Tíminn - 30.03.1963, Síða 14
ÞRIÐJA RÍKID
WILLIAM L. SHIRER
58
tök sín eða livert eðli heninar var,
en ihúii óx slöðugt. Mikið hcfur
verið um þetta hugsað, en minna
'hefur komið fram. Þau voru aug-
ljóslega bæði mjög afbrýðisöm.
Hún reiddist því, er hann beindi
athygli sinni að öðrum konum
— Winifred Wagner, meðal ann-
,arra. Hann hafði grun ucn, að
‘hún stæði í leynilegu sambandi
við Emil Maurice, fyrrverandi
tugthúsli'm, sem var lífvörður
hans. M var hún einnig andvíg
því, að frændi hennar stjónaði
henni algerlega að eigin geðþótta.
Hann vildi eteki, að hún sæist í
fyl'gd með nokkrum manni, nema
honum sjálifum. Hann bannaði
henni að fara til Vínar til þess
að halda þar áfram við söngnám
henniar, og kæfði með þvi metnað
hennar til þess að eignast framtíð
sem óperusöngkona. Hann vildi,
að hún væri aðeins hans eins.
Þá hefur einnig verið gefið í
skyn, að hún hafi haft óbeit á
sjiálfspyndingartilhneigingum elsk-
hugans, því að þessi harðstjóri
á stjórnmálasviðinu vildi vera
þrælkaður af konunni, sem hann
elskaði — tilhneiging, sem ekki
mun vera óþekkt meðal slíkra
manna, að því er sérfræðingar í
þessum efnum segja. Heiden
skýrir frá bréfi, sem Hitler skrifar
frænku sinni árið 1929, þar sem
hann játar tilfinningar sínar í
þessa átt. Bréfið komst í hendur
sonar konu nokkurrar, sem leigði
Hitler herbergi, og átti það eftir
að hafa örlagarikar afleiðingar
fyrir fleira en eitt mannslíf.
Hvað svo sem það var, sem
varpaði skugga á ástina milli
frændans og frænkunnar, þá er
víst, að rifrildi þeirra urðu stöð-
ugt ofsafengnari og síðla sumars
1931 tilkynnti Geli, að hún væri
í þann veginn að snúa aftur til
Vínarborgar til þess að hefja þar
aftur söngnám. Hitler bannaði
henni að fara. Mikið gekk á á milli
þeira, þegar Hitler yfirgaf íbúð
sína í Miinchen til þess að fara til
Hamborgar 17. september 1931,
og nágrannarnir fylgdust með.
Þeir heyrðu ungu stúlkuna hrópa
til hans út um glugga, á meðan
hann var að fara upp í bílinn: „Þú
vilt þá ekki leyfa mér að fara til
Vínar?“ og hann heyðist svara:
„Nei!“
Næsta morgun fannst Geli Rau-
bal skotin til bana í herbergi sínu.
Ríkissaksóknarinn komst að þeirri
niðurstöðu eftir nákvæma rann-
sókn, að hér væri um sjálfsmorð
að ræða. í skýrslu líkskoðarans
stóð, að kúla hefði farið í gegnum
brjóst hennar fyrir neðan vinstri'
öxlina og í gegnum hjartað. Það
virtist augljóst, að hún hefði skot-
ið sig sjálf.
Þrátt fyrir þetta gekk skugga-
legur orðrómur um Munchen í
mörg ár á eftir, þess efnis, að
Geli Raubal hefði verið myrt —
af Hitler í æðiskasti, af Himmler
til þess að binda endi á þetta sam-
band, sem var að verða óþægilegt
fyrir flokkinn. En engin áreiðanleg
sönnun kom nokkurn tíma fram,
sem gæti sannað slíkan orðróm.
sorg. Gregor Strasser sagði síðar
Hitler sjálfur var miður sín af
frá því að hann hefði orðið að
vera við hlið Hitlers næstu tvo
sólarhriíngana, dag og nótt, til
þess að koma í veg fyrir að hann
fremdi sjálísmorð. Viku eftir að
Geli var jörðuð í Vín, fékk Hitler
sérstakt leyfi frá austurrísku
stjórninni til þess að koma þang-
að. Hann eyddi heilu kvöldi við
gröf hennar og grét. f fjóra mán-
uði var hann óhuggandi.
Þremur vikum eftir dauða Geli,
átti Hitler fyrsla fund sinn með
Hindenburg. Þetta var fyrsta
skrefið í áttina að hinu háa marki,
kanslaraembætti ríkisins.
Áfallinu vegna missis hinnar elsk-
uðu frænku, var kennt um það,
hversu utan við sig Hitler var á
þessu mikilvæga augnabliki, en
fundurinn var langt frá því . að
vera nazistaforingjanum í hag, og
sumir af vinum Hitlers sögðu, að
hann hafi ekki virzt vera fullkom-
lega með sjálfum sér.
Ég geri nú ráð fyir, að frá þessu
áfalli hafi stafað nokkurs konar
afneitun, sem hann gerði, t d. neit-
aði hann sér um kjöt; að minnsta
kosti álitu vinir hans að svo væri.
Hann lýsti því yfir við þá upp frá
þessu, að Geli Raubal hefði verið
eina konan, sem hann nokkru
sinni elskaði, og hann talaði alltaf
um hana með dýpstu virðingu —
og oft með tár í augum. Þjónustu-
fólk sagði frá því, að herbergið
hennar í villunni við Obersalzberg
hafi verið látið óhreyft eins og það
var þegar hún yfirgaf það, jafnvel
eftir að Hitler lét stækka húsið og
endurbyggja það, eftir að hann
var orðinn kanslari. Myndir af
ungu konunni héngu á veggjunum
í einkaherbergi hans í villunni,
og einnig í kanslarahöllinni í Ber-
lín, og £ hvert skipti, sem afmælis-
dagurinn hennar eða dánardagur-
inn nálgaðist, voru sett blóm um-
hverfis myndirnar.
Þessi ást Hitlers á hinni ungu
Geli, ást þessa ruddalega, grófa
manns, sem alltaf hafði virzt vera
ófær um að els’ka nokkra aðra
mannlega veru en sjálfa sig, er
eitt af hinu undarlega í lífi hans.
Það er eins með þetta og alla aðra
dularfulla hluti, það er ekki hægt
að skýra það á skyns'amlegan hátt,
heldur einungis hægt að segja frá
því. Nær ábyggilegt er, að eftir
þetta hugsaði Adolf Hitler aldrei
í alvöru um hjónaband, þar til
fjórtán árum síðar, daginn, sem
hann framdi sjálfsmorð.
Sáttabréfi Hitlers til frænku
j hans, náði faðir Bernhard Stemp-
j fle, kaþólski presturinn, sem hjálp
aði Hitler ttt þess að lagfæra
! Mein Kampf, áður en bókin kom
út, frá syni konunnar, sem áður
hefur verið nefnd. Franz Xavier
Schwarz, flokksgjaldkerinn, útveg-
aði peningana, sem notaðir voru
til þess að greiða fyrir bréfið. Þar
af leiðandi var faðir Stempfle einn
af þeim fáu, sem vissi eitthvað
um leyndarmál ástar Hitlers á
Geli Raubal. Hann mun ekki hafa
geymt þessa vitneskju algerlega
með sjálfum sér. Hann átti eftir
að greiða fyrir lausmælgi sína
með lífinu, þegar höfundur Mein
Kampf varð einræðisherra Þýzka-
lands og dag nokkurn gerði upp
reikningana við suma af sínum
gömu vinum.
Menn hafa aldrei getað fundið
tekjuuppsprettu Hitlers, ?e9Si þægi
legu ár hans, þegar hann bjó í
villunni við Obersalzberg og í lúx-
U'Síbúð í MUnchen og ók svo um í
glæsilegum bíl með einkabílstjóra,
en hann borgaði hvorki meira né
minna en 20.000 mörk fyrir bílinn,
eða 5.000 dollara. Skattaskýrsl-
ur hans, sem fundust eftir styrj-
öldina, hafa þó varpað nokkru
ljósi á málið. Hitler átti í st'öðug-
um útistöðum við skattayfirvöldin,
þar til hann varð kanslari, og lét
undanþiggja sig skatti, og vegna
þessara útistaða hans söfnuðust
töluverð gögn um hann hjá fj'ár-
j málaráðuneytinu í Munchen á ár-
; unum milli 1925 og 1933.
Honum var tilkynnt 1. maí,
1925, að han hefði látið hjá líða,
að senda inn skattskýrslu fyrir
1924, eða fyrir fyrsta ársfjórðung
1925. Hitler svaraði: „Ég hafði
engan tekjur 1924, eða fyrir fyrsta
ársfjórðung 1925. Ég hef séð mér
farborða með því að fá lán í
banfca." ’ Hvað um þennan 5,000
dollara bíl? spurði þá skattstjórn-
in. Hitler kvaðst einnig hafa tekið
lán fyrir honum. Hitler skrifar á
öllum skattskýrslunum, að starf
hans sé „rithöfundur“, og þar af
leiðandi reyndi hann að réttlæta
j það, að mikill hluti tekna hans
væri frádráttarhæfur — honum
hefur greinilega verið kunnugt
um venjur rithöfunda annars stað-
ar. Fyrsta skýrsla hans frá þriðja
ársfjórðungi 1925 telur tekjur
11.231 R.M., frádráttarhæfur kostn
aður í sambandi við atvinnu
hans 6,540 R.M. og vextir af lán-
um 2,245 R.M., og þá voru eftir
2,446 R.M., sem skattleggja mátti.
18
Moskva, honum var lofað því, og
ef svo fer, fær kona hans og börn
að fara með honum.
Blanche varp öndinni feginsam-
lega, en hún leit þó lcvíðandi á
hann.
— Er mér óhætt að trúa því,
sem þér segið? spurði hún.
— Finnst þér þú ekki geta það?
Hvers vegna skyldi ég Ijúga að
i þér? Það yrði mér enginn
gróði . . .
— Þá . . . þá skal ég reyna að
i hafa ekki áhyggjur af þeim. Viljið
j þér fylgja mér til Dorothy núna?
— Nei.
— Hvað . . . sögðuð . . . þér?
— NEI! Heldurðu virkilega að
pg hefði lagt á mig þá fyrirhöfn,
að svipta þig meðvitund og koma
þér hingað, ef ég væri á þeirri
skoðun, að þú færir aftur ttt syst-
ur þinnar og barna hennar.
— En hvers vegna get ég það
ekki? Petrov, ofursti, þér verðið
að fyltgja mér til hennar, Dorothy
er sjálfsagt alveg frávita af kvíða
vegna mín.
— Hún sýndi ekki minnsta lit
á því, þegar ég talaði við hana
fyrir stuttu, svaraði hann. — Eg
útskýrði fyrir henni, að það væri
nauðsynlegt, að þið byggjuð á sitt
hvorum staðnum nokkurn tíma og
hún virtist una vel við, þegar ég
fullvissaði hana um, að þú værir
í góðum höndum. Og þegar hún
heyrði að hún fengi barnfóstru
handa börnunum, þá þurfti hún
áreiðanlega ekki lengur á þinni
aðstoð að halda.
Blanche fann að hún fölnaði og
stirðnaði upp. Hún hafði alltaf vit-
að, að það var ekki í eðli Dorothy
að þykja innilega vænt um nokk-
urn, en undir núverandi kringum
stæðum . . . En Dorothy haí
heldur ekki eins fjöugt imynd-
unarafl, svo að hún eyddi sjálf-
sagt ekki tímanum til þess að
14
hugsa um, hvað gæti hafa komið
fyrir systur hennar.
Petrov horfði á fölt og tekið
andlit Blanehe.
— Eg sagði þér, að frú Mars-
den er hreinræktuð egóisti, sagði
hann. — Hún hefur ekki pláss
fyrir nema eina veru í hjarta sínu
og það er hún sjálf. Þegar ég
sagði henni, að þér liði vel, hugs-
aði 'hún bókstaflega ekki meira
um þig. Eg gerí ráð fyrir að henni
þyki vænt um eiginmann sinn —•
á vissan hátt, en ef nauðsyn
krefði, að hún færði einhverja
stóra fórn hans vegna, myndi hún
ebki gera það. Henni þykir ekki
einu sinni vænt um börnin sín.
— Sumar konur eru þannig,
sagði Blanche mjög lágt. — Hana
langaði ekkert til að eiga þau, en
ég hef alltaf reynt að hugsa um
þau, 'SVo að þau þreyttu hana ekki
. . Það var þögn andartak, svo
spurði Blanche:
— Hvers vegna urðuð þér að
gera mig meðvitundarlausa, Petr-
ov ofursti, og færa mig hingað?’
— Ertu viss um að þú viljir
(vita það? Geturðu eklki látið þér
nægja að ég segi, að það var lífs-
nauðsynlegt?
| — Nei, ég vil vita það.
— Gott og vel. Eg hef áður sagt
j þér, að Ohang er meðlimur í leyni-
! lögreglunni og stendur í sambandi
j við yfirvöldin gegnum talstöð, svo
j að hann getur samstundis fram-
t kvæmt þær skipanir, sem honum
j berast. Það var hann, sem kom og
sagði mér, að það ætti að taka þig
j fasta og senda þig til Hankow,
og þar átti að setja þig í fangelsi.
— En HVERS VEGNA? Hún
1 starði á hann, augu hennar glennt-
ust upp og skelfingarsvipur kom á
andlit hennar. — Eg hef þó varla
gert nokkuð af mér? Eg hef ekki
einu sinni talað of mikið. John var
!aði okkur við á hótelinu í Shang-
hai. Hann sagði að það væru tæki
á flestum herbengjanna, en hon-
: um hefði tekizt að eyðileggja það,
sem var á hans herbergi og . . .
Ó. Hún greip skelfingu lostin hönd
fyrir munn sér. — Eg hefði ekki
átt að segja þetta. Eg . . . ég
gleymi alltaf að þér eruð . . .
EINN AF þeim.
Hanm settist hjá henni og tók
t um hönd henna-r.
— Haltu áfam að gleyma því,
sagði hann. — Þegar ég er hérna
j hjá þér, er ég ekki — einn af
þeim, bara maður, sem ber ábyrgð
I á öryggi þínu. Reyndu að trúa mér
þegar ég segi það. Eg veit ég
I kom ruddalega fram við þig, þegar j
ég bað þig að koma upp á þil-
far í bátnum, en það var enginn
jtími ttt útskýringa. Það var lög-j
jreglubátur á næstu grösum, og'
þegar þeir náðu djunkaranum,
hefðu þeir farið um borð og þá
fundið þig og handsamað og flutt
til Hankow. Þá hefði mér verið
ókleift að hjálpa þér. Skilurðu
núna, hvers vegna það var svo
mikilsvert, að ég næði þér burtu j
frá ættingjum þínum og flytti j
þig hingað?
— Það var . . fallegt af yður
. . að leggja yður í svo mikla
hættu mín vegna . . .
— Það gerði ég eiginlega ekki,
sagði Petrov og hló. — Þú skttur,
ég fékk Chang í lið með mér.
— En þér sögðuð að hann væri
meðlimur í leyniiögreglunni, var
var það ekki . . . ? í
— Já, hann er það, en jaínvel
þótt hann hafi verið neyddur ttt
að skipta um stjórnmálaskoðun
— er hann enn veikur fyrir mút-
um. Hvernig er haágt að búast
við öðru, eftir öll þau ár sem hann
hefur lifað slíku lifi? Það er hans
mesta nautn að þjóna tveimur
herrum, hann elskar það. Og með
tilliti til þeirrar áhættu sem í
því felst, þá hefur hann teflt
djarft alla sína ævi, og honum
þætti núverandi líf þrautleiðin-
legt, ef hann gæti ekki unnið gegn
yfirmönnum sínum annað veifið
Það var hann, sem útvegaði mér
ópíumið, til að ég gæti náð þér af
djunkaranum svo lítið bæri á og
án þess áhöfni'n vissi. Hann var
ekki sjálfur um borð, en hann
hafði gefið sínar skipanir og þeim
er ætíð hlýtt. Enginn veit, að ég
tók þig með mér, og þegar lögregl-
an setur sig í samband við hann,
mun hann segja, að þegar lagzt
var að bakkanúm snemma í morg-
un, hafir þú verið á bak og burt.
Og ég mun segja hið sama. Þegar
ég fór niður til að vekja frú Mars-
den og börnin, varstu ekki í klef-
a-num. Djunkarinn var rannsakað-
ur hátt og lágt, en ekkert spor eftir
þig . . . nema hvað ég fann hand-
töskuna þína í stefni bátsins. Skýr-
ingin verður sú, að þú hafir hlaup-
ið fyrir borð, meðan enginn var á
þilfari. Það verður sagt að þú haf-
ir ætlað að reyna að komast í
land. Lögreglubáturinn mun þá
leita þín en ekki furða sig mjög,
þegar þú finnst ekki. Þeir munu
ugglaust telja að þú hafir drukkn-
að. Og á meðan geturðu verið al-
gerlega örugg hér, en ég verð að
leggja ríkt á við þig að fara ekki
út úr þessu herbergi, nema
Ferskjublóm gefi þér leyfi til
þess.
— En . . . en þetta hús er varla
mjög langt frá staðnum, þar sem
djunkarinn lagðist að!, hrópaði
hún. — Annars hefðuð þér ekki
haft ráðrúm til aö koma mér
hingað og síðan aftur niður i bát-
inn til að vekja Dorothy og börnin.
Það verður ekki erfiðleikum
bundið fyrir lögregluna að finna
mig hér.
— O, þú þarft ekkert að óttast.
Þetta er ein af fáum jörðum í
Kína, sem ekki hefur verið sikipt
milli smábænda. Gestgjafi þinn.
Ferskjublóm á áhrifamenn að
vinum. Leynilögreglan hefur skip-
un um að láta hana vera í friði,
og ég fullvissa þig um, að.jafn-
vel þótt þeir kæmu hingað, myndu
þeir ekki dirfast að gera húsrann-
sókn.
— En segir hún . . . segir hún
þeim ekki frá mcr?
— Aldrei. Hú nhefur lofað mér,
að hún skuli vernda þig og ég get
treyst henni. Hún er mjög áreiðan-
leg.
— En ég skil ekki HVERS
VEGNA þeir vilja handtaka mig,
sagði Blanche ringluð. — Komm-
TÍMINN, Iaugardaginn 30. marz 1963 —