Tíminn - 28.02.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 28.02.1963, Qupperneq 7
JAMES RESTON Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði lnnan. Iands. t lausasðlu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Kennedy hefur óhæga aðstöðu bæði heima fyrir og erlendis Bjartsýnin, sem ádur ríkti, er nú að mestu horfin. Rússnesku njósnirnar Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að njósnir hafa sannazt á tvo starfsmenn rússneska sendiráðsins hér. Þetta hefur og eðlilega vakið mikla andúð, að sendi- ráðsmenn séu látnir misnota stöðu sína á þennan hátt. Það er tvímælalaust rétt ráðið af ríkisstjórninni að vísa umræddum mönnum úr landi. í sambandi við þetta mál, vekur það ekki sízt athygli, að maður sá, er sendiráðsmennirnir leituðu til, er félags- bundinn kommúnisti. Það er til slíkra manna, sem Rússar leita oftast, til þess að reka njósnir íyrir sig. Þeir telja sig hafa betri aðgang að þeim en öðrum. Með því er það hins vegar ekki sagt, að margír þeirra, sem hafa gengið í félagsskap kommúnista, sé öðrum neitt leiðitam- aii í þessum efnum. En meðal þeirra má hins vegar oft finna menn, sem hafa tekið þá trú, að hagsmuni Rússa eigi að setja ofar öllu. Því verða menn úr hópi kommún- ista meira fyrir ágangi Rússa í’þessum efnum en aðrir. Þetta er ekki heldur neitt undarlegt, þegar þess er gætt, hvernig kommúnistaflokkarnir eru byggðir upp, hvort heldur sem þeir ganga undir réttu nafni eða kalla sig sosialistaflokk, sameiningarflokk. alþýðubandalag eða einhverju öðru nafni. Uppbygging þeirra er þannig hátt- að, að allir eru þeir í sterkum tengslu.m ,við rússngska kommúnistaflokkinn og líta á hann sem forustuflokk sinn. Valdhafar Rússa nota líka kommúnistaflokkana er- ’endis skefjalaust til stuðnings heimsveldisstefnu sinni. Það hefur ekki heldur farið fram hjá mönnum, hvern ig Þjóðviljinn segir frá fréttinni um að njósnir hafi sann- azt á umrædda sendiráðsmenn Rússa. í fyrirsögninni varast Þjóðviljinn að minnast nokknð á njósnir Rússa, heldur lætur anda köldu til þess manns, er afhjúpaði þá Fyrirsögn Þjóðviljans er þessi: JÁTAÐI Á SIG NJÓSNIR, TÓK AÐ SÉR GAGNNJÓSNIR! Af þessari fyrirsögn má vel ráða. hvernig Þjóðvilja- mönnum hefur verið innanbrjósts. þegar þeir fréttu um afhjúpun njósnanna. Undirlægja íhaidsins í forustugrein Mbl. í fyrradag (25. febr.) segir á þessa leið: „í þingkosningunum sem framundan eru, leggur sér- hver borgari lóð sitt á vogarskálina Ef hann vill áfram- haidandi viðreisn, traustan fjárhag og miklar framfar- ir, þá greiðir hann atkvæði Sjálfstæðisflokknum eða Ai- þýðuflokknum“ Þessi ummæli Mbl. sýna, að það leggur nú orðið að jöínu, hvort menn kjósa heldur Sjálfstæðisflokkinn eða M.þýðuflokkinn. Svo fullkomlega er Alþýðuflokkurinn orðinn undirlægja íhaldsins. að forustumönnum S.jálf stæðisflokksins er orðið sama, hvorn flokkinn menn kjósa heldur. Það kemur að sama gagm fyrir íhaldið Þegar menn minnast þess, hvernig Mbl hamaðist gegn Aiþýðuflokknum áður fyrr, og bera það saman við fram- angreind ummæli Mbl nú, þá geta menn bezt séð, hvílík breyting hefur orðið á Alþýðuflokknum Áður var hann sjálfstæður og einbeittur launþegaflokkur Þá sagði Mbl vissulega ekki, að það væri sama. hvort menn kysu hann eða Sjálfstaéðisflokkinn Nú er hann er hann hins vega’ orðinn slík ósjálfstæð undirlægja íhaldsins að bað gildn einu, hvort menn kjósa hann eða sjálfan Sjálfstæðisflokk inn. Kennedy forseti (tll hægrl) og Robert Kennedy dómsmálaráSherra, bróSlr hans, ræSa um vandamálin. Kennedy forseti leltar meira ráða bróður síns en nokkurs manns annars. Síðan Kennedy forseti kom til valda, hefur liann sjaldan mætt meiri mótgangi en um þessar mundir, og stafar það ekki sízt af því, að íhaldssam- ir flokksbræður hans í þing- inu taka illa ýmsum umbóta- tiLlögum hans. Þá veldur af- staða de Gaulle honum crfið- Ieikum á sviði utanríkismála. í eftirfarandi grein eftir James Reston, sem nýlega birtist í „The New York Times“, er rætt um þessa erfiðleika forsetans, en Rest- on, sem er einn kunnasti blaðamaður Bandaríkjanna, hefur veri'ð traustur fyligis- maður Kennedys. Hefst svo grein Restons: UNDARLEG vanlíðan gerir nú vart við sig í Washington. Sú mikla bjartsýni, sem ríkti fyrstu mánuðina eftir að Kenn- edy tók við völdum, er horfin. Við s.l. áramót gætti þess mjög, að menn teldu bjarma fyrir nýjum degi, en þessi tilfinning má nú heita horfin og efasemd- ir og undanhald komið í henn- ar stað . Þessa gætir ekki hjá ríkis stjórninni einni. Þess verður einnig vart, að þingmönnunum virðist eitthvað alvarlegt vera að. Þeim finnst mennirnir vera í fjötrum stofnana, vénjur lið- ins tíma drottna yfir samtíð og framtíð, vald státi valdi. unz allt er drepið í dróma atburðirnir ráði yfir mönnun um, en mennirnir ekki yfir atburðunum. Forsetinn á í erfiðleikum, bæði heima og erlendis. Hann lagði höfuðáherzlu á skatta- lækkun og endurbætur skatta- álagningar og innheimtu. Nú lítur út fyrir, að honum takist aðeins að fá samþykkta það mikla skattalækkun, að honum verði gefið að sök að stofna til halla á fjárlögum, en lækk- Íunin hrökkvi hvergi nærri til að ná tilætluðum árangri, þ.e. að örva efnahagslífið . AUSTAN HAFS er hugmynd um forsetans vísað á bug. De Gaulle hershöfðingi hefur for- ustuna, en forsetinn getur næsta lítið við þessu gert í ná- inni framtíð. Þýzkir og brezkir — og að nokkru leyti ítalskir — stjórnmálamenn erú önnum kafnir við innanlandsmálin, að að færa vald frá einni kynslóð til annarrar, frá einum fiokki til annars. Meðan þessu fer fram e' lendis, hækkar hiti stjórnm anna heima í Bandaríkjunum Og innan skamms fer að gæt' áhrifa væntanlegra forseta kosninga 1964, og baráttan a? mótast af herkænskubrögðum af þeim sökum. Svo virðist, sem forsetanum séu öll sund lokuð, hvert sem hann kýs að snúa sér Hann het ur mikinn og brennandi áhuga fyrir endurbótum i fræðslu- málunum. vegna mjög örrai fólksfjölgunar, en í því efn' j rís hans eigin kirkja (kaþólsks i kírkjan) gegn honum. ' Hann er mjög andstæður j því. sem hann sjálfur nefnii „bábiljur“, bæði hjá atvinnu- rekendum og launamönnum. En hann er ekki reiðubúinn að beita óskiptum áhrifum sínum gegn öllum „bábiljum'- aðeins „bábiljum" andstæðing- anna. Forsetinn er ekkí ánægður með styrkjastefnuna í þágu landbúnaðarins. Samt vill hann ekki eiga á hættu að hverfa frá styrkjastefnunnni. Hann er j öngum sínum út af ástandinu í þinginu og þver- móðsku íhaldssamra nefnda- formanna, sem nota aðstöðu sina til að tefja framgang mála. En hann vill hvorki ráðast gegn þinginu, né laga sig eftii því eins og það er. EKKERT AF þessu kemur manni á óvart. Forsetinn hrekst bæði fyrir straumi at burða og erfðavenja. Hann er meðalhófsmaður, sem stendur andspænis róttækum staðreynö um. Hann gerir sér þess fulls grein, að landið riðar undir 3 milljóna mannfjölgun á ári, kynþát'aátökum, vísindabyll mgu í iðnaði og undan nagla skap stjórnmálamanna, sem þó eru nauðsynlegir. Forsetinn veit einnig, að hann stendur andspænis nýrri iðnbyltingu og stjórnmálabylt- ingu { Evrópu, uggvænlegum þjóðfélagsátökum í Suður-Ame ríku, Afríku, nálægum Austur- löndum og Asíu. Ofan á allt þetta bætast umbrotin, sem stafa frá því, að hin gamla kynslóð heimsleiðtoga er að hverfa frá völdum, Adenauar í Þýzkalandi, Nehru í Indlandi, Franco á Spáni, Macmillan i Bi-etlandi og ef til vill de Gaulle í Frakklandi, Krustjoff í Rússlandi og Mao Tse-tung í Kína. SAMT GETUR forsetinn ckki fengið sig til þess að beita rót- tækri stefnu gegn róttækum atburðum. De Gaulle er reiðu búinn að bjóða atburðunum birginn og reyna að sveigja þá undir vilja sinn. Kennedy er það ekki, enda yngri maður f og hófsamari. ; Segja má, að þetta sé að i Framhald á 13. síðu T f M I N N, fimmtudagur 28. fehrúar 1963. Z I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.