Tíminn - 30.01.1963, Síða 14

Tíminn - 30.01.1963, Síða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER vinna seni venjulegur verkamað- ur. „Þegar hér var komið,“ segir hann, „vann ég sjálfstætt sem teiknari og málaði vatnslitamynd ir.“ Þetta er reyndar dálítið vill- andi, eins og flest, sem íýtur að sjálfum honum í Mein Kampf. Enda þótt vitnisburður þeirra, sem þekktu hann á þessum tíma, virðist varla áreiðanlegri, hefur þó tekizt að afla nokkurra upp- lýsinga til þess að setja saman mynd, sem ef til vill er nákvæm ari og vissulega fullkomnari. Það er nokkurn veginn öruggt, að Adolf Hitler var aldrei húsá- málari eins og stjórnmálaandstæð íngar hans stríddu honum með að minnsta kosti er engin sönn- un fyrir þvi, að hann hafi nokkru sinni stundað þá iðn. Það, sem hann gerði, var að mála ófágaðar, litlar myndir af Vín, oftast af ein hverjum þekktum stað eins og St. Stephen-dómkirkjunni, óperunni, Burghteater, Schönbrunnhöllinni eða Rómversku rústunum í Schön brunn-garðinum. Að því er vinir hans sögðu, gerði hann þessar myndir eftir öðrum eldri lista- verkum. Hann gat greinilega ekki teiknað sjálfstætt. Myndirnar eru fremur tilgerðarlegar og líflaus- ar, eins og lauslegt uppkast arki tekts, sem er að byrja, og mann- eskjurnar, sem hann stundum teiknaði, eru. svo illa gerðar, að þær minna einna helzt á tei’kni- myndaseríur. Heiden segir um þessar manneskjur: „Þær eru eins og litlir úttroðnir mjölsekk- ir fyrir utan hinar háu, tignarlegu hallir". Liklega hefur Hitler selt kaup mönnum þessar myndir í hundr- aða tali til þess að skreyta veggi lítilfjörlegra verzlana þeirra, smá sölum, sem notuðu þær til þess að fylla auða myndaramma, sem voru til sýnis, eða húsgagnasmið um til að iíma aftan á ódýra sófa og stóla, eins og tízka var um þessar mundir í Vín. Hitler gerði líka ýmislegt annað. Stupndum teiknaði hann auglýsingaspjöld fyrir vörur eins og Teddys-svita- duft, og svo var eitt spjaldið sem ef til vill fékkst eitthvað fyrir um jólaleytið, en á því sást Santa Claus vera að selja fallega lit kerti, og annað af grísku turn 'spírunni á St. Stephens, sem Hitl- er þreyttist aldrei á að teikna, gnæfandi upp úr fjallháum stafla af sápustykkjum. Hingað_ og ekki lengra náðu „lista“-afrek Hitlers, en engu að síður áleit hann sig listamann til síðasta dags. Hann leit sannarlega út eins og bóhemi á þessum flakkaraár- um í Vín, Þeir, sem þekktu hann, mundu síðar eftir honum klædd- um svörtum sóðalegum yfirfrakka sem hékk niður á hæla og líktist einna helzt KAFTAN, en hon- um hafði verið gefinn frakkinn af ungverskum Gyðingi, sem verzlaði með gömul föt, og bjó á heimil- inu, þar sem hann bjó, og hafði verið honum vingjarnlegur. Þeir muna eftir svarta og kámuga derby-hattinum, sem hann gekk með allt árið um kring, matta hárinu, sem hann burstaði niður yfir ennið, eins og hann gerði einnig síðari árin,, og sem hékk að aftan ógreitt niður yfir skít- ugan kragann, því ekki lét hann oft verða af því að láta klippa sig eða raka, að því er virðist. Vangarnir og hakan voru venju lega þakin svörtum skeggbrodd- um, eins og væri hann að byrja að safna. Að einu leyti var Hitler ólíkur ungu villuráfandi mönnunum, sem hann bjó með, og það var í því, að hann hafði enga af löst- úm æskumannsins. Hann hvorki drakk né reykti. Hann skipti sér ekki af konum — ekki vegna nokk urs óeðlis, svo vitað sé, heldur einfaldlega vegna rótgróinnar feipini. „Ég held,“ sagði Hitler í Mein Kampf, „að þeir, sem þekktu mig á þessum tíma, hafi álitið mig vera einhvern sérvitring.“ Þeir mundu, eins og kennarar hans, eftir hörðu, starandi aug- unum, sem bar svo mikið á f and litrnu og virtust gefa í skyn eitt- hvað, sem byggi í persónuleikan- um, og ætti ekki samleið með hinni ömurlegu tilveru þessa ó- þvegna flakkara. Og síðast en ekki sízt minnast þeir þess, að þessi ungi maður, þrátt fyrir alla hans leti, þegar um líkamlega vinnu var að ræða, var mikill lestrarhestur, og eyddi mestum hluta dagsins og kvöldanna í að drekka f sig það, sem í bökunum stóð. — Ég las feikimikið og nákvæm lega þessi ár. Þegar ég var ekki að vinna, eyddi tímanum í lest- ur. Á þennan hátt aflaði ég mér á fáum árum þeirrar undirstöðu- þekkingar, sem ég enn lifi á. í „Mein Kampf ræðir Hitler ýtar lega um lestur. — Með „lestri" á ég vissulega við dálítið annað en allir venjulegir í hinni svokölluðu vitsmunastétt. Ég þekki fólk, sem „les“ mjög mikið . . . en ég mundi samt sem áður ekki segja, að það væri „vel lesið“. Það er rétt, að það hefur yfir að ráða mikilli „þekk- ingu“, en heili þess er ekki fær um að skipuleggja eða taka við því efni, sem það hefur gleypt í sig.......Á hinn bóginn getur ®á maður, sem kann hina réttu list að lesa, ósjálfrátt og þegar í stað skilið al.lt það, sem að hans viti er þess virði að muna til frambúðar, annaðhvort vegna þess, að það hæfir tilgangi hans, og yfirleitt er þess virði, að mun að sé eftir því . . . Listin að lesa, eins og líka að læra, er þessi . . . . að halda eftir hinu mikilvæga, en gleyma því einskis verða .... Aðeins þessi tegund lestrar hefur þýðingu og tilgang . . . . Þegar dagar mínir í Vín eru athugaðir með þetta fyrir augum, má segja, að þeir hafi verið sérstaklega frjósamir og gagnlegir. Gagnlegir til hvers? Svar Hitlers er, að af lestrin- urn og lífi sínu meðal hinna fá- tæku og einstæðinganna í Vín, hafi hann lært allt, sem hann þurfi að vita síðar á lífsleiðinni. — Vín var og átti eftir að vera harðasti skólinn og sá nákvæm- asti, sem ég nokkru sinni gekk í. Ég hafði komið til borgarinnar, enn óharðnaður' unglingur, en ég yfirgaf hana fullvaxta maður, scm orðinn var þögull og alvariegur. Þarna var það, sem innra með mér tók að skapast mynd af heim inum og heimspeki, sem varð granítundirstaða allra minna gerða. Ég hef lítið þurft að læra til viðbótar því, sem skapaðist með mér þá, og engu hef ég þurft að breyta. Hvað hafði hann þá lært í þess um skóla harðra átaka, sem Vin hafði verið svo örlát á? Hverjar voru hugmyndirnar, sem hann hafði öðlazt við lesturinn og af reynslunni, og, eins og hann sjálf ur sagði, átti eftir að haldast að mestu leyti óbreyttar til hins síð asta? Það á eftir að koma í ljós, jafnvel við aðeins lauslega athug un, að þær voru aðallega grunn færar og sóðalegar, oft fráleitar og fjarri öllum sanni, eitraðar af útlendingslegtiim hleypidómum. En það er jafn augljóst, að þær eru mikilvægar þessari sögu, eins og' þær voru heiminum, því að þær áttu eftir að verða hluti af undirstöðunni undir Þriðja ríkið, sem þessi bókhneigði flækingur átti eftir að reisa innan skamms. Hugsjónir Adolfs Hitlers byrja að skjóta upp kollinum Hugmyndir Hitlers, að einni undantekinni, voru ekki nýjar af nálinni, heldur höfðu þær verið fengnar a ðláni ómeltar, úr hring iðu austurrískra stjórnmála og 19 11. KAFLI Þegar ég vaknaði næsta morg- un, stóð Guy fullklædur við rúm- ið mitt. — Þú verður að trúa mér, sagði hann stirðlega, eins og hann hefði endurtekið setninguna með sjálfum sér ótal sinnum. — Það er ekkert á milli mín og Elisa- bethar .... Ég settist upp í rúminu. — Gerðu það fyrir mig, Guy, stattu ekki þarna og ljúgðu að mér. Hann leit þreytulega á mig. — Og þótt svo væri, hvað myndi það gagna? spurði hann mæðulega. — Elisabeth elskar Sylvester. — 0, nei, það gerir hún ekki. Henni þykir vænt um hann, hún elskar hann ekki. Ekki eins og ég . . . . Eg hefði getáð bitið úr mér tunguna. Hvers vegna gera allt verra með þvf að vorkenna sjálfri mér? Guy lyfti isvörtum augnabrún- unum. — Hún gæti aldrei fengið af sér að særa hann. Auk þess .... auk þess — hví skyldi hún elska mig? Enn hljómuðu orð hans eins og hann hefði spurt sjálfan sig þess sama hundrað sinnum. — Nei, hvers vegna í ósköpun um skyldi hún gera það? sagði ég biturri röddu. Farðu! Farðu! hrópaði ég með sjáltri mér. Ég reyndi að vera kjánaleg, svo að ég færi síður að gráta. — En þegar öllu er á botninn hvolft, ertu sæmilega myndarleg ur maður og getur verið þægi- legur, þegar þú nennir. Andartak hélt ég að hann myndi berja mig. Svo harkaði hann af sér og sagði vingjarn- lega: — Fransesca .... Það var sjaldan, að hann ávarpaði mig fullu nafni, nafni, sem ég var stolt af en lét, sem mér mi'slík- ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith aði. — Mér þykir þetta allt mjög leiðinlegt. Það virðist kannski fá- ránlegt að segja svona, en það er samt satt. Eg vonaði, að þú mynd ir aldrei komast að því, vegna þess að það er í rauninni ekki að neinu að komast. Eg kemst sjálfsagt yfir það. Eg elska þig jafn heitt og ég ... . Ég stökk upp úr rúminu og ýtti honum til hliðar. Ég veit, að andlit mitt hefur verið afmyndað af sársauka. — Eins heitt og þú hefur alltaf gert — og sú ást er ekki svo heit, að það geri nokk- uð til. Ég hef alltaf vitað, að þú vildir ekki gleyma hinni kon unni, Guy. Að þú vilt það ekki, •aldrei. Hvernig þætti þér að vera kvæntur Elisabethu og lifa með þá vissu, að hún elskaði annan mann — og myndi alltaf gera það. Eg nam staðar á gólfinu og sneri við honum baki, því að ég treysti mér ekki til að láta á hann. — Gerðu það fyrir mig að tala ekki meira um þetta. Taktu á- kvörðun um, hvað þú hyggst fyr- ir. Ég skal fara burtu — veita þér skilnað — hvað sem þú vilt. En talaðu ekki meira um það. Rödd mín hækkaði tryllingslega, svo þaut ég fram í baðherbergið og læsti mig þar inni. Eg var þar lengi eftir að ég heyrði hann aka af stað í bílnum. Mér leið skár við fagnaðarlæti Rudis. Við borðuðum morgunverð úti á' svölunum og ég velti fyrir. mér, hvernig í ósköpunum ég ætti að þrauka þennan dag . . . þrauka allar næstu vikurnar, mánuðina .... allt líf mitt. Eg hugsaði um barnið mitt .... Síminn hringdi. Það var Moniea Tweed, eem spurði, hvort ég vildi koma með henni til Lousrenco Marques. * Það virtist sem svar við bæn- um mínum. Hálftíma síðar sat égl við hlið hennar í litla bílnum, sem hún átti og braut heilannj um, hvað Guy myndi segja, þeg- ar hann sæi boðin, sem ég hafði krafsað á miða og skilið eftir. Ég hugsaði til þess, að dr. Keet hafði sagt, að ég mætti ekki fara í erfiðar feiðir eða reyna of mik-. ið á mig, en ég gæti bara hvílt' mig, þegar við kæmum á leiðar- enda, og það var þó skárra en að húka ein heima og vola. Auk þess gæfi það Guy tíma til að taka sína ákvörðun. Monica var ung, gift kona, og ég hafði nokkrum sinnum hitt hana í Klúbbnum. Hún helgaði sig ein- vörðungu manni sínum og heimili, og eftir því sem ég vissi bezt, hafði hún engan áhuga á kjafta- sögum. Hún talaði svo blátt áfram, að ég var viss um, að hún hefði ekki heyrt neitt um Guy og Elisa- beth. Þess vegna slappaði ég af og hratt þeirri hugsun frá mér, að hún hafði boð'ið mér með, vegna þess að hún vorkenndi mér. Það var hrífandi fegurð við Stegi, en ég varð hennar varla vör, vegna margvíslegra hugsana, sem ásóttu mig. Mundi starf Guys og frami þola það hneyksli, sem skilnaður óhjákvæmilega var? Eg vissi, hversu metorðagjarn hann var. Hvað áttum við að gera? Reyna að líma Saman molana af hinu eyðilagða hjónabandi okkar? Það hafði verið nógu erfitt stund- um áður, hvað þá heldur núna. Hvernig átti ég að geta búið áfram með honum, með þá vitneskju, sem ég hafði. Konan, sem Guy hafði elskað, hafði svikið hann til að giftast öðrum, því var hún í sjálfu sér úr sögunni. Og það var ósennilegt, að hún gerði nokkru sipi tilkall til Guy. En Elisabeth . . . ! Aftur og aftur hvarflaði það að mér, hvað gerast myndi, ef Sylvester dæi og Elisabeth yrði þar með frjáls. Við komum til Lourenco Mar- ques. Það var merkilegur staður. Alls staðar var munurinn milli gífurlegrar velmegunar og sárustu eymdar. Glæsileg einbýlishús um- lukt fögrum trjágarði og næst þeim ömurleg kofahreysi. Monica hafði pantað herbergi, sem sneri út að sjónum. Eg fór í bað og hefði gjarnan viljað leggja mig smástund, en Monica vildi fara út og skoða sig um. — í nótt geturðu sofið, sagði hún. Og þannig var það í tvo daga. Við vorum sífellt á ferðinni, alla daga og fram á nætur. Við hitt- um vin eiginmanns Monicu, sem fór með okkur í næturklúbb. Á hverju kvöldi kastaði ég mér lé- magna niður á rúmið mitt og sofn aði faet og vaknaði svo nokkrum klukkutímum síðar. En þótt mikið væri um að vera, gat ég aldrei hætt að brjóta heilann um vanda- mál mín. Eg fann til ónota innan um mig, rétt eftir að við lögðum af stað frá Lourenco Marques. í fyrstu hélt ég, að það væri aðeins mín venjulega bílveiki að gera vart við sig, en svo fór ég að fá undar- lega krampa í móðurlífið. Eg hnipraði mig saman við hlið Mon- icu og bað hana að aka hraðar — hraðar. Hún leit kvíðafull á mig. — Á ég ekki að stanza? Ef þú ert bíl- veik . . . — Nei-nei. Eg beit á vör mér, þegar kvalirnar nístu mig gegnum merg og bein. — Við skulum bara flýta okkur heim . . . Allt, sem ég gat hugsað um, var, að komast heim í rúmið. Eg man ekki meira af ferðinni. Eg vaknaði aftur á sjúkrahúsinu. Og það fyrsta, sem ég sá, var and- lit Guys, sem hallaði sér yfir mig. — Eg er . . . Eg sá, að varir hans titruðu. Eg vissi, hvað hann var að reyna að segja mér. Og svo mundi ég allt, sem gerzt hafði. — Eg er svo glöð, sagði ég og sneri í hann baki. — Ó, Francesca, segðu þetta ekki! Það var svo djúp örvænting í rödd hans, að ég varð að líta við aftur. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.