Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 3
FYRSTA THALIDOMIDE- MÁUD í Þ ÝZKALANDI MIKIÐ hcfur verið rætt og ritað um svefnlyfið thalidom- ide að undanförnu, en eins og kunnugt er, komust læknar að þeirri niðurstöðu, að neyttu vanfærar konur lyfsins gæti það haft þær afleiðingar að' bámið fæddist vanskapað. — Fjöldi barna munu hafa fæðzt meira eða minna vansköpuð af þessiun sökiun, en nú hefur læknum verið bannað’ að gefa lyf þetta nema í sérstökum til- fellum. Litli snáðinn á myndinni heit ir Uwe Sempf, og hann er að- eins 16 mánaða gamall. For- eldrar hans hafa höfðag skaða- bótamál gegn Ohemie Grunthal, fyrirtæki því í Vestur-'Þýzka- landi, sem framleiðir thaíidom- ide. Krefjast þau 30 þúsund ' marka (um 325.000 ísl. kr.), vegna vansköpunar drengsins. Þetta er fyrsta málið þessarar tegundar í Vestur-Þýzkalandi, og hófust réttarhöldin í Ham- borg 23. janúar s. 1. Alls munu liggja fyrir á fimmta þúsund kærur foreldra á hendur Chemie Grunthal, vegna þess að börn hafa fæðzt vansköpuð eftir að móðirin hefur neytt thalidomide. Uwe litli er meg vanskap- aða handleggi og hendur. SMÍÐA MIG- ARÍ NTB-Nýju-Dehlí, 25. jan. Indverska þingið samþykkti í dag Colombó-tillögurnar sem grundvöll að samningaviðræð um við Kínverja um landa- mæradeilu ríkjanna, og á morgun minnast Indverjar þess, að 13 ár eru liðin síðan Indland hlaut sjálfstæði sitt og gekk ( brezka samveldið. Indverska þingið hefur rætt Colombó-tillögurnar i tvo daga, og lauk umræðuhum um þær í morgun. Fór síðan fram atkvæða- greiðsla um tillöguinar og sam- þykkti þingið, að þær yrðu notað- ar sem, undirstaða í samninga- viðræðum milli Kína og Indlands með 349 atkvæðum gegn 59. Nehru forsætiaráðherra sagði áður en umræðunum lauk, að til- lögurnar væru í aðalatriðum þann ig, að Indverjar gætu fallizt á þær, er ekki kæmi til greina að hefja samningaviðræður, nema því að- eins að Kínverjar samþykktu þær einnig að mestu leyti. Á morgun eru liðin 13 ár frá því Indland hlaut sjálfstæði sitt og gekk í brezka samveldið. í því tilefni hélt forseti landsins Sar- vapalli Radhakrishna ræðu í út- varpið í dag, þar sem hann lagði áherzlu á, að Indverjar hefðu gert það, sem í þeirra valdi stendur til þess að halda uppi vinsamlegri sambúð við Kínverja, en svo hefði verið komið, að þeir hefðu ekki lengur getað setið hjá aðgerðar iausir. Atburðirnir við landamær- in hefðu komið Indverjum á óvart og rifið þá upp úr sínum hefð bundnu friðsamlegu lífsvenjum sagði forsetinn. í sambandi við afmæli sjálfstæð isms hefur Chou En-lai forsætis ráðherra Kina sent Nehru for- sætisráðheria skeyti, þar sem hann lætur í ljós þá von sína, að alda- gömul vinátta þjóðanna megi hald ast og aukast enn. Sovézkir tæknifræðingar eru væntanlegir innan skamms til Indlands, þar sem þeir munu að- UWE STEMPF er 16 mánaða gamall, en hann fæddist me3 vanskapaða handleggi og hendur, vegna þess aS móðir hans hafði notað thalídomide á meðgöngutímanum. V-þýzka stjórnin styð- ur emroma Breta NTB-París, Brussel, 25. jan. Vestur-þýzka stjórnin sam- þykkti einróma á sérstökum ráðuneytisfundi í dag, að halda fast við þá ákvörðun sína að styðja aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. í tilkynningu, sem gefin var út að fundinum loknum segir, að aðild Breta sé nauðsynleg bæði af stjórnmálalegum og efnahagslegum ástæðum. Fréttamaður Reuters í París, Harold King, skýrir um leið frá því, að franska stjórnin athugi nú tvær tillögur, en þeim sé ætlað í fyrsta lagi ag koma í veg fyrir, að formlega verði bundinn endi á snmningaviðræðurnar við Breta, þegar ráðherranefnd EBE kemur saman í Brussel á mánudaginn, og I de Gaulle í vikunni, en hann stakk I ganga annarra EFTA-landa í í öðru lagi^að koma í veg fyrir! upp á, að ráðherranefndin léti: l-.andalagið kynni að hafa á það. gera skýrslu um það, hvaða áhrif í tilkynningu vestur-þýzku stjórn aðild Breta að EBE kvnni að hafa arinnar segir, að bæði sé hægt og álitshnekki Frakka. Önnur tillagan var borin fram af Adenauer, þegar hann ræddi við og sömuleiðis hvaða áhrif inn- Framhald á 15 siðu ANDSTAÐA GEGN ÚRBÓTA- TILLÖGUM ÍRANSKHSARA NTB-Teheran, 25. janúar. FYLGISMENN Mossadeqs fyrr- uin forsætisráðherra fóru í dag í mótmælagöngu í Teheran, og vildu þeir mótmæla félagsmála- umbótum, sem keisarinn hefur lagt fram, og sömuleiðis þjóö'arat- kvæðagreiðslu, sem fram á að fara um tillögur keisarans um helgina. Hermenn vopnaðir byssustyngj- um og vélbyssum urðu að taka sér stöðu á skeiðvellinum í Teher- an, og þangað voru einnig sendir brynvarðir bílar og skriðdrekar stoða við að koma upp flugvéla- verksmiðjum, er smíða eiga þotur af gerðinni MIG. Þá hafa Bretar, Bandaríkjamenn og Ástialíumenn heitið að láta Indverjum í té orr- ustuþotur, ef til þess kynni að koma, að Kínverjar gerðu árásir á iðnaðarmiðstöðvar í Indlandi. auk iögreglumanna vopnuðum kylfum og öðrum bareflum. Úrbótatillögur keisarans fjalla meðal annars um það, að hann vill láta landbúnaðarráðuneytið skipta stórum jarðeignum á meðal (Framhald á 15. síðu). VeðriÖ umvíða veröld NTB-London, 25. jan. Kuldinn, sem herjað hef- ur á íbúa Evrópu síðan um jól, virðist lítið minnka. Þó var heldur hlýrra í norðan- verðri Evrópu í dag, en í Balkanlöndunum, fór veðrið ekkert batnandi, nema síður væri. í Norður-Frakklandi, Sviss, Danmörku, Austur- ríki, Ungverjalandi, Noregi og Svíþjóð mældist sums staðar frost, og veðurfræð- ingar spá áframhaldandi kuldum í flestum landanna. Að minnsta kosti 112 manns hafa látið lífið í Bandaríkjúnum, vegna kulda, snjóa og eldsvoða eða umferðaslysa á hálum vegunum að undanförnu. Annars er veðrið sem hér segir: AUSTUR-BERLÍN: Sjö- tíu skólum hefur verið lok- að vegna kuldanna, og börn in verið send heim til þess að lesa skólabækurnar sín- ar þar, eða hjálpa til við að moka kolum á eldinn. PARÍS: f dag var þíðviðri í Norður-Frakklandi, en samt er enn mjög kalt víðs vegar um landið. f ein- staka borgarhlutum í París, hefur eldsneytisskortur gert vart við sig. VÍN: í vestanverðu Aust- urríki sýndu hitamælarnir 10 stiga frost og þar undir, enda þótt fréttir bærust um það, að veður færi batnandi í austurhluta landsins. SÓFÍA: Útvarpið í Sófíu í Búlgaríu tilkynnti í dag, að menntamálaráðuneytið hefði ákveðið að loka öllum skólum landsins af völdum kuldanna, og skyldu þeir ekki verða opnaðir aftur það sem eftir er þessa mán- aðar, heldur skyldi betra veðurs beðið. KAUPMANNAHÖFN: Rekísinn umhverfis Dan- mörku og við strendur Sví- þjóðar, hefur neytt austur- þýzka togara til þess að leita afdreps f höfnum bæði í Danmörku og Svíþjóðu. STOKKHÓLMUR: Stærsti ísbrjótur Svíþjóðar, Óðinn, fékk í dag skipun um að halda Eyrarsundi opnu, þar eð olíuflutningaskip þurftu að komast þar leiðar sinn- ar. TÍMINN. laiiffardatrinn f?fi. ianúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.