Tíminn - 30.01.1963, Blaðsíða 4
I
MINNING
Hildur Úlafsdóttir
í dag vcrður til onoldar borin
frá Fossvogskirkju Hildur Ólafs-
dóttir, Þinghólsbraut 47 í Kópa-
vogi. Hún var aðeins á fjórtánda
ári, dóttir hjónanna Margrétar
Óiafsdóttur og Ólafs Jenssonar,
verkfræðings. Hún fórst í sviplegu
umferðarslysi á Reykjanesbraut 24.
þ.m. er hún var að koma frá spurn
ingum í kirkjunni, ásamt stallsyst-
ur sinni, enda átti hún að fermast
að vori.
Hildur litla var fædd 3. apríl
1949 og elzta barn foreldra sinna;
fagurt, efnilegt og hugþekkt barn.
Hún óx sem fagurt blóm { heima-
ranni, naut uppeldis mikilhæfra
foreldra og umhyggju allra vanda-
inanna, sem festu á henn{ mikla
ást og bundu við hana bjartar von-
ir. f þessu umhverfi dafnað'i hún
vel í uppvextinum, og góðir eðlis-
kostir hennar þroskuðust og nutu
sin eins og bezt virtist á kosið.
Þeip komu í ljós hver af öðrum
e:ns og blóm, sem springa út. í
sambúð við systkin og vandamenn
átti hún ríka barnsgleði en þó ró-
lega festu, ástúð og alúð, þegar
það hæfði. Þegar að skólanámi
kom, birtist óvenjulega skýr
greind, námsáhugi og mikill fé-
lagsþroski. Hún var dáður nem-
andi og þekkjarfélagi. Þannig liðu
barnaskólaárin. Hildur gekk á
þeim árum í skátahreyfinguna og
starfaði þar sem annars $taðar af
ábyrgðarkennd og félagsþroska,
og hún ávann sér þar sem annars
staðar traust og vináttu félaga
sinna.
Að loknu barnaprófi fór Hild-
ur í Kvennaskólann í Reykjavík,
og var þetta annar vetur hennar
þar. Verkefni og kröfur til henn-
ar jukust, en hún óx með þeim og
gerði ætíð betur en uppfylla þær
vonir, sem við hana voru tengdar,
og náði þegar frábærum námsár-
angri.
Þannig var Hildur litla á mótum
bernsku og æsku, þegar alvöld
hönd hreif hana brott. Hún var
yndi foreldra sinna og vanda-
manna, sem sáu þar vera að ræt-
ast fegurstu vonir sínar. Hún var
vinur og eftirlætisfélagi skóla-
systkina og jafnaldra. Allir þeir,
sem kynni höfðu af þessari hug-
ljúfu efnisstúlku, vissu að þar var
mikilhæf atgerviskona að vaxa
upp. Þeir vissu, að þar var sterk-
ur manngildisþráður spunninn
inn í framtíðina. Og þó var sá þráð
ur klipptur sundur í einu vetfangi.
Þungi sorgar verður ekki veginn,
og enginn veit, hver þyngsta byrði
her í þeim efnum. En veit nokkur
þyngri högg en þau, sem falla með
þeim atburðum. sem hér hafa orð-
ið? Margir vinir og kunningjar
munu hugsa með djúpri samúð til
heimilisins að Þinghólsbraut 47,
ekk{ sízt foreldrar í Kópavogi, sem
skilja betur en aðrir það, sem hér
hefur gerzt.
Skólasystkin og skátafélagar
Hildar heitinnar hafa sýnt þann
ræktarhug að efna til minningar-
sjóðs um þessa látnu stallsystur.
— A. K.
HILDUR ÓLAFSDÓTTIR
Fædd 3. aprfl 1949
Dáin 24. janúar 1963
Seint mun okkur líða úr minni
fyrsta kennslustund hins 25. þ.m.,
þegar skólastjórinn tilkynnti okk-
ur þá harmafregn, að Hildur
bekkjarsystir okkar hefði látizt af
slysförum kvöldið áður.
Sorgarþögn ríkti í bekknum
okkar þann dag. Hilduri var horf-
in sjónum. Hugsanir okkar reik-
uðu aftur í tímann, meðan hún
enn var hjá okkur, hugljúf og hátt-
vís, síglöð og skemmtileg. Okkur
fanst' erfitt að sætta okkur við
þennan helsára veruleika, að við
sæjum hana ekki framar. Við
^horfðum á auða sætið hennar ög
hugsuðum um hana eina. Orð
kennara og nærvera urðu fyrir
utan skynjun okkar, við hvorki
heyrðum sé sáum. — Hún var ó-
venjulegur félagi og átti jafnt
bug kennara sem skólasystra. Hild-
ur var mjög fjölhæf og áhugasöm
— hvort sem um lfeik eða starf
var að ræða. Var hún í skemmti-
r.efnd bekkjarins, og æfðum við
nokkrar stúlkur úr bekknum með
henni leikrit, og eigum við margar
Ijúfar minningar frá þeim stund-
um. Bjartsýni hennar og hugrekki
brást aldrei, og oft hughreysti hún
okkur á alvörustundum. Meir var
henni að skapi að sinna erfiðum
viðfangsefnum, enda hugsaði hún
til langskólanáms.
Á síðasta afmæli hennar bauð
bún okkur nokkrum bekkjarsystr-
um heim til sín, og er okkur það
minnísstætt, hve allir á heimilinu
voru samrýndir og elskulegir hver
við annan.
Það var höggvið stórt skarð í
okkar glaðværa hóp, þegar Hildur
hvarf okkur, og það skarð getijr
enginn fyllt. Við munum geyma
minningu þessarar bekkjarsystur
í hjörtum okkar ævilangt.
Við vottum foreldrum hennar og
systkinum innilegustu samúð í
þeirra miklu sorg og biðjum guð
að blessa þeim minningu hennar.
Bekkjarsystur
fyrir sig tæknifræðinám. Þetta
hefur borið þann árangur að nú
eru nálægt því jafn margir ungir
menn við tæknifræðinám erlendis
og heildartala tæknifræðinga var
hér á landi fyrir þrem árum, þegar
félagið var stofnað.
Tæknifræðingafélag íslands mun
af áhuga fylgjast með framvmau
þessa mikla nauðsynjamáls og
þótt menn séu ekki að öllu leyti
sammála um leiðir, má það á eng-
an hátt verða til þess að spilla mál-
inu í byrjun.
(Frá Tæknifræðingafélagi
íslands).
Athugasemd
Tæknifræðingafélag fslands fagn
ar því að hæstvirtum menntamála-
ráðherra skuli vera ljós þörf þjóð-
félagsins fyrir stór auknum fjölda
tæknifræðinga.
Tæknifræðingafélag íslands fagn
ar því að spurningin um mögu-
leika fslendinga á tæknifræði-
menntun, skuli hafa, verið tekin
fyrir hjá menntamálaráðuneytinu
og að vænta megi aðgerða í þessu
mjög svo þýðingarmikla máli á
næstunni.
Tæknifræðingafélag íslands telur
að spór hafi verið stigið í rétta
átt á síðastliðnum vetri, með sam-
þykkt Alþingis á þingsályktunar-
tillögu Eggerts G. Þorsteinssonar
alþingismanns um undirbúnings-
námskeið til tæknifræðimenntun-
ar, enda þótt hún hafi eigi komið
til framkvæmda.
Undir yfirumsjón menntamálaráð
herra hafa tveir opinberir skólar,
Iðnskólinn í Reykjavík og Vélskól-
inn í Reykjavík, á síðastliðnu
hausti auglýst „skóla“ til undir-
búnings þeim er hyggjast hefja
tækninám erlendis, þrátt fyrir ský-
laus fyrirmæli Alþingis um að
samráð skuli haft við Tæknifræð-
ingafélag íslands um framkvæmd
þessa máls, hefur oss enn eigi bor-
izt ósk þar um.
Menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ.
Gslason skýrði frá í Alþýðublaðinu
26. þ.m. að nefnd skipuð af mennta
málaráðuneytinu hafi samið frum-
yarp að lögum um tækniskóla á
íslandi, og ekki verður annað séð
á greininni en að átt sé við tækni-
fræðiskóla. Ekkert samráð hefur
! verið haft við Tæknifræðingafélag
íslands um þetta mál.
Síðan Tæknifræðingafélag íslands
var stofnað fyrir tæpum þrem ár-
um, hefur það starfrækt upplýs-
inga- og leiðbeiningaþjónustu fyr-
ir þá menn er hug hafa á að leggja
Póstafgreiðslumanns-starf
Staða Póstafgreiðslumanns við Póststofuna í
Reykjavík er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir, er greini menntun og starfsreynslu,
sendist fyrir 20. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í skrif-
stofu póstmeistarans 1 Reykjavík.
Póst- og símamálastjóri.
LOKAÐ
eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 31. janúar, vegna
jarðarfarar.
Bæjarskrifstofan í Kópavogi.
ALMAR
mótordælur
með Briggs & Stratton
benzínmótor
GUNNAK ASGEIRSSON H.F
Suðurlandsbraut 16
Simi 35200
Royal
Auglýsinga-
sími Tímans
er 19523
Eggert G. Norðdahl
frá Hólum
Fæddur 18. júní 1866
Dáinn 14. janúar 1963
Kveðja frá börnunum
Mannkostanna minning lifir
meðan lífs er saga skráð
ef ei samtaks bresta böndin
bilar aldrej þjóðar dáð.
Þennan sterka mátt í starfi
studdir þú af ráðnum hug
landsins gagn í einu og öllu
átti þinn hinn mikla dug.
Athafnanna orkuþróttur
efldi kærleik, líka dáð
tvúna gaztu þroskað þína
bann í akur fræi sáð.
Höfðingslund og hreinan vilja
hlaustu strax í vöggugjöf
nú af ástúð ljúft við leggjum
laufguð blóm á þína gröf.
Ár og dagar áfram líða
aldaraðir fara hjá
ævin þegar enda tekur
cnnar heimur birtist þá.
Þitt er líf á jörðu liðið
líður sálin hæða til
bjartur, eyðir dauðans dofa
dýrðarljómi bak við hel.
Magnús Óiafsson.
MASSEY- FERGUSQN - 3 JX
er 41 hestafl
ir Sferkur
ic Lipur
ic Faliegur
Hvergi fæst ódýrari orka: Verð frá 105 þús. kr.
Sambandshúsinu - Reykjavík - Sími 17080.
4
T í M I N N, fimmtudagur 31. janúar 1963.