Tíminn - 24.01.1963, Síða 13

Tíminn - 24.01.1963, Síða 13
,NÖ Á ÉG HVESGI HEIMfl' Framhald aí 9. síðu. þeim upp á hressingu, halda þeim uppi á snakki og ýra í þá eftir þörfum þangað til allir eru komnir um borð. Þá bíðum við bkki boðanna lengur og leysum landfestar á auga- bragði“. — Og þér hefur tekizt að af- stýra flóttanum? — Nú fara þeir að tínast um borð einn og einn, lögregla kom með tvo fyrstu akandi # bíl. Ég lét ekki á mér standa, bauð þeim strax fram í upp á viskí og bjór, og menn drekka baki brotnu hver sem betur getur. Klukkan 2 voru tveir dauðir, en allir mættir um borð nema meistarinn. Vig bíð- um og bíðum. Eitt sinn snar- ast ég unp á dekk og þar stend ur þá landi minn á skipinu á tali við mann, sem líka reyn- ist vera íslendingur, sem bú- settur hafði verið í Halifax í mörg ár. Þeir þekktust. Við tökum allir tal saman og líka kokkurinn, og allt var komið í ró og spekt. Þá segir Halifax- íslendingurinn, að gaman væri nú að sikreppa með okkur nið- ur til Boston. Við héldum, að það væru nú aldeilis engin vandkvæði á því, við landar hans skyldum fela hann. En við kokkinn sögðum við: „Ef þú kjaftar frá, verður þér fleygt fyrir borð í nótt“. — Kokksi hélt hann færi ekki að segja til mannsins og bauð hon um meira að segja sitt her- bergi, sem var aftur í á einum bezta stað, og þangað fór Hali- fax-íslendingurinn. Þá birtist, allt í .einu meistari á kajanum, og er eriginn smávöllur á hon- um. Eitthvað fólk hafði safn- azt um hann, -og hann vill óður slást og býður öllum Halifax- búum út, en fær engan til að slást við sig. Ég kalla þá upp til hans, að hér sé einn niðri, sem þori á móti honum, en hann bara þori ekki. Hann læt ur ekkj segja sér það tvisvar, hendir sér ofan af kajarium og á mig. Ég gat með herkjum tekið af honum fallið, en það var ekki smáræðissending úr loftinu, því að maðurinn var stór og þungur. Um leið og kauði er kominn um borð, kall ar Jón skipstjóri, að við slepp- um landfestum eins og skot. Og það er komið nokkuð fram yf- ir nón, þegar við höldum á haf út, og þá fór ég að sofa. — Og svafstu vel og lengi? — Ég lá í roti fram á ellefta tímann um kvöldið. Þá var ég ræstur með viskíi og beðinn um að fara upp að stýra. Flest- ir félagar mínir sátu þá við að spila póker. Stýrimaður segir við mig, að ég verði að segja skipstjóranum frá mannipum, enginn þori að gera það. Ég er nú orðinn vel slompaður og legg af stað syngjandi við raust upp í brú. Þar er skipstjóri og segist hafa staðið bar síðan við fórum frá Halifax, 7—8 tíma, en hvað komi til, að ég sé svo syngjandi kátur. „Ég hef aldeil is gert strik í dag, stolið heil- um manni frá Nova Scotia', anz aði ég og sagði honum allla sög- una. „Jæja, svo að þið eruð búnir að sjá svo um, að ég verði setlur í steininn, þegar við komwn til Bandaríkjanna, til Boston", verður honum að orði. Ég sagði hann gæti verið rólegur. Ef ekki að smygla hon um í land, þá er ekkert hægara en að gefa hann upp og hann sendur til sama lands. En það væri ekki ónýtt að hafa hann um borð, því að hann væri vel kunnugur fiskimiðum og gæti lóðsað Okkur. Síðan var landi minn sóttur og hann lóðsaði okkur svo að við fiskuðum á- gætlega. Skipstjóri sagðist ekki vera hræddur um, að neinn segði til mannsins, nema þá helzt .kokkurinn, einna helzt mundi hann kjafta frá. Ég seg ist munu láta hann halda sér saman. — Gerðist þá fleira sögulegt, eða hvað? — Við fengum vindstrekking á heimleið. Ég var aftur í að fá mér bita. Kokkurinn hafði verið að afvatna fisk um kvöld ið í stórum bölum og þegar hann hellti úr einum á dekkið, lágu þar margir fiskar eins og hráviði innan um olíu og skít. Kokksi var farinn að sofa og nú gramdist mönnum að sjá fisk inn út um allt dekk og meist- ari segir það maklegt að ræsa kokkinn og skipa honum út á nærbrókunum að tína saman fiskana, sem og var gert. Kokk ur var auðvitað úrillur, og þeg- ar þessu er lokið, hreytir hann því út úr sér að hann haf; ekki verið með annarri eins skips- höfn, þessu illþýði að rífa hann upp á nærklæðunum til að tína saman nokkra fiska. Ég sagði þá, að hann væri einhver versti kokkur að skilja svona sóða- lega við matvæli. Þá fýkur enn í hann og hann ætlar að slá mig. Ég ber af mér höggið og rétt dangla í hann hendi. Hann verður þá alveg æfur, — hann héltt á leirkönnu, og slengir henrii framan í mig áður en ég átta mig, kannan lendir á nefinu á mér og klýfur það í tvennt. Þag lagðist bara út af beggja vegna. Við þetta varð ég alveg óður, tók kokkinn, skellti honum flötum og lét blóðbogann úr nefinu á mér standa framan í hann. Ég hætti þessu sem betur fór áður en mannfýlan kafnaði. Skipstjór- inn kemur á vettvang og segir við kokksa, að hann kæri hann fyrir morðtilraun, þegar þeir komi í land, en hann er enn jafn reiður og segist vera feg- inn að hafa gert þetta. Síðan segist skipstjóri ætla að sækja nál og sauma saman á mér nef- ið. Kemur svo með stoppunál og garngrodda, en ég méð nefið í tvennu lagi, segi að það verði ekk; af því, að ég fái slik verk færi í nefið. Það var orðið af mér dregið af blóðmissi, en ég segi þeim að setja bara yfir þetta baðmull, tusku og svo tré spelkur báðum megin á nefið- Og það var gert. Svo er það morguninn eftir að skipstjóri fer að kveikja mér í sígarettu, þá fuðraði allur umbúnaðurinn á nefinu, baðmullin logaði strax og hann bar eldspýtuna ag sígarettunni. Ekki varð mér mikið meint af. Eftir rúma tvo sólarhringa komum við til Bost on og ég var þar lagður inn á spítala, þar sem nefið greri saman furðufljótt. — Hvað kom til að þú ílent- ist ekki vestan hafs lengur en þessi ár? — Maður var náttúrlega far inn að sjá ofsjónum allt fylli- ríið og farinn að hafa áhyggj- ur af því. Ekki vantaði þó það, að mér byðust tækifærin, þeim glatað; ég öllum sjálfur, og allt var það brennivíninu að kenna. Einn hafnarvörðurinn í Boston sagði við mig oftar en einu sinni, að ef ég vildi hætta að drekka í eitt ár, skyldi hann sjá svo um, að ég fengi eitt af beztu fiskiskipunum til að fara með. En ekki gat ég unnið það til, að yfirgefa Bakkus í eitt ár. Seinast ætlaði ég að rífa mig upp úr þessu með því að halda heim. En alltaf sótti í sama far ið aftur. En nú skulum við fara ag hætta þessu, þetta er orðið svo langt mál. — En þú hélzt áfram að sigla samt eftir að heim kom? ( — Já, ég fór til sjós skömmu síðar, var ýmist á togurum eða fiskibátum og sigldi öll stríðs- árin og eftir, seinast gat ég ekki sofið. Ég var á Pétri Hall dórssyni, þar fór ég að eiga bágt með svefn vegna drýkkju 9kapar. Þegar ég fór tvo túra, meg togaranum Pétri Halldórs syni á Grænland 1956, svaf ég varla nema nokkra daga í mán aðartíma. Ég gekk í land, þeg- ar við komum úr seinni túrn- um og rakleitt inn á Klepp til að hitta lækni. Hann var þá ekkj við, en hjúkrunarkonurn ar hjálpuðu mér. Síðan sagði læknir mér, að nú væri ekki margra kosta völ, ég yrði að hætta að drekka. Þá fór ég austur að Gunnarsholti og fór að gæta nautahjarðarinnar hans Páls. Þar var ég í níu mánuði og féll vel vistin þar, var nýr maður. Næst fór ég í vinnumennsku til Bjarnrúnar, ekkju Guðmundar í Múla og var hjá henni þangað til hún þrá búi,. þá fór ég til Magnúsar bróður hennar -á Hellum, var þar sumar og vetur. Aftur fór ég í Gunnarsholt til Páls að annast 200 nautin hans, og í það sinn gerði ég hann heylaus an. Hann hafði sagt mér að spara ekki fóðrið og það gerði ég heldur ekki. Og enda þótt Páll væri orðinn heylaus fyrir tímann, trúði hann mér fyrir því, að aldrei hefði hann séð nautin fallegri. Nú er ekki lengur til setunn ar boðið, gangastúlkan er marg búin að koma inn og kalla á Jón Berg fram að matborð- inu. Við stöndum loks upp, og þegar hann hagræðir hækjun um undir handleggina, spyr ég hann hvort honum fallj ekki vel vistin á Sólvangi. — Jú, en það er einn galli á þessari landlegu minni. Nú á ég orðið hvergi heima. Ég er búinn að vera hér á þriðja ár, en það vill enginn borga brúsann. Ég fæ hvorki út úr tryggingunum né ríkisframfæri lamaðra og fatlaðra fyrr en við komandi sveitarfélag greiðir á móti. Ég bjó í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu áður en ég fór á hafnfirzka togarann Bjarna riddara, sem ég var á þangað til ég lamaðist. Nú á þriðja ár hafa Hvolhreppur og Hafnarfjörður verið að togast á um ag borga. Allir sitja við sinn keip og ríkið líka. Þolin- móðastir eru húsráðendur hér á Sólvangi, sem hafa ebki feng ið eyri greiddan enn fyrir vist mína en leggja samt í kostnað. Mér er nú farð að leiðast þóf- ið, segir Jón Bergur um leið og hann lyftir hækjugrindinni yfir þröskuldinn. Skyldu hinir háu herrar ætl- ast til að lamaðir og fatlaðir fari að stilla sér upp í biðrað ir til að fá leiðréttingu mála sinna? Til sölu er veiðiskáli við Miðfjarðará i V-Húnavatnssýslu. Húsið er um 100 fermetrar að stærð með mið- stöðvarhitakerfi, raflögn og nýrri innréttingu í eldhúsi. Húsið er byggt úr samsettum flekum og þvi auð- velt til brottflutnings og uppsetningar, hvar sem er. -L Upplýsingar gefa: Friðrik Þórðarson eða Finnbogi Guðlaugsson Símar 44 og 18 Borgarnesi. FRAMSOKNARFELOGIN Gullbringu- og Kjósasýslu sfna til þorrablóts I Glað- helmum, Vogum, laugardag- inn 26. janúar 1963. Hefst kl. 20. Úrvals þorramatur á borð um — Ómar Ragnarsson skemmtir — Aðgöngumiðar seldir á eftirtöldum stöðum: Sigfús Kristjánsson, Kefla- vík, slmi 1869. Guðmundur Þorláksson, Hafnarflrði, siml 50356. Grímur Runólfs- son, Kópavogi, simi 23576 og Guðlaugur Aðalsteinsson, Vog um, síml 103 Sókmenntir ‘Framhaia n R síðu i en seinni hluti þess er einnig kom inn út virðist nú þegar vanta mik- íð til að lýsing skáldsins geti orðið heiileg 'í •vferkin'.! ■■L'.'vir.rt í grein þeirri ,um; &|tefán : ?pmi áðúr var rieínd segir Tómas Guð- mundsson að lokum: „Hann lenti ungur f þeirri kvörn. sem malaði hann sundur hægt og hægt, hinni sömu kvörn umkomuleysis og ör- birgðar, er malað hefur mörg af- burðamanoiseifni hinnar íslenzku ,|ijóðar á liðnum öldum............ Öilög og atgervi slíkra manna er ákall, sem þjóðfélagið má aldiei loka eyrum fyrir.“ Þetta má vera satt og rétt. — en engu að síður orti Stefán nokkur gullvæg Ijóð og gerðist tímaskiptamaður í ís- lenzkri ljóðlist. Ivar Orgland virð- ist hafa tekið sér fyrir hendur að skrásetja samvizkusamlega sam- kvæmt heimildum söguna af för Stefáns gegnum kvörnina. en af þessum fyrri hluta verks hans verð ur ekki séð að honum auðnist að lýsa hlut hans í bókmenntunum svo að gagni komi. Oe þó er það þar sem Stefán frá Hvítadal lif- ir, æskumaðurinn á flækingi og í mótun heima og erlendis og hinn fullorðni skáldbóndi síðar. Víst má svo vera, að þetta standi til bóta í seinna bindi, — en sem saet- upphafið bendir ekki til þess Það blasir við sýn að með þess- um vinnubrögðum og viðhorfi til viðfanesefnisins er bók Or<danfls eicki skemmtileg aflestrar eða eft- irminnileg. Hún er mikils til of long: manni virðist að rækileg samþjöppun efnisins hefði bætt hana til muna þótt ekkj hefði kom ið til skarpari skilningur höfund- ar að öðru leyti. Fræð'imannleg slvara Orglands getur orðið dálítið brosleg („Alvarlegur, já grafal várlegur stældi hann prestinn í kirkjunni“l og stöðugár, oftast gersamlega óviðkomandi skírskot anir til Noregs, norskra hátta norskra bókmennta eru á stund- um þreytandi þótt þær kunni að vera skiljanlegar vegna þ.ióðernis höfundar. En æskilegt væri að hær snertu á einhvern hátt um- ræðuefni hans í bókinni. Hvað kemur það t.d. Stefáni frá Hvíta- dal við að Orgland aðhyllist þá undarlegu kenningu að landsmála stríð Norðmanna og íslenzk sjálí- stæðisbarátta séu á einhvern hátt „hliðstæðar“? En kannski er svar- ið við þessari spurningu einmitt skýring á viðhorfum og viðleitni Ivars Orglands í þessari bók. — Nýjan Vínarfund Framhalrl at 7 síð'U inu. Á friðarþinginu ætti því að ræða, hvernig stöðva mætti kjarnorkuógnanirnar og sam- tímis að minnka fasta heri ríkja og draga úr vígbúnaði þeirra. ÞAÐ ER augljóst mál, að eitt af aðalviðfangsefnum friðar- þingsins yrði að fjarlægja járn 'ialdið f stað þess gæti komið ðvopnað belti báðum megin lín unnar, sem aðskilur ríkjasam- tökin tvö, og Berlín gæti verið á þessu svæði. Þingið þyrfti einnig að fjalla um örvandi fjármála- og mennirigartengsl milli NATO og Varsjárbandalagsins. Til styrktar þeim þyrfti að koma upp sameiginlégum stofnunum, helzt í Vín. I þeirri borg þyrfti (að sitja fastanefnd, skipuð full 'rúum beggja aðila, sem hefði yfirumsjón, skýrði ákvarðanir þingsins og tryggði vinsamlega samvinnu milli aðilanna. Friðarþing í Vín gæti orðið upphaf að mikilli Evrópu, sem næði til bæði Ameríku og Norður-Asíu, sem byggðar eru Evrópumönnum með evrópska menningu: Þessi mikla Evrópa næði frá Vesturströnd Kyrra- hafsins til austurstrandar þess, frá San Fransisco til Vladivo- stok. Við getum séð fyrir okk ur þessa nýju Evrópu, þar sem meginland Evrópu er miðdep- iilinn, en annar voldugur væng ur nær um Rússland og Síberíu og hinn yfir Bandaríkin og Kanada. Evrópa er nú klofin í tvær herbúðir, en þessi nýja mynd ætti að vera ríkjandi hugsjónin á friðarþingi í Vín. FYRSTI sljómmálamaður- inn, sem lýsti þessari mikil- fenglegu hugsjón, var Sir Win- 'Ston Churchill. Ég man enn daginn, þegar hann hlaut Karlamagnúsarorðuna í Aix-Ia- Chapella 1956, fyrir forustu sína um einingu Evrópu. Við þessi hátíðahöld lýsti hann þeirri von, að Sovétríkin sam- einuðust NATO einn góðan veð urdag. Síðan þetta gerðist hafa Sovétríkin stofnað Varsjár- bandalagið og geta því ekki gengið í NATO eins ■ og þau gengu til dæmis í Sameinuðu þjóðirnar. En þau geta samt sem áður beint fylgiríkjum sínum til friðsamlegrar sam- veru og samvinnu, og stuðlað á þann hátt að endursameinr ingu Evrópu að afstöðnu nýju Vínarþingi. T í IVII N N, fimmtudaginn 24. janúar 1963 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.