Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 13
FLUGSÝN FÆR
NÝJA FLUGVÉL
Flugsýn h.f. gerði nýlega
samning um kaup á flugvél í
Bandaríkjunum, og verður flug
vélin afhent félaginu um 20.
þ.m.
Flugvélin er fimm sæta land
flugvél af gerðinni PIPER AP-
ACHE, með tveimur 160 ha.
hreyflum. Vélin er smíðuð árið
1958 og er svipuð flugvél
Tryggva Helgasonar á Akur-
eyri.
í flugvélinni verða öll full-
komnustu öryggistæki sem völ
er á, svo sem radio-áttavitar,
tvö sendi- og móttökutæki
(VHF-Radio) ásamt blindlend-
ingartækjum. Flugvélin er með
nýjum hreyflum og öll nýyfir
farin*
Flítgvélar af þessari gerð eru
taldar með þeim beztu sem
framleiddar hafa 'verið á síð-
ustu árum, en þær eru fram-
Ieiddar af hinum frægu Piper-
verksmiðjum í Bandaríkjunum.
Þessar flugvélar eru sérstak-
lega byggðar fyrir fremur litla
flugvelli og getur þessi flugvél
lent og hafið sig til flugs á öll-
um flugvöllum hérlendis. Þess-
ar vélar hafa orðið einkar vin-
sælar og eru mikið notaðar í
Noregi, Sviþjóð og Danmörku.
Þær hafa verið framleiddar
stöðugt siðan 1952.
Flugsýn hefur um langan
tíma undirbúið þessi flugvéla-
kaup og kynnt sér ýtarlega hin —
ar ýmsu tegundir, sem notaðar j
eru í Skandinavíu, Kanada og i
Bandaríkjunum. Kom til greina !
að kaupá einhverja af þremur j
eftirtöldum tegundum: Cessna
310, Beechcraft, Bonansa og
Piper Apache. Voru hinar tvær
fyrrnefndu fljótléga úr leik sök
um gífurlegs rekstrarkoslnaðar
og ,dýrra varahluta. Piper Ap-
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN i
Gullbringu og Kjósarsýslu
efna til þorrablóts I Glað-
heimum, Vogum, laugardag-
inn 26. janúar 1963. Hefst kl.
20. Úrvals þorramatur á borð
um. — Ómar Ragnarsson
skemmtir. — Aðgöngumlðar
seldir á eftirtöldum stöðum:
Sigfús Kristjánsson, Kefla
vík, sími 1869. Guðmundu:
Þorláksson, Hafnarfirði
sími 50356. Grímur Runólfs
son, Kópavogi, sími 23576 og
Guðlaugur Aðalsteinsson, Vog
um, sími 10B.
ache flugvélin er talin mjög
örugg og einkar hagkvæm í
rekstri.
Flugsýn h.f. var stofnað ár-
ið 1960 og var þá keypt ein flug-
vél af gerðinni Cessna 140. Hef
ur sú tegund i'eynzt afburð'avel.
bæði sem kennsluflugvél og í
leiguflug út á land. Síðan hef-
ur félagið stækkað og eflzt og
var það með fjórar flugvélar
í notkun síðastliðið ár, sem
flugu um 2000 klst. samanlagt.
Starfsemi félagsins má aðal-
lega flokka í þrennt:
Tvær kennsluflugvélar af
gerð'inni Cessna 140 voru í notk
un , önnur allt árið, en hin frá
í byrjun maí. Hefur verið mik-
il aukning í kennsluflugi frá
stofnun skólans og flugu þess-
ar tvær vélar um 1200 klst. á
s.l. ári og voru útskrifaðir flug-
menn bæði fyrir einkaflug og
atvinnuflug.
Það lá ljóst fyrir í byrjun árs
ins að félagið varð að auka
flugvélakost sinn ef að það ætti
að geta fullnægt öllum þeim
beiðnum sem bárust. Hafði fé-
lagið aðeins eina fjögra sæta
Stinson flugvél í leiguflugi
ásamt liílu Cessna flugvélun-
um.
Einmitt í þessum svifum
bauðst félaginu til kaups 7 sæta
flugvél af gerðinni Norseman,
hjá Dönsku Grænlandsverzlun-
Víðivangur
jákvæðu Ieiðinav framleiðslu-
og uppbyggingarleiðina og ná
jafnvægi með nýrri sókn til
aukinnar framleiðslu og fram-
leiðni. Sú leið verður ekki far-
in nema takist að huekkja
.gengiisfellingar- og samdráttar-j
stefnu ríkisstjórnarinnar.
2. síSan
annars sagt: Mig langar að
gleyma fortiðinni og lifa eins og
venjulegt fólk. Eg vil gifta mig,
svo ég hafi einhvern við hlið mér,
sem elskar mig og skilur.
tízkulitirnir eiu sagðir
vera valhnotu- eða súkku-
laðibrúnt, gráblár eða
blanda af grænu og bláu.
Tekið er fram, að óráðlegt
sé að ganga með bindi, sem
séu óhóflega skreytt, eins
og t d. með myndum af dúf
um eða öpum, seglbátum
og pálmatrjám. Þannig
myndir sé ekki sérstaklega
vel til þess fallnar að
skreyta brjóstið, segir blað
ið.
inni. Var sú vél í góðu ásig-
komulagi, var hún siðan stand-
sett og reyndist hún hið traust-
asta farartæki. Þessar tvær
flugvélar flugu samtals um 800
klst. og var flogið með farþega,
póst, varahluti og síðast en ekki
sízt sjúkraflug.
Mikil aukning var í sjúkra-
flugi á árinu og voru farnar 47
slíkar ferðir og er það allmiklu
meira en 1961, en þá voru
farin 12 sjúkraflug.
Eins og margir munu hafa
tekið eftir þá missti félagið
Norseman flugvplina i haust
og Stinson flugvélina í vetur
með þeim einstæða hætti að
bifreið ók á flugvélina á Kefla-
ivíkurflugvelli og stórskemmdi
hana.
Það var mjög tilfinnanlegt
tjón fyrir svona lítið félag að
missa tvær vélar — báðar flug-
vélarnar, sem notaðar voru við
leiguflugig — sama árið.
En ekkert er fjær Flugsýn,
en að gefast upp. Með hliðsjón
af þeirri reynslu, sem fékkst á
s.l. sumri svo og til að halda
því verkí áfram, sem að byrjað
var á í fyrra vor, þá hefur þessj
nýja vél verið keypt og verð-
ur aftur byrjað, þar sem frá
var horfið í haust nú um mán-
aðamótin febrjar og marz. —
Þó getur komið til mála að byrj
að verði eitthvað fyrr.
Minning
(Framhald af 9. síðu.)
lund að taka Þórð fóstra sinn inn
á heimili sitt og hjúkra honum
þar með þeirri alúð og ástúð, sem
til eindæma má telja. Og vissulega
hefði frú Sigríði reynzt þetta of-
raun, svo heilsulin sem hún er
sjálf, ef eiginmaður hennar Har-
aldur Stefánsson frá Bjólu, hefði
ekki verið samhentur konu sinni í
þessu líknarverki, og þó hefði
máttur þeirra vart dugað, ef börn
þeirra hefðu ekki reynzt samtaka
foreldrum sínum í þessu góð-
j verki. Sérstaklega er hlutur 11
ára dóttur þeirra aðdáunarverður,
sem þrátt fyrir æsku sina var svo
nærfærin og hugulsöm, að geta
tekið að sér hlutverk líknandans
og hjúkrunarkonunnar í hvert
sinn er móðir hennar varð að
skreppa frá í þarfir heimilisins.
Ég leyfi mér fyrir hönd allra
vina Þórðar sál. Jónssonar, að
þakka frú Sigríði, manni hennar
og börnum, líknarstarfið gagnvart
þessum stórlynda, en sárt þjáða
öðlingsmanni, en eftirlifandi konu
Þórðar, syni hans og allri þessari
fjölskyldu, bið ég blessunar og
heilla um alia framtíð.
Óskar Einarsson.
MINNING
Sigurjón Jónasson
frá Stóra-Vatnshorni
Hinn 24. marz 1962 lézt á sjúkra
húsinu Sólvangi í Hafnarfirði Sig-
urjón Jónasson, fyrrum bóndi á
Stóra-Vatnshorni í Haukadal í Dala
sýslu. Það hefur dregizt lengur en
átt hefði að vera, að minnast þessa
merka bónda á opinberum vett-
vangi. Skal nú leitast við ag bæta
úr því, eftir því sem kostur er.
Sigurjón Jónasson var fæddur
á Stóra-Vatnshorni í Haukadal 1.
júlí 1884, sonur hjónanna Jónas-
ar Jónssonar og Þuríðar Jónsdótt-
ur, er þar bjuggu rausnarbúi frá
1883 til 1920. Ólst Sigurjón upp
hjá foreldrum sínum í stórum og
gjörvulegum systkinahópi. Hinn 8.
nóv. 1914 gekk hann að eiga Jó-
hönnu ljósmóður Andrésdóttur,
Grímólfssonar, hreppstjóra frá
Hrappsey á Breiðafirði. En hún
hafði þá nýlega verið skipuð ljós-
móðir í Haukadalshreppi. Þau hófu
búskap sama ár í Skriðukoti og
bjuggu þar til 1920, er þau fluttu
á föðurleifð' Sigurjóns, Stóra-Vatns
horn. En þar bjuggu þau síðan
samfleytt í 37 ár, unz þau fluttu til
Hafnarfjarðar vorig 1957.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið, sem öl) eru á lífi. En þau
eru: Þuríður húsfreyja á Háreks-
stöð'um í Norðurárdal, gift Sigurði
Hallgrímssyni, Jóhanna húsfreyja
í Hafnarfirði, gift Benedikt Ing-
clfssyni og Gestur afgreiðslumað-
ur í Hafnarfirði, kvæntur Jóhönnu
Einarsdóttur frá Dunk í Hörðu-
dal.
Sigurjón á Stóra-Vatnshorni var
tvímælalaust í röð beztu bænda
í sinni sveit. Hann var hygginn og
forsjáll í búskap sínum en þó sí-
fellt með augun opin fyrir öllu því
er til framfara horfði og orð'ið gat
búskap hans og framleiðslu til efl-
ingar. Hann var greindur vel og
skemmtilegur í vinahóp, hreinskil-
inn en þó orðvar og hleypidóma-
laus. Öll umgengni á heimili hans,
bæði utan hýiss og innan, bar vott
hirðusemi og snyrtimennsku. Bú-
skapur þeirra hjóna stóð jafnan
með miklum blóma og á traustum
grunni. Sigurjón átti jafnan nægar
fóðurbirgð'ir hvernig sem áraði,
enda gaf búfé hans góðan arð.
Hann framkvæmdi miklar húsabæt
ur og ræktun á jörð sinni, byggði
íbúðarhús úr timbri en penings-
lxús og hlöður úr steinsteypu og
var það allt traust og vel til þess
vandað.
sífellt hnignandi og reyndi þá
mjög á þrek og þolgæði Jóhönnu
konu hans. En hún stundaði mann
sinn af frábærri umhyggju og ná-
kvæmni þar til yfir lauk. í þeirri
löngu og ströngu sjúkdómsraun
var henni bað mikið lán að vera
{ í ^ .
gædd miklu líkamsþreki og sálar-
styrk, enda þótt heilsa hennar sé
nú tekin að bila. Hún býr nú ein
og á kyrrlátt ævikvöld í skjóli j
Jóhönnu dóttur sinnar og tengda- >
sonar. 1
Að leiðarlokum kveð ég þennan '
látna vin minn með þakklæti fyrir ;
margar og Ijúfar samverustundir |
og bið honum allrar blessunar >
handan móðunnar miklu. Konu ‘
hans börnum og öðrum ástvinum '
sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.
Sigti-yggur Jónsson
Auglýsið í
TÍMANUM
Á Stóra-Vatnshomi var jafnan
gestkvæmt, enda er þar kirkju-
staður og jörðin í þjóðbraut. En
þau hjón bæði nutu þess að taka á
rróti gestum og veita þeim af
rausn og myndarbrag.
Sigurjón kaus helzt að hafa lítil
; afskipti af opinberum málum, hug
i ur hans beindist allur að heimil-
j inu og búskapnum. Þó komst hann
| ckki hjá því að sinna ýmsum störf
i um út á við. Hann var m. a. all-
i mörg ár £ hreppsnefnd og skatta-
i nefnd. En þar sýndi hann, sem ann
j ars staðar, glöggan skilning í með
| ferð og afgreiðslu mála.
I Sigurjón frá Stóra-Vatnshorni
1 átti við mikla vanheilsu að stríða
{ síðustu árin, sem hann lifð'i og
varð þá oft að dveljast langdvöl-
um á sjúkrahúsum, stundum án
þess að fá nokkra bót meina sinna
Var þá svo komið, að þau\hjónin
tieystust ekki til að stunda leng-
ur búskap, seldu því jörð og bú
og fluttust til Hafnarfjarðar., Sú
ráðabreytni var tvímælalaust ékki
sársaukalaus fyrir Sigurjón, þvi
ið hann unni bernskustöðvum sín
um og æskusveit.
Eftir að þau hjón voru setzt að
I i Hafnarfirði, fór heilsu Sigurjóns
KAFFIBREGZT
ALDREI
TÍMINN, laugardaginn 26. janúar 1963
13