Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 1
TVOFALT EINANGRUNAR - 20ára reynslaER herlendis SiM111400 68. tbl. — Fimmtudagur 21. marz 1963 — 47. árg. í „IS- HAFI” í opnunni í dag er viðtal við Jónas Guð'mundsson um sigl- ingu á Eyrarsundi, sem mætti nefna „íshafið", enda hefur það verið ísilagt lengi í vetur. Jónas er nýkominn heim úr ferð með Hvassafellinu, og er mynd in hér til hliðar tekin, þegar skipið var á leið' inn til Gdynia, áður Danzig, en lóðsbáturinn siglir í kjölfarið. Á sama tíma og þessi gaddur helzt þarna syðra, er sumartíð hér nyrðra. Henni á þó að vera að Ijúka, því að síðustu fréttir herma, að í nótt hafi átt að frysta og nú sé frost um allt land. Von- andi stendur það ekki lengi. Leitað í gær MB—Reykjavík, 20. marz. Leitinnl a8 flugmönnunum tveimur var haldið áfram í dag, en án árangurs. í dag leitaði flugvéi frá 54. bandarísku björgunar. sveitinni og lagði hún upp frá Goose klukkan hálf fimm í morgun skv. íslenzkum tíma; flugvél frá Kanadaflugher, sem lagði upp frá Torbay klukkan 8,30 og ein vél frá U.S. Coast Guard. Flugvélin Sólfaxi, sem staðsett er í Grænlandi var einnig til taks, ef Torbay óskaði eftir, en tll þess kom ekki. í gærdag flugu leitarflugvélar samtals 62 tíma og 20 mín„ þar af leituðu þær á takmörkuðu svæði 27 tíma og 25 mínútur. Það svæði var um 4000 fersjómílur og var gefið upp að árangur leltarinnar hefði verlð 85%, þ.e. að 85% svæðisins hefði verlð ieitað til hlítar. Ekki hafðl borizt vitneskja hingað tll lands um frekari ieit, er blaðið fór í prentun. VILJA FLUGIÐ BÓ-Reykjavík, 20. marz Gljáfaxi fór í annað skíðaflugið á hádegi í dag og lenti í Scoresby- sund kl. 14.35. Vélin átti að fara þaðan til Meistaravíkur siðdegis og í fyiTamálið aftur til Scoresby- sund og Daneborg og til Reykja- vikur. Winther verkfræðingur frá Kaup mannahöfn, sem er eftirlitsmaður veðurathuganastöðvanna á Austur- Grænlandi, hefur sagt, að Danir | niundu að. iíkindum fækka skipa- ferðum til stöðvanna niður í fjórða hvert ár og halla sér að Flugfélagi íslands, ,ef skíðaflugið heppnast íramvegis sem hingað til. Þrjár flugferðir til stöðvanna eru þegar ákveðnar og verða senni lega fleiri í þetta sinn. YFIRMANNADEILAN INNAN RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Munkur vildi munn deyða dt uf hænsnabúi NTB-Deggendorf, 20. marz. 66 ára gamall munkur af Bene- diktinarreglunni var í dag leiddur fyrlr rétt í Deggendorf í Vestur- Þýzkalandi, ákærður fyrlr að hafa gert tilraun til að svipta reglubróð- ur slnn einn lífi með rafstraumi. Raffræðingur einn er ákærður fyrir meðsekt í ódæðinu. Munkurinn, bróðir Gunther, hafði um þrjátíu ára skeið veitt hænsnabúi klaustursins forstöðu, en fyrir tveimur árum ákváðu yfir boðarar hans að setja hann frá því embætti, þar eð hann hafði ekki iðkað bænagerðir sínar eins vel og krafizt var. Sá, sem varð fyrir banatilræðinu, bróðir Gallus, var þá settur yfir hænsnabúið. Bróðir Gunther vildi fyrir alla muni koma í veg fyrir þetta, þar SJ0TIU HAFA HEITID VALGARD STUDNINGI! eð hann hafði sem hænsnabússtjóri getað dregið sér fé af eignum klaustursins, og er hann einnig ákærður fyrir þann fjárdrátt. — Raffræðingurinn, George Stein- bauer, mun hafa verið flæktur i Framh. á bls. 15. JK-Reykjavik, 20. marz. Erjur æðstu manna Rafmagns- veitu Reykjavíkur hafa nú komlzt á nýtt stig, er um 70 starfsmenn hennar hafa skrifað Valgarð Thor- oddsen yfirverkfræðingi bréf, þar sem þeir helta honum stuðningi sín- um. Valgarð hefur í heilt ár staðið i köldu stríðl við Jakob Guðjohnsen rafmagnsstjóra og Aðalstein Guð- johnsen deildarstjóra, og í átta mán uði hefur borgarráð e'ða borgarstjóri legið á uppsagnarhótun rafmagns- sfjóra út af þessu máli. Bréfið, sem Valgarcfc'uar skrifað, er nokkuð á þessa leið; Þar sem þrálátur orðrómur er um, að þér, herra yfirverkfræðingur, ætlið að segja upp starfi hjá Rafmagnsveitu I Valgarð starfsliði Aðalsteins um Reykjavíkur, þá skorum við hér j helming, og neitaði Aðalsteinn þá með á yður að endurskoða þá af- stöðu yðar og heitum yður því að styrkja yður í nýsköpun og fram- kvæmdum Rafmagnsveitu Reykja víkur í hvívetna. \ Tíminn upplýsti þetta mál snemma i október í haust. Valgarð var áður rafveitustjóri í Hafnar- íirði og var tiltölulega nýtekinn við starfi uæstæðsta manns Raf- iragnsveitu Reykjavíkur, þegar ó- samkomulag kom upp milli hans og Aðalsteins Guðjohnsens, sem l'-ar deildarstjóri áætlunardeildar : rafveitunnar og hafði gert hana að umfangsmestu deildinni. Fækkaði að taka við fyrirskipunum frá Val- garð. Valgarg sagði þá, að þessi ummæli Aðalsteins hlytu að jafn- gilda uppsögn hans. Nú brá löðurbróðir Aðalsteins, Jakob rafmagnsstjóri, við hart og tók alla verkfræðideildina undan Valgarð yfirverkfræðingi og setti .ndir sjálfan sig. Valgarð líkaði þetta stórilla og þóttist ekki starf- hæfur sem yfirverkfræðingur, ef hann fengi <»ngu að ráða um verk- fræðistörf Logaði alit ; erjum í rafveitunni út af þessu. Jakob Guðjohnsen íJrrifaði borgarráði eða borgar- stjóra bréf, þar sem hann krafðist úrskurðar um réttmæti ráðstafana s:nna. Hótaði hann ella uppsögn sinni. Valgarð mun einnig hafa skrifað bréf og gért grein fyrir af- sröðu sinni Á þessum bréfum hefur verið iegið í meira en átta mánuði, án þess að nokkuð hafi verið aðhafzt t>1 að greiða úr flækjunum. Enginn virðist vita, hver ræður heerju hjá rafveitunni. Má meðal annars benda á, að fylgiriti 1 með Sögu rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem gefin var út 1961, er sýnd allt önnur dcildaskipting en í giein frá áætlunardeild Aðaisteins Framhald á 15. síðu. RANN- * 1 SAKAR HAFNAR- STÆÐE JK-Reykjavík, 20. marz Til landsins er kominn danskur prófessor frá Flor- ida á vegum Fulbright-stofn unarinnar, Per Brun að nafni. Hann er sérfræðing- ur í sandburði með strönd- um og mun m. a. starfa með Vita- og hafnarmálaskrifstof unni í sambandi við sand- flutntng við hafnargerðir. Prófessorinn mun flytja erindi í Háskóla íslands á vegum verkfræðideildarinn- ar og verður fyrsta erindið annað kvöld, fimmtudags- kvöld Þessi erindi eru ætl- uð úlskrifuðum verkfræð- ingum. Per Brun hefur ver- ið hér í rúmar tvær vikur og verður til hausts.. Vita- og hafnarmálaskrif- stofan hyggur gott til sam- vinnunnar við Per Brun. Hann mun meðal annars at- huga möguleika á hafnar- gerð í Þykkvabænum og við Vik í Mýrdal, en þar verða sahdt'lutningar stór liður í míigulegri hafnargerð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.