Tíminn - 30.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1963, Blaðsíða 8
Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: ANDORRA ÞAÐ VAR heppileg ráðstöfun hjá Þjóðleikhúsinu að fá hingað \Valter Firner leikstjóra frá Vín- anbong til að setja þetta mikla leikrit á svið hér. Hvort tveggja er, ag Firner er afburðamaður á sínu sviði, svo sem gestir Þjóðleik- hússins hafa séð með eigin augum áður, þegar hann tók að sér leik- stjórn á einu leikriti fyrir jólin 1957. Svo er og hitt, að Fimer er nákunnugur höfundinum Max Frisch, og af þeim sökum líklegri en ella til að koma kjarna verksins til skila og raunar gefa því þá túlkun, sem höfundurinn mundi helzt kjósa. Ekki er því ástæða til að ætla annað en túlkunin hér sé svo rétt, sem hún getur verið. En um leikstjórn Firners er það annars að segja, að ekki leynir sér, að þar heldur meistari á spilunum. Viðast hvar kemur það fram, þó ekki takist það alls staðar, og má helzt vera um að kenna rangri skipun í hlutverk, og er þó harla ótrúlegt, að leik- stjórinn hafi gert sér það að góðu ag fá ekki að ráða um val leikara, þar eð nokkuð þekkir hann hér til síðan hann var hér fyrra sinni. Einkum er það tvennt í leikstjórn Firners, sem mesta athygli vekur, sú fágun er hann beitir aöalleik- endurna Kristbjörgu og Gunnar, svo að unun er að horfa á leik þeirra, sem er í senn hnitmiðað- ur og gæddur skáldlegri fegurð. Þá sýna hópatriðin, einkum þó Gyðingaskoðunin, hvílíkt leik- stjóravald Firner hefur ekki síð- ur á fjölda en einstaklingum á leiksviðinu. Er ástæða til að þakka honum komuna og skora um leið á leikhúsin hér að hafa það fyrir reglu að fá hingað annað veifið slíka menn frá ýmsum löndum til að setja eitt og eitt leikrit á svið. Það hlýtur að vera lexía sem ber góðan ávöxt/ Sem sagt, þökk fyr- ir komuna. Gunnar Eyjólfsson leikur Andra af svo næmum skdningi og algerri innlifun, að ótrúlegt er að leikar- inn skuli hafa getað lagt slíka rækt við þetta hlutverk sitt ofan á allt það, sem hann hafði á sinni lcönnu í Þjóðleikhúsinu. Sú þrælkun hefur höggvið svo nærri holdafari leikarans, að það var raunar upplagt að láta hann líka eftir Max Frisch. — Leíkstjóri Walter Firner. Þýðing eftir Þorvarð Helgason. Leiktjöld eftir Þorgrím Einarsson. taka að sér drengja-hlutveik (hann hefði þó altént útlitið W.þess!) Leikur Gunnars er að þessu sinni meira í samræmi við allt verkið en ég hef áður séð, svo stílhreinn er hann, eins og leikritið er meitl- að og skorið, t. d. hin einlæga gleði unglingsins og vonbrigðin, þegar allir hafa svikið hann, að gerð. Kristbjörg Kjeld sem Barblin vex og í list sinni í því hlutverki, cinkum hlýtur leikur hennar eft- ir að Barblin hefur misst vitið, að greypast fast í mi-nni. Ástaratriði Barblinar og Andra lifa þau Krist- björg og Gunnar af ógleyman- legri einlægni og sársaukann sem á eftir fer, sýna þau af skerandi list. Þag er sjaldgæft að sjá slík- an leik. En svo snertandi sem þessi og önnur atriði í leiknum eru bæði frá hendi höfundar og leikstjóra, fá þau aldrei keim af tilfinningasemi. Traustur og góð- ur er leikur Vals Gíslasonar í hlut- verki kennarans, þótt ekki teljist það til afreksverka Vals. Hlutverk œóðurinnar í leiknum gefur ekki marga möguleika, en Guðbjörg Þorbjarnardóttir nýtir þá til ýtr- asta. Senóran gefur ekki tilefni til átaka, en Herdís Þorvaldsdótt- ir á heldur ekki heima í því hlut- verki. Þó er enn tilfinnalegra með Ævar Kvaran í hlutverki Föður. Hann er eiginlega alltaf utan við og kemst ekki inn í það, gefur alls ekki sannfærandi mynd af prest- inum, að undanteknu atriðinu í vitnagrindinni, sem er mætavel gert. Ekki get ég að því gert, að ég kveið einhvern veginn fyrir því að sjá Bessa Bjarnason í hlutverki hermannsins. og vandræðaleg var fyrsta staðan hans í leiknum, en hann sótti sífellt í sig veðrið og í heild leysti hann þetta hlutverk prýðilega af hendi, dró fram bæði spjátrungskapinn og fúlmennsk- una, sem dáti þessi einkennist af. Jón Sigurbjörnsson beitti sér ekki nóg í hlutverki gestgjafans. Hins vegar fyllti Róbert Arnfinnsson alveg út í hlutverk smiðsins, bæði til orðs og æðis, auk hins líkam- lega . En skrýtnasta manngerðin er læknirinn, sem þykist hafa verið í ýmsum löndum, neitað sér um margvíslegan frama til að ganga í þjónustu heimalandsins. Lárus Pálsson leikur gerpi þetta af allri sinni skopgáfu og gerir úr því svo kynlegan kvist, að ékki er hægt að verjast hlátri af þessu mann- skrípi, sem sífellt belgir sig út. Gísli Alfreðsson og Baldvin Hall- dórsson gera sínum hlutverkum ákjósanleg skil. Árni Tryggvason í hlutverki fávitans segir ekki orð í leiknum, en látbragðsleikur hans er svo sterkur, án þess þó að um oflei'k sér -að ræða, að hann dregur að sér nærri alla athygli á meðan hann dvelst á sviðinu. Þarna gefur að líta hin fyrstu leiktjöld, sem Þorgrímur Einars- son gerir fyrir Þjóðleikhúsið, þar sem hann hefur starfað í mörg ár sem leikari og sýningarstjóri. Þau eru gerð í góðum og hóflegum stíl og af tilhlökkunarefni að fá að sjá meira af þessu tagi frá hans hendi í framtíðinni. Flest hefur sem sagt stuðlag að þvi að gera þessa leiksýningu eina hina merkustu og minnisstæðustu, sem Þjóðleikhúsið hefur sett á svið frá upphafi. Gunnar Bergmann. Tek að mér fermingarveizlur upplýsingar í síma 37831 eftir ki. 5. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Leyndardómur fórnarinnar Það var Kaifas æðsti prest- ur ísraels á dögum Krists, sem hafði gefið það ráð, að gagn- legt væri að einn dæi fyrir alla. í þessu viðhorfi þessa and- lega leiðtoga speglast ein af þyngstu og torráðnustu gát- um lífsins og tilverunnar. Hann segir þetta á spámann- legan hátt, líkt og véfrétt „embættis mælti andinn þar, af því holdið ei vissi pai", seg- ir Hallgrimur Pétursson í sálm- um sínum. „Einn fyrir alla“ er hin stór fenglega hugsun fórnarlundar- innar. Og er ekki veröldin þrátt fyrir allt þrungin af þjáning- um þeirra, sem vilja fórna sér fyrir aðra og verður það bæði sársauki og sæla í senn. Eitt af því, sem enginn skilur, jafn vel ekki þeir eða þær sem fórna sér. Það er eins og ein- hver innri kraftur knýi til á- taks alla leið út í opinn dauð- ann. Gott dæmi um þann undur- samlega hugsunarhátt kemur fram hjá einum þekktasta kristinboða, sem starfaði á sínum tíma í Kína. Hann segir: Þegar ég enn var unglingur, stóð ég eitt kvöld við strönd- ina heima í Englandi og horfði út á hið óendanlega haf. Og allt í einu laust þeirri hugsun niður í vitund mína eins og eldingu, að handan þessa hafs einhvers staðar í austrinu mikla væru milljónir manna, sem ekk, þekktu blessun krist- índómsins. Og þá fann ég, að ekki vai fyrir mig nema um tvennt að velja, annaðhvoit að fara og hjálpa þeim eða sökkva inér í þetta mikla djúp. Eg gat ekki annað. Og hann hjálpaði þúsund og jafnvel milljónir manna hafa hlotið blessun af boðskap hans og fómandi kærleika með al heiðingjanna. Og hefur ann- ars nokkuð stórfenglegt og dýr- mætt gjörzt, án þess að einhver hafi sýni þá fómarlund, sem skapar elsku, sem ekki leitar síns eigin „Enginn hefur meiri elsku en þá, sS láta líf sitt fyrir vini sina', segir Jesús við læri sveinana að skilnaði. „Einn tyrir alla“. Hinn sterki fórnar sér fyrir hina veik- burða. .Börnin fá mat en for- eldrarnir svelta“. Hinn hrausti fórnar sér fyrir sjúklingana. Hjálpandi hönd hins sjáandi leiðir hina blindu. Hinn góði ber sakir hinna vondu. Bróðir ber vansæmd bróður. kennir samvizkukvalanna í hans stað, gengst undir refsingu. borgar skuldina hans. Og svona getum við haldið á- fram að íhuga hinn undarlega leyndardóm og lífsgátu þján- inganna og sektarinnar. Börnin líða fyrir afbrot heimsku og skammsýni for- eldra sinna. Foreldrar líða fyrir ístöðuleysi og nautnasýki barna sinna, systir fyrir bróður vinur fyrir vin, eiginkona fyr- ir eiginmann og ástvinur fyrir ástvin. Og þjáningin verður þeim mun meiri, sem kærleik- urinn, vmáttan og umhyggju- semin er dýpri og göfugri. En um leið verður líka fómin létt- ari, sjálfsagðari og flytur a. m. k. stundum með sér einhverja undarlega og undur- samlega sæla mitt í ofurmegni sársaukans. Þetta sýnist svo mikil fjar- stæða, jafnvel grimmd. Hvers vegna eiga saklausir að líða fyrir seka? Ekki þarf að líta einungis til synda, sorga og dauða til að finna svarið. Það er líka til svar frá löndum náðar og lífs. Barnið sefur rótt og öruggt í faðmi vakandi móður, sem ekki ann sér hvíldar og svefns þess vegna Við, sem njótum áhættu og fórna annarra t. d. sjómannanna, finnum frið og traust veita vonir og vellíð- an, af því að þeir vaka. Og hversu off er einnig unnt að fagna sigri þess kærleika, sem vonar allt og umber allt? Ekkert, sem er dýimætt og stórfenglegt verður til án þján ingar og fórnar. Egill á Borg yrkir sitt ódauðlega Sona- torrek i harmafuna, sem hann taldi sig ekki geta lifað af við missi glæsilegra sona. Fæðing barnsins kostar móð S urina óbærilegar kvalir. Menn lokast inni í kolanámum og far- ast á hryllilegan hátt, svo að aðiir geti notið ljóss og yls fyrir áhættu þeirra og ósigra. Heiðarlegt aðalsmerki hvers göfugs siarfs er einmitt sú fórn erfiðis og mannrauna, sem færa þarf til að vinna verkið. Vart er sú máltíð etin, eða þeim klæðnaði klæðzt, að ekki hafi einn eða fleiri orðið að erfiða, þreytast, þjást og hætta miklu til. Vart hefur nokkurt listaverk verið samið, án þess að áður væri gengið gegnum elda mann rauna, þjáninga og misskiln- ings. „Eg hef aldrei átt þann harm, sem ekki hafði kristall- azt í ljóði“, er haft eftir Goethe. Hin feguista hljómlist, hinar dýrinætustu bækur og listaverk eru þannig framleidd af þeim, sem fundið hafa sárast til í bylj um og hríðum samtíðar sinn- ar, eða fórnað mestu af lífs- krafti sinum og hæfileikum til að túlka það sem sárast var og „allir viidu kveðið hafa“. Þetta mundum við yfirleitt komast að raun um, ef við þekktum sögur listaverka og listamanna ofan í Kjölinn. Það, sem þú huggast við, þeg ö ar þú lest góða bók eða hlustar á góða ræðu, það sem snertir þig dýpst eða snertir þig, yfir- leitt þaó er eflf og skírt í deiglu bjáninga og sársauka. það er 'ramleitt með fórnum, og hefur kostað listamanninn eða predikarann svita, tár og blóð Enginn og ekkert sannar petta beiur en Kristur og þján- ingar hans. Hann er nokkurs konar fulltrúi mannlegra þján- ;nga og þeirra fórna, sem hin- ir saklausu færa fyrir hina seku. Þess vegna er krossganga hans alitaf jafn ný og fersk fyrir allar kynslóðir allra alda. Allir sjá eða finna speglast í honum iitt dýpsta og tsárasta,- sina fóin, sín tár, sína ein semd „Vorar þjáningar voru það sem hann bar“. og þessi B samkenno þessi undarlegi S bróðurhugur samúðar og kær- a leika. sem í þjáningum hans H birtist verður svo óumræðileg @ huggun í öllum mannlegum œ hörmum Þar kemur svo glöggt | fram það, sem skáld fórnar | innar orðar á þessa leið:. „Gegnum Jesú helgast hjarta 1 í himininn upp ég líta má“. Árelíus Níelsson @ eBsajf bw*m * 8 T í MIN N, laugardaginn 30. marz 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.