Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.03.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: . Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés ICristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523. Af. greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — 1300 milljónir og meira Það hefur jafnan verið eitt helzta loforð Sjálfstæðis- manna, þegar þeir hafa ekki sjálfir farið með fjármála- stjórnina, að auka sparnað í útgjöldum hins opinbera og iækka álögur. Fyrir hverjar þingkosningar hefur þetta verið eitt helzta loforð þeirra og þó aldrei verið lofað meiru en fyrir seinustu kosningar. Eftir kosningarnar fengu Sjálfstæðismenn svo fjár- málastiórnina. Hverjar hafa efndirnar orðið? Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 1963 eru álögur þær, sem ríkið leggur á landsmenn, áætlaðar 1300 millj. kr. hærri en í fjárlögum fyrir árið 1958. Hér er um miklu meira en tvöfalda hækkun að ræða. Fullt tillit er tekið til þess í umræddum samanburði, að 1958 var hluti niðurborgana á vöruverði greiddur úr útflutnings- sjóði. Til þess að afla ríkissjóði þanníg meira j».i tvöfalt hærri tekna en áður, hafa verið lagðir á margir nýir skattar, einkum söluskattar. Auk þess hafa svo ýmis opinber gjöld, sem ekki koma inn í fjárlögin, stórhækkað, eins og t.d. póstgjöld, síma- gjöld, farm- og fargjöld með strandferðaskipum ríkisins, ijúkrasamlagsgjöld og önnur iðgjöid vegna trygginga o.s.frv. Jafnframt öllum þessum hækkunum hefur svo verið tekinn upp sá siður að leggja á ýmiss konar nýja skatta, sem látnir eru renna til ýmissa sérsjóða og framkvæmda, og koma því aldrei inn á fjárlögin. Þannig er reynt að dvlja hina raunverulegu heildarhækkun skattanna, jáfn- hlíða því, sem skattakerfið er gert miklu flóknara, þótt hins vegar hafi verið lofað að gera þao sem einfaldast. Hinir nýju aukaskattar eru m.a þessir: Útflutningsgjöld hafa verið stórhækkuð eða meira en tvöfölduð. ■fc Lögfestur hefur verið sérstakur 2% launaskattur á bændur. Lögfestur hefur verið 0,7% söluskattur á land- búnaðarafurðir. Lögfest hefur verið 1% ríkisábyrgðargjald, sem leggst algerlega að ástæðulau;u á húsbyggjendur. Verið er að lögfesta 0,4% söluskatt á iðnaðar- vörur. Lagt er til í stjórnarfrumvaroi, sem liggur fyrir þinginu að leggja nýjan skatt á sement, timbur og járn og útborguð vinnulaun verkamanna. Samanlagt nema þessir skattar háum upphæðum, sem ekki sjást á fjárlögunum. Hækkun álaga síðan 1958 er því miklu meiri en þær 1300 millj., sem koma fram á fjár- lögunum. Þannig efnir Sjálfstæðisflokkurinn fyrirheit sín um að lækka álögur á almenningi. Úrelt sjálfstæði Framsóknarmenn hafa lýst yfir þvi, að þeir vilji ekki sækja um aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, þar sem því fylgi samkv upplýsingum ríkisstjórnarinnar að semja um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi. Þess- vegna kjósa Framsóknarmenn heldur tolla- og viðskipta- samningsleiðina. í tilefni af þessu kallar Mbl Framsóknarmenn einangr- unarsinna, en Vísir segir. að þeir haldi dauðahaldi i úr- elt sjálfstæðishugtak Af því geta menn bezt sér hver rnuni vera raunveruleg stefna stjórnarflokkanna í þessu máli. RITSTJÓRNARGREÍN ÚR DEGI: „Snotur efni í leiguþjóna" Þegar Þjóðmiinjasafnið hélt hátíðlegt huúdrað ára afmæli sitt 24. f.m., flutti Gylf.i Þ. Gíslason menntamálaráðherra þar af hálfu ríkisstjórnarinnar ávarp, sem vakið hefur miki'ð umtal — og undrun margra og igremju. Gylfi ráðherra er snoturlegur ræðumaður og farast oft vel ávörjp og stundum jafnvel ágæt- lega. En fyrir kemur, að liann gerist nokkuð OPINSPJALIAJR, svo' notáð sé orð Egils Skalla- grímssonar. Þannig fór fyrir hon um við þctta tækifæri. Að undanfömu hafði ríkis- stjórnin færzt undan að ræða af- stöðu sína tH Efnahagshandalags Evrópu. Eftir að Frakklandsfor- seti hafði í bili komið í Veg fyrir að Bretar fengju inngöngu i bandalagið, hafði hún haldið því fram, að fyrir ísland væri málið úr sögunni. Allir vissu raunar, að tilgangur hennar var að reyna að fá þöign um málið fram yfir alþingiskosningar í sumar, af því að hún vissi sem var, að stefna hennar í málinu — innlimun fs- lands í EBE — er andstæð vilja þjóðarinnar. Forsprakkar stjórnarflokkanna hugsuðu sér, að leika svipaðan leik og þeir léku í landhelgismál inu j kosningunum 1959, að láta fólk halda í koaningunum í vor, að þeir vllji í engu skerða sjálf stæði þjóðprinuar, — engum rétti afsaia, hvað sem í boði væri. Fara síðan að geðþótta sínum cftir kosningar — eins og í land helgismálinu — ef þeir héldu meirihluta. En svo gerist þetta 24. f.m., að mei'iútamálaráðherrann gengur v Iiátíðlégri stund í musíeri þjóð- rækninnar — Þjóðminjasafniíí — og fær þá svo mikinn blóð þrýsting, að hann flytur opin skáa játningu, þar sem hann er staddur fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, um stefnunia, sem stjórnin telur að fylgja beri, þegar um sjálfstæði þjóðarinnar er áð tefla og sambönd við aðrar þjóð- ir. Hann sagði oiðrétt: „Einn mesti stjórumálaskör- ungur á fyrri hluta þessarar aldar sagði ekki alls fyrir löngu, að svo virtist nú kornið, að helzta ráðið til þess að efla sjálfstæði þjóðar væri að fórna sjálfstæði hennar. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli. En oiðið sjálfstæði er hér auðvit- að notað í tvenns konar merk ingu. Átt er við það, að svo virðist sem ein legund sjálf- stæðis verði ekki efld nema á kostnað annarrar". Og enn fremur mælti hann: „Og kemur ekki hlutdeild i auknu sjálfstæði og vaxandi ör yggi voldugs ba.ndalags í stað minnkandi sjálfsforræðis hvers einstiaks?".......,kæna smá- ríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldis cða bandalags". Ljósar er varla hægt að lýsa stefnunni en rá'ðherrann gerir þarna. Hafi hann þökk fyrir það, hvað hiann var opinspjall ur að þessu sinni. Héðan í frá þarf almenningur ekki að hrekj ast í vafa um hváða „sjálfstæð ishugsjón“ þessum mönnum býr í brjósti. Hins vegar hafi hann og þeir fulla óþökk og andúð fyrir þetfca hugarfar sitt. Mönnuni, sem álíta, „að heJzta ráðið til þess að efla sjálf stæði þjóðar sé að fórna sjálf- stæði hennar“, á sannarlega ekki að sýna þann trúnað að láfca þá fara með umboð hennar. Ilér er alls ckki um að ræða. hvort íslendingar cigi að ein- amgra sig frá samskiptum við aðnar þjióðir. Það detttur engum heilvita manni í hug. Hitt er kjarni málsins, að þeir gæti þess í samskiptuiiii'yn að FÓRNA EKKI SJÁLFSTÆÐI sínu, skei-ða ekki SJÁLFSFORRÆOl ■ —..-U ■■—II ■ — sitt, — sigla sinni „kænu“ sjálf ir. Ræða meimtamálaráðherrans^ sem lika er viðskiptamálaráð- herna, her með sér, að hann öfundar li'm stóru hafskip og langar um borð í slíkt skip úr Iitlu íslenzku „kænunni“ — tel- ur liana varla til frambúðar fyrir áhöfnina. f Ijósi þessiarar ræðu verður skiljanlegri en áður var, samn- inigur ríkisstjórnarinnar vW Breta um eilíft afsal elnhliða útfærsluréttar íslenzkrar land- helgi. Enn fremur — verður eftir ræðuna — minna furðuefni, að ríkisstjórain hefur stofnað til þess, að höfuðborgin og um- hverfi henniar býr nú við varnar Iiðssjónvanp frá Kefiavík — og dagskrá þess er auglýst i sum- um blöðum hennar, eins og inn Iend væri. Með þessu er á lævísan hátt verið að undirbúa flutninginn um borð í hafskipið, þó að máske sé það ekki fullkomlega vitandi vits. Einar Benediktsson komst þamiig að orði i „Bréfi í ljóð- um“ til ÞinigwaJlafundarins 1888: „Oft hafði þjóðin alldýrt keypta von um, að yrðu menn úr hennar beztu sonum. Þá ó'lum vér á snauðra fé, — svo fór, vér fengum snotur efni í leigu- þjóna“. Þetta á cnn við, þótt Banir fari ekki lcngur mcð húsbónda- valdið. Stjómendur hafskipsins telja án efa þá, sem nú stýra „kænu“ smáríkis okbar, „snotur efni í leiguþjóna" hjá sér — og mis- sýnist heldur ekki um það. Þess vegna m.a. þar-f að skipta um sfcjórn og llggur mikið við. Bréf frá Jónasi H. Haralz og svar Reykjavík, 19. marz 1963. Hr. alþingismaður Þórarinn Þórarinsson, Reykjavík. í blaði yðar, Tímanum, er í dag skýrt frá ummælum yðar á Al- þingi í gær um grein, er ég rit- aði í Fjármálatíðindi árið 1962. Er frásögn blaðsins sem hér segir: „Sama skoðun (eins og hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, viðskiptamála- ráðherra), kæmi fram hjá Jónasi Haralz ráðunaut ríkisstjórnarinnar í EBE-málinu. í grein, sém hann ritar í Fjármálatíðindi, ræðir hann sérstaklega um æskilega fyrirvara fyrir ísland í sambandi við aðild að EBE og segir orðrétt: „Þeir (fyrirvararnir) j/erða enn frefur að tryggja það, að erlend- ir fiskimenn geti ekki stundað veiðar innan íslenzkrar fiskveiði- marka og að hugsanleg þátttaka útlendinga í rekstri fiskvinnslu- 't stöðva leiði ekki til o/veiði fiski- I stofna við ísland“. Jónasi Haralz finnst því ekkert athugavert við að hleypa útlend ingum inn í íslenzkan fiskiðnað. ef settar yrðu reglur, sem höml. uðu gegn ofveiði fiskistofna við landið" Eins og orðin „enn fremuf' þeirri málsgrein sem vitnað ei i bera með sér, felur málsgreim ekki í sér nema hluta af þeim fyr vörum -em ég taldi nauðsynleg; Það er því ekki hægt að sjá, hver skoðun mín hafi verið um fyrir- varana, nema með því að lesa í samhengi þá málsgrein, sem vitn að er í, og næstu málsgrein á und an. Þær málsgr. hljóða þannig: „Þessir fyrirvarar verða að tryggja það, að ekki flytjist meira af erlendu vinnuafli og erlendu fjármagni til landsins en íslend- ingar sjálfir telja hættulaust fyrir þjóðerni sitt og menningu og fyr ir yfirráð sín yfir íslenzku atvinnu lífi. Þeir verða enn fremur að .iryggja það, að erlendir fiskimenn geti ekki stundað veiðar innan is- lenzkra fiskveiðitakmarka og að hugsanleg bátttaka útlendinga í rekstri fiskvinnslustöðva leiði ekki til ofveiði fiskstofna við ís- land“. Þegar þetta var ritað var ég ráðunautur ríkisstjórnarinnar í markaðsmálum Evrópu. Eg er viss um, að þér, herra alþingismaður, eruð mér sammála um, að það skipti af þessari ástæðu miklu máli, að þær skoðanir, sem ég setti fram í umræddri grein, séu rétt túlkaðar Þetta skiptir ekki að- eins máli vegna umræðna,. 'sem fram fara á innlendum vettvangi. 'ieldur ekki síður vegna þeirra 'ugmynda, sem erlendir aðilar inna að geta myndað sér um af öðu íslenzkra stjórnarvalda og 'unauta þeirra á þessum tíma Ég vona, að þér séuð þess vegna sammála um þýðingu þess, að þér leiðréttið við fyrsta tækifæri þann misskilning á skoðunum mínum, sem fram kemur í þeim ummæl- um, sem eftir yður eru höfð. Jónas H. Haralz.“ Mér er ljúft að verða við þeim tilmælum Jónasar H. Haralz, að birta framangreinda athugasemd hans. Hún staðfestir það, sem ég hefi áður sagt, að haíin gerir ráð fyrir að af aðild íslands að EBE geti leitt „hugsanlega þátttöku út lendinga í rekstri fiskvinnslu- stöðva“ og að vegna þess myndi þurfa að setja sérstakar reglur til að sporna gegii ofveiði. Upp úr því legg ég sáralítið, ef útlendingum væri hleypt inn í fiskiðnaðinn á annað borð, þótt í orði kveðnu ætti það að vera á valdi íslendinga sjálfra að á- kveða i hve stórum stíl það yrði leyft. Sennilega ætti það að fram kvæmast á þann hátt, að það væri háð leyfum ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Hvernig myndi t d. núverandi rikisstjórn halda á slíkum leyfisveitingum? í þessum efnum ér ekkert öryggi í fyrir vörum, sem hætt er við að vrðu fyrst og fremst til málamyndar f þessum efnum er ekki nema fitt öryggi- það er að ísiendingar ?æti einir þess fjöreggs síns. sem fiskiðnaðurinn mun verða á korn- andi áratugum, Þ.Þ. T í MI N N , fimmtudaginn 21. marz 1963 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.