Tíminn - 30.01.1963, Síða 6
okt. 1958 okt. 1962.
kr. 1.696,00 kr. 3.446,00
Vísitala vöruverSs, þjón-
a
100% verð
hækkuná
mjölvörum
ustu og húsaleigu hefur
hækkaS um 42 stig síSan
„viSreisnin" hófst en þaS
samsvarar 82 stigum á
þeim vísitölukvarSa, sem
miSaS var viS í tíS vinstri
stjórnarinnar. í núgildandi
vísitölu er húsaleigan reikn
uS allt of lágt, aSeins 900
krónur á mánuSi fyrir meS-
alfjölskyldu og vita allir,
hve fjarri þaS er raunveru-
leikanum. Vísitöluhækkun-
in segir því ekki nema hálf-
an sannleikann um hinar
gífurlegu verShækkanir,
sem orSiS hafa.
Séu ^eknar f jórar tegund
1»’*'
ir mjölvöru, sem hver ein-
asta fjölskylda í landinu
kaupir til lífsviSurværis og
boriS saman verSlag á þess
um vörum í október. 1958
annars vegar og í október
1962 hins vegar, kemur
glöggt í Ijós, hve gífurleg
verShækkunin er. Hún er
hvorki meira né minna en
næstum 100%.
Þannig hafa stjórnar-
flokkarnir efnt loforSiS frá
síSustu kosningum um stöS
ugt verSlag án nýrra skatta
og tolla. Þannig var leiSin
til bættra lífskjara. Menn
ættu aS bera þessar gífuf-
legu verShækkanir saman
viS kauphækkanirnar, sem
orSiS hafa á umræddu tíma
bili og sjá, hvort ekki hall-
ast tölúvert á.
Þingstörf í gær
Fundur var í sameinuðu
þingi í gær. Tvö mál voru á
dagskrá fundarins, bankaútibú
á Snæfellsnesi bg éfnahags-
bandalagsmálið. Aðeins annað
málið var tekið fyrir, þ. e.
bankaútibú á Snæfellsnesi, en
efnahagsbandalagsmálið tekið
út af dagskrá. Ekki er vitað,
hvað olli því. Ef til vill hafa
ráðherrar ekki verið búnir að
endursemja ræður sínar í sam
ræmi við þá atburði, sem orðið
hafa á þeim vettvangi síðustu
daga. Kannske var það vegna
þess, að Bjarni Benediktsson
var ekki viðstaddur — en' vill
halda í höndina á Gylfa í mál-
inu?
Benedikt Gröndal hafði fram
sögu fyrir þingsál.yktunartil-
lögu sinni um bankaútibú á
Snæfellsnesi. Sagði hann mikla
þörf fyrir það á nesinu og ósk-
ir komið fram frá íbúunum, að
slíku bankaútibúi yrði komið
á fót. Tillaga Benedikts er ann
ars áskorun á ríkisstjórnina
að hlutast til um að bankaúti-
bú verði reist á Snæfellsnesi.
Skúli Guðmundsson kvað
ekki ástæðu til að gera þetta
mál að þingmáli. Undanfarið
hefðu bankarnir reist mörg úti-
bú víða um land' og fyrirhugað
væri að. koma upp fleirum.
Bankarnir sjálfir tækju einir
um þetta ákvarðanir og ekki
vitað, að ríkisstjórnin hefði
þar komið nærri. Það væri því
við bankastjórnir og bankaráð
að eiga og ekki þörf afskipta
Alþingis af málinu að sinni.
Hitt væri efalaust, að mikii
þörf væri fyrir slíkt bankaúti-
bú á Snæfellsnesi.
Sigurður Ágústsson sagði, að
þetta væri ekki í fyrsta sinn,
sem tillaga hefði komið fram
á Alþingi um að reist yrði
bankaútibú á Snæfellsnesi. Fyr
ir 45 árufn hefði verið sam
þykkt áskorun á stjórn Lands-
bankans að reisa útibú í Stykk
ishólmi. Útibúið væri ekki
komið enn.
Gylfi Þ. Gíslason, bankamála
ráðherra, sagði það samkv. lög-
um algerlega á valdi bankanna
sjálfra, hvar og hvenær þeir
kæmu sér upp útibúum. Að
hans áliti væri hlaupinn ofvöxt
ur í bankaútibúin hér í Reykja
vík, en hins vegar gætti ekki
nægilegs jafnvægis, þegar litið
væri á landið j heild. Viðskipta
málaráðuneytið gæti hins veg-
ar engin afskipti haft af þess-
um útbúamálum bankanna.
Skúli Guðmundsson sagði
Framhald á 13. siðu.
KÚSBYGGJENDUR! HdSEIGENDUR!
Ég vil vekja athygli ykkar á BUCHTAL-kera mikverksmiðjunum, vestur-þýzku, sem fram-
leiða hinar þekktu Keramik-plötur til vegg- og gólfklæðningar. — Keramik-plötur þessar,
sem eru bæði skrautlegar og mjög endingargóðar, þola mikil högg, salt og sýrur, hafa rutt
sér til rúms, sér í lagi þó í öllum stórbyggingarframkvæmdum.
BUCHTAL-keramikverksmiðjurnar voru sæmd-
ar guil-medallu á heimssýningunni í Briissel,
1957, fyrir fyrsta flokks vörugæði.
Keramik-plötur þessar eru notaðar m.a. til
Frystihúsa, sundhalla, mjólkurvinnslustöðva, verksmiðju-
byggingá og íbúðarhúsa af öllum stærðum, skólabygginga
og til allra opinberra bygginga, véla- og raforkuvera,
hjúkrunarbaða og snyrtiherbergja, bílaþvottastöðva og
íþróttahúsa, kjötvinnslustöðva, kjöt og fiskverzlana,
brauðgerðarhúsa og mjólkurbúða, húsaanddyra og- gang-
stétta og til alls konar skreytinga á börum og anddyrum.
Það eru fyrst og fremst hagsýnir menr. sem nota Buchtal-
keramik-plötur, því að með notkun þeirra sparast við-
haldskostnaður að öllu leyti.
Eins og ofangreid upptalning sýnir má nota kearmik-plöturnar bæði innan húss og utan.
Styrkleiki þeirra og ending hefur reynzt frábær samkvæmt niðurstöðum á rannsóknum, sem
framkvæmdar voru við vestur-þýzka háskóla af þekktustu efna-vísindamönnum Þjóðverja.
Keramik-plöturnar eru endingarbezta og fegursta byggingarefni, sem völ er á.
Myndalistar og sýnishorn fyrirliggjandi.
Allar nánari upplýsingar gefur einkaumboðsmaður á íslandi:
MAGNÚS HARA.LDSSO■
Umboðs og heildverzlun, Aðalstræti 8, símar 16401 og 18758.
Símnefni: ÁRVAKUR
6
T f M I N N, fTmmtudagur 31. janúar 1963.