Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 9
* Friðrik Olafsson skrifar um SKÁKÞING ÍSLANDS 1963 var baldið núna um páskana og var teflt í fjórum flokkum. Úrslit í landsliðsflokki srðu þessi: 1. Ingi K. Jóhannsson 9 vinninga. 2. Jón Kristinsson 8V2 vinning. 3. Magn- ús Sólmundarson 7 vinninga. 4.—6. sæti, Benóný Benediktsson, Frey- steinn Þorbergsson, Jónas Þor- valdsson 6 vinninga. 7. Helgi Ól- afsson 5% vinning, 8.'—11 sæti, Bragi Kristjánsson, Gylfi Magnús- aon, Jón Hálfdánarson og Björn 5'orsteinsson 4 vinninga. 12. Bragi Björnsson, 2 vinninga. Ingi vann þarna öruggan sig- ur og má segja, að hann hafi gert út um mótið þegar í upphafi, því að hann vann fimm fyrstu skák- imar og var þá svo langt fyrir ofan aðra keppendur, að hann gat leyft sér að gera nokkur ódýr jafn tefli í lokaumferðunum. Þetta er í fjórða sinn, sem Ingi hlýtur sæmdarheitið „Skákmeist- ari íslands" og óskar þátturinn honum hér með til hamingju með afrekið. Jón Kristinsson, sem hlaut annag sætið þama, tókst nú loks- ins að gera hæfileikum sínum verðug skil og náði sínum bezta árangri til þessa. Hann mætti Inga í 3ju umferð og má í rauninni segja, að úrslit mótsins hafi ráð- izt í þeirri umferð. Jón átti kost á jafntefli í skákinni, en gerði sig ekki ánægðan með það og fór svo að . lokum að hann laut í lægra haldi fyrir hinum reyndari and- stæðingi sínum. Eftir það héldu Inga engin bönd og Jóni tókst ekki að minnka bilið, sem var á milli þeirra fyrr en í síðustu um- ferðunum. Jón getur verig mjög ánægður með þessa frammistöðu sína og á hann nú einungis eftir að setja punktinn yfir i-ið, þ. e. síaðfesta, að frammistaðan hafi ekki verið nein tilviljun. Það ætti honum varla að veitast mjög erfitt. Magnús Sólmundarson, sem kem- ur í þriðja sæti, IV2 vinning á eft- ir Jóni, getur einnig verið ánægð- ur með árangur sinn. Hann byrjaði fremur illa, en tók svo snarpan endasprett og tókst að tryggja sér öruggt sæti í landsliði fyrir of- an reynda skákmenn, eins og Frey- stem, Benóný og Jónas. Þetta er bezta frammistaða Magnúsar til þessa og sýnir hún, að hann er mjög vaxandi skákmaður. Þeir kapparnir Benóný, Freysteinn og Jónas deildu með sér 4.—6. sæt- inu. Þar sem aðeins fjórir efstu menn í mótinu vinna sér rétt- indi til þátttöku í næstu landsliðs- keppni, munu þeir þremenning- arnir verða að tefla um 4. sætið sín á milli og er ekki að efa, að sú viðureign verður hörð. Verður að álíta Freystein þar sigurstrang- legastan, enda þótt Benóný og Jónas séu hættulegir andstæðing- ar, sem ekki, munu láta í minni pokann. fyrr en í fulla hnefana. — Helgi Ólafsson var nálægt því að geta blandað sér í stríðið um 4. sætið og má hann vel við sinn hiut una. Hins vegar má ætla, að þeir Björn, Jón og Bragi Krist- jánsson séu ekki að ráði ánægðir með frammistöðu sína, a. m. k. Björn, sem oft hefur séð sinn fífil fegurri. Hann hefur með árangri sinum á undanförnum árum gefið | góð fyrirheit, en virð/st nú í ein- hverjum öldudal. Um Braga og Jón er aftur á I reóti það að segja, að þá skortir I enn keppnisreynslu í svo sterkum mótum sem þessu og missa þeir oft út úr höndum sér vænlegar stöður, þegar á reynir. En þetta er nokkuð, sem hendir alla unga upprennandi skákmenn og þurfa þeir félagarnir ekki að hafa mikl- ar áhyggjur, þótt illa hafi tekizt til að þessu sinni. Þeir hafa nægan tima til ag bæta úr þessum ágalla. — Útkoma Gylfa er heldur lakari en í fyrra, — en Bragi Björnsson hefur aldrei teflt í landsliði áður og virðist ekki öllum hnútum kunnugur enn þá. — Skákir frá Skákþinginu munu birtast í næstu þáttum. ★ HEIMSMEISTARA- EINVÍGIÐ. Petrosjan tók forystuna í ein- viginu um heimsmeistaratitilinn með því að bera sigur úr býtum í 7. skákinni. 8. og 9. skákin urðu jafntefli, svo að leikar standa nú 5.4, Petrosjan í hag. í dag verður birt hér í þættinum 6. skákin. ★ 6. SKÁKIN. Byrjun þessarar skákar teflist á sama hátt og 2. skákin í einvíg- inu, en í þeirri skák tókst Bot- vinnik að byggja sér upp vænlega stöðu, eins og við munum minn- ast. Petrosjan hefur að sjálfsögðu ekki í hyggju hér að endurtaka taflmennsku sína þar og breytir hann út af, er leiknir hafa verið 8 leikir. Eftir 18 leiki er staðan nokkuð í jafnvægi, en þá verður Botvinnik á smávægileg óná- kvæmni, sem gefur Petrosjan írumkvæðið. Petrosjan tekst þó að hagnýta sér ögn skárri stöðu sina og í 27. leik semja keppend- ur um jafntefli. Hvítt: Botvinnik. Svart: Petrosjan. Móttekið drottningarbragð. 1. d4, d5. 2. c4, dxc4. (í annarri skákinni eru ýtarlegar skýringar við þessa byrjun'. Er því ekki ástæða til að endurtaka þær hér). 3. Rf3, Rf6. 4. e3, e6. 5. Bxc4, c5. 6. 0-0, a6. 7. a4, Rc6. 8. De2, Be7. ; (Fram að þessu hefpr skákin teflzt | ó sama hátt og önnur skákiri, en hér breytir Petrosjan til. Áfram haldið i 2. skákinni varð 8 —, cxd4. 9. Hdl, Be7. 10. exd4, 0-0. 11. Bg5, með frjálsari stöðu fyrir hvít). 9. dxc5, — (Það væri fróðlegt að sjá, hvernig svartur hefði svarað 9. Hdl). 9. —, Bxc5. (Samkvæmt grundvallarlögmálum skákarinnar er þetta leiktap, þar eð biskupnum hefur verið leikið tvisvar í.röð. Þetta kemur þó ekki að sök hér, því að uppbygging stöðunnar er fremur hægfara). 10. e4, Rg4. (Nýstárlegur leikur, sem hefur það markmið, að ná valdi yfir e5- reitnum). 11. Bf4, Df6. (Nú er útséð um, að svartur hef- ur borið sigur úr býtum í barátt- unni um e5-reitinn. Hvítur verður því að leita á aðrar vígstöðvar). 12. Bg3, Rg5. 13. Rxe5, Rxe5. 14. Rd2, — (Botvinnik er nokkuð á undan í hðskipan sinni og gefur hann því biskupinn eftir af fúsum vilja. Virðist þetta í alla staði rökrétt og eðlileg hugmynd). 14. —, 0-0. 15. Hadl, bí. 16. Dh5, Rxc4. 17. Rxc4, a5. 18. Re5 (?). (Með þessum leik og þeim næsta fer Botvinnik inn á varhugaverð- ai brautir. Vænlegasta áframhald- ið hér virðist hafa verið 18. Be5, De7. 19. Bd6, Bxd6. 20. Rxd6, með heldur rýmri stöðu fyrir hvít). 18. —, De7. 19. Hd2, — (Eftir þennan leik fær svartur betri stöðu, en hvítur átti í raun- inni erfitt um vik eftir síðasta leik sinn. Hann gat þó reynt strax 19. Rd3). 19. —, f6. 20. Rd3, e5. (Nú kemur upp staða með mislit- um biskupum, en sá svarti er marg Leikfélag Akraness: GILDRAN sakamálaleikur eftir Roberf Thomas. / PýSirgs Gunnvör Braga SigurSardóttir. Leikstfóri: Höskuldur Skagfjörö. Á undanförnum árum hefur Leikfélag Akraness verið mjög starfsamur félagsskapur. Það hef- ur sýnt mörg leikrit, oft fleiri en eitt á vetri, og sízt ráðizt á garð- inn, þar sem hann er lægstur hvað leikritaval snertir. Nú í ár sýnir það okkur Gildr- una eftir Robert Thomas. í leik- skrá segir, að leikritið hafi verið sýnl á þrem stöðum hérlendis og; hlotið „mjög góða aðsókn og góða' dóma“, og skal það ekki í efa' dregið. Hitt er svo annað mál, að leikritið er langt frá því að vera bókmenntaverk, þó að bersýnilegt sé, að höfundurinn kann vel til verka. Þetta er víst ósvikið ,,saka- málaleikrit"; engin persóna sér- staklega eftirtektarverð mann- gerð, nema ef tU vill umrenning- urinn, Brissard Poul. Bygging leikritsins er hins vegar listilega gerð, persónurnar allar að „leika“ í sjálfum leiknum. Enginn kemur til dyranna eins og hann er klædd ur fyrr en í lei'kslok. Er það í sjálfu sér íhugunarefni, en höf- undurinn virðist ekki ætlast til, að það hafi nein sérstök áhrif ti’l aukins skilnings á persónunum. Virðist mér sem honum sé nægi- legt að þetta bragð hans verði áhorfendum undrunarefni, og er, það að sjálfsögðu í samræmi við gerð leikritsins Tilgangurinn er sem sé hinn sami og reyfarans: að fanga hug áhorfandans án þess að gera kröfu til þess, að nokkuð það sé sagt eða gert, sem á erindi við mennskt fólk, skírskotar- til sammannlegra vandamála. Máltækið segir, að fleira sé mat ur en feitt kjöt, og á það vel við um leikrit þetta, því að það er vel þess virði, að horft sé á það eina kvöldstund, þó að efnið sé léttvægt. Þetta er eins og hag- lega gerð dægradvöl, rímþraut eða krossgáta: maður gleymir lausn- inni um leið og hann hefur fundið hana. — En atburðarásin er þann ig, að leikurinn heldur hug okkar föngnum, meðan á er horft. Framhaíd i . 3 síðu. falt sterkari, þar sem áhrifamætti þess hvíta eru miklar skorður sett ar. Botvinnik verður að tefla mjög varlega í framhaldinu til að kom- ast hjá áföllum). 21. Rxc5, Dxc5. 22. Ddl, — (Nú hefur vörn verið snúið upp í sókn). 22. —, Be6. 23. Hel, Hac8. 24. h3, Db4. 25. He3, Hc4. 26. b3, Hc6. (Petrosjan geðjast greinilega ekki að áframhaldinu: 26. —, Hxe4. 27. Hxe4, Dxe4. 28. Hd6 og b-peðið svarta fellur). 27. Kh2, b5. (Keppendur sömdu jafntefli hér). Botvinnik á leið á keppnisstað. Ljósmynd: TASS Sjötug er 1 dag heiðurskonan frú Margrét Karlsdóttir frá Bjargi í Miðfirði, V Hún. Eg vil með ör- íáum línum senda henni mínar beztu árnaðaróskir í tilefni áf- mælisins. Frú Margrét Karlsdóttir er fædd 20. apríl 1893 að Bjargi í Mið- ftrði, (jóttir merkishjónanna Karls Sigurgeirssonar og Ingibjargar lóhannesdóttur. Karl var Þingey- :ngur að ætt, faðir hans Sigurgeir, fluttist frá Svartárkoti í Bárðardal, vestur að Þíngeyrum í Húnaþingi og bjó hanr, þar um skeið. Síðar íluttist hann að Víðidalstungu og ioks að Skarastöðum í Miðfirði. Þá var han’i orðinn aldraður mað- ur, er hanri brá búi og fluttist til Ameríku. Þar lifði hann allmörg ár og var kominn yfir nýrætt er hann dó, Sigurgeir var héraðs- höfðingi hvar sem hann fór. Karl á Bjargi faðir Margrétar var stór maður og glaésilegur svo ■ af bar göfugmenni hið mesta, sem 1 öilum þótti vænt um, sem kynnt- usf honum eitthvað. Bjargsheimilið var mannmargt eg þar var ætíð mikið um glað- værð. Hjómn bæði sérlega söng- elsk og frú Ingibjörg spilaði á hljóðfæri og þá sungu allir. Þetta erfði Margrét í ríkum mæli, því Framhald á 13. siðu. TÍMIN'N, laugardagiinn 20. apríl 1963 — 9 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.