Tíminn - 10.04.1963, Page 8

Tíminn - 10.04.1963, Page 8
Jónjvarsson Páska- ® baksturinn M Áburðarverksmibjan Bökunarvörur Hvers vegna hækkar __ . I ——.——^ mI——KWlHttllHBgai—BBBHÍ— • kjarninn í verði? Matarsódi Sítrónusykur fnatron) Lyftiduft Hjartasalt Brúnkökukrydd Eggjagult Hunangs'krydd Matarlímsduft Allrahanda Súkkat Engifer Möndlur Kardemomniur (saxaðar) Kanell Valhnetur Kúmen Hnetukjarnar Múskat Skrautsykur Negull Vanillusykur Pipar — Sýróp i § < i < HEILDSÖLUB I'-R G Ð I R Skipholt h.f. Skipholti 1 — Sími 23737 •••••••••• ADALFUNDUR Fiugfélags íslands h.f. verður haldinn fösfudaginn 17. maí 1963 og hefst kl. 14:00 í fundarsal Hótel Sögu, II. h. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða afhentir hluthöftjm á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinm 15. og 16. maí. Reikningar félagsins fyrir árið 1962, munu liggja frammi fyrir hluthafa á aðalskrifstofu félagsins frá 10. maí. Stjórnin Til sölu er Ferguson diesel dráttarvél, árg. 1956 í góðu lagi. Sanngjarnt verð. Nánari upplýsingar gefa Sigríður Björnsdótt- ir, Heylæk, Fljótshlíð eða Guðm Jónsson, Kaupfé- lagi Rangæinga. VÉLRITUNARSTÚLKUR Vér viljum ráða nokkrar vanar vélritunar- stúlkur á næstunni. Samvinnuskólamenntun, verzlunarskóla eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmanna- haldi SÍS, Sambandshúsinu, sem gefur enn fremur nánari upplýsingar. STARFSMAN NAHALD Áburðarsala ríkisins og Áburð j arverksmiðjan h.f. hafa nýverið! ákveðið og auglýst heildsöluverð á tiibúnum áburði, bæði innlend- um og innfluttum. Er veruleg hækkun á innlenda áburðinum, kjarnanum, en smávegis lækkun á þeim innflutta, miðað við fyrra árs verð. Vinnslumagn kjarnans varð mun minna á árinu sem leið, en árið á undan vegna bilana í verk- smiðjunni og skorts-.á raforku. Hef ur því orðið að kaupa meiri köfn- unarefnisáburg erlendis frá, held- ur en áður, og því fremur sem bændur ætla sér á þessu vori að nota meiri áburð en þeir hafa áður gert. Allur köfnunarefnisáburðurinn, hvort sem hann er innfluttur eða innlendur, verður seldur á sama verði, þ.e. 2760 krónur smálestin, enda er sá erlendi jafn kjarnan- um að köfnunarefnisinnihaldi. í fyrra var verð kjarnans 2600 kr. — og hips útlenda hlutfallslega það sama og hann. Kaupendur áburðarins spyrja sem vonlegt er, hvers vegna verð- ið hækki svo mjög frá fyrra ári. Ýmsar ástæður valda því, svo sem hærri vinnulaun og fleiri aðrir liðir í rekstrinum, samsvarandi þeirri hækkun er menn verða var ir við í dagiegum útgjöldum, eink um eftir gengisskráningarbreyting una í ágúst 1961. Það er svo einnig flestum kunn- ugt að Áburðarverksmiðjan hefur á árinu sem leið fest mikið fé í byggingu vörugeymslu, véla- og tækjakaupum og reyndar fleiru. Afleiðingar þeúrar fjárfesting- ar koma fram í auknuin rekstrar- kostnaði, svo sem þyngri vaxta- byrði, meiirí ift'gjöldum af trygging um, auknum gjöldum til fyrninga- sjóðs verksmfðjunnar og meiri við haldskostnaði eignanna. Sú breyting varð á áburðarverzl uninni undir lok ársins 1961, að áburðarverksmiðjustjórninni, þ.e. meiri hluta hennar. tókst að ná Áburðarsölu ríkisins undir sig eða Áburðarverksmiðjuna, samkv. ráð- herraboði. Verksmiðjan, sem aldrei hafði verið ætlað að reka verzlun, né annast neitt annað hlutverk en að vinna áburð, varð nú að skapa sér aðstöðu til að inna hið nýja hlutverk af hendi og meg því að verksmiðjustjórnin þ.e. meiri hl. hennar, ákvað allt aðra hætti um verzlunarreksturinn en verið höfðu, meðal annars að flytja sem mest af áburðinum „lausan" til Gufuness og sekkja hann þar, varð að reisa stórhýsi til þein-a athafna og kaupa einnig verð'háar og afkastanniklar vélar þangað. — Þessi aðstaða, eða skilyrð'i, voru ekki fyrir hendi áður, en hafa kostað, stórfé. Geymsluhúsið er talig að hafa kostað nær níu milljónir króna. Má að vísu segja, að verksihiðjan sjálf kynni að hafa not af einhverjum hluta þess, þótt ekki kæmi til þess á liðnu ári, svo teljandi væri. Vélar til sekkjunar, uppskipun- ar, færibönd, lyftarar, áburðarpall ar o.fl. af slíku tagi kostuðu um fimm. miljónir króna, að því er virðist. Þar á ofan lét meirihluti verk- smiðjustjórnarinnar það henda sig, að kaupa mikla hauga af þrífosfats- salla og brennisteinssúru kalíi, er ætlað var að vinna úr garðáburð þ.e. blandaðan áburð. Þessir haug ar eru geymdir í hinni nýju vöru geymslu og nemur kostnaðarverð þeirra nærri fjórum milljónum kr. Auk alls þessa voru keypt mikil tæki til kornunar kjarnans o.fl. Verður sá kostnaður einn ekki minna en 16 millj. kr., en því mið- ur hefur enginn árangur fengizt um kornunina enn þá. Fjárfestingiin vegna hins nýja starfsþátts verksmiðjunnar, þ.e. verzlunarinnar einnar virðist þeg- ar orðinn fast að þrettán og hálfri niilljón króna og er eins og áður greinir þetta þrennt: 1. Vörugeymsla — hálft húsið. 2. Vélar- áburðarpallar og tæki. 3. Áburðarhaugar. Vextir, tryggingariðgjöld, fyrn- ingasjóðsgjöld og viðhald þessara eigna er naumast minna en tvær milljómir króna á einu árl. Við þetta verður að bæta viðhaldi ann arra eigna, t.d. bryggju o.fl., þann ig að þessa árs kostnaður verk- smiðjunnar er mun meiri. en áður- nefndar tvær milljónir króna vegna hins nýja hlutverks verk- smiðjunnar, — verzlunarinnar með áburðinn. Fyrir utan þessa kostnaðarliði, sem þegar eru nefndir er svo öll skrifstofuvinna og framkvæmda stjórn vegna áburðarverzlunarinn- ar, þátttaka í stjórnarkostnaði verksmiðjunnar, síma- og póst- kostnaður og ýmislegt fleira. Mun ekki of hátt áætlað ag allt þetta — að meðtöldu áðurgreindu — valdi verksmiðjunni kostnaði er nemur hátt á þriðju milljón kr. umfram það sem væri, ef hún hefði ekki tekið að sér verzlunar- reksturinn. \ Upp í allan þennan kostnag hef ur framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar, með samþykki meirihluta verksmiðjustjórnarinnar, áætlað, að Áburðarsala ríkisins borgi 750 þúsund krónur á þessu ári og verð ur þá mismunur kostnaðarins og greiðslu hennar tvær milljónir kr. eða vel það til óhags verksmiðj- unni. Kemur það fram sem auk- inn kostnaður vig framleið'slu kjarnans og nernur um 100 krón- um á hverja smálest hans, ef ársframleiðslan verður 20—21 þús. smálestir. Allan þann kostnað mátti spara bændum með óbreyttum háttum í áburðarverzlnninni. Verð kjarn ans á þessu vori hefði þá orðið litlu hærri eða máske hið sama og árig á undan og bændur þá ekki þurft að taka á 'sig þau milljóna útgjöld, sem breytingarn- ar á áburðarverzluninni valda. KAMMERMUSIK Fjórðu tónleikar Kammermúsik klúbbsins fóru fram í samkomu- sal Melaskólans þ. 4. apríl s.l. Efnisskráin var að þessu sinni tvö öndvegisverk fyrir strengi. — Kvartett í D-dur K 499, eftir : Mozart, er undurfagurt verk sinn I ar tegundar. Fjórir meðlimir Sin- | fóníuhljómsveitarinnar, þeir Björn | Ólafsson konsertmeistari, Jósep j Felzmann; Jón Sen og Einar Vig- j fússon, fluttu þennan kvartett vel og uppbyggilega í flestu tilliti, þrátt fyrir hrjúfa áferð, þar sem fágun og slípun hefði mátt ríkja. í Adagio-kaflanum, sem alltaf er vandmeðfarinn, með sínum hæg- dregnu löngu línum, var róleg og : falleg framsetning. Seinna verkið , á þessum tónleikum var kvartett í C-moll op. 18 eftir Beethoven. Flutningur þeirra fjórmenning- anna var í þessu verki nokkuð misjafn, og ekki svo heilsteyptur, sem vænta hefði mátt. Ekki var laust við að merkja mætti tíma- leysi til samæfinga í samleik þeirra félaganna, en það er tæp- ast afsökunarefni, fyrir jafn góða hljóðfæraleikara og þessir menn ] annars eru. Þg er og hljómburður' í sal Melaskólans ekki hagstæður ■ jafn viðkvæmari hljóðfæraskipan og strengjakvartett er. Unnur Arnórsdóttir. UÓDASÖNGUR Tónlistarfélagið efndi til tónleika í Austurbæjarbíói 2. þ.m. og löng Sigurður Björnsson þar lagaflokk inn ,,Die schöne Mullerin“ eftir F. Schubert, með píanóaðstog Guð rúnar Kristinsdóttur. Schubert er sá meistari sem sameinar ljóð og lag og hefur eiginlega lagt grund- völlinn að því þýzka ljóðasöng- formi, sem við þekkjum í dag. Ekki minna en 60 sönglög liggja eftir þennan höfund og þá mis- munandi eðlis, allt frá einföldum vísnabrotum upp í innblásnar ball- ötur. Af öllum þessum lagafjölda, eru nokkrir ljóðaflokkar og ber þar hæst „Vetrarferðina“ og „Malara- stúlkuna fögru“ svo gjörólíkir, sem þessir tveir flokkar annars eru, að efni og gerð. Sá síðarnefndi er saminn við ljóð W. Múller og hefur Schubert með snilld sinni í tónum, gert þennan angurværa æskukveðskap Mullers, óforgengilegan. Tenórrödd Sigurðar Björnssonar er vel fallin og þjálfuð einmitt til flutnings á verki sem þessu og gerði hann þessum tuttugu mis- munandi ljóðum yfirleitt ágæt skil. Innlifun hans í verkið var sterk, og sannfærandi, gætti hann vel hófs, án þess að einhliða yrði. í fyrri hluta verksins gætti samt þreytu í röddinni eða jafnvel tauga óstyrks, sem háði söngvaranum nokkuð, en í síðari hluta verksins losnaði hann að mestu við þá ann- marka, og flutti tíu síðari Ijóðin ópvingað og eðlilega, og naut þar sín vel hinn fíngerði blær verks- ins. Píanóaðstog Guðrúnar Kristins- dóttur við söngvarann var með miklum ágætum; hefur hún þann j fágæta hæfileika, sem undirleikara , er nauðsynlegur að skynja, allt j mikilvægt, sem tónskáldið yrkir fyrir hljóðfærið, hvort sem það er sjálfstæð rödd píanósins, einfaldir hljómar, sem fylgja söngvaranum á fluginu eða skynjanlegur lækjar niður og þytur í mylluhjólunum. Framh á 13 síðu M8 T í M I N N, miðvikudagurinn 10. apríl 196S wmmmmrnmmm

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.