Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305, Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. —• Aðrar skrif- stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — „Lítt . . . . í bráð” Það hefur vakið athygli við útvarpsumræðurnar, og raunar umræður yfirleitt á Alþingi og í stjórnarblöðun- um síðustu vikur hve stjórnarliðið hefur kinokað sér við því, að stefna stjórnarinnar og gerðir í EBE-málinu væru ræddar fyrir opnum tjöldum. Liðið hefur haldið sér í það hálmstrá, að segja að málið sé úr sögunni, og ís- lendingar þurfi ekki að taka afstöðu til þess eftir að slitn- aði upp úr samningunum við Breta í bili. En þetta hálm- strá er svo veikt sinustrá, að það slitnar í hvert sinn, sem stjórnarliðar koma við það Fyrra kvöld umræðnanna þorði enginn stjórnarliði að minnast á málið svo heitið gæti, og var þá augljóst, hví líkt feimnismál þetta var á því heimili. Seinna kvöldið kom svo í ljós, að aðalforinginn, Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins hafði tekizt þann vanda á hendur að reyna að komast upp á hálmstráinu. Mun sú för verða þjóðinni harla minnisstæð. 1 31 mínútu streitt- ist maðurinn við það að þoka sér ofar á þessu hálmstrái, sem hrökk í sundur við hverja snertingu hans. Hann ætl- aði sér að sanna, að stjórnin hefði alltaf verið sjálfri sér samkvæm í málinu og að EBE-málið væri nú úr sögunni, og að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga í EBE. En hvert mannsbarn skildi, aö hann var að reyna að segja það, sem hann yildi ekki segja og þorði ekki að segja. Hann þorði aldrei að segja, að núverandi stjórnar- flokkar mundu ekki sækja um inngöngu í EBE, ef þeir hefðu meirihluta eftir kosningar enda endursegir Morg- unblaðið í gær niðurlag ræðu hans með þessum orðum: „Ef víðtæk efnahagsbandalög myndast, má svo fara, að ákvarðanir þeirra ráði úrslitum um okkar hag, svo smáir sem við erum, jafnt, hvort sem við verðum aðili eða ekki. Kynni þá að vera eina ráðið til þess að hags- munir okkar verði ekki þverbrotnir, að við tengjumst þessum samtökum, með þeim hætti.-' Mundi ekki rétt- mætt að líta svo á, að leiðinni væri haldið sæmilega op- inni með þessum orðum? En Bjarni þorði heldur ekki að segja fullum fetum, að EBE-málið væri úr sögunni, og því þyrfti ekki að hugsa um afstöðu til þess nú í þessum kosuingum. í lokin dró hann niðurstöður máls síns saman í þessi ályktunarorð — höfð eftir orðrétt, þó að Mbl. sleppj þeim: „Úr þessari stækkun bandaiagsins virðist því lítt ætla að verða í bráð". Þessi smáskrýtni orðahnútur var það mesta, sem höfuðsmaður stjórnarinnar þorði að láta út úr sér. Þegar á hólminn kom þorði bann ekki að segja, að málið væri úr sögunni, af því að hann vissi, að það er fjarstæða. Það er aðeins „lítt . . . í bráð“. Þetta er nú orð- ið úr yfirlýsingu stjórnarliða um að málið sé úr sögunni. Eina leiðin EBE-málið er mikið örlaga- og sjálfstæðismál íslendinga — það viðurkenna allir. Ef við gön?£um í slíka stórsam- steypu auðmagns og stórþjóða missun' við áður en varir vald á þeim auðlindum, sem hagur og menningarlíf bygg- ist á, og sjálfstæðið glatast um leið. tlétta leiðin er gott samstarf og góð sambúð við þióðir og bandalög og trygg- ing hagsmuna með viðskipta- eða tollasamningum ef þörf er á. Vart verður nú við ásókn erlends fjárvalds tii þess að ná undir sig íslenzkum fiskiðnaði. Gegn því verð- um við að standa sem einn maður Þar er geigvænleg hætta á ferð. Til þess að foröa þjóSinni frá hætiunum í EBE-málinu er aSeins ein leiS, og hún er sú aS svipta stjórnarfiokkana þingmeirihluta í kosningunum en fá Framsóknarflokknum þar úrslitavald. rÍMINN, laugardagiinn 20. apríl 1963 — Vigfús Guðmundsson: Hverjir ráða Morgunblaðinu Morgunblaðið er nú að verða iimmtugt. Upphaflega var það stofnað af Vilhjálmi Finsen og Ólafi Björnssyni til þess ag bæta úr dagblaðsþörf, einkum frétta og auglýsinga. Fyrstu lífdaga þess, lét það sig litlu varða flokka eða stjórnmál. En ekki leið á löngu þar til harðvítugir fjárafla menn eignuðust blaðið. Um og eftir aldamótin voru dönsku selstöðukaupmemiirnir að fjara út her á landi. En um lang- an tíma höfðu þeir haft hér mikil áhrif og völd. Leifar þeiira og nýir fjársýslumenn samein- uðust nú um að eiga og gera út Morgunblaðið. Þeir og arftakar þeirra hafa síðan ráðið því og gera enn í dag. Lengi var dansk- ur heildsali formaður úfcgáfu- stjórnar þess. Þá var það lengi kallað manna á meðal „danski Moggi“. Samt komu þá stöku sinn um allgóðir ritstjórar að blaðinu, t. d. gáfumaðurinn Einar Ainórs- son, sem hrökklaðist brátt í burtu fyrir ofríki þeirra dönsku, að sagt var. Og Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld, faðir Vilhjálms útvarpsstjora og Gylfa ráðherra, var um stund ritstjóri Mbl. En talið var að hann hefði þolað illa afskipti þeirra dönsku, og hvarf hann bi'áít frá blaðinu. í tilefni þess var þá kveðið: „Þorsteinn karlinn þótti Dönum bægur fyrst í stað. En seinns ' arð hann beggja blands 02 beyeði ótt hj Hriflumanns. Þá Danir óðar „aransseruðu“ útför hans. Eftir hann kom annat verri og ofan ’ kaupið tveir. En ekki íengu ráðið miklu ritstjórarnir þeir, því Fenger bauð og „befalaði“ og báðir sögðu heyr“. Stundum hafa ýmsir fleiri at- orkumenn komið að Mbl. Má þar fremstu röð nefna, Sigurð Bjarnason, Árna Óla, Pál Skúla- son og Bjarna Benediktsson. En a bak við þá hafa alltaf verið eigendurnir, sem hafa haft aðal- ráðin. Þar hata alltaf verið mikils megandi kaupnrenn og aðrir stór eignamenn Hefur jafnan verið stefnt að auknum áhrifum þeirra á þjóðnráim. Stefnan hefur ver- ið að gera þá sem ríkir voru enn þá rílcari, en rýra kjör þeirra fá- tækari og launamanna sem mest. Til þess hefur skæðasta vopn- ið jafnan verið að auka dýrtíð- ina senr rnest og fella gengi ís-, lenzku krónunnar. Árangurinn hefur ekki leynt sér, undir for- ustu hins málliðuga foringja Mbl. flokksins Flestir nruna heróp hans á meðan við vorum ríkir af verðmiklum krónum, sem voru gullsígild:, Aukuni dýrtíðina til þess a'ð dreifa stríðsgró'ðanuni.“ í síaukinni dýrtíð og krónu- fellingu hefur árangur orðið mik- ill af útgáfu Mbl. fyrir stórgróða- menn, þanr.ig að þeir, sem hafa haft ráð á aðaleignunum, þó eink unr húsum ; Reykjavík og nrikl- um vöruturgðum, hafa fengið sí- felldan stórgróða fyrirhafnar- láust í sinn vasa. En launamenn og fátækiingar hafa hlotið sí- ; ukna erfíoleika, og svo sífellt tap fyrir þá, senr hafa trúað lána- stofnunum fyrir sparifé sínu. Með nógu fjármagni, nrikluii. auglýsinguir og nokkrum dugn- aði, hefur tekizt að gera Morgun- blaðið voldugt. Það er nú orðið nokkuð svipað á fjölda heinrila og 1—2 ,guðsorða“ bækur voru í gamla daga, þar senr engar bæk ur sáust aðrar. En hver eru svo aðaleinkeuni stærsta blaðs ís- lendinga-' 1. Mikill pappír 2. Dygg þjónusta við stórkaup- .mannastéttina. 3. Alltaf á móti samvinnufélög- um. 4. Einkum skrifað til blekking- ar. 5. Óþjóðrækið. 6. Of vmveitt yfirgangsnrönn- unr. Margt er þag fleira, senr frjáls- lyndum og víðsýnum mönnum lík ar ekki við þetta stórblað á ísl. mælikvarða Það hefur dyggi- lega tekið höndum saman við blóðrauða Rússakomma og lakari hluta Alþýðuflokksins til að eyði- leggja veiðgildi krónunnar, að ráðum torir.gja flokks síns. Þegar forusta Mbl náði völdum og ís- lendingar voru orðnir ríkir, þá hófst heropið: .,Nýsköpun“. Hún lýsti sér helzt í því að kaupa tals vert af gamaldags toguium fyrir dálítið brot af auðæfununr. En iafnframt var rekstrargrundvöll- ur þeirra eyðilagður með stór- aukinni dýitíð. Eftir rúmlega tveggja ára „ný- sköpun“ undir forustu „þrístirn- isins“ þar sem Mbl menn réðu mestu. gafst það algerlega upp við „nýsköpunina" og voru þá hin miklu auðæfi horfin, dýrtíð stóraukin og algert ráðleysi um nokkur sæmileg úrræði. En ekki hefur Mbi og þess nrenn getað lært af ótörunum. Og nú hefur það og flokkur þess gengizt fyr- ir svokallaðn „við'reisnar“-stjóm, sem er frægust fyrir það að hafa „slegið nret“ í aukningu dýrtíðar- flóðs og gengisfalla íslenzkra peninga. Og þjóölegheitununr hefur lít- íð farið tranr. Má þar minna á landhelgismálin og ag reyna að konra fslandi inn í Efnahags- bandalag Evrópu, senr virðist ætla að verða stjórnað af harð- drægum Þjóðverjum og Frökk- um, sem varla er efamál að ætla EBE sjálfum sér til auðs og valda. En L.m þessi mál má helzt ekki tala fyrr en eftir kosning- ar, segir foringi Mbl. úli í Noregi. Af því ag Morgunblaðið hefur náð þeirri aðstöðu, sem það hef- ur nú hér á landi, er nauðsynlegt að almenningur, sem vill þjóð sinni vel, athugi alvarlega hvers Konar öfl standa mest að þessu stærsta dagblaði á landi voru. UPPRUNIISLENDINGA OG MANNFRÆÐILEG ÞEKKING Undarlegt þykir mér það, að við umræður um uppruna ís- lendinga skuli menn ekki styðj- ast meir en gert er við niður- stöður nrannfræðilegra rann- sókna. Guðmundur próf. Hannes- son gerði fyrstur skipulagðar mannfræðilegar rannsóknir á ís- lendinguin, og voru þær það um- fangsmiklar, að þær hefðu ag nr. k. átt að geta orðið nokkur leið- beining beim senr vildu komast að hinu sanna um uppruna þjóð- arinnar. En á síðari árum hefur -Jens Pálsson mannfræðingur. gert sér þær rannsóknir að aðal- starfi eins oa kunnugt er, og dreg ið saman nrikinn efnivið. Og þó að oftrú á sérfræðiniðurstöð- ur geti sjalfsagt aengið út í öfg- ar. þá virð’st mér að umræður um upprun? íslendinga eigi varla skilið að i eita því nafni. nerna tekið sé i.illit lil þess, senr sá íslendingur hefur fram að færa, senr mest allra hefur fengizt við mannfræðirannsóknir, og missa þó fornbeinarannsóknir Jóns próf. Steffensens einskis í þótt þetta sé sagt. En það er í auguin uppi að mannfræðileg vitneskja unr fornaldarnrenn verður þá tróðlegust, ef hægt er að setja hana í samband við þá sem nú lifa og hlýtur því nútímamann- fræðin að vera undirstaðan. Eins og ílestunr mun vera ljóst þá er í rauninni engunr blöðuni um það rð fletta hvaðan land- námsnrenn íslands komu eða '■oru kommr Þeir komu frá Norð urlöndum og að einhverju leyti frá Bretlandseyjum, en að hve nriklu leyti hig sí'ðara hafi átt sér stað, hefur nrenn deilt á unr. En þótt rétt sé og sjálfsagt að athuga vcl allt hvað til greina getur komið. þá verður varla hjá því komizt að tala um nokkurs konar „írafár“ í sumum íslenzk- unr menmanrönnum og öðrurn í þessu sanrbandi, og mætti þó bæta því vig að þeim hafi orðið Skotaskuld úr því sem þeini hefði ekki átt að verða skotaskuld úr að sjá En það er að íslendingar bera þess sjálfir vott að þeir eru góður stofn. og er óþarfi aö setja upp nokkurn steinrunninn kuldasvip. þó að það sé sagt. Því að „góður stofn“ þarf ekkí að þýða að verið sé að niðra nein- um öðrum heldur hitt að nokkurs sérstaks sé þar að vænta, eins og mikil ástæða er til að ætla unr þá þjoð. sem ágætlegast hef- ur verið spáð. fyrir. Á ég þar við kenningu Skotans Adarns Rutherfords, unr mannkynssögu- legt hlutverk íslendinga, en án þess að vita sig eiga hlutverk eetur þjóð ekki haft verulegar. ahuga á uppruna sínum eða fram tíð. Þorsteinn Guðjónsson /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.