Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 15
Leifur Kr. Jóhannesson: Athugasemd við grein Sig. Ölasonar um Baulárvelli GUÐLAUGUR JÓNSSON ritar grein í Sunnudagsblað Tímans fyrir nokkru um Baulárvelli og þau undur, sem þar urðu á s. 1. öld og í 6. og 8. tbl. er einnig grein um sama efni eftir Sigurð Ólason. Ég sc ástæðu til, að gera nokkr- ar athugasemdir við skrif Sigurð- ar Ólasonar hvað viðkemur jörð- inni Baulán'öllum, sem hann vík- ur nokkuð að um ieið og hann ræðir um hin svonefndu Baulár- vallaundur. Hann telur að Baulárvellir séu úr landi jarðarinnar Elliða í Staðar sveit og fyrir rangindi ein, að þeir hafi verið taldir til Helgafells- sveitar og þvert ofan í öll land- fræðileg lögmál. Ég hef aldrei heyrt annað, en að Baulárvellir hafi verið og séu í Helgafellssveit, en taldir til Helgafellssveitar í jarðabók útgefinni 1861, með til- skipun frá 27. maí 1848 og alllaf síðan í öllum fasteignamatsbókum. Ég fæ ekki séð hvernig hægt ér að halda því fram, að landfræði- lega séð ei.gi Baulárvellir að til- heyra Staðarsveit eins og hann lætur skína i. Það yrðu mjög ó- eðlileg hreppamörk, ef farið væri að innlima Baulárvelli í Staðar- sveit, kæmi þá Baulárvallaland eins og rani á milli Miklaholts- hrepps og Helgafellssveitar, sem er mjög fráleitt og engum stað- kunnu.gum manni getur fundizt eðlilegt. Annars ráða ekki alltaf landfræðflegar aðstæður hreppa- mörkum o.g furðulegt að álykta út frá þeim. Er hægt að nefna mörg dæmi þessu til sönnunar víða um land. Samkvæmt uppdrætti íslands frá 1910 eru austustu mörk Stað- arsveitar allmiklu vestar en Baul- árvcllir og ekkert af landi jarð- arinnar innan þeirrar sveitar. Þá segir í ritsmíð Sigurðar: „en Stykkishólmski-rkja mun hins veg ar telja sig „eiganda" Baulárvall- anna sjálfra (úr Elliðalandi), en með hvaða hcimildum og hversu traustum, er mér ekki kunnugt". Þar sem greinarhöfundi virðist ekki kunnugt um heimildir varð- andi eignarrétt Stykkishólmskirkju á Baulárvöllum er rétt, að upp- lýsa eftirfarandi: Samkvæmt bókun hjá sýslu- mannsembætti Snæf,- og Hnappa- dalssýslu gefur Egill Sveinbjarn- arson, Egilsson og afsalar Stykkis hólmskirkju Baulárvöllum til eign ar 9. sept. 1882 og er gjafasamn- ingnum þinglýst 13. júní árið eftir. Ekki finnst að þessum samningi hafi verið mótmælt. Þá er undirrit- uðum ckki kunnugt um að Baulár vellir hafi verið notaðir, sem afrétt ur. Á Snæfellsnesi er enginn afrétt ur til, heídur er allt fjalllendi heimalönd viðkomandi jarða. Und anfarin ár hefur Stykkishólms- hreppur eða Fjáreigendafélag hreppsins haft Baulárvelli á leigu til upprekstrar. Sömuleiðis hefur Stangaveiðifélag Stykkishólms haft veiðiafnot jarðarinnar á leigu undanfarin ár og greitt fyrir þau. Samkvæmt framansögðum heim ildum eru Baulárvellir sjálfstæð jörð (í eyði) sérmetin að fast- eignamati og eign Stykkishólms- kirkju. DRATTUR A SAMÞYKKT UM LOKUNARTÍMANN ISKIP Ms. SkjaSdbrsid Æer 25. þ.m. til Ólafsvíkur, Grundaríjarðar, Stykkishólms og Flateyjar. Vörumóttaka á mánudag. Ms. Hekla fer austur um land í hringferð 27. þ.m. Vörumóttaka á mánu- dag og árdegis á þriðjudag til Fáskrúðsf j arðar, Reyðarf j arðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar. Seyð- isfjarðar. Raufarhafnar og Húsa víkur. Farseðlar seldir á föstu- dag. Herðubreft fer vestur um land í hringferð 26. þ.m. Vörumóttaka árdegis í dag og á mánudag til Kópa- skers, Þórshafnar, Bakkafjarð- ar, Vopnafjarðar, Borgarfjarð- ar, Mjóaíjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. Baldur fer 22. apríl til Rifshafnar, Skarðstöðvar, Króksfjarðarness Hjallaness og Búðardals. Vönimóttaka árdegis í dag. Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag svaraði borgar- stjóri þeirri fyrirspurn Knistjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um það hvenær vænta mætti að tillaga að samþykkt um afgreiðslutíma Gislinn, fyrsta leikrit í haust GB-Reykjavík, 19. apríl. Ákveðið hefur verið fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á næsta leikári, og verður það hið fræga írska leikrit Gislinn (The Host- age) eftir Brendan Behan. Áður hefur staðið til, að Þjóð- leikhúsið tæki þetta leikrit til flutnings, en nú veTður fyrst gerð alvara úr því í haust. Leikstjóri kemur frá Abbey-leikhúsinu i Dublln og setur leikritið á svið. Má af því góðs vænta, enda eru þeir nákunnugir, leikstjórinn og leikskáldið. Enn uppselt í kvöld verða haldnar tvær sýn- ingar á leikritinu Hart í bak, eftir Jökul Jakobsson, önnur kl. 8,30 og hin 11,15. Þetta er í fimmta skipti, sem haldin er miðnætursýning á Hart í bak, en annars eru sýning- arnar, að þessum tveimur meðtöld um, orðnar 64. Enn þá selst upp á hvería sýningu, og ef ekkertdát verður á aðsókninni, verður leik- ritig sýnt út maímánuð, en þá end ar leikárið hjá Leikfélagi Reykja- víkur. í sambandi við þetta má geta þess, að á sunnudaginn verður fjórtárlda sýningin á Eðlisfræðing unum, en það leikrit virðist einnig njóla mikilla vinsælda. verzlana í Reykjavík, sem lögð var fram í borgarráði hinn 4. desember .s.l. komi á dagskrá aftur. Borgarstjóri svaraði fyrirspurn- inn á þá lund, að umsagnir um tdlöguna frá þeim aðilum, sem leitag hefði verið álits hjá væru að berast, og færi senn að líða að því, að tillagan gæti komið á dag- skrá aftur. Kvaðst hann þó ekki vilja segja, hvenær af því gæti orðið. Krístján þakkaði svörin og kvað þetta mikið hagsmunamál fyrir boggarbúa og vonast tU, að óhæfi legur drátlur yrði ekki á afgreiðslu þess. Tillögur þessar að nýjum samþykktum um lokunártíma verzl ana í Reykjavík hafa þeir Páll Lín dal og Sigurður Magnússon, stór kaupmaður samið eins og þcim var falig í ályktun frá borgarstjórn. Heímilisaðstod Framhald af 16. síðu um þessi mál. Einnig skuli Heilsu verndarstöðin efla hjúkrun aldr- aðs fólks í heimahúsum. Einar Ágústsson, borgarfulltrúi Eiamsóknarflokksins flutti nokkr- ar breytingartillögur við tillögu þessa, og voru þær samþykktar einróma eins og aðatilllagan í i heild. Meginefni breytingartillagn- anna miðaði að þvi að gera sam- starfig um þessi verndarmál gamla fólksins víðtækari, þannig að í nefnd þeirri. sem fjallar um þessi mál skuli skipuð níu mönnum, einum presti og einum frá hverj- um eftirtalinna aðila: Rauða kross inum, Öryrkjabandalagi íslands, kvenfélögum safnað'anna og frá elliheimilunum Grund og Hrafn- istu auk fulltrúa Tryggingarstofn- unar rikisins. Deila um kött Framhald at 3 síðu sendingar-sendar vegna þess, ef í ljós kæmi', að kötturinn bæri raunverulega nafnið Ahmed. Eft- ir þessa yfirlýsingu stjórnarlnnar téku tveir 'pingmenn á þjóðþingi Pakistans aftur tillögu, sem þeir höfðu flutt um mótmælaályktun. Bandaríski sendiherrann, Gal- oraith, sagði í Nýju Dehli í dag, nð það væri rétt, að kötturinn hefði verið kallaður þessu nafni. Börn hans höfðu fengið köttinn frá bænum Ahmedabad og kallað köttinn eftn þeim stað. En í ör- yggisskyni hefði hann nú verið skýrður upp á nýtt og nefndur Gujerat eftir því héraði, sem Ahmedabad ér höfuðborg í. Bjarni Ben. gefst upp FramhaiO aí L síðu Það liggur í augum uppi, að formaður Sjálfstæðisflokksins eyddi ekki útvarpstíma sínum í EBE-málið, væri það orðið þýð- ingarlaust. Á ýmsu má mgrkja, að Bjarni Benediktsson, hefur lagt mikla vinnu í EBE-ræðu sína, enda þótt mikið við liggia, fyrst hann á annað borð dró höfuð sitt upp úr sandinum. Hann vitnaði í blaða- viðtöl við sig og hafði m.a. flett upp í Manchester Guardian Week ly til að afla sér efniviðar til ræð- unnar. En niðurstaðan hjá honum va-rð sú, eftir' að hann hafði fjall- að um útþenslu EBE, að „úr þess- ari stækkun bandalagsins virðist lítt ætla að verða í bráð.“ Það tck dómsmálaráðherra 30 mín. aö reifa málið á þann veg. Trúbadúrinn Framh^jd af 16. síðu. mannahöfn, síðast Fidelio í haust. Sópransöngkonan Ingeborg Kjellgren hóf starf við Stokk- hólmsóperuna fyrir átta árum, en var tvö ár við óperuna í Kiel. Hljómsveitarstjórinn Gerhard Schebeler hefur stjórnað við all ar óperusýningar, er settar hafa veríð á svið í Árósum (því hefur Guðmundur Guðjónsson starfað tvisvar með honum áð- ur), þá er hann tónlistarráðu- nautur danska útvarpsins og kennir í óperuskóla Konung- lega leikhússins í Kaupmanna- höfn. Æfingar hófust fyrír nokkr- um vikum, hefur Frítz Weiss- happel æft söngvara, en Carl Billich hljóðfæraleikara. — Leiktjöld gerir Lárus Ingólfs- son í samráði við leikstjórann. Búningar allir eru fengnir að láni frá Stokkhólmsóperunni. Vígi fallið (Framnaid ai 3 síðu) um, að kommúnisthreyfingin Pat- het Laos hygðist steypa ríkisstjórn landsins með aðstoð hersveita frá Norður-Vietnam. Talsmaðurinn sagði bandarísku stjórnina hafa túlkað yfirlýsingu Souvanna Pho- uma á þá leið, og hann kvað Bandaríkin nú vinna að nýjum að- gerðum til Iausnar deilunni í Lous. Kennedy forseti sagði á fundi hjá ritstjórasamtökum Bandaríkj- anna, að ástandið í Laos væri Bandaríkjunum alvarlegt áhyggju efni. Hann sagði, að ef árásum kommúni^ta á hersveitir hlut- lausra héldi áfram, kæmi til greina að spyrja, hvort sátmálinn frá Geneva væri ekki í hættu að verða einskis virði. Það mun koma í ljós allra næstu daga, hvort Geneve-sáttmálinn verður rofinn, sagði forsetinn. Ferðafélag ísSands Framhald af 16 síðu mun heimsækja á ferðum sínum, en fólki skai bcnt á, að ferðaáætl- unina má fá hvenær sem er hjá Ferðafélagi íslands, Túngötu 5. Æröu hundinn? Framhald af 16. síðu. hundurinn gæddi sér sem bezt á því góðgæti, en sem eftirmat hefur hundurínn kosið ag éta dálítið af útihurð ferzlunarinnar. Varð hvutti fjörmu feginn í morgun. T.iónið, sem hann olli, er vitan- lega talsvert. Merkjasala Framhalá ?f 16. síðu. heldur einnig sem fi'amsækin kven- réttindakona. Hús Þorbjargar er lágreist á meðal stórhýsa, er þar iaufgaðist sú björk, sem teygði lim sitt langt út fyrir íslands strend- ur. Olafía -Jóhannsdóttir var alin upp hjá Þorbjörgu ljósmóður, og má segja, ag mannúð hennar og kærleikur umvefði þá smæstu og hjálparlausustu, götubörn Óslóar- borgar. Enginn var svo djúpt fall- mn, að hann hefði ekki skjól hjá henni, enda reistu Norðmenn honni veglegan minnisvarða í Ósló. Nú hefur forstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis gefið Ljósmæðratélagi Reykjavíkur hús Þorbjargar, sem við erum mjög þakklátar fyrir, en markig fer að flytja það stein fyrir stein og hlaða það upp eins og það var. Vonandi á eftir að vaxa bjark- arlim í kringum það á ný, sem nær til alls þess sem lifir og veitir skjól og kærleika hverjum sem þarfnast. Góðir Reykvíkingar! Kaupið rnerki félagsins og styðjið gott málefni. Merkin cru afhent í barnaskólunum og hjá Guðrúnu Halldórsdóítur, Rauðarárstíg 40. F.h. LjósmæðrafélagS Reykjavík- ur, I-Ielga M. Níelsdóttir Ijósmóðir. ÞAKKARAVÖRP Öllum sem sýndu mér heiður og sóma og glöddu mig með höfðinglegu samsæti, heillaskeytum, stórgjöfum, heimsóknum og sýndu mér margs konar vinahót á sjötugs afmæli mínu 28. febrúar s.l., þakka ég af alúð og heilum hug, alla vinsemd og hugulsemi í minn garð fyrr og síðar. GuSlaugur Jóhannesson, Laugalandsskóla Hjartanlega þökkum viS öllum þeim, sem á margvíslegan hátt sýndu okkur samúð og vináttu í veikindum Jóns Jónssonar frá Hvanná, og nú síðast við andlát hans. Guð blcssi ykkur öll. Rannveig Hermannsdóttlr, dætur og tengdasynlr. Þökkum innilega hinum mörgu er vottuðu minningu Margrétar Jónsdóttur Ijósmóður frá Brunnastöðum, virðingu og hlýhug. Sérstakar þakkir okkar tll ibúa Vatnsleysu- strandarhrepps fyrir fagra mlnningargjöf og vinum hennar á Suður nesjum fyrir mikla tryggð i hennar garð. Guðlaug Guðjónsdóttir, Elís Guðjónsson, ‘ Lilja Pálsdóttir, Jón M. Guðjónsson og barnabörnin. Hugheilar hjartans þakkir færi ég öllum nær og fjær, fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar mlnnar Steinunnar Þórarinsdóttur Breiðabólstað, Suðursveit. Einnig þakka ég innilega þelm, sem veittu henni hjúkrun og hoim- sóttu hana á sjúkrahúsinu, f hennar langvarandi og erfiðu veik indum. — Guð blessi ykkur öll. — Fyrir mína hönd, barna okkar og tengdabarna Þórhallur Bjarnason r í M I N N , laugai'aagiinn 20. aprfl 1963 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.