Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 7
— tíwitm — Utgofandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- liúsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingaslmi: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Hver er kjarabarátta stjórnarsinna í verka- lýðshreyfingunni? í gær var vikið að því hér í blaðinu að eijn bólaði ekki á því, að iðnverkafólk og verzlunarfólk í Reykjavík fengi þá 5% kauphækkun, sem verkafólk, iðnverkafólk og verzlunarfólk hafa fengið á Akureyri og Dagsbrúnarmenn hafa fengið í Reykjavík- Það Var einnig vakin athygli á því, að ekki væri kunnugt um, að stjórnendur Iðju, fé- lags iðnverkafólks í Reykjavík, eða stjórnendur Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, hefðu átt í samningum við atvinnurekendur um kauphækkun. Þetta er ekki neitt nýtt. Þetta hefur gengið þannig til undanfarið. Iðja og VR hafa haldið að sér höndum með- an aðrir hafa verið að ryðja brautina. Ef aðrir hefðu sýnt sama sinnuleysið og stjórnendur þessara félaga, myndu launþegar engar kjarabætur hafa fengið á und- anförnum árum og dýrtíð „viðreisnarinnar“ lagzt á þá með fullum þunga. Hver er skýringin á sinnuleysi stjórnenda Iðju og VR? Skýringin er su, að það eru Sjálfstæðismenn, sem stjórna þessum félögum, ásamt undirlægjum sínum, Al- þýðuflokksmönnum. Þeir' Sjálfstæðismenn, sem valizt hafa til forustu í þessum félögum, eru þæg verkfæri ílokksstjórnar Sjálfstæðisflokksins. „Línan“, sem þeim er fyrirskipuð að fara eftir, er í stuttu máli þessi: Hrópið hátt gegn heimskommúnismanum fyrir hverjar stjórnar- kosningar, en haldið svo alveg að ykkur höndunum í kjarabaráttunni milli kosninga. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi aukin ítök í verkalýðs- hreyfingunni, myndi starf hennar einkennast í vaxandi mæli af sama sinnuleysinu og aðgerðaleysinu í kjarabar- áttunni og einkennt hefur vinnubrögð stjórnendanna í Iðju og VR. Af þeirri reynslu eiga launþegar vissulega að geta lært að varast að fela Sjálfstæðisflokknum aukin völd í yerkalýðshreyfingunni. Kosnmgar í verkalýðsfé- lögunum eiga að snúast um kjarainálin og kjarabarátt- una fyrst og fremst, ert ekki um óviðkomandi mál eins og utanríkismál og heimsmál. Þau heyra ekki undir verksvið verkalýðssamtakanna. Þau eru eingöngu dregin inn í verkalýðshreyfinguna af þeim, sem vilja láta sjálfa kjara- baráttuna gleymast, svo að hægt sé að sofa á verðinum eins og stjórnendur Iðju og VR hafa gert. Hví semja Iðja og VR ekki um ákvæðisvinnu? I stjórnarblöðunum er því nú haidið fram, að heppi- legt sé að vinna að kjarabótum, án kauphækkana. Þetta er ekki illa mælt. Tvívegis á þessu kjörtímabili hafa verkalýðssamtökin snúið sér til ríkisstjórnarinnar og óskað samstarfs um kjarabætur eftir öðrum leiðum en kauphækkunarieiðinni, t. d. lækkun tolla og söluskatts. Svar ríkisstjórnarinnar hefur verið oiákalt nei. Þá tala stjórnarblöðin mjög um það. að unnt ætti a : vera að bæta kjörin með aukinni ákvæðisvinnu og vinnr hagræðingu. Þau reyna svo að kenna stjórnarandstæð ingum um, að ekki þokist neitt i þá átt. En stjórnarandstæðingar ráða ekki Iðju og VR. Þar ráða svjórnarsinnar. Hvers vegna semja þeir ekki við atvinnu rekendur um aukna ákvæðisvinnu og vinnuhagræðingu? ÍÍIINN, laugardaginn 26. janúar 1963 Forusiugrein úr „The Guardian((, Manchester: | Rapacki-áætlunin getur greitt fyrir lausn þýzka vandamálsins Þó ekki nema Vestur-Þjóðverjar fallist fúslega á hana SÍÐAN Kúbudeilunni lauk hefur mikið verið hugsað um horfur á því að ná samkomu- lagi við Sovétríkin um að minnsta kosti sum meginatrið- in, sem kalda stríðið stendur um. Richard Loewenthal benti nýlega á það í „Encounter1, að það kunni að leiða til þess að Krustjoff endurskoði utanríkis stefnu sína f heild, að honum skyldi mistakast að koma fram ágengni í Karibbíahafinu. Áður en til átaka kom út af Kúbu, virtust valdhafarnir í Kreml telja mestar líkur til út- breiðslu heimskommúnismans með því móti að reka ágenga stefnu. Það er að minnsta kosti mögulegt, að úrslit Iiúbudeil- unnar liafi sannfært þá um, að þetta sé rangt. Þeir kunna því að ákveða, að árangurinn af ágengri stefnu réttlæti ekki kostnaðinn, sem af henni leið- ir. SÍÐAN þetta gerðist hafa komið fram tillögur til breyt- inga á áætluninni. þannig að hún fjalli einnig um‘skipulegar takmarkanir á venjulegum her styrk. Rapacki hefur komið aft ur inn á þetta mál í grein i janúarhcfti „International Affairs“, en það rit kemur út ársfjórðungslega. Þe^pi grein verðskuldar fyllilega að vestur veldin gefi henni náinn gaum Grein Rapacki er að vísu eng inn skemmtilestur (enda er varla slíks að vænta um grein, sem valdamaður kommúnista skrifar), en í henni er bent á GOMULKA ýmis skynsamleg atriði. Það er tvímælalaust rétt hjá Ra- packi, að á afvopnunaráætlan- ir ber fremur að leggja póli- tískt mat en hernaðarlegt. Og ef „hver einasta uppástunga um afvopnun væri eingöngu dænid út frá hernaðaraðstöðu, þá hefði engin slík áætlun neina möguleika á að komast t framkvæmd“. Sérhver afvopn unaráætlun, sem nokkurs er um vert, hlýtur að skerða hern aðaraðstöðu einhvers. Megin- atriðið er að afvopnunin lami aðstöðu beggja jafnt. FYRSTA útgáfa Rapacki- áætlunarinnar skerti aðstöðu vesturveldanna mun meira en aðstöðu Sovétríkjanna, þar sem hinir miklu yfirburðir Sovétríkjanna í almennum her- styrk átlu að vera óbreyttir eft ir að kjarnorkuvopnin höfðu verið fjarlægð. Þetta á ekki við um áætlunina, eins og hún er nú orðin. Það væri að vísu erfitt að komast að niðurstöðu um samdrátt almenns her styrks, sem væri jafn aðgengi- leg fyrir báða í framkvæmd, en j undirstöðuatriðunum er um mikla tilslökun að ræða gagnvart vesturveldunum. Rapacki kemst að réttri nið- urstöðu um það, að megin- hindranirnar á því að áætlun hans nái fram að ganga eru pólitísks eðlis. Þær stafa, svo að notað sé hans eigin orð, frá ,.hefndaröflunum“ í Vestur- Þýzkalandi, eða eins og aðrir kynnu að orða það, frá skilj- anlegri tregðu Vestur-Þýzka- lands til að ganga að samkomu lagi, sem kynni að leiða til ■nw wfiiarimiii. "’iimt' ævarandi skipting’ar Þýzka- lands. EF VESTUR-ÞÝZKALAND væri leikbrúða Bandaríkjanna á sama hátt og Austur-Þýzka- land er leikbrúða Sovétríkj- anna, er ekki víst að þetta kæmi að sök. En Vestur-Þýzka land er ekki leikbrúða Banda- ríkjanna og ekki er hægt að komast að neinni varanlegri lausn um málefni Mið-Evrópu, án þess að þjóðir hennar geti viðurkennt hana. Þarna er kom ið að kjarna lýðraðisins. Eigi Rapacki-áætlunin — eða nokk- ur önnur hliðstæð áætlun — að ná fram að ganga verður að vinna Vestur-Þjóðverja til sam þykkis hennar, þvi að það er ekki mögulegt að berja þá nið- ur. Það er ekki víst, nð. samþykki Vestur-Þjóðverja reynist, þeg- ar til lengdar lætur, eins fjar- stætt og sumir halda. Sú rök- semd, að áætlunin geri skipt- ingu Þýzkalands varanlega, er því aðeins góð og gild, að nú- verandi ástand sé líklegra til að binda endi á skiptingunni. Það álit byggist aftur á móti á þeirri von, að Ulbricht-stjórn in muni hrynja af sjálfu sér, ef Vestur-Þjóðverjar séu nógu þráir að sitja við sinn keip Það var hugsanlegt að gera sér slíkar vonir áður en múrinn í Berlxn var reistur, en síðan það gerðist er miklum mun erfiðara að ala slíkar tyllivonir í brjósti. SAGA Berlínarvandamálsins síðan að veggurinn var hlað- inn, færir okkur heim sanninn um tvennt: Þrátt fyrir viður- styggð kommúnistastjórnarinn ar í Austur-Þýzkalandi er hægt að styrkja hana í það óendan- lega með rússneskum skriS- drekum. Og liitt er, að enda þótt Vesturveldin séu reiðubú- in að fara í stríð til þess að tryggja frelsi Vestur-Berlínar, þá eru þau ekki undir það búin að hætta á stríð til þess að binda endi á. skiptingu Þýzka- lands. Þessar tvær staðreyndir sýna, að eina vonin um endur- sameiningu Þýzkalands liggja í samkomulagi við austurveld- in og hugsanlega betrumbót á stjórn Ulbrichts. Sé þetta orð- ið markmið hinnar vestrænu stefnu, er Rapacki-áætlunin ekki framar neinn þrándur í götu. Þá er hún í raun og veru orðin spor í rétta álr. ÞAÐ ER rétt, að ekki hefur orðið nein áberandi breyting á stefnu Sovétríkjanna síðustu tvó mánuðina. En varla er við þvi að búast, að slík breyting komi í Ijós svo að segja á einni nóttu, jafnvel þó að hún væri í undirbúningi. í meginatriðum ættu nú að vera meiri líkur á samkbmulagi milli austurs og véstúirs en verið hafa að minnsta kosti síðustu fimm ár- in. Líkleg leið1 til samkomulags milli austurs og. vesturs virð- ist vera að fylgja hinni svo- nefndu Rapacki-áætlun. Fyrstu útgáfu þessarar áætlunar setti pólski utanríkisráðherrann Rapacki fram árið 1957. Þá fjallaði hún um útrýmingu kjarnorkuvopna frá Póllandi. Tékkóslóvakíu og báðum þýzku rikjunum, en fjallaði alls ekki um venjulegan herstyrk. Sunnudaginn 20. jan. birtir Morgunblaðið véfrétt, sem það I hefur sótt til 6 tízkusergenta, vegna viðsjárverðra ummæla Krustjoffs bónda um abstraktgerð ina. Og þegar ég hafði lesið þau i goðsvör, sem véfréttin gaf, þá datt1 mér í hug að gera smá athuga- semd, þó að enginn hafi beðið mig orð til hneigja. „Fagrá gleði, guða logi, Gimlis ’óttir". — Sköpunargleðin er æðst allrar ;leði. Móðurgleðin, listamanns gleðin og vísindamannsins. Beet- hoven tekur rækilega i strenginn með Schiller i 9 sinfóníunm Hann bregður upp mismunandi þáttum, gleðinnar. — Nei, ekki þetta, ekkil Krustjoff talar um abstraktmálverk þetta og ekki skerzóið en — „Gimlisdóttir, heill sé þér! í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær“. Tízkan er tortímjngin, dauðinn listin lífið Hér er um fullkomn • indstæður að ræða Helsprengj ar cr hávær þróun lífsins kyrr lát Á óður skrumglymjandj ízk- unnar hávær, listsköpunin hlé- dræg. Aftur á móti er tízkan gullnáma kaupsýslunnar, vegna þess að hún ber dauðann í sér — er skammlíf. Þar af leiðandi óþrjótandi vara. Þetta sem Schiller segir hér: „Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær“ þetta veit hver einasti raunverulegur Iista- maður En það vilja auðvitað eng ir tízkusmiðir heyra. frekar en fjandinn líta birtu almættisins. Ásgeir Bjarnþórsson. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.