-
ur „þjóðleg-1 viðleitni hans seinni
Ivar Orgland
árin; báðir þessir þættir í verki j
hans, sem sér þar stað frá önd-
verðu, hafa horfið .í skugga hinna
lífsglöðu ástaljóða og formnýjung-
anna í Sóngvum förumannsins.
Senn ætti að vera timi til að meta
að nýju fyrir sér verk og stöðu
Stefáns frá Hvítadal í heild sinni;
má vera að Ivar Orgland stefni að
því marki í bók sinni um Stefán
sem hér er umtalsefni.
Eins og kunnugt er var Ivar Org
iand um alllangt skeið norskur
sendikennai’i við Háskólz íslands;
hann mun vcra orðinn allkunnugur
íslenzkum bókmenntum og hefur
m. a. þýtt íslenzk ljóð á nýnorsku;
sjálfur yrkir hann á' því máli.
Hann mun hafa unnið lengi að
því að draga saman efni til bók-
ar sinnar um Stefán frá Hvítadai.
Verkinu, sem kemur út í tveinrur
bindum, er ætlað að fjalla jöfnum
höndum um „manninn og skáld-
ið“; það er fljótsagt að fyrri hluti
þess sem út kom í haust fjallar
að meginefni um manninn.
Ivar Orgland leitast við að kort-
leggja bernsku- og æskuár Stefáns
lýsir uppruna hans og uppvexti
vestanlands, flækingsárum hans á
ísafirði og i Reykjavík og út um
land fram til ársins 1912, að hann
leggur upp í Noregsför sína og
þau ár eru framundan sem verða
skáldskap hans frjóust. Mesta
áherzlu leggur Orgland á róman-
tískt ástarævintýri Stefáns r æsku,
á sjúkleika hans og fótarmissi og
kynni hans af Unuhúsi og þeirri
skáldakynslóð sem þar var að vaxa
upp. Hann hefur fáar beinar sam-
tíðarheimildir að styðjast við,
nema nokkur bréf Stefáns trl Er-
lends í Unuhúsi sem raunar virð-
ist furðu Htið á að græða, en hef-
ur lagt kapp á að leita fróðleiks
hjá flestum sem kunnugir voru
Stefáni á þessum árum og enn eru
á lífi, og hefur hann í því skyni
rætt við mikinn fjölda fólks. Þá
styðst hann mjög við frásögn Þór-
bergs Þórðarsonar af Stefáni í ís-
lenzkum aðli. við uppskrift Þór-
bergs eftir Stefáni frá sumrinu
1922 sem nú er einnig komin f
bókarformi (í Unuhúsi, Heims-
kringla 1962) og við beinar upp-
lýsingar Þórbergs. Frá Stefáni
sjálfum hefur hann auk Bréfanna
og uppskriftar Þórbergs einkum
tvær frásagnir frá seinni árum
hans (1926 og 1930) sem báðar
byggjast á bernskuminningum. Af
þessum sundurlausa efnivið freist-
ar hann að gera heillega mynd
Stefáns frá Hvítadal, lýsa ferli
hans og skýra hann, daglegt líf
cg skáldskaparþróun.
Um þessi vinnubrögð er víst
ekkj nema gott að segja svo langt
sem þau ná. Það er í sjálfu sér
gott og gilt að draga saman til-
tækilegan fróðleik um æviferil
Stefáns frá Hvítadal; en þótt ég
sé þess ekki umkominn að gagn-
rýna sjálfa heimildasöfnun Org-
lands virðist mér lýsing hans á
Stefáni furðu daufleg og fáskrúð-
ug og lítils megnug sem skýring á
skáldinu frá Hvítadal sem þó hlýt-
ur að skipta okkur meiru en mað-
urinn með sama nafni.' Orgland
er of háður heimildum srnum, enn
sem komið er að minnsta kosti,
hann megnar ekki að hefja mynd
manns og skálds yfir samsafn
fróðleiksins. Og mat hans á heim-
ildunum er oft f hæpnasta lagi.
Þannig virðist vafasamt hvort vert'
sé að leggja mikið upp úr bernsku !
minningum Stefáns í Jólum sem |
beinni heimild um bernsku hans;!
hins vegar segir sú grein mikið
af því hversu hið þroskaða (og
kaþólska) skáld lítur aftur til lið-
innar tíðar. Lýsing Þórbergs Þórð-
arsonar á Stefáni í íslenzkum aðli
er að vísu löngu sígild og þannig
mun rnynd hans geymast, en hún
er Þórbergs að öllum anda og
hlýtur að metast samkvæmt því
þegar hún er tekin sem heimild
um Stefán sjálfan árið 1912. Sama
gildir að sinu leyti um uppskrift
Þórbergs eftir Stefánj úr Unu-.
húsi sem Orgland gerir sér allmik-
inn mat úr; og þar er ekki rakinn
nema einn þáttur úr sögu Unu-
-húss (og Stefáns) þennan tíma
eins og Þórbergur bendir sjálfur
á. Trúlega hefur ástarsaga Stefáns
og Önnu Gísladóttur verið átakan-
leg og áhrifamikil í lífi hans, en
illa gengur Orgland að hafa hendur
á henni, og því verður útlegging
hans af sögunni dálítið út í hött
(sbr t.d. bls. 175).
Á hinh bóginn sinnir Orgland
undarlega litið, og fálmkennt það
sem það er, þeirri heimild sern
mikilsverðust er um Stefán, sjálf-
um skáldskap hans. Að vísu mun
Stefán frá Hvítadal.
lítið hafa varðveitzt af æskuverk-
um Stefáns, en maður saknar í
bókinni heillegrar greinargerðar
fyrir þeim og könnunar á þeim.
Trúlega er það rétt sem löngum
hefur verið haft fyrir satt að Stef-
án mótist fyrst sem skáld á Noregs
árum sínum. en engu að síður
hafði hann áður ort ljóð eins og
Vorsól og Klökkva (sem bæði
komu í Söngvum förumannsins)
og raunar fleiri og þar kveður
strax við nýjan tón í íslenzkri Ijóð-
list. Sú skáldskaparþróun er ekki
skýrð í þessari bók. Má vera að
þetta standi til bóta: þegar hér
er komið sögu er skáldskaparfer-
ill Stefáns rétt að hefjast, og í síð-
ara bindi bókarinnar verður vænt-
anlega rætt miklu meira um skáld-
skap hans en hér. En enn sem kom
ið er virðist skilningur Orglands
á Stefáni ekki rista djúpt; hann
viðhefur á nokkrum stöðum svip-
uð ummæli um hann, að hann hafi
verið tilfinningamaður en lítt sýnn
á veraldlega hluti, að skammt hafi
verið milli öfga í skapgerð hans,
en mikið meira hefur hann ekki
fram að færa til skýringar eða
túlkunar á Skáldinu. Og þá dugir
fróðleikssöfnunin skammt ein sér.
í tveimur köflum bókarinnar
(Skáldefnin i Unuhúsi og Sym-
bólismi og nýrómantík) freistar
Orgland að bregða upp mynd af
nokkrum samtímaskáldum íslenzk
um og athuga hugsanleg tengsl
Stefáns við þá, en mjög er sú könn
un yfirborðsleg, og eigið mat höf-
undar á viðfangsefninu brestur
sem fyrr. (Þó kveður hann niður
þá flugu Sveins Bergsvenssonar að
í Unuhúsi hafj verið tíðkaður
.,expressjónismi“ og Stefán þar
gengið undir merki þeirrar
stefnu). Og að bókarlokum er mað
ur furðu litlu nær um þessi mót-
unarár Stefáns frá Hvítadal, um
hin innri rök að skáldskap hans í
upphafi; þótt verk Orglands verði
engan veginn metið til hlítar fyrr
Framhald á 13. síðu.
•saSÍta
Ólafur Jónsson skrifar um bækur
TÍMINN, fimmtudaginn 24. janúar 1963
9