Tíminn - 08.02.1963, Page 15

Tíminn - 08.02.1963, Page 15
TNIögurnar fjarstæða hámarkslauunin, segir einnig í tilboöinu. — Þá má finna þa'ð að tillög- unum, að þar er ^amfærsla milli flokka allt of mikil. Við teljum, að í því sé hvergi nærri nógu mikið tillit tekið til menntunar og þeirrar ábyrgðar sem mörg störf krefja. — Auðvitað mun kjararáð at- huga tilboðið, og viðræður munu fara fram áfram milli aðila næstu vikur, og þá mun- um við reyna að fá þetta lag- fært. En tilboðið eins og það liggur fyrir núna, er hið mesta smánarboð. Við erum ekki að- eins óánægðir með það, við teljum það hreinustu fjar- stæðu. Frá Alþingi Home til Briissel Framhalrt al 3 síðu værj í uppbyggingu, að brezki for- sætisráðherrann ákvað að bjóða NATO-bandamönnum sínum, á Nassau-fundinum með Kennedy forseta, að fá hluta af brezka her- styrknum sér til handa. Við reynd um ekki að ákveða, hvernig þetta lið yrði skipulagt, það var verk NATO. en ekki skjótfenginn gróða. Með ræktun og byggingum í sveitum er verið að bæta landið og búa í haginn fyrir þá, sem það erfa, jafnframt því að þeir, er fram- kvæmdirnar gera, bæta aðstöðu sína. Það er því hvorki réttmætt né fært að láta landbúnaðinn bera þunga vaxtabyrði af slofnlánum. Þjóðfélagið erfir að allmiklu leyti, handa seinni kynslóðum, framkvæmdir, sem bændastéttin gerir til umbóta og uppbyggingar í landinu, og er þess vegna skylt að taka þátt í þeim á hverri líð- andi stund m.a. með því að sjá bændum fyrir vaxtalágum og löngum stofnlánum. í frv. þessu segir, að vextir af lánuim úr Stofnlánadeild skuli vera 3'/2— 4%, en það er eins og vextir stofn lánasjóðanna voru, áður en lög nr. 4/1960, um efnahagsmál, tóku gildi. Þá er og lagt til, að niður falli það lagaákvæði, að erlent lánsfé Stofnlánadeildar megi ekki end- urlána til vinnslustöðva og véla- kaupa,~ nema með gengisákvæði. . ... Því meiri framkvæmdir sem gerðar eru í sveitum, þeim mun meira fjármagn er bundið í fast- eignum og búi hvers bónda. Þró- un atvinnuvegarins að þessu leyti er óhjákvæmileg og má ekki stöðv ast, en hún torveldar eðlileg eig- endaskipti á jörðum, nema tryggt sé, að lánsstofnun hlaupi undir bagga, þannig að unga kynslóð- in geti án þess að reisa sér hurð- arás um öxl eignazt jarðir og haf- ið atvinnurekstur, þegar hinir eldri verða að hætta búskap fyrir aldurs sakir, eða af öðrum ástæð- um og vilja selja fasteignir. Veðdeild Búnaðarbahkans á að gegna þvf hlutverki að veita lán vegna jarðakaupa og greiða þann- ig fyrir slíkum viðskiptum. En um langt skeið hefur Veðdeild ina skort mjög tilfinnanlega fjár- magn til þessarar starfsemi. í frv. þessu er kveðið á um að auka fjármafln Veðdeildarinnar verulega frá því, sem nú er. Gera á Seðlabanka íslands skylt, ef ríkisstjórn óskar þess, að lána Veg deild Búnaðarbankans allt að 50 millj. kr. Samkvæmt frv. skal Veð deildinni enn fremur heimilt að gefa út nýjan flokk bankavaxta- bréfa og séu bréfin eingöngu not- uð til lánveitinga vegna jarða- kaupa, þannig að nokkur hluti lánsfjárhæðarinnar sé greiddur í bankavaxtabréfunum. Samkvæmt lögum um Stofn-1 lánadeild landbúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar í sveit um ber að skipa fimm manna nefnd, er hafi það verkefni í sam- vinnu við Teiknistofu landbúnað- arins að gefa sem ákveðnastar leiðbeiningar um hagkvæmustu gerð bygginga á sveitabýlum, sér- staklega peningshúsa. Til þess;.r- ar starfsemi hefur ekki verið veitt fé í fjárlögum, svo sem þörf krefur. Hér er lagt til, að lögfest verði fast framlag í þessu skyni, eigi minna en 350 þús. kr. á ári. Skoöanir skiptar Framhald af 16. síð'u. anfarið haft til athugunar ráð til að mæta þeirri óæskilegu þróun, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum í þá átt að auka notkun þorskaneta á vetr arvertíð við Suðvesturland. Hefur ráðuneytið í tilrauna- skyni sett svofellda reglugerð um verndun fiskimiða fyrir veiði með þorskanetjum. 1. gr. Skipum með 10 manna áhöfn skal óheimilt að eiga fleiri net í sjó en 90. Sé áhöfn 11 menn, skulu net ekki vera fleiri en 105. 2. gr. Frá upphafi vetrarvertíðar, til 20. marz ár hvert skal óheim ilt að leggja þorskanet á svæði, sem takmarkast af eftirgreind- um línum: 1. Að suðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi suð- vestur að vestri frá Reykjanes vita. 2. Að norðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi norðvestur að noiðri frá Reykjanesvita. 3. Að norðvestan af línu, sem hugsast dregin misvísandi vestur að suðri frá Garðskaga- vita. 4. Til hafs takmarkast svæð ið sjálfkrafa af 12 mtlna fisk veiðimörkunum 3. gr. Brot gegn ákvæðum regiu- gérðar þessarar varða sektum. Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 1. gr. laga nr. 44, 5. apríl 194S um vísindalega vernd un fiskimiða landgrunnsins til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 5. febrúar 1963. Bjarni Benediktsson/Gunnl. E. Briem.“ Aðeins annar hver fær m Framhald af 16. síðti. umsóknir um lóðir undir 1204 íbúð ir. Þá sagði borgarstjóri, að unnið væri að því að gera lóðir bygg- ingarhæfar, aðallega við Háaleit- isveg, og mundu fást þar í vor lóð- ir undir 336 íbúðir. Á öðrum stöð- um væru til færri lóðir og allt um 600 úthlutunarhæfar. Viðurkenndi borgarstjóri, að ekki væri unnt að fullnægja eftirspurninni en taldi íiklegt, ag það yrði unnt á næsta ári, þegar til kæmu um 1000 lóðir byggingarhæfar í Fossvogi. Þó mundi ekkj unnt að fullnægja ósk um um lððir undir einbýlishús. Borgarstjón sagði, að lóðunum í ár mundi verða úthlutað á næstu bremur mánuðum. Björn Guðmundsson þakkaði upplýsingarnar og kvaðst vona, að nú væri eitthvað betur statt en oft áður í þessum efnum, þó að mikið vantaði enn á, að það væri nógu gott, og gott væri ef útlit virtist fyrir, að unnt yrði að fullnægja þessari eftirspurn, en harla illt, ef enn ætti að hjakka í sama fari cg áður. Nokkrar umræður urðu um þetta mál, og bar Guðmundur Vigfússon fram tillögu, sem vísað var frá að tillögu borgarstjóra. Björn Guðmundsson óskaði bók- að, að fulltrúar Framsóknarfiokks- .ns leggðu áherzlu á það. að jafn- an væru til nægar bygyingarlóðir til úthlutunar snemma á vorinu. 2 nýjar bækur Framhald af 16. síðu. stíl, en hingað til hefur hann að mestu látið rímið lönd og leið. Vor úr vetri er 61 blaðsíða að slærð, og bókin prýdd mörgum myndum eftir Gunnlaug Scheving sem einnig hefur gert kápuna. í bókinni kennir margra grasa eins og naínið, Hugleiðingar og viðtöl, bendir til. Höfundur til- einkar bókina Valtý Stefánssyni með þakklæti og virðingu. Bókin er 263 blaðsíður. Þetta eru níunda og tíunda bók Matthíasar, en fyrr í vetur kom út leikritið Sólmyrkvi cftir hann. Ritverk eftir Matthías hafa birzt í þremur öðrum bók- um. Borað á heitt Framhald af 16. síðu. það nægt til upphitunar á samkomuhúsi og í sundlaug, en er nú ónóg vegna hins myndarlega skóla, sem þar hefur risið á staðnum. Hefur þurft að kynda þar með miðstöð, þegar kald- ast hefur verið. Borstjórar verða Jón Ögmundsson, Kaldárhöfða og Þórir Svein- björnsson, Lyngási. Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir með bor- un á þessu svæði, á vegum hreppsins og ungmennafé- lagsins, en þá voru ekki fyr- ir hendi eins stórvirk tæki og nú og þekking manna á svæðinu ekki eins ýtarleg. Bar sú tilraun þann árang- ur, að vatnsrennsli jókst nokkuð, en hitastig óx ekki. Meistaradeild Framhald af 16. síffu. efni er fyrst og fremst miðag við þarfir þeirra, sem ætla að sækja um leyfi til að standa fyrir húsa- smíði og mannvirkjagerð í Rvík, og jafnframt við tillögur meistara ■. tóSP.efed.ar um almnnnan meist araskóla. Jafnhliða þessari kennslu fer fram kennsla í framhaldsstærð- fræði fyrir nokkra þá, sem hyggja á meira nám, t.d. við tækniskóla og skóla fyrir byggingafræðinga erlendis. Meistaradeildin starfar nú í tveim fullskipuðum bekkjadeild- um, og komust færri að en vildu. Straumfaxi Framhald af 16. síðu. þega. Gagngerð skoðun og endur bætur hafa að undanförnu verið framkvæmdar á flugvélinni og skipt verður um sæti í henni fyr- ir vorið. Flugvélin verður aðallega not- uð á flugleiðum innanlands, svo og í leiguflugferðir. Engin flugvélafloti Flugfélags íslands er nú átta flugvélar, þar af fimm fjögurra hreyfla og þrjár tveggja hreyfla, en auk þess hef ur félagið eina Skymasterflugvél á leigu, sem notuð er til Græn- landsflugs. Alls geta þessar níu flugvélar flutt 464 farþega í einu. Ganga skammt Frairnald e.S 1 siöu. BSRB stakk upp á að þeir yrðu 31. Þá eru launastigar allir til muna lægri í ríkisstjórnartillögun- um en var í tillögum kjararáðs. Má sem dæmi nefna, að munurinn á launum bókara eftir tillögunum er 2000 krónur á byrjunarlaunum og 3050 krónur á launum eftir tíu ára starf. Byrjunarlaun lögreglu- þjóna og tollvarða eru samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar 2376 krónum lægri en eftir tillögum kjararáðs, mánaðarlaun hjúkrun- arkvenna i byrjun 3328 krónum lægri og laun þeirra eftir tíu ár 3797 krónum lægri á mánuði. Mán aðarlaun barnakennara eru 3173 kr. lægri í byrjun og 5865 krónum iægri eftir tíu ára starf. 1 greinargerð fyrir tíllögum rrk- isstjórnarinnar segir, að þær séu byggðar á þeim meginreglum, sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna ákveða, að Kjaradóm ur skuli hafa hliðsjón af við úr- lausnir sínar, en þær eru: 1. Kjör iaunþega, er vinna við sambæri- leg störf hjá öðrum en ríkinu. 2 Kröfur, sem gerðar eru til mennt- unar, ábyrgðar og sérhæfni starfs- manna. 3. Afkomuhorfur þjóðar- búsins. Enn fremur segir í greinar- gerðinni að launatillögurnar séu miðaðar við launataxta Dagsbrún- ar og laun iðnaðarverkamanna, þar sem því hafi verið við komið, en erfiðara sé um viðmiðun við almennan launamarkað að því er varðar efri flokkana, þar eð hlið- stæður eru þar fáar fyrir hendi. f tillögum ríkisstjómarinnar eru byrjunarlaun í 1. flokki 3500 kr. á mánuði, en hámarkslaun í 25. flokki (ráðuneytisstjórar; biskup, iandlæknir, sendiherrar 0. fl.) kr. 14.700 á mánuði. Samkvæmt til- lögum BSRB eru sömu tölur 5050 kr. byrjunarlaun í fyrsta flokki og 32,828 kr. laun í 31. flokki (Ráðuneytisstjórar, biskup, land- læknir, póst- og símamálastjóri 0. fl.). Samkvæmt tillögum ríkis- stjórnarinnar verða aldurshækkan ir þrjár, eftir eitt ár, þrjú ár og tíu ár, en samkvæmt tillögum kjararáðs verða aldurshækkanir fimm í flestum flokkunum. Að áætlun samninganefndar rík- ísins er meðallaunahækkun sam- kvæmt tillögunum 15—16% og út- gjaldaaukning rikissjóðs af þess- um sökum um 80 millj. króna á ári. -7 Njósnir í Asfralíu Framhald af 1. síðu. árið 1961, þegar Skripov hitti konu nokkra, sem vann fyrir áströlsku leyniþjónustuna, og bað hana að hjálpa sér og borgaði henni fyrir það peninga. Þau hitt- ust oftar, alltaf á almannafæri, og alltaf undir eftirliti leyniþjón- ustunnar og starfsmanna hennar. Stefnumótin voru ákveðin bæði munnlega og skriflega-, en þegar bréf fóru á milli þeirra, voru þau skrifuð með ósýnilegu letri. Áður hafði Skripov útvegað konunni efni til þess að hún gæti skrifað og lesið slík bréf. Sex sinnum hafði hann greitt henni sem svar- aði 425 áströlskum pundum, og þar að auki gefið henni ýmsar persónulegar gjafir. Starf konunnar var í því fólgið, að ná í böggla og aðra hluti frá leynilegum stöðum í Sydney, og eitt sinn varð hún jafnvel að sækja böggul í kirkjugarð. í það sinn var innihald böggulsinS kanadískt vegabréf. Skripov trúði því allan tímann, að konan væri í þjónustu njósnarastarfsemi Sovét- ríkjanna. Garfield utanríkisráðherra hef- ur harmað það í orðsendingu til Safonovs sendiherra Sovétríkj- anna í Canberra, að Sovétríkin skuli hafa tekið upp njósnarstarf- semi í Ástralru, og hefur hann mótmælt þessu harðlega. Sovét-sendiráðið hefur neitað ásökunum utanríkisráðherrans, og segir málið úr lausa lofti gripið, og því geti það ekki tekið við mótmælaorðsendingunni. Heldur sendiráðið því fram, að gögnin, sem borin hafa verið fram í mál- inu, séu uppsuða ein. KÓPAV0GUR Fulltrúaráðsfundur verður hald- inn að Álfhólsvegi 4A, sunnudag- inn 10. febrúar kl. 4 e.h. — Fundarefni: Alþingiskosningarnar — Önnur mál. — Stjómhi. El MREIÐIM Áskriftarsími 1-61-51 Pósthólf 1127 Reykjavík Ms.Gullfoss fer frá Reykjavík í kvöld kl. 8 til Cuxhaven, Ham- borgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 7. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. auglýsingar Lokastig 5 Sfmi 16887 20623 TÍMINN, föstudaginn 8. febrúar 1963 — 15 r

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.