Tíminn - 30.01.1963, Síða 13

Tíminn - 30.01.1963, Síða 13
Gísli Þórðarson bóndi kvaddur Kveðja frá samferðamanni, flutt við jarðarför hans 29. september 1962. Hér er kvaddur í hinzta sinn Gísli Þórðarson, gildur bóndi. Góður drengur og gæfumaður, hreppsins stoð og stytta lengi. Lifað hann hafði langa ævi, unnið ótrauffur til aldursloka, verk til heilla vorrar þjóðar þau er geymast en gleymast eigi. Hann á árdögum ævi sinnar sótti sjó og sýndi dáðir. Þegar aff boðar brattir risu æðraðist eigi á úfnu hafi. Beisti hann bú »g brúði fann, förunaut tryggan, flestum betri. Ræktað'i land og ruddi brautir, byggði sitt hús á bjargi traustu. Fjölgaði fólki, fæddust niðjar, foreldra sinna fremsta gleði. Marga munna metta þurftí, eigi varff setið auðum höndum. Gréru grös, , græ(iíiigt fé, í efldjft með árum auffnuhagur. Sinna þurfti sveitarstörfum, miðla málum á mannfundum. Þakka þér samfylgd ^ þína Gísli, lengi lágu leiðir saman. Síðustu samfundum sízt ég gleymi lástu þá sjúkur lágt á beði. Ræddum við saman reifir og glaðir vandamál lífsins og vorrar þjóðar. Hlýtt var þitt hinzta handtak, vinur. Klökknuðu báðir viff kveðjuiokin. Hvað er dauðinn? Djúpur blundur líkama látins við lokna ævi. Dauðinn er upphaf æðri sælu, fæðing andans til eilífs lífs. Börn og brúffur blessa þitt nafn, sveitungar allir og samferðamenn. Vertu oss drottinn vörn í nauðum, þerraffu trega- tár af hvörmum. Spor þótt máist og minningar blikni, minningar lifa mætra drengja. „Merkið stendur þó maðurinn falli.“ Far heill vinur til friðarheima. 29.9. 1962. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. T f M I N N, ffmmtudagur 31. j „Trú$u á fvannt,.. “ h r-jir i S *i?Vu sem heldur vöku fyrir biskupnum, og hann óttast að dragi frá kirkju cg kristnidómi. Vill hann endilega kalla spiritismann sérstaka trúar- hreyfingu, þótt hann haldi sig ein-; vörðungu við það atriði að reyna j að sanna fiamhaldslifið, að áliti biskups. Mér kemur allt í einu í hug göm- ul saga af ekkju nokkurri. Hún átti einn son. Sá gjörðist farmað- j ur. Það var eitt sinn, að skipið sem hann var á, var nýlagt af stað j i langa sjóferð. Gerði þá fárviðri j og hafgang mikinn og stóð' svo í marga daga. Hrqkti þá skip mörg og komu sum aldrei fram. Svo var og um skin það, er sonur ekkjunn- ar var á. í margar vikur spurðist ekkert til þess né skipshafnarinn- ar, og ætluðu allir að það hefði týnzt með allri áhöfn. Harmaði ekkjan son sinn sem von var, og lá við aff hún legðist í rekkju af sorg, og ekki sinnti hún að fara til tíða, sem þó var vani hennar. Svo var það einn dag, aff ókunn ur ferðamaður kveður dyra hjá henni og færir henni bréf og kveðju frá syninum, sem hún ætl- aði að væri horfinn í hafið. Var hann þá heill á húfi í fjarlægu landi. Kvað hann skip sitt hafa hrakizt til þessa lands í fárviðr- ínu mikla og brotnaði það í spón ’ við ströndina, en hann og einn félagi komizt lífs af. Sagði hann þá hafa fyrir hitt gott fólk og liði honum hið bezta í allan máta og kvaffst mundu heim koma með vorinu. Við þessi gleðitíðindi fellur móð- irin á hné og lofar guð með heit- um fagnaðartárum. Hresstist hún r.ú skjótt, og árla næsta dag, sem var drottinsdagur, býr hún sig að iieiman og heldur til kirkju, en þangað var alllöng leið. Þar settist hún á bekk með öðrum kirkjugest- \ um, hlýddi á messu og söng og j lofar gæzku og miskunn drottins . síns. Vissan um að hinn elskaði sonur hennar væri á lífi virtist ekki gjöra hana afhuga guði sín- um eða kirkju, heldur þvert á móti. Annars verð' ég að segja það að ummæli biskups úm spiritismann finnst mér næsta einhliða og yfir- borðsleg. Þegar mér verður hugs- að til málflutnings og fræðslu þeirra sr. Haraldar Nielssonar prófessors og Einars H. Kvarans rithöfundar um þau mál, finnst mér að minnsta kosti augljóst að biskupinn hafi ekki lagt sig eftir ,,að ná í það bezta“ af þeim vett- vangi. Auðvitað á bæðj spiritismi og guðspeki til sína ranghverfu í meðferð trúgjarnra og fávísra manna. En skyldi ekki kristindóm urinn eiga einnig sína ranghverfu? Við skulúm skreppa einhvern tíma niffur á „Torg“, þegar — karl- inn á kassanum — er að predika þar. Biskup segir spiritismann ein- i angra sig við það eitt að sanna 1 framhaldslífið. Jafnvel þótt svo væri, virðisl þag sannarlega ekki svo lítilsvert atriði. Hefur ekki kirkjan og hennar þjónar frá í.vrstu tíð verið að basla við að írelsa — sálir manna? En hvaða meining væri í þessu hjá þeim, nf engin sál væri til? Biskup seg- ir raunar ag frá sjónarmiðj krist- innar trúar sé ekkert álitamál, að maðurinn lifi þótt hann deyi. Eg efast heMur ekki um að allur fjöld inn af fslendingum trúir að sál- j in sé til og líf að loknu þessu, en ; það er áreiðanlega ekki einvörð- ungu vegna þess, sem þeim var kennt í kverinu sínu. Hér renna fleiri stoðir undir og þá fyrst og íremst frá spiritismanum og guð spekinni M4 sjá þess glögg merki á margan hátt, meðaJ annars á sumum minningargreinunum, sem lesa má í dagblöðunum. Það er einmitt ekkert álitamál. að þessar tvær stefnur — spiritisminn og guðspekin — eru þau öfl á okkar öld, sem rennt hafa styrkustu stoð unum undir eitt aðalatriði hinnar anúar 1963. kristnu, trúar, kenninguna um fram haldslífið og eru því samherjar kirkjunnar í baráttunni gegn efn- ishyggjunnj þótt sumir kirkjunnar menn vilji ekki sjá það né viðkann ast. Á margvislegan hátt hafa þess ar stefnur líka frjógvað trúarlíf þjóðarinnar. Jafnvel englasöngur- inn og boðberarnir himnesku á Betlehemsvöllum hafa aftur kom- izt í nálægð, eins og á bernsku- dögunum, og , páskaundrig orð’ið mörgum að lifandi veruleika. Sumir af okkar fegurstu sálm- um eru ortir af guðspekisinnum eða yfirlýstum spiritistum eins og sálmarnir Drottinn vakir og Þú Kristur ástvin alls, sem lifir, og enginn hefur orðað betur í fám orðum aðalkjama þess boð'skapar, sem guðspekin hefir að flytja en þjóðskáldið okkar gamla, Stein- grímur Thorsteinsson í sinni al- kunnu vísu: Trúðu á tvennt i heimi tign, sem hæsta ber, guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér. Ingibjörg Þorgeirsdóttir Á förnum vegi FramhaJd af 2. síðu. Ijóst, að með fífldirfsku og fyrlr. hyggjuleysl, er hann að leggja stein í götu þessarar starfsemi og getur orðið þess valdandi að aðr- ir bíði líf- eða heilsutjón vegna mis taka hans, ef annars staðar ber slys að höndum á sama tíma, sem ckki er hægt að sinna, eða slys ber að höndum við að bjarga hon- um sjálfum. Supermenn nútímans ættu að hugleiða þetta fyrst, áður en þeir að nauösynjalausu reisa sér hurð- arás um öxl. Þeir ættu að hug- leiða alla þá stórkostlegu fyrirhöfn og allan þann kostnað, eyðslu verð mæta og áhættu á lífl og limum annarra manna og áhyggjur sinna nánustu. Mætti þá svo fara að þelr Jétu hurðarásinn óhreyfðan. Nú á tímum er það ekkert einka mál hvers og eins hvernig hann I fiaSaKiw.¥r>m* °ry99!siT,álum. Fífl- dirfska getur dregið eftlr sér þung an slóða, sem dæmin sanna. Má þó segja, að út yfir taki, þegar dagblöðin varpa Ijóma á slík ar „hetjudáðir". •— Þorri. 2. síðan unarinnar svo til, að enda þótt slíkir limir hafi verið á boð'stól- um frá því 1948, virðast margir óttast tæki þessi sökum marg- breytileika þeirra. Er því unnið að því að hafa limina þannig úr garði gerða, að sem allra auð- veldast sé að stjórna þeim. Þannig mætti lengi telja þann arangur, sem orðið hefur. af við- leitni rannsóknardeildar Kali- forniuháskólans og öðrum stofn- unum sömu tegundar. Áætlaff er, að a. m. k. tvær til þrjár slíkar rannsóknarstöðvar séu starfandi í hverri stórborg í Bandaríkjun- um, sem allar vinna af alhug að þessu mikilvæga máli. Þá eru einnig aðrar starfandi i smærri héruðum. Afstaða de Gaulle Framhald >i 7 síðu sem lagt hefur allt kapp á að koma Englendingum inn í Efnahagsbandalagið. Eins og ástatt var er næsta skiljanlegt, að Churchill og Macmillan skyldu leggja meiri áherzlu á að geðjast hinum volduga en landflótta hershöfð- mgjanum franska, sem auk þess hafði áður reynzt erfiður viðfangs. Komið hafði til átaka i Sýrlandi og Libanon 1941, og Snglendingar höfðu blandað sér ótæpt í mál þessara landa. Það olli heiftúðugum átökum milli Englendinga og Frakka 1945. Bretar höfðu hertekið Madagascgr í maí 1942 að de Gaulle forspurðum qg þvert >fan í gefin heit. Ashcroft heldur því fram, að „Churchill hafi blátt áfram ekki getað liðið de Gaulle.“ 1943 lét hann brezkum blöðum í té trúnaðarupplýsingar, þar sem fariff var mjög niðrandi .orðum um de Gaulle, til þess að grafa undan áliti hans. Þetta var auðvitað birt í bandarísku blaði. GIRAUD var horfinn í skugg ann þegar innrásin var gerð í Normandí í júní 1944. And- spyrnuhreyfihgin og stjórn- málaflokkarnir höfðu stutt de Gaulle svo eindregið, að keppi- nautur hans hafði orðið að þoka. De Gaulle var samt sem áður ekki kvaddur til ráða við undirbúning innrásarinnar. Hann var kvaddur til London á síðustu stundu til þess að fall- ast á áætlanir bandamanna, en þær sniðgengu með öllu þá yfirstjórn, sem Alsírstjórnin hafði undirbúið. Út af þessu urðu hatrömm átök milli Churchills og de Gaulles. í þeim átökum lét brezki forsætisráðherrann þau orð falla, sem ef til vill valda meiru um þá afstöðu, sem de Gaulle hefur tekið gagnvart Englandi en allar auðmýking- arnar, sem hann hafði orðið að þola meðan á stríðinu stóð, bæði af hálfu Breta og Banda- ríkjamanna. Orð Churchills voru á þessa leið: „Hvernig getur yður dottið í hug, að Englendingar taki aðra afstöðu en Bandaríkin? Við ætlum að frelsa Evrópu. Okkur er það mögulegt einungis vegna þess, að Bandaríkin eru á okkar bandi. Og eitt enn: Þér hljótið að gera yður ljóst, að í hvert sinn, sem við þurf- um að velja milli hins opna hafs og Evrópu, þá hljótum við ávallt að velja hið opna haf. Hvert sinn, sem ég þarf að velja milli yðar og Roosevelts, mun ég ávallt kjósa hann-held- ur.“ : ... . - .. í stjörnmálum er erfitt að sjá tuttugu ár fram í tímann. (Þýtt úr Politiken). Þingstörf í gær Pr-i-^hairi af 6 réttu leiðina í þessu máli að leita til bankastjórna og banka ráða bankanna og kanna vilja þeirra gerla til málsins, hvort bankarnir hefðu ekki hug á bví að koma upp útibúi á Snæ- fellsnesi. Fyrr væri ekki ástæða il að gera þetta að þingmáli. Benedikt Gröndal sagði meirihluta bankanna ríkis- , banka og því eðlilegt að Al- I þingi og ríkisstjórn kæmu sjón armiðum sínum að, hvað snerti staðsetningu útibúa. Víðavangur nýtt stórríki í Vesturálfu. EFTA er miklu lausara í reip- unum og byggt á grunmi sam- vinnu en ekki aamruna eins og EBE. Samt sem áður var ekki talið ráðlegt að ísland gerðist aðili að EFTA. — MbJ. getur því þess vegna hætt að tóna f þessum dúr í EBE-máliinu. — En finnst mönnum ekki skrýt- ið, þegar Mbl. leggur á það áherzlu dag eftir da,g núna, að vinstri stjórnin hafi óð og upp- væg vilja'ð láta ísland ganga undir svipaðar kvaðir oig i ,.aukaaðild“ kunna að felast? MM. er þó vanara að leggja áherzlu á hitt, að vinstri stjórnin hafi fjandskapazt yið vestrænar þjóðir o,g viljað draga flest í átt til Austur- Evrópu. — Það hafi vcrið kommúnistar, sem mestu réðu i vinstri stjórninni. — Þessi málflutningur Morgunbl. sýn- ír hva'ð bezt, að stjórnarflokk amir gerast nó hræddir vegna framkomu siinnar í efnahags- bandalagsmálinu. ( Ávarp til Hafnfirðmga Þegar Hafnarfjarðarkirkja var byggð fyrir nærri 50 árum, var gert ráð fyrir að síðar meir yrffi komið fyrir stundaklukku í turn- inum. Á s.l. ári ákvað sóknarnefnd að nefjast handa að útvega turn- klukku til kirjunnar. Voru undir- ritaðir þá kosnir í nefnð til þess aff annast framkvæmd málsins. Nú er svo komið að klukkan er komin til landsins og mun verða sett upp innan tíðar. Klukkan er keypt frá Vestur- Þýzkalandi. Hún samstendur af sigurverki, sem stjórnar vísum, sem komið verður fyrir á skífum á öllum fjórum hliðum tumsins. Stafirnir á skífunum og vísarnir sjálfir verða neonlýstir og munu því sjást langt að. Klukkan stjóinar hömrum, sem munu slá á kirkjuklukkurnar, sem fyrir eru í tuminum með stund- arfjórðungs millibili. Klukkan mun kosta um kr. 220 þús. með uppsetningu. Er hugmyndin að reyna að safna því fé öllu meðal bæjarbúa og hafa þegar safnazt um kr. 35 þús., þar á meðal með ágóða af tónleika- haldi í kirkjunni, áheitum og öðr- um gjöfum. Fjársöfnun til klukkunnar er nú að hefjast. Heitir nefndin á alla bæjarbúa, hvar í söfnuðj sem þeir eru, aff leggja máli þessu lið og leggja fé af mörkum. Bæjarbúar rnunu hafa mikið gagn af klukk- uni, sem mun sjást víða að og auk þess mun hún verða bænum til prýði. Áskriftarlistar munu liggja frammi hjá undirrituðum nefndar mönnum og enn fremur lijá sókn- arpresti, síra Garðari Þorsteins- svni, og gjaldkera safnaðarins, Jóni Gesti Vigfússyni. Hafnarfirði, í janúar 1963. Eiríkur Pálsson. Gúðjón Steingrímsson. Páll Kr. Pálsson. Stefán Sigurffsson. Evrópufrímerk' HINN 22. JANÚAR 1963 kom póst- nefnd Evrópuráðs pósts og síma (C EPT) saman til fundar í Bonn til þess að velja mynd á þessa árs Evr- ópufrlmerkis. Á fundinum mættu fulltrúar frá Þýzkalandi, Belgíu, Finnlandi, Frakklandi, Ítalíu, Luxemburg, Noregi, Hollandi, Sviss og Tyrk- landi. Þessi lönd, auk írlands, Stóra-Bretlands, fslands og Portú- gals, höfðu lagt fram samtals 27 tillöguteikningar eftir listamenn í þessum löndum. Valin var tillöguteikning eftir Arne Holm prófessor við tekniska háskólann í Þrándheimi. Er hún af fjórum línum, sem skerast og mynda fjóra ferhyrnda reiti og í hverjum þeirra er einn af upphafs stöfunum CEPT. Á hún að tákna hið nána samstarf póst- og síma- málastjórnanna, sem aðild eiga að CEPT. Ákveðið var, að útgáfudagur frímerkisins 'skyldi vera 16. sept. 1963. Á fundinum voru einnig rædd ýmis mál varðandi útgáfu Evrópu frímerkja og m. a. ákveðið að beina enn einu sinni þeim tilmæl- urn til þeirra póststjórna, sem taka þátt í útgáfunni, að prenta þau í nægilega miklu magni til þess að geta fullnægt hinni stöð- ugt vaxandi eftirspurn almennings. Frá íslandi voru sendar tvær teikningar eftir þá Hörð Karlsson og Leif Kaldal. (Frá pósti og síma) I 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.