Tíminn - 28.02.1963, Page 15

Tíminn - 28.02.1963, Page 15
rww\ Mmning j Framhald af 4. síðu. ems munaði um, og Framsóknar- menn eiga þar fulltrúa, sem þeir bæði meta og treysta. Arnþór Þorsteinsson er skap- stór maður og fjörmikill og eirir hvorki hugsanaleti né lognmollu. Hann hefur þó ekki það lagið á að standa sjálfur fínpússaður á einihverjum hefðarpalli og skipa öðrum fyrir, heldur ræðst hann ævinlega sjálfur fram til atlögu og verka og lætur menn fylgja sér. Fyrir þetta er hann dáður og á það skilið. Ein« og margir af sömu mann- gerð er Arnþór Þorsteinsson ein- hver skemmtilegasti félagi, sem hægt er að kjósa sér, hvort heldur í leik eða starfi. Undirhyggjulaus og ærlegur, stórorður og bersög- ull og stundum dálítið hryssings- legur, er Arnþór nákvæmlega eins og hann er séður. Og þó: Margir vita ekki, að undir hinni hrjúfu skel athafna- og fjörmannsins, sem engum dylst, býr hrifnæmt eðli bókmennta- og listelskandi manns, sem nýtur alls göðs skáld- skapar í orðum og litum af sannri nautn. Veit ég fáa lesnari í ís- lenzkum skáldskap og enn færri, sem kunna jafnmikið af góðri lýrík og hann. Sjálfur er hann snjall hagyrðingur og leikur sér að bragarháttum, ef hann vill það við hafa. Arnþór er sextugur í dag og á því langan starfsferil að baki, en hann á einnig svo margt óunnið enn, að það er í rauninni engin ástða til að rekja í löngu máli öll hans störf, sem þó eru orðin svo mikil, að vel mætti verða efni í heila bók. Þessar linur eru að- eins kveðjur saman settar í skyndi. Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra hinna mörgu vina Arn- þórs, þegar 'ég óska honum þess, að hann megi alla ókomna ævi vera sá, sem hann er, og okkur samborgurum hans óska ég þess, að við faum lengi enn að njóta SKURÐGRÖFUR með moksturstækjum -: ■ ; ■■. ■■ Vér höfum tekið að oss einkaumboð hér á landi fyrir J. C. Bamford (Excavators) Ltd. í Bret- landi og gefum allar upplýsingar um fram- leiðsluvörur þeirra. ★ Gröfurnar eru framleiddar í tveim stærðum, JCB-3 og JCB-4C. Verksmið.ian er sú stærsta í heiminum, sem sérhæfir sig í framleiðslu á skurðgröfum af þessari gerð og hafa gröf- urnar náð útbreiðslu um allan heim. Bent skal á, að gröfurnar eru ekki byggðar til áfest- ingar á traktora, heldur sem ein heild. Þær eru því mjög sterkbyggðar og.afkastamiklar. Báð- ar gröfurnar eru með mjög rúmgóðu húsi og vökvastýri. Þeim er stjórnað á allan hátt úr sama sætinu með aðeins tveim stjórnstöngum. Gröfuarminum á minni vélinni er komið fyrir á færibraubað aftan og má með einu handtaki flytja arminn til á brautinni með vökvakrafti. Getur því grafið nær alveg upp að húBveggjum. Snúa má henni í 200 gráðu boga, Grafarafl um 5 tonn á gröfu og um tveggja tonna lyftuafl á moksturstæki. Vegur um 5 tonn. Stærri grafan, JBC—4C — er enn þá öflugri. Graftarafl um 10 tonn. Vegur um 7 tonn. Báðar gerðirnar má fá afgreiddar með moksturstækjunum án þess að kaupa skurðgröfuútbúnaðinn. Nú þegar eru komnar til landsins nokkrar gröfur og fleiri á leiðinni. Neitið nánari upplýsinga um verð og greiðsluskilmála. ARNI GESTSÖON Vatnsstíg 3 — Sími 17930. starfskrafta hans og litríkra per- sónueiginda, sem gert hafa Arn- þór Þorsteinsson hinn minnis- stæðastaæ mann og einn af ágæt- ustu þegnum þessa lands. • Ingvar Gíslason. Frá Alþingi í þessum efnum og tillaga eins af framkvæmdastjórum SÍS því inn- antóm yfirborðstillaga. Taldi ráð- herrann að lokum, að slíkur belg- ingur, borgaði sig sjaldan. Fundartíma var lokig er hér var komið og umræðunni frest- að. Axel saksóttur Franiaaid rt > síðu. framkvæmdastjórnar, skrifstofu-; kostnaðar, húsaleigu, ljóss, hita og fleira í 15 mánuði, kr. 214.000.- 00, án sundurliðunar eða skýringa á þeim reikningi og þrem öðrum, » sem getið var í bréfinu. Vai'ffandi skrúfuna, sem getur í tilkynningu saksóknara, segir í bréfinu, að upphaflega hafi ekki verið annað fylgiskjal fyrir slík- ura viðskiptum en ókvittað papp- írsblað, sem gaf til kynna, að keypt hefffi verið koparskrúfa á skipið fyrir kr. 135.000,00. Síðan | skilaði Arel reikningi frá starfs- manni sínum Nefndin taldi reikn- inginn lítils virði, en raunar var þessi skrúfa til. Málið var lagt fyrir saksóknara á sínum tíma. Síðan hefur það ver i iff í dómsrannsókn. unz saksóknari fékk það til umsagnar og ákvörð- unar um málshöfðun eins og fyrr getur. I Einvígi í skák Framhald af 16. síðu. Á næstu hæff fyrir ofan, í salar- kynnum málarafél. munu ýms- ir færustu skákmenn borgarinnar skýra skákirnar á sýningarborð- um. Geta áhorfendur þar rætt hverja skák og borið fram fyrir spurnir um framvindu hennar og- lagt fram tillögur og ágizkanir um næstu leiki. Sú nýlunda verður upp tekin, að keppendurnir sjálf ir munu, ef aðstaða þeirra leyfir, einnig koma í þennan sal og skýra viffhorf sín og ráðagerðir í skák- inni. Við þá mega áhorfendur eðlilega ekki rökræða, og þeim er fyrirmunað að skýra öðrum keppanda frá áformúm hins. Eins og áður segir, verffur fyrsta skákin tefld föstudaginn 1. marz, en önnur sunnudaginn 3. marz kl. 2. Biðskákir (biðskák) verða þriðjudaginn 5. marz. Þriðja skák- in er ráðgerð föstudaginn 8. marz kl. 8, en fari hún í bið, verður henni haldið áfram daginn eftir, iaugardag, kl. 2. Sú fjórða og síðasta verður tefld sunnudaginn 10 marz kl. 2. í fyrstu skákinni mun Friðrik Ólafsson tefla með hvítum mönn- um. Skákstjórar verða þeir Jón P. Emils og Jóhann Þórir Jónsson. Albert Framhald ai 1 síðu hversstaðai niðri og brotið skiúfu ig stýri. Vegna lekans varð að stöðva vélarnar, þar eð vatn komsi upp á katlana. Lóðs inn tók togarann þegar í tog og hélt af. stag inn til Eyja. Jörðín Karlsá við Dalvík er til sölu og er laus til ábúðar á vori komandi. Þeir, sem óska upplýsinga, snúi sér til Sigurjóns Hjörleifssonar, Dalvik. Skipstjón á Lóðsinum er Ein- ar Jóhannesson. Varðskipið Albert lá hér inni er þetta gerðist. Ilélt skipið þegar út til aðstoðar og mætti Lóðsinum og hjálpaði til viff að koma togaranum inn undir Eiði. Þar var sett dæla um borð frá Albert og togarinn varpaði akkerum. En svo mikill var veðurofsinn, að akkerisfestar slitnuðu og 'varg Albert þá að taka togaiann í tog og halda sjó með hann. Lóðsinn er þarna einnig til aðstoffar og nú er annað varðskip á leiðinni til hjálpar ef með þarf, en vonandi kemur ekki til þess, en veðrið hefur farið heldur skánandi með kvöldinu. Ekki mun enn ákveðið, hvort farið verður með togarann inn hér til viðgerðar eða til Reykjavíkur, þegar veð ur gengur niður. Víðivangur akv. en lýðræðissinnar 197 og var þá 30 atkvæða munur“. Hér er alrangt skýrt frá úr- slitum og auðséð að ekki er um prentvillu að ræða, þvi að lagt er út af röngu tölunum oig sagt að 10 atkvæða munur hafi verið. Úrslitin urðu þau, að A-list- inn, listi vinstri manna hlaut 290 atkv. en B-listinn 227 O'g var munurinn 63 atkvæði, en við stjórnarkos.ninguna i fyrra var munurinn aðeins 16 atkv. Af þvi að Mbl. er svo strang- heiðarlegt blað í fréttaflutn- ingi, voru menn að búast við ieiðréttingu og afsökunarbeiðni í gær, en hún sást ekki í Mbl. þó leitað væri með logandi Ijósi. Getur það verið, að Moggi sé fréttafalsari? Það hefði lík- lega fremur mátt búast við þessu í „fréttafölsunarblaðinu“ Tímanum, er það ekki, Moggi sæll? T I M A N N vantar börn til bíaöburðar i eftirtalin hverfi: Langholtsveg (innri hluta). Grimstaðaholt Seltjarnarnes (Melabraut) Bankastræti 7 — Sími 12323 og 12504. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er heiðruðu okkur með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 50 ára hjúskaparafmæli okkar 31. janúar s.l. Sigríður Jónsdóttir og Sigurður Guðmundsson Ásmundarstöðum Þökkum auðsýnda samúö við fráfall og jarðarför föður okkar KARLS HALLDÓRSSONAR tollvarðar, sérstakar þakkir færum við samstarfsmönnum hans og karlakórnum Fóstbræðrum. Guðlaug Karlsdóttir Reynir Karlsson Stjúpmóðir okkar, ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR . lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kveldi hins 26. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðrún Þorstelnsdóttir Hans Þorsteinsson T í M I N N, fimmtudagur 28. febrúar 1963. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.