Tíminn - 08.02.1963, Side 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
Q
chen, sem kallaði sig Þýzka verka-
mannaflokkinn. Herinn var alltaf
á varðbergi, þegar um var að rœða
verkamannaflokka, þar eð þeir
voru aðallega sósíalistískir eða
kommúnistískir, en álitið var, að
þessi flokkur kynni að vera ann-
ars eðlis. Hitler segir, að hann
hafi alls ekkert vitað um flokkinn,
en þó þekkti hann einn þeirra
manna, sem ráðgert var að tæki
til máls á flokksfundinum, sem
hann sjálfur átti að vera viðstadd-
ur.
Nokkrum vikum áður hafði
hann hlustað á fyrirlestur verk-
fræðingsins Gottfried Feder, sem
haldinn var á einu þeirra nám-
skeiða, sem hann hafði tekið þátt
1, og það var einmitt Feder, sem
halda átti ræðu á fundi Þýzka
verkamannaflokksins í þetta sinn.
í upphafi fann Hitler ekkert,
sem merkilegt mátti teljast í sam
bandi við flokkinn. Hann fór á
fundinn vegna þess að honum
hafði verið skipað að gera það,
og eftir að hafa verið viðstaddur
það, sem honum fannst heldur
þurr og leiðinleg fundarhöld 25
manna í dimmu herbergi í Stern-
eckerbrau bjórkjallaranum, var
hann ekki hrifinn. Þetta var „ný
hreyfing, eins og svo margar aðr-
ar. Þetta voru tímar, þegar hver
sá, sem ekki var ánægður með
þróunina, fannst hann nauðbeygð
ur til þess að mynda nýjan flokk.
Hreyfingar þessar voru alls stað-
ar að spretta upp til þess eins að
hverfa aftur hljóðlaust eftir
skammrar stundar tilveru. Ég
áleit Þýzka verkamannaflokkinn
að engu ólíkan þessum hreyfing-
um“. Þegar Feder hafði lokið
ræðu sinni, var Hitler í þann veg-
inn að fara, en þá stökk á fætur
„prófessor", sem efaðist um rétt-
mæti fullyrðinga Feders, en stakk
upp á því, að Bayern segði skilið
við Prússland og kæmi á suður-
þýzkri þjóð í tengslum við Austur
ríki. Þetta var vinsæl hugmynd
í Múnchen um þessar mundir, en
uppástungan gerði Hitler ævareið
an, og hann reis á fætur til þess
að segja þessum „lærða manni“
hug sinn allan, eins og hann sagði
síðar. Svo ofsaleg var ræða hans,
að samkvæmt frásögn Hitlers yfir-
gaf „prófessorinn“ fundarherberg
ið eins og blautur kjölturakki, á
meðan hinir áheyrendurnir störðu
á þennan óþekkta unga ræðumann
„með undrunarsvip“. Einn maður,
Hitler segist ekki hafa heyrt nafn
hans, kom hlaupandi á eftir hon-
um og þrýsti lítilli bók í hönd
hans.
Þessi maður var Anton Drexler,
lásasmiður að atvinnu, sem segja
má að hafi verið hinn raunveru-
legi upphafsmaður nazismans.
Drexler, veiklulegur maður með
gleraugu, sem skorti alla almenna
menntun, en með sjálfstæðar
■skoðanir, sem þó voru takmarkað-
ar og ruglingslegar, lélegur við
ritstörf, og enn verri ræðumaður,
vann um þessar mundir hjá járn-
brautunum i Munchen. Hinn 7.
marz 1918 hafði hann komið á fót
„Nefnd sjálfstæðra verkamanna”,
og ætlunin var, að hún berðist
gegn marxismanum í hinum frjálsu
stéttarfélögum og stuðlaði að
„réttlátum“ friði fyrir Þýzkaland.
í rauninni var þetta grein stærri
hreyfingar, sem risið hafði upp í
Norður-Þýzkalandi „Einingarsam-
taka verkalýðsins".
Drexler safnaði aldrei um sig
fleiri en 40 meðlimum, og í janúar
1919 sameinaði hann nefnd sína
annarri svipaðri hreyfingu undir
stjórn blaðamannsins Karl Harr-
er. Hin nýja hreyfing, sem í voru
innan við hundrað menn, var
kölluð Þýzki verkamannaflokkur-
inn, og Harrer var fyrsti formað-
ur hans. Hitler, sem lítið hefur
•að segja um fyrstu félaga sína í
bók sinni Mein Kampf, segir um
Harrer, að hann hafi verið „heið-
arlegur“ og vissulega „velmennt-
aður“, en hann harmar, að hann
skuli ekki hafa haft til að bera
„ræðumennskuhæfileika". Harrer
hélt því fram, að Hitler væri lé-
legur ræðumaður, og það átti eft-
ir að fara í taugarnar á honum
alltaf upp frá því. En sem sagt,
virðist Drexler hafa verið aðal-
maðurinn í þessum litla óþekkta
þýzka verkamannaflokki.
Næsta morgun hóf Hitler að
kynna sér það, sem í bæklingnum
stóð, er Drexler hafði þrýst í
hönd honum. Hann segir nákvæm
lega frá því í Mein Kampf.
Klukkan var 5 að morgni. Hitler
hafði vaknað og eins og venjulega
lá hann í rúmi sínu í bragga ann-
arrar fótgönguliðssveitar og fylgd
ist með því, hvernig mýsnar nört-
uðu í brauðmylsnuna, sem hann
stráði alltaf á gólfið, áður en hann
fór í rúmið á kvöldin. „Ég þekkti
svo vel til fátæktar", segir hann,
„og þar af leiðandi einnig til
hungurs, að ég gat vel gert mér
í hugarlund ánægju þessara litlu
dýra“. Þá mundi hann allt í einu
eftir bæklingnum og byrjaði að
lesa hann. Hann var nefndur „Mín
stjórnmálalega vakning". Til
mikillar undrunar fyrir Hitler,
komu þarna fram margar hug-
myndir,. sem hann sjálfur hafði
skapað með sér undanfarin ár.
Aðalmarkmið Drexlers var að
byggja upp stjórnmálaflokk, með
hinar vinnandi stéttir að undir-
stöðu, en ólíkt því sem var um
Sósíaldemokrata, átti hann að vera
mjög svo þjóðernissinnaður.
Hitler, eins og Drexler, hafði lært
að fyrirlíta borgarana eða milli-
stéttirnar, sem ekkert samband
höfðu við fjöldann og höfðu eng-
an áhuga á fjölskyldum hinna
vinnandi stétta né félagslegum
vandamálum þeirra. Þannig voru
hugmyndir þeirra Drexlers hinar
sömu.
Síðla sama dag varð Hitler held
ur en ekki undrandi, þegar hon-
um barst bréfspjald, þar sem hon-
um var tjáð, að hann hefði verið
tekinn inn _ í Þýzka verkamanna-
flokkinn. „Ég vissi ekki, hvort ég
átti heldur að reiðast eða hlæja.
Ég hafði alls ekki ætlað mér að
ganga í flokk, sem þegar hafði
verið stofnaður, heldur vildi ég
stofna minn eiginn flokk. Það,
'Sem þeir fóru fram á við mig, var
15
ofdirfskufullt og algerlega óhugs-
andi“. Hann var ; þann veginn að
skýra mönnunum frá þessu í bréfi,
þegar „forvitnin varð yfirsterk-
ari“, og hann ákvað að fara á
fund, sem honum hafði verið boð-
ið til, og skýra þar frá því í eigin
persónu, hvers vegna hann vildi
ekki ganga í „þessa fráleitu litlu
hreyfingu".
— Kráin, þar sem fundurinn
átti að fara fram, var Alte Rosen-
bad við Herrenstrasse, mjög illa
farinn staður Ég fór í gegnum
illa upplýstan matsal, þar seui
ekki sást ein einasta hræða, opn-
aði dyrnar að bakherberginu, og
svo stóð ég augliti til auglitis við
stjórnina. í daufri skímunni frá
óhreinum gaslampa mátti sjá fjór
ar persónur sitja við borð, þeirra
á meðal höfund bæklingsins, sem
þegar heilsaði mér glaðlega og
bauð mig velkominn sem meðlim
Þýzka verkamannaflokksins.
Mér varð j rauninni hálf bilt
við. Fundargerð síðasta fundar
var lesin og síðan samþykkt. Þá
komu reikningar gjaldkerans —
samtals voru í eigu félagsins 7
mörk og 50 pfennjngar — og voru
þeir samþykktir. Hvert tveggja
var skráð í fundargerð fundarins,
og að þessu loknu las fundarstjór-
inn svarbréf flokksins við bréfum
frá Kiel, Dússeldorf, og Berlín,
og allir viðstaddir létu í 1 j ós
ánægju sína yfir þeim. Þá var gef
in skýrsla um þau bréf, sem bor-
izt höfðu . . .
Hryllilegt, hryllilegt. Þetta var
klúbbur í þess orðs fyllstu og
verstu merkingu. Átti ég að ger-
ast meðlimur í slíkum félagsskap?
Þrátt fyrir þetta var eitthvað
það í fari þessara skítugu manna
þarna í illa lýstu bakherberginu,
sem dró athygli hans að sér: „Þrá-
in eftir hreyfingu, sem gæti orð-
ið eitthvað meira en flokkur, í
26
var ekki auðvelt verk. Ég varð
að vera gætin með þáð, sem ég
sagði, ef bréfið skyldi ekki kom-
ast í réttar hendur.
„Þér hafið sjálfsagt heyrt
um hinn sviplega dauða ung-
frú Abbyar“, skrifaði ég. „Það
var þungt áfall fyrir. Elisabethu
— og fyrir mig líka, vegna
þess einkum, sem hún sagði
•mér, áður en ég fór frá Eng-
landi. Ég geri ráð fyrir að þér
vitið hvað það var. Vissir hluí-
ir við andlát hennar valda mér
óróleika. Hún var kannski sum
um persónum til þyngsla, en þó
ekki þeim, sem skildu hvers
vegna hún var svo kvíðafull.
Gætuð þér ekki látið mig vita,
hvort hún átti ættingja á lífi,
svo að unnt sé að skrifa þeim
um dauða hennar“.
Ég vonaði að hr. Twindleham
myndi lesa milli línanna það, sem
ég þorði ekki að skrifa. Ég vissi
þó ekki, hvað hann gæti gerfe
jafnvel þótt hann skildi. En mér
leið betur eftir að hafa skrifað
bréfið.
Fáeinum dögum síðar spurði
ég Guy:
— Hvers vegna fellur þér ekki
við Gertrude?
Hann starði á mig. — Mér bara
fellur ekki við hana — en ekki
þar með sagt, að ég haldi að hún
sé niorðingi.
Ég eldroðnaði. — D'r. Keet hef-
ur....
— Já. Ég sá undarlega drætti
við munn Guys.
— Gerðu það fyrir mig að
gleyma þessari vitieysu, Frances.
— Það getur aðeins orðið þér til
meiri erfiðleika.
Ég reiddist.
— Svo að frami þinn er meira
virði en Elisabeth?
— Elisabeth er ekki í neinni
hættu._
— Ó, jú, hún er það víst. Þú
ANDLIT KONUNNAR
Clare Breton Smith
kemst að raun um það — og einn
góðan veðurdag er allt um seinan.
— Heyrðu mig, Frances. Ég sá,
hversu mjög hann reyndi að stilla
sig. — Ég veit, að þú ert ekki
frísk, og ég reyni að afsaka þig
eins og ég mögulega get.
— Svo að þú gerir það, hróp-
aði ég reiðilega. — Og hvað með
allar afsakanirnar, sem ég verð
að finna upp þín vegna?
Hann leit örvæntingarfullur á
mig.
— Ég hef sagt þér, hversu
mjög ég harma....og ég reyni.
— Já, sagði ég barnalega. —
Þú e.rt sannarlega þreytandi.
Ég gekk öskureið út um dyrn-j
ar og beinustu leið til Monicu. Hún j
var alein heima. Var að sauma
gluggatjöld. Ég dáðist að efninu, j
en hugur minn var á reiki.
Meðan Monica skrafaði, hlustaði
ég aðeins með öðru eyranu. En
svo sagði hún eitthvað, sem vakti
athygli mína......sagði við frú
Alden, að ég hefði ekki hug-
mynd....
Ég flýtti mér að segja:
— Hefðir ekki hugmynd um
hvað?
Monica leit ásakandi á mig. —
Hlustarðu á mig eða ekki?
— Fyrirgefðu, hvað var það,
sem þú hafðir ekki hugmynd um?
— O, hún var að tala um ritual-
morð! Er það nú umræðuefni!
Monica gretti sig. — Hún lýsti
þvf í hverju smáatriði. Ég hélt,
að alft slíkt væri löngu horfið, en
hún sagði, að eitt slíkt hefði ver-
ið framið í Spongeni fyrir
skemmstu. Hún frétti það hjá ein-
hverjum innfæddum á búgarðin-
um og sagði lögreglunni frá því.
Hún virtist mjög sæl með sjálfa
sig.
— Það er trúlegt, sagði ég
ósjálfrátt.
Monica blístraði.
— Ég hélt, að þú værir hrifin
af þessu skrímsli.
— Ég hélt, að þú værir hrifin
af henni.
Við litum rannsakandi hvor á
aðra. — Mér féll ákaflega vei við
hana f fyrstu, byrjaði ég.
Monica kinkaði kolli.
— Ég geri ráð fyrir að þú haf-
ir farið að taka eftir ýmsu smám
saman. Smávægilegum hlutum, en
særandi. Eins og það til dæmis,
•að tala sýknt og heilagt um barn-'
ið, sem þú misstir, um Rudi, sem!
dó og slíkt? Hún reynir svipað viðj
mig og það hefur sín áhrif hægt
og hægt. Það er engu líkara en
hún hafi nautn af því að finnaj
auman blett hjá öðrum og ýta
svo fast á.
Ég starði á höfuð Monicu, sem
beygði sig yfir saumadótið, og
mig langaði til að létta á hjarta
mínu _við hana.
— í fyrstu hélt ég, að hún
væri dálítið hugsunarlaus. sagði1
ég.
— Hún er KVIKINDI! sagðii
Monica hörkulega.
Og auðvitað hafði hún rétt fyr-
ir sér. Ég minntist þess, þegar
Gertrude hafði dregið gluggatjöldl
in frá kvöldið sem þrumuveðrið
var og bætti svo gráu ofan á svart
með því að biðja Elisabethu af-
sökunar, eins og til að vekja at-
hygli okkar á hversu hrædd hún
var. Ég mundi líka, hvað hún I
hafði mikla unun af því að tala!
um ritualmorð í návist Elisabeth-'
ar.
Þegar ég kom heim, sá ég bíl
Elisabethar fyrir utan húsið. Ger-
trude var þar líka. Guy hafði bor-
ið þeim te. Hann leit dálftið vand
ræðalega á mig, en ég brosti til
hans. Gertrude tók í hönd mína-
Ég fann, að ég fékk gæsahúð um
kroppinn. • Ég reyndi að forðast
að horfa á hana, en uppgötvaði
skyndilega, að ég gat varla haft
af henni augun. Það gat ekki ver-
ið satt, sagði ég við sjálfa mig.
Það gat ekki. . . .
— Þú ert alltof mjó, sagði húnj
við mig. — Þú þarft hvíld og:
hressingu.
— Kannski ég ætti að senda
þig aftur til Englands, skaut Guy
inn í.
Ég sneri mér að honum. — Nei,j
það skaltu ekki gera. Hvað svo j
sem gerist, verð ég hér hjá þér,:
sagði ég einbeitt.
Ég leit beint á hann Ég vildi |
ekki afsala mér honum án bar-
áttu. Hvernig átti ég að berjast,
vissi ég ekki, en ég gat ekki af-j
borið að missa það litla. seni égj
átti í honum.
Elisabeth fór að tala um afmæli
Sylvesters. — Við ætlum að reyna
að ná í nokkrar bækur í safnið1
hans, ef hægt er. Nokkrar fyrstu
útgáfur.
— Hugsa sér að eyða miklum
fjárhæðum í bækur, sagði Guy
ertnislega.
— Það er betra en drekka út
alla peningana, svaraði Elisabeth.
Þau horfðust í augu. Ég leit
á Gertrude og hún brosti. Og
skyndilega hataði ég hana.
Þegar þær kvöddu, bað Elisa-
beth mig endilega að heimsækja
þau.
— Auðvitað kem ég, lofaði ég.
— Kannski Guy aki mér út eftir
einhvern daginn.
Guy og ég stóðum og horfðum
á eftir bílnum. Ég horfði á sam-
anbitnar varir hans og stakk hend
inni undir arm hans.
— Fyrirgefðu, Guy, sagði ég
lágróma.
16. KAFLI.
Ég gat ekkert sofið þessa nótt.
Eg hugsaði um grun þann, er ég
hafði fengið á Gertrude Alden
Dr. Keet hafði reynt að gera mér
skiljanlegt, að hann væri hlægi-
legur, en ég var jafn sannfærð
um, að ég hefði á réttu að standa.
Eg vissi, að ég varð fyrst og
fremst að finna ástæðu. Ef Ger-
trude hafði reynt að koma mér
fyrir kattarnef vegna þess að ég
hafði séð þennan innfædda fyrir
utan kofann, þá gat það ekki þýtt
annað en að hún ætti sök á dauða
unnfr'i Abbyar En ef Gevtrude
hafð; skipulagt að myrSa Elisa-
beth, h'.ers vcgaa Iiaíði hún þá
T í MIN N, fC*sti'da”fnp 8. febrúar 1963