Tíminn - 28.02.1963, Page 8
Lúðvík Kristjánsson:
BREF TIL ING
Ingiigerður Ágústsdóttir.
Slappleiki í móralnum.
Góða vinkona!
Síðan Þorbergur skrifaði sitt
forláta bréf til Láru, hefur alla
tíð verið geigur í mönnum að
senda komum línu á prenti.
Það er þessi gamla feimnis-
tepra og peysuskapur jafn-
framt rímruglmgnum, að halda
sig geta tekið astralplanið í
einu skrefi, þótt maður hafi
aldrei þekkt annag pLan en
Tangsþlanið. En ég held, að
þetta sé að breytast, að
minnsta kosti með feimnistepr-
una, öldin er ný, tíminn ein-
kennist af spútnikum og geim-
förum, og þrátt fyrir aukna
spennu, aukinn hraða og
aukna taugaveiklun, eru menn
orðnir dulítið svalari, komin
ný kynslóg með kaldari körl-
um. Ég skal segja þér dæmi
af sjálfum mér, og er ég þó
vaxinn upp úr fermingarbux-
unum eins og þú veizt.
Fyrir nákvæmlega tíu árum
reis ég upp úr rúmi mínu
stundarfjórðung fyrir sex og
fór að tína á mig spjarirnar.
Konan sperrir upp augun og
segir: „Hvaða írafár er þetta
í þér maður, sérðu ekki, að
það er nótt enn þá“. —
„Heyrðu, þú veizt, ag ég á vin-
konu vestur í Hólmi, og hún
verður sextug eftir fjóra daga.
Ég ætla að taka daginn
snemma". — Að því búnu vatt
ég mér niður og að skrifborð-
inu. Penninn rann yfir hverja
síðuna á fætur annarri. Ég las
þetta yfir aftur og aftur, stund-
um strikaði ég út heila kafla,
stundum gerði ég strik yfir
síðuna hom í horn, eins og á
barnastíl, sem ókleift er að
leiðrétta. Ég gaf mér varla
tíma til að fara í mat eða kaffi.
Svo leið dagurinn og enn
fremur nóttin. Karlarnir
þrömmuðu niður Vitastíginn á
leið í vinnu, og klukkan var
hálf níu, þegar ég kom upp. —
„Þetta er orðin meiri greinin“,
segir Helga. „Þú lofar manni
kannski að sjá produktið“. —
„Það er í bréfakörfunni", anz-
aði ég og vatt mér undir
sæng.
Eiginlega voru þessi sögulok
þér að kenná. Ég man það ekki
fyrir víst, hvort þú innrættir
mér meg orðum, að það sem
maður gæfi vinum sínum ætti
að vera ekta, helzt príma, en
hafi það ekki verið, þá lærði
ég þennan móral á því, hvern-
ig þú umgekkst vini þína.
En nú er ég orðinn svo kald-
ur karl, að ég ætla að láta mig
hafa þag að fara úr peysunni,
viðurkenna, að planið mitt er
bara Tangsplanið og mata
„Tímann“, en ekki bréfakörf-
una, á bréfstúf til þín. ð]álf-
sagt stafar svona brek af ein-
hverri veilu í skapgerðinni,
ætli Freud hefði ekki flokkað
það undir slappleika í móraln-
um.
„HeyriS þið, elskurnar
mínar, þetta má ekki
ske —
Eitt sinn var ég staddur hjá
ykkur hjónum, það var um
sumar, á lestunum, og sjálf-
sagt einhverjir að taka ofan
ullarklyfjar austur á Tangs-
plani. Við sátum inni á kontór,
þú, séra Sigurður og ég, og
spjölluðum um eitthvað nauða-
lágfleygt. Þér verður litig út
um gluggann. — „Ha, kva, kem
ur ekki pabbi“. Þetta var eng-
in missýn, hann var stiginn
fyrir hlöðuhornið hans Lárus-
ar Knudsens, fór sér hægt,
vaggaði grand og hafði hendur
í vösum. — „Eru margir að
koma með ull“, spurði ég. —
„A, einhverjir sunnanmenn".
— Hann drakk úr bollanum,
stóg síðan upp, gekk tvívegis
enda á milli í kontórnum, stað-
næmdist að því búnu hjá okk-
ur og sagði líkt og upp úr eins
manns hljóði: — „A, góði, mik
ill dæmalaus meistari er hann
Runeberg. Ég var að blaða í
honum í gærkveldi, mikil
óskapleg snilld. En samt rís
hann hjá Matthíasi, hvílíkt
vænghaf, hugsið ykkur allt
þetta flug.-----Ekki meira
kaffi, góða“. — Hann var horf-
inn eins og hann kom. Það var
kauptíð og verið að vega ull
austur í Tangspakkhúsi.
Einu sinni kom bóndi úr
næstu sýslu. Faðir þinn skraut
ritaði fyrir hann auglýsingu.
Hann ætlaði að lesa upp kvæði
og vísur í samkomuhúsinu um
kvöldið. Stimplaðir miðar voru
seldir við innganginn. En það
var fáförult að húsinu, og senn
átti að hefjast lesturinn. Fað-
ir þinn kom fram í ganginn.
Þar stóðu tveir eða þrír karlar
í vomum, enn fremur ég og
annar strákur til. — „Heyrið
þið, elskurnar mínar, þetta má
ekki ske, svona lagað má ekki
spyrjast". Síðan keypti hann
slurk af miðum, og bað mig og
félaga minn ag skunda út um
borg og bý og afhenda hverj-
um, sem hafa vildi. Hálft
hundrað manns hlýddi á
kvæðalestur bóndans. — Menn-
ingin hefur alltaf átt sína
diplomata.
Annars hafa skáld lengi átt
málsvara í föðurætt þinni. Það
rifjast upp fyrir mér núna, að
hann Guðmundur frændi þinn
Árnason, ekki sá, sem orðinn
er frægur í Prófílum og pam-
fílum, heldur hann Guðmund-
ur dúllari, tók einu sinni ær-
lega upp hanzkann fyrir Símon,
svaraði í blaði ádeilu á Dala-
skáldið. En hann lét ekki bar
við sitja, heldur lagði hann
land undir fót um hávetur, óð
uppbólgnar ár, klofaði óheld-
an skarasnjó á heiðum uppi og
um dali þvera í mörgum sýsl-
um, linnti ekki ferðinni fyrr
en norður í Gilhaga í Skaga-
firði, þar sem hann afhenti
Símoni skjöldinn, sem hann
hafði borið fyrir hann.
Krókapör og para-
greyja.
Heldurðu, að hann faðir
þinn hafi ekki stundum fundið
eitt og annað á sér, haft í sér
einhvern snefil af spásagnar-
anda. Ég skal segja þér af
hverju þetta hvarflar að mér
Fyrir nokkrum árum las ég
bók, sem heitir „Njála 1 íslenzk
um skáldskap". Hún er eftir
ungan menntamann, Matthías
Johannessen, og ag stofni til
prófritgerð hans í íslenzkum
fræðum. Hverjum heldurðu, að
ég mæti þá á einni síðu bók-
arinnar? — Aðkomubóndan-
um, sem las upp í samkomu-
húsinu, þegar hann faðir þinn
bjargaði menningarsæmd
þorpsins.
Já, ég var ag tala um spá-
sagnaranda, sumir kalla þetta
að vísu aðeins sagnaranda, og
svo var það gert Undir jökli.
Ég man, að Þorkatla, móðir
Sigurðar Kristófers Pétursson-
ar, var talin gædd þessum eig-
inleika. Gæti ekki verið, að
hann pabbi þinn hefði séð
obbolítið inn í framtíðina,
svona eins og móa fyrir því
ókomna. Hefur aldrei flögrað
að þér, að hann, þessi óskap-
legi Matthíasardýrkandi, hafi
búizt við því, að á atómöld risi
upp annar Matthías, og enn
og aftur yrffi þá ástæða til að
taka sér í munn orð faktors
Tangsverzlunar: „Hvílikt
vænghaf, hugsið ykkur allt
þetta flug“.
En úr því ég er farinn að
drepa á skáldskap. langar mig
til að rifja upp fyrir þér vísu.
sem þú ert kannski búin að
gleyma Bókmenntafræðingar
eru að segja okkur frá þvi, að
margar líkingar í nútímakveð
skap séu absúrd. Já, það er nú
svo. En hvað er fáránlegt?
Einu sinni var karl i Hólm
>num. sem fékkst við yrkingar
Annars var ég hissa á því
hversu fátækleg hagasnöp voru
fyrir Pegasus í svo menningar
!egu piássi Sennilega hefur
fátt varðveitzt af skáldskap
bessa karls, en hérna kemur
'u'san:
Sit ég við að beygja pör,
kófsveittur ag beygja.
þér að segja þönglavör;
það er hún paragreyja.
Þessi vísa olli mér nokkrum
heilabrotum strax og ég lærði
hana, og þess vegna tolldi hún
í mér. Reyndar kom síðar ann-
að til, svo að ég hef aldrei
gleymt henni. Það er annars
furðulegt, hve ólærðir alþýðu-
menn, sem ekki hafa komizt
lengra í bókaramennt en verða
stautfærir, geta stundum verið
naskir, jafnvel farið fram úr
hálærðum meisturum og dokt-
orum. Eitt sinn var ég að blaða
i Skírni, elzta bókmenntatíma-
riti á Norðurlöndum, virðulegt
og hefðbundið í sniðum. Þar
rekst ég á, að málhagur og
stílsnjall doktor og reyndar
einnig gott og sérstætt skáld
kallar fálkaorður, dannebrogs-
krossa og svoleiðis metalíur
krókapör. — Nú eigum við í
málinu org eins og heyburðar-
maður, móburðarmaður, torf-
burðarmaður og kannski er
lika til orðið krossburðarmað-
ur, en það er a. m. k. ekki bók-
fest, og ekki er það heldur í
þeim hluta Orðabókar háskól-
ans, sem safnað hefur verið úr
mæltu máli.
Doktorinn í Skími víkur
ekkert ag því, hvað þeir heiti,
sem láti dýra málma á brjóst
sér. En samkvæmt nafngjöf
hans á krossum og orðum, gæti
maður látið sér detta i hug,
að skáldið okkar í Hólminum
hefði þar hlaupið undir bagga
með lærdómsmanninum, því
hvag stendur ekki í vísunni:
Það er hún paragreyja.
Markið geymdist —
stjarnan gleymdist.
Æskunni verður oft á að
verða tillitslaus og vanþakklát,
stundum af rælni, en í annan
tíma af óvitaskap. Efalaust hef-
ur borið við, að ég hafi sært
þig, og er ég þó ekki orðhákur
eins og þú veizt, en stundum
dálítið dómgreindarsljór. —
Það vai mikil forláta sálmabók,
sem þú sendir mér í ferming-
argjöf, í alskinni og öll gyllt
í sniðum. Manstu, hvað ég
sagði. þegar við hittumst næst?
Jú, ég þakkaði þér að sjálf-
sögðu fyrir, en bætti síðan við:
— „Ég hefði nú heldur viljað,
að það hefði verið „Þjóðsögur
og munnmæli". — Þá dró fyr-
ir sól í huga þér, og þú and-
varpaðir: „Æ. blessaður dreng-
urinn. eins og ég hefði ekki
átt að vita þetta"
Sökum þess, að ég er að
minnast á fermingu, langar
mig til að trúa þér fyrir einu.
Séra Sigurður dró ekkert af
sér við ag búa okkur undir þá
athöfn, vísa okkur til vegar út
í lífið. Hann lét hvert okkar
velja eða draga eina ritningar-
grein úr Helgakveri. er skyldi
vera mottó fyrir öllum okkar
gerningum, eins konar leiðar-
stjarna, sem stýrt skyldi eftir
i hafróti iafnt sem lognsævi,
heiðbjörtu sem niðamyrkri.
Með hliðsjón af henni átti að
taka kúrsinn. hvert sem við
ætluðum.
En hvað heldurðu að komi
upp á fyrir mér. ég held ör-
skömmu síðar? Stjarnan mín
er horfin, og þótt ég skimi
aftur og aftur um alla festing-
una, get ég hvergi komið auga
á hana. Ég hef þráfaldlega
FRÁ STYKKISHÓLMI, — Hér hafa þaer konur búið, sem lengst hafs
setiS i prestsmaddömudyngju Helgafellsbrauðs, ingigerður Ágústs
dóttir (t.v.) og Þuríður Kúld (th.).
T f M I N N, fimmtudagur 28. febrúar 1963.