Tíminn - 08.02.1963, Qupperneq 13
Erindaflokkurirm um
fjölskylduna og hjónabandið
hefst sunnudaginn 3. marz og verður starfræktur alla
sunnudaga í marz kl. 4—6 e.h. Innritun í bókabúð KRON
við Bankastræti. Þátttökugjald kr 200,00 fyrir einstak-
ling en 300,00 fyrir hjón. Erindin eru 10, flutningsmenn
5 þjóðkunnir sérfræðingar:
Fjölskyldan, hlutverk hennar og form.
Hannes Jónsson, M.A.
Siðferðilegur grundvöllur hjónabandsins frá kristilegu
sjónarmiði. Dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor.
íslenzk hjúskaparlöggjöf: Hjónabönd og hjónaskilnaðir
sem lögformleg gerð.
Dr. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari.
Kynfærin, Krómosómin og erfðirnar.
Dr. Pétur H. J. Jakobsson, prófessor
Frjósemin, frjóvgun og barnsfæðingar.
Dr. Pétur H. J. Jakobsson, prófessor
Ástin, makavalið, hjónabandið og grundvöllur þess.
Hannes Jónsson, M.A.
Takmörkun barneigna og skipulögð fjölskyldustærð.
Dr. Pétur H. J. Jakobsson, prófessor.
Hjúskaparslit og hjónaskilnaðir sem mannfélagsleg
vandamál. — Hannes Jónsson, M.A.
Uppeldisáhrifin á tilfinningaþroska og andlegt heilbrigði
einstaklingsins. — Sigurjón Björnsson, sálfræðngur.
Hamingjusama fjölskyldan. Hannes Jónsson, M.A.
Þetta er erindaflokkur, sem allir hefðu gagn og gaman
af að sækja. Tryggið ykkur þátttökuskírteini meðan til er
af að sækja.
Tryggið ykkur þátttökuskírteini meðan til eru.
FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN,
Pósthólf 31, Reykjavík. Sími 19G24.
Fyrirspurn
(Framhald aí 9 síðu.>
dagskrárefni dagana fyrir jólin,
að jólakveðjur væru lesnar fyrir
kl. 12 á miðnætti. Það er krafa,
sem menn verða að gera til ríkis-
útvarpsins, að jólakveðjur séu
lesnar á þfim tíma, sem viðtak-
andi getur heyrt þær.
Það er sannanlegt, að allur
fjöldi fólks til sveita og jafnvel
í bæjum er sofnað kl. 1,30 að
nóttu. Jólakveðjur óstaðsettar
þarf að lesa fyrst, því að yfirleitt
vakir fólk frekar eftir kveðjum
sendar í sýslur.
Að endingu vonumst við eftir
breytingu á næstu jólum með út-
sendingu á jólakveðjum. Þær
verði ekki lesnar upp eftir kl. 12
á miðnætti.
Steingrímur Samúelsson,
Kristján Jóhannsso,n.
Víðivangur
nær, og Framsóbnarmenn una
þessum dómi vel.
Morgunblaðið fer hjá sér og
forðast að láta fram koma
ástúðaro.rð Einars til Sjálf-
stæðisflokksins, en rembist vi'ð
að reyna að halda því fram,
að Einar hafii liælt Framsókn-
armönnum stórlega. Vísir 28.
tbl.) er hins vegar í háa lofti
yfir orðum Einars, og segir
að hann liafi sagt sannleikann
og ekkert nema sannleikann.
Þar þarf ekki á blóðrannsókn
áð haldal
Áuglýsínga-
simi Tímans
er 19523
Samtök frjálsra
Framhald af 7. síðu.
hættuleg starfsemi væri, sam-
kvæmt gamalli venju á Spáni,
tekin til málsmeðferðar og
dóms fyrir herrétt-. Hryðju-
verk væru aftur á móti tekin
fyrir við sérstaka dómstóla'1,
en það er aðferð, sem einnig
er viðhöfð í öðrum löndum“.
„Samt sem áður“, bætti hann
við, „gæti ég nefnt meira en
hundrað dæmi þess, að um
WILLYS Fc-iso
JEEP
til allra starfa.
FC—150. Burðarþol
1000 kg. Breidd milli
hjóla 57 tommur.
Lengd milli öxla 81 tomma.
75 hestafla HURRICANE toppventlavél. Sterk —
sparsöm, endingargóð.
Varahlutir ávallt fyrirliggjandi í Willys bifreiðir.
og verð mjög hagkvæmt.
Athuga ber hversu auðvelt er að komast að öllum
viðgerðum í Willys jeppanum.
Utvegum yður
styttri og lengri
gerð af jeppum.
SENDIFERÐABÍLAR — STATIONBÍLAR
SLÖKKVILIÐSBÍLAR — SJÚKRABÍLAR
VÖRUBÍLAR — FRAMBYGGÐIR BÍLAR o. fl.
Við Willys jeppann má tengja fjölda vínnutækja t. d.
skurðgröfur, staurabora, snjóýtur, sagir, loftpressur. úðunartæki, snjóblásara,
dráttarspil, vinnudrif að framan og aftan, herfi, plóga og fl og fl.
Þeir, sem ætla að panta
Willys Jeep fyrir vorið,
vinsamlega hafi samband
við umboðið sem fyrst.
Fra'mdrifsfokurnar gera
jeppann léttari í akstri
og spara benzín um 20%.
EGILL VILHJÁLMSSON h.f.
Laugaveg 118
Sími 22240
fyrirætlanir um árásir á öryggi
ríkisins hafi verið fjallað fyrir
borgaralegum dómstólum“.
í FORMÁLA fyrir skýrslu
nefndarinnar skrifar Sir Leslie
Munro: „Sú aðferð, sem tíðk-
uð er á Spáni, að láta herrétt
á friðartímum fjalla um fjölda
lögbrota, sem taka ætti fyrir
við borgaralega dómstóla, er
uggvekjandi brot á grundvall-
arreglum réttaröryggisins".
Á öðrum stað í skýrslunni er
fullyrt, að „ein af þeim grunn-
stoðum, sem núverandi stjórn
hvílir á“ sé notkun herréttar,
„sem sviptir þá menn, sem
stjórnin hefur pólitískan grun
á, því öryggi, sem hefur úr-
slitaþýðingu um vörn þeirra“.
(Sakborningar fyrir spönskum
herrétti geta ekki látið sína
eigin verjendur verja sig).
Dómsmálaráðherrann sagði
það „hugarburð", sem sagt er
í skýrslu Genfarnefjdarinnar,
að kveðnir hefðu Ajrið upp
192.684 dauðadómar frá lok-
um borgarastyrjaldarinnar
1939 og til ársins 1944. Hann
sagði, að fjöldi dauðadóma
væri ekki yfir 10 eða tólf
þúsund. Hann fullyrti, að nú
væru engir handteknir vegna
lögbrota í borgarastyrjöldinni,
„að undanteknum tveimur eða
þremur flóttamönnum, sem
hafa nýlega flúið aftur frá Al-
sír til Spánar".
Ráðherrann sagði, að meðan
á borgarastyrjöldinni stóð, hafi
lýðræðissinnar tekið af lífi
85.940 manns. Hvers vegna er
þessa ekki getið í skýrslu, Jög-
fræðinganefndarinnar, éða
dráps 13 biskupa og meira en
6000 presta?“
Spánverjum verður það brýn
nauðsyn að ganga í Efnahags-
bandalagið, ef mesti viðskipta-
vinur þeirra, Stóra-Bretland,
gerir það. Það er margra ætl-
an, að þetta sé höfuðástæða
þess, hve mjög Franco-stjórnin
hefur reiðzt birtingu skýrsl-
unnar, en ekki eingöngu sært
stolt.
FRANCO fullyrti í júnj i
fyrra, að lýðræðislegt réttarör-
yggi ríkti á Spáni. „Við getum
fullyrt, að lýðræði okkar er
heiðarlegra og árangursrikara
en það' lýðræði, sem ríkir í
mörgum hlutum heims“.
Því verður ekki neitað, að
upp á síðkastið hefur verið
slakað nokkuð á eftirliti ein-
ræðisins. Það er einnig rétt,
að borgaralegir dómstólar hafa
verið látnir fjalla um sum brot
gegn ríkisstjórninni, sem kom
ið hefðu beint fyrir herrétt
fyrir fáum árum. Einnig er
nokkur von um, að takast megi
að draga nokkuð úr eftirliti
stjórnarinnar með blöðunum.
En það er óséð enn, hvort
breyting ríkisstjórnarinnar í
„frelsisátt“ heldur áfram og
verður hraðað, eða úr henni
dregið aftur. í sumar sem leið
sagði Franco: „Við munum
aldrei fórna innanlandsfriði
okkar og velferð til þess að
þóknast umheiminum“.
(Þýtt úr Berlingske
Tidende).
HAPPDRÆTTI HASKOLA ÍSLANDS
Á mánudag verður dregið í 2. flokki.
1.000 vinningar að fjárhæð 1,840,000 krónur.
*
A morgun eru seinustu forvöð að endurnýja.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
!. fl.
1 á 200 000 kr.
1 - 100.000 —
20 - 10.000 —
86 - 5.000 —
890 - 1 000 —
Aukavinningar:
2 á 10.000 kr.
1,000
200.000 kr.
100.000 —
200.000 —
430.000 —
890.000 —
20,000 kr.
1.840.000 kr.
T f M I N N , föstudaginn 8. febrúar 1963 —
13