Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 5
Á MÁNÚDAG og þriðjudag
skoðuðum við Esslingen og
Stuttgart', en aðallega voru
þefaðar upp allar íþróttavöru-
verzlanir svo og fataverzlanir.
Fór þá í hönd mesti blómatími
kaupmanna í Esslingen, því að
varla stóð steinn yfir steini,
þar sem Hafnfirðingarnir höfðu
álpazt inn. Einkum var það ein
sportvöruverzlun, sem varð fyr-
ir barðinu á þessum verzlunar-
fiknu fslendingum. Lá við, að
loka yrði verzluninni unz nýjar
birgðir baerust.
Á þriðjudagskvöld buðu Ess-
lingenmenn okkur í „Fasching"
á samkomustað þeirra, og fjöl-
menntu þá Hafnfirðingar
klæddir duggarapeysum (lán-
uðum) eða einhverju í svipuð-
um stO. Var þetta mjög svipað
áðurnefndu balli í Frankfurt
nema hvað þetta var síðasta
kvöld þessarar hátíðar og galsi
og fjör í samræmi við það. Var
sungið, dansað 'og trallað eftir
mætti fram eftir nóttu og
sprelluðu Þjóðverjarnir sem
mest þeir máttu á þessu loka-
balli kjötkveðjuhátíðarinnar. —
Var ekki laust við, að nfargt
skemmtilegt bæri fyrir augu og
eyru, og skemmtu menn sér hið
bezta.
Daginn eftir var okkur boðið
til hádegisverðar til yfirborg-
arstjóra Esslingenborgar. Var
boðið haldið í hinu 500 ára
gamla ráðhúsi bæjarins og stóð
yfir í nær þrjá tíma. Okkur
til styrktar voru mættir þarna
nokkrir íslenzkir stúdentar í
Stuttgart. Einnig var mættur
Sigurður Björnsson óperu-
söngvari og talaði hann fyrir
okkar hönd, og afhenti borgar-
stjóra gestabók eina glæsilega
sem gjöf frá bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar. Þakkaði borgarstjóri
fyrir gjöfina með ræðu og
kom víða við. Hann bauð okk-
ur fyrst velkomna og síðan
þakkaði hann fyrir þær móttök-
ur, sem Esslingenmenn hefðu
fengið í Hafnarfirði í sumar.
Kvaðst hann vona, að þessi vin
samlegu samskipti milli bæj-
anna mættu haldast sem lengst
og dafna og aukast eftir því
sem fram liðu stundir.
Eftir borðhaldið tókum við
létta æfingu í hinni glæsUegu
íþróttahöll Esslingen og var
ekki laust við, að sumir væru
þungir á sér. Líkaði okkur vel
við staðinn, en okkur fannst
gólfið of hált. Var ekki laust
við, að það kæmi í ljós í leikj-
unum daginn eftir.
Á fimmtudagsmorgun var
okkur boðið að sjá mælitækja-
verksmiðju kennda við Stiefel-
meyer. Var hún á tveimur stöð
um, eldri og yngri hluti. Fóru
u. þ. b. tveir tímar að ganga
um alla sali, upp og niður stiga
og hýrnaði aðeins yfir mönn-
um, er tilkynnt var, að matur
væri til reiðu. Stiefelmeyer
sjálfur stjórnaði borðhaldinu
og hvatti menn óspart til að
innbyrða sem mest af þessum
ijúffenga mat, sem á borðum
var. Stiefelmeyer hélt uppi
gleðskap við borðið og var ó-
spar á grínsögur um sjálfan
sig og höfðu menn gaman af.
Einnig stóð upp formaður Ess-
lingen-félagsins og þakkaði góð
ar móttökur. Bauð hann því
næst leikmönnum FH upp á
„snaps“ af víni, sem hann
hafði sjálfur framleitt. Fannst
Þjóðverjum mikið til um þetta
kostaboð, en einhvern veginn
fór það nú svo, að grænmetis-
staukar og fleiri ilát fengu að
geyma mjöðinn svo að lítið bar
á. Glösin hurfu aftur á móti öll,
því að þau voru úr súkkulaði,
og líkaði mönnum vel.
Eftir borðhaldið var „slapp-
' að af“ fyrir leikina, sem hófust
kl. 6. Hallsteinn var ekki alded-
is bjartsýnn á góða leiki. Birgix
Björnsson og Einar Sigurðs-
son voru báðir meiddir og hinir
voru yfirleitt kvefaðir, eða jafn-
ivel.með inflúenzu.
Fyri'i leikurinn var gegn úr-
valsliði úr Esslingen og ná-
grenni og byrjaði sá leikur ekki
vel. Samt sem áður tókst okkur
að setja upp hraða og gekk þá
allt eins og í sögu. Leiknum
lauk með sigri okkar 18:10. —
Ragnar Jónsson varð fyrir því
óhappi í þessum leik að brjóta
á sér einn fingur, en lék þó
seinni leikinn eftir sem áður.
Næsti leikur var leikur Essl-
ingenmanna gegn úrvalsliðinu.
Var sá leikur mjög jafn og
spennandi og það var ekki fyrr
en á síðustu mín. að Esslingen-
mönnum tókst að komast yfir
og vinna 14:13. Léttist nú að-
eins brúnin á mönnum, en þó
höfðu menn á tilfinningunni,
að Esslingenmenn hefðu vilj-
andi haldið aftur af sér til þess
að eiga sem mest eftir gegn
okkur.
Reyndist það og rétt til get-
ið, því að Esslingenmenn Iéku
mun betur gegn okkur og ekki
hvað sízt villti það um fyrir
okkur, ag algerlega nýr mark-
maður stóð í markinu. Varði
hann ótrúlegustu skot og átti
mikinn þátt í því að þeir kom-
ust strax yfir. í hálfleik höfðu
þeir yfir 11:8. Er nokkrar mín.
voru liðnar af seinni hálfleik
stóð svo ‘14:9 Breytti FH þá
um' varnarleik en Esslingen-
menn tóku þá að tefja leikinn.
Upphófust þá mikil köll á áhorf
endabekkjum og var óspart lát-
in í Ijós óánægja yfir leikað-
ferð Þjóðverjanna: Er að var
gáð kom í Ijós, að köll þessi
komu frá 20—30 ísl’endingum.
sem þarna voru mættir frá
^tuttgart oe Karlsruhe. Síðan
•nátti lievra hróp eins oe
Áfram ídand“ og „Áfrarr
’i’H” Eins og búast mátfi við
settu þessi hróp meira fjör í
okkur fslendingana og okkur
tókst að minnka bílig niður í
tvö mörk, 14:12. Þessar síðustu
mníútur varði Hjalti markið
eins og ljón og Esslingen-mönn
um tókst ekki að skora fleiri
mörk, en það var ekki nóg, og
leiknum lauk með sigri Essling
en-manna, 14:12.
Eftir leikina var haldið á
samkomustag þeirra Esslingen
manna og þar var rabbað sam-
an og sungið nokkra stund, en
síðan haldið beint í bólið enda
voru flestir orðnir þreyttir og
slæptir.
Föstudagsmorgunn var notað
ur til verzlunarerinda, en eftir
hádegi var haldig til Stuttgart
þar sem skoðaður var 211 m.
hár sjónvarpsturn. Sást þaðan
vel yfir Stuttgart og nágrenni,
en ekki var laust við að suma
sundlaði, er niður var litið. —
Komig hefur fyrir, að menn
hafi kastað sér fram af þess-
um turni, og því hafa verið sett
ir oddhvassir fleinar ofan á
handriðið. Varð mönnum tíð-
rætt um þetta þar uppi og
varð þá einum þetta að orði:
„Ja, ekki dettur mér í hug að
fleygja mér fram af hérna úr
því að þessir fleinar eru þarna.
Sko. ég gæti iafnvel meitt mig
á þeim . “ Varð því ekkert
úr framkvæmdum.
A* turnferð lokinni var hald-
ið inn í miðbæ Stuttgart og
rokið í verzlanir. Þar sem að-
eins nokkrir í liðinu töluðu
þýzku svo að Þjóðverjar gætu
skilið, fjölmenntu íslenzkir
stúdentar í Stuttgart okkur
til hjálpar og skiptu sér niður fi
í hópa. Gekk þetta eins og í f
sögu verzlunarmönnum í Stutt-
gart til núkillar ánægju. Þeir
íslendingar, sem mest gengu '
fram í að hjálpa okkur í einu
og öllu voru þeir: Br*gi Ing-
ólfsson, Hilmar Ólafsson, Guð-
mundur ICr. Guðmundsson, og
þeir bræður Björn og Sigurður
Dagbjartssynir. Fleiri mætti
nefna, en þessum og öllum
þeim, sem aðstoðuðu okkur
viljum við færa okkar beztu
þakkir.
Um kvöldið var haldið loka-
hóf í samkomusal Esslingen-
manna. Var þar sýnd kvik-
mynd úr íslandsför þeirra s. 1.
sumar. Síðan voru smá tölur
haldnar og þakkaði fyrir mót-
tökur og komu. Sigurður
Björnsson talaði fyrir okkar
hönd, en formaður Esslingen,
Turnerbund fyrir hönd gest-
gjafanna. Var og skipzt á skiln-
aðargjöfum og síðan sungið.
Dálítill saknaðarblær var yfir
samkomunni, en þó báru menn
sig vel. Er alltaf leitt að kveðja
vini, og þá einkum. þegar ekki
Framhald á 13. síðu.
Órn Hallsteinsson skorar fyrlr FH. (Ljósm.: Páll Elríks.).
IIMINN, fimmtudagiinn 21. marz 1963
5