Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 9
uðu Danir undan tíðarfarinu. Það er heldur ekki nema von, því þetta veldur þeim ekki að- eins óþægindum heldur tapi og kostnaði. Danir og Svíar þurfa að halda úti ísbrjótum og svo er allt athafnalíf vig hafnirnar í molum. Við fórum ekkert í land — til þess var ekki tími, — en það var nýstárlegt að sjá snjóplóga á götunum, sem að sumarlagi eru heitar og blómum prýddar. Farmaður — Þú hefur til þessa verið á varðskipunum? Hvernig fellur þér að sigla á millilandaskipi? — Það er nú kannski full snemmt að segja til um það. Farmannastéttin er myndarlegt og duglegt fólk, sem þjóðin stendur í þakkarskuld við. Það kann að vera, að oft hafi verið betri kiör á þessum skipum, en nú eru þau afar léleg, sem kunnugt er. Skipin koma mjög sjaldan við í heimahöfn, og því verður starfig hálf ömurlegt fyrlr fjölskyldumenn. Til dæm- is var eitt skipið aðeins sjö daga í Reykjavík árið 11)62. — Annað mál er svo það, að þjóð- félagig gerir ekkert fyrir þessa menn. Þar til fyrir einu ári, cða svo, gátu sjómenn talað í síma við heimili sín á stutt- bylgjunni. en þá þjónustu hef- ur landssíminn hætt við. hvað sem því veldur. Sama er að segja um útvarpið. Það heyrist ekki nema ag Færeyjum. Stutt bylgjusendingarnar heyrðust vel þar til fyrir nokkru, að skipt var um bylgju og sú sem fyrir valinu varð, heyrist aldr- ei. Það má geta þess hér, að t. d. Danir og Norðmenn gera mik- ið fyrir sína sjómenn. Halda uppi umfangsmikilli félags- mála- pg tómstundastarfsemi fyrir sjómenn á verzlunarflot- anum — og þeir borga miklu hærri laun, en íslendingar gera. — Það má kannski segja- ag len.gri reynsla og umsvifa- meiri útgerð þessara þjóða hafi nokkuð að segja, en hins veg- ar er það alvarlegt mál að verða á íslandi, að sjómanna- skólinn er ag veslast upp af nemendaskorti og þeir, sem prófin hafa, þeir leita sér starfa í landi. Ég held það horfi td vandræða. — Eru það yfirleitt ungir menn, sem sigla á farskipun- um? — Já, að langmestu leyti. Að minnsta kosti á Sambands- skipunum. Samvinnuútgerðin er mjög ung, og því eru starfs- kraftar hennar kannski yngri. Skipstjórinn á Hvassafelli, Jör- undur Kristinsson, er t. d. að- eins 32 ára og yfirvélstjórinn Sigurður I. Sigurðsson er 33 ára. Aðrir vfirmenn svo á svip- uðu reki og yngri. Enginn skyldi þó halda, að þetta séu nein börn. Þessir menn hafa verið í hörðum skóla og til sjós frá barnsaldri. Á hinum skipunum er svipaða sögu að segja. yfirleitt kom- ungir menn. og velgengni út- gerðarinnar hvílir að miklu leyti á þeirra herðum. — Ykkur hefur brugðið í brún, að koma heim í veður- blíðuna? — Já. það má nú segja. Við komum frá Hollandi. Belgíu og Bretlandi. Þag er mjög óvenju- legt, reikna ég með. að vorið komi á undan á íslandi, því hér er farið að grænka og ilm- ur af gróðri í lofti. meðan þe]i er í jörðu á „suðurlöndum" — ís, frost og snjór. sagði Jónas Guðmundsson, stýrimaður að lokum. T í MIN N, fimmtudagiinn 21. marz 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.