Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.04.1963, Blaðsíða 13
Lán Þjdðleikhúss- ins á búningum Vegna ummæla stjómar Leik- félags Kópavogs í Tímanum 5. þ. m., um leigu á búningum frá Þjóff- leikhúsinu til leikfélaga, þykir ÞjóðleikhúsiAu rétt að birta eftir- farandi skrá um útlán og leigu á búningum síðastliffig og yfirstand- andi leikár. Búningar hafa verið lánaðir til leikfélaga og skóla víðs vegar um landiff. Ekki er þó hér með talið, þegar lánaður hefur verið einn búningur eða annað smávegis. — Leigan, sem greidd hefur verið, er að jafnaði eitt hundrað krónur á búning. STARFSÁRIÐ 1961—1962 Leikfélag Kópavogs, Kvenfélag Bolungarvíkur, Leikfélag Akraness (aUir búningar í íslandsklukk- una), Leikfélag Blönduóss, Leik- félag Hveragerffis, Leikfélag Akur eyrar, Leikfélag .ísafjarðar, Ung- mennafélagig Dagsbrún, Rekkju- flokkurinn, Leikfélag Ólafsfjarð- ar, franskt kvikmyndatökufélag, vegna töku íslandsmyndar, ame- rískt sjónvarpstökufélag, Herra- nótt Menntaskólans, Verzlunar- skólinn, Kvennaskólinn í Reykjfl- vík, Kennaraskólinn, Kvennaskól- inn á Blönduósi, Menntaskólinn í Reykjavík (vegna sýningar á Úti legumönnunum), Hagaskólinn (all ir búningar í sýningu á Manni og konu), Gagnfræðaskóli verknáms; Gildran Framhald af 9. siðu. Eg hygg, að leikstjórinn, Hösk- wldur Skagfjörð, skilji vel, að ekki er um rismikið bókmenntaverk að ræða, þar sem leikrit þetta er, og leggur hann því aff sjálfsögðu aðaláherzlu á þau atriðin, sem bezt eru fallin til að auka á þann hröllvekjublæ, sem yfir vötnum svffur. Mér virðist leikstj'óni hans smekkvís og örugg. Hann gerir sér ljósa grein fyrir, hvað eru aðalatriði, bendir bogann mark- ■víst, en þó hóglega, og hæfir beint í mark í leikslok. Aðalhlutverkið, Daniel Corban, leikur ungur Ólafsfirðingur, Daníel Williamsson að nafni, og lék hann það hlutverk og í heima byggð sinni fyrir ári að sögn leik- skrár. í upphafi virtist mér leik- ur hans lítt sannfærandi, en er á leið, óx honum ásmegin og í leiks lok skildist til hlítar, að svona átti aff túlka þetta hlutverk. Örðugleik arnir í upphafi, það, sem virist svo ósennilegt, átti cinmitt að vera það og alls ekki öðruvísi. Er ástæða til að þakka Daníel Will- iamssyni komuna á Akranes og góðan og skemmtilegan leik. Júlíus Kolbeins leikur lögreglu- foringja. Alloft hef ég séð Júlíus á sviði og ætíð hefur mér fundizt hann skipa þar rúm sitt með prýði. Þó man ég ekki eftir honum betri en í þessum leik. Skýr framsögn hans og skemmtileg skopvísi gera lögregluforingjann að hugþekkri persónu í óhugnan hrollvekjunnar. Florence leikur Jóhanna Jó- hannsdóttir. Leikur hennar er skýr og snurðulaus. í samleik hennar og Daníels rís leikurinn hvað hæst. Og eftir á að hyggja virðist bezt koma fram í leik hennar skilningur á því undarlega hlut- skipti leikendanna í þessu sjónar- spili, að þeir eru „bara að þykj- ast“. Hannes R. Jónsson gerir hlut- ! Eiðáskóli, Fræðsluráð Reykjavík- ur (vegna 100 ára afmælis sýning ar skólanna), 17. júní hátíðar- nefnd. YFIRSTANÖANDI STARFSÁR Æskulýðsráð, Leikfélag Selfoss, Leikfélag Dalvíkur, Leikfélag Reykjavikur (vegna sýningar á Ástarhringnum), Leikfélag Akur eyrar (allir búningar í Tehús ágústmánans), Leikfélagið Gríma, Leikfélag Sauðárkróks (allir bún- ingar í Fjalla-Eyvind), Ungmenna félag Reykdæla, Leikfélag Blöndu óss, Menntaskólinn á Laugarvetni, Menntaskólinn í Reykjavík, Sam- vinnuskólinn í Bifröst, Verzlunar- skólinn, Hjúkrunarkvennaskólinn, Gagnfræðaskóli verknáms, Haga- skóli, Gagnfræðaskóli Austurbæj- ar, Gagnfræðaskóli Kópavogs, Fræðsluráff Reykjavíkur (vegna 100 ára afmælis barnafræðslu í Reykjavík), Kvennaskólinn í Rvík. verki bróður Maximins góð skil. Virðist mér hann vaxa af hverju hlutverki, sem hann tekur að sér, og er leikur hans stórum betri nú en í í'slandsklukkunni í fyrra. Einhverja eftirminnilegustu persónu leiksins, flækinginn, Briss ard Poul, sýnir Þórður Hjálms- son, form. Leikfélags Akraness, okkur. Leikur hans er fádæma skemmtilegur; röddin og allt lát- æðið.. svo grátbroslega . sannf gqjj- andi, að leikhúsgestir sakna góðs vinar, þegar hann virðist allur. Hygg ég .leitun á jafnfrábærum skopleikara og Þórður er. Sigurbjörg Halldórsdóttir leikur hjúkrunarkonuna fröken Berton. Hlutverkið er ekki stórt, en velj er með það farið. Látleysi og skýr | framsögn einkenna leik hennar, j og er það vel. Lögregluþjónarnir, Einvarður! Jósefsson og Jón Runólfsson, eru, j sem vera ber, allhermannlegir og| mátulega dularfullir á svip. Að venju láta leiksviðsstjóri, i Gísli Sigurðsson, leiktjaldamálari,: Lárus Árnason, og Ijósameistari,! Jóhannes Gunnarsson, ekki sinnj hlut eftir liggja. Sýning þessi er vel heppnuð,! heildarsvipur hennar sterkur, ogj ber að þakka leikstjóra og leikend- um það. Framsögn allra leikend- anna er skýr, og virðist vel æfð og dyggilega. En því miður er þýð- ingin mjög léleg. Hinar leiðustu og ljótustu málvillur vaða úppi jafnvel þar, sem sízt skyldi, og ef til vill á skýr framburður leik- endanna sinn þátt í því, að mál- lýtin fara vart fram hjá neinum. En allt um það ber að þakka Leik- félagi Akraness skemmtilega kvöldstund og óska því góðs geng- is og verðugra verkefna að glíma við í framtíðinni. Ólafur Haukur Árnason. Fermíng Framhald af 5. síðu. Gunnar G. Sigvaldason, Teigagerði 12, Rvík. Helgi Þórhallsson, Digranesv. 37. Jón H. Bjarnason, Auðbrekku 23. Jón H. Jónasson, Birkihv. 17. Jón SigurSsson, Bræðratungu 47. Kristinn Páll Ingvarsson, Rauðagerði 16, Rvík. Kristján Erlendsson, Kársnes- braut 137. Magnús Hauksson, Litluhlíð við Grensásveg. Ólafur T. Þórðarson, Digranesv. 66. Peter Mogensen, Borgarholtsbr. 9. Sigurður Knútsson, Hlégerði 4. Sigurjón Valdimarsson, Álfhólsvegi 36. FERMING í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 21. apríl 1963, kl. 11 f.h. — Sr. Jakob Jónsson. S t ú 1 k u r Áslaug Jóhannesdóttir, Eiríks- götu 23. Guðrún Ólafsdóttir, Tunguvegi 34 Hafdís Guðmundsdóttir, Hv.g. 104 Halldóra Guðmundsdóttir, Hæðar garði 24 Jóhanna Þórisdóttir, Hverfisg. 114 Jónína Birna Halldórsdóttir, Hjarðarhaga 54 Kristjana Sigrún Bjamadóttir, Kjartansgötu 10 Louisa Gunnarsdóttir, Laugalæk 28 ; Margrét Jóna Stefánsdóttir, Njáls götu 52 Marta Gunnarsdóltir, Grettisg. 79 Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir, Guðrúnargötu 3, Þórunn Stefánsdóttir, Fossvogs- bletti 11 Þórunn Elísabet Stefánsdóttir, Hverfisgötu 112 D r e n g I r Ásgeir Ólafsson, Réttarholtsv. 97 Benedikt Hjartarson, Grettisg. 46 Björn Sigurbjörnsson, Tómasar- haga 15, Guðmundur Gylfi Sæmundsson, Hátúni 8 Haukur Ólafsson, Sólheimum 45- Jón Ragnar Jónsson, Tunguvegi 92 Jónatan Ólafsson, Laugavegi 35 Kári Stefánsson, Ásvallagötu 17 Magnús Hjartarson, Grettisg. 46 Sigurður Jóhannsson, Eskihlíg 13 , Sævar Hallgrímsson, Stóra-Gerði 6 ; FERMING í Laugarneskirkju, sunnudaginn 21. aprO kl. 10,30. — Séra Garð’ar Svavarsson. S t ú 1 k u r Ágústa Gunnarsdóttir Rauðalæk 36 Alma Þorláksdóttir, Hraunteig 24 Bára Júlíusdóttir Kemp, Hraun- teigi 19 j Björg Gunnarsdóttir, Rauðalæk 36 ! Ellen Olga Svavarsdóttir, Hrísa- j teig 35 Erna Aspelund, Laugateigi 22 Guðrún Júlia Haraldsdóttir, Rauða læk 41 Heiður Þorsteinsd., Bugðulæk 17 Hjördís Svavarsdóttir, Stigahl. 4 Hólmfríður Pálsdóttir, Kleppsv. 34 Ingunn E. Hróbjartsdóttir, Hrísa teig 36 Ingveldur Gísladóttir, Rauðalæk 21 Jóhanna Þorgrímsdóttir, Hrísa- teig 21 Jóna Hróbjartsdóttir, Hrísateig 36 Jóna Guðjónsdóttir, Laugateig 46 Kolbrún Magnúsdóttir, Rauða- læk 31, Kristrún Pétursdóttir, Kleppsv. 36 Móeiður Sigurrós Gunnlaugs- dóttir, Laugateig 8 Vélsetjari Góður vélsetjari óskast nú þ^gar Mm Nanna Þórunn Hauksdóttir, Urðartún við Laugarásveg Drengir Ámi Björn Stefánsson, Sporða- ' grunn 14 Árni Þórhallsson, Sigtún 25 Ámi Þórðarson, Sundlaugaveg 26 Björgvin Á. Bjarnason, Hrísat. 45 Einar Magnússon, Rauðalæk 34 Einar Þorsteinsson, Bugðulæk 17 Hafsteinn Guðjónsson, Samtúni 6 Ingimar Einarsson, Samtúni 34 Kjartan Kolbeinsson, Hofteigi 36 Kristinn Guðmundsson, Bugðu- læk 11 Sigurður Stefánsson, Laugateig 48 Sigurjón Eysteinsson, Laugateig 21 FERMING í Langholtskirkju, sunnudaginn 21. apríl kl. 10,30. Prestur: Séra Árelíus Níelsson. S t ú 1 k u r : Aðalheiður Kristín Franzdóttir, Grensásvegi 44. Aldís Ágústsdóttir, Langholts- vegi 47. Anna Guðmundsdóttir, Sólheimum 40. Birna Dís Benediktsdóttir, Sogavegi 162. Birna Jóhannsdóttir, Skipasundi 14. Bryndís Ragnarsdóttir, Sólheimum 50. Erna Reynisdóttir, Álfheimum 56. Eygló Magnúsdóttir, Ljósheim. 4. Eygló Björk Sigurðardóttir, Sogavegi 152. Guðrún Vilhjálmsdóttir, Njörvasundi 2. Helga Benediktsdóttir, Njörvasundi 6. Ingibjörg Helgadóttir, Háagerði 21. Ingibjörg Sigurðardóttir, Goðheimum 8. Ingrid Björnsdóttir, Tunguv. 13. Iris Edda Yngvadóttir, Hvammsgerði 9. íris Lilja Sigurðardóttir, Ileiðargerði 90. Kristín Pálsdóttir, Skipas. 11. Ruth Ragnarsdóttir, Sóllandi við Reykjanesbraut. Sigrún Sverrisdóttir, Hlíðag. 24 Soffía Jóna Vatnsdal Jónsdóttir, Goðheimum 6. Svanhvít Sigurðardóttir, Hólm- garði 51. Þorbjörg Brynhildur Gunnars- dóttir, Njálsgötu 94. Valdís Magnúsdóttir, Birkimel 6. Svandís Guðríður Magnúsdóttir, Sigluvogi 14. D r e n g 1 r : Ágúst Már Ármann, Goðheim. 17. Ámundi Hjálmur Þorsteinsson, Vesturgötu 16B. Erik Rose Jensen, Suðurlands- braut 85A. Guðmundur Óli Helgason, Langholtsvegi 85. Guðmundur Vigfússon, Njörvasundi 17. Halldór Sigurðsson, Nökkvav. 22. Jón Ágúst Stefánsson, Suður- landsbraut 87. Ólafur Halldór Georgsson, Hjallavegi 33. Sigmar Steinar Ólafsson, Nökkvavogi 12. 70 ára: (Framhald aí 8. síðu.) hún gat leikið á orgel, allt sem hún lærði utan að. Á þessu heimili var sungið og dansag kvöld eftir kvöld að vetrinum. Börnin voiu sex og var Margrét elzt þeirra, þrjú þeirra eru látin. Margrét er glæsileg kona, glaðlynd og vel greind. Hún Iagði ætíð gott til allra og vildi ávallt bæta það, sem miður fór. Margrét er tvígift, fyrri maður hennar Axel Vilhelmsson, verzlunarmaður, er fyrir alllöngu látinn, þau eignuðust fimm böm. Seinni maður hennar er Arinbjörn Árnason, hinn mætasti maður í hvívetna. Þau eiga einn son, Árna tónlistarsniilinginn góða. Þau búa nú á Birkimel 6 í Reykjavik. Margrót mun fara á hverju sumri Frá Alþingi f Framhald af 6. síðu hafa Framsóknarmenn á Alþingi flutt tillögur um lækkun útláns- vaxta og auknar lánveitingar til íbúðabygginga. Stjórnarflokkamir hafa beitt meiri hluta sínum til að fella þessar tillögur. Hér verður því gerð ný tilraun til að létta nokkrum útgjöldum af þeim, sem byggja íbúðarhús, hvar sem er á landinu. Ég flyt tillögu um heim- iid til að endurgreiða hluta af að flutningsgjaldi af byggingarefni í íbúðarhús, eftir stærð íbúðanna. Endurgreiðslan verði 110 kr. á hvern rúmmetra íbúðar, en nái þó ekki til þess hluta íbúðar, sem umfram er 360 rúmmetra. Verði tillaga samþykkt, getur t. d. sá, sem byggir 320 rúmmetra íbúð, fengið endurgreiddan toll að upphæð kr. 35200,00. Áætlað er, ag endurgreiðslan sé um það bil % af tollinum. í 3. gr. frv. er m. a. heimild til endurgreiðslu á tolli af hreyflum, minni en 200 hestöfl, sem settir eru í báta eða notaðir til raflýs- ingar á sveitabæjum, sem svari því, að af vélunum sé greiddur 10% verðtollur. — Eg tel rétt, að veitt sé heimild til að endurgreiða allan tollinn af hreyflum til þess- ara nota, og flyt breytingartillögu um það. í athugasemdum með frumvarp- inu er birt áætlun um, hver áhrif samþykkt þessi muni hafa á heild- artekjur ríkisins af aðflutnings- gjöldum. Er talið, að þau lækki um 97 millj. kr. á ári eða 8,3% En við þetta er það að athuga, að í þeim útreikningum er búið að innlima viðbótarsöluskattinn í verð tollinn. Sá viðbótarsöluskattur, sem síðastliðið ár nam 246,2 millj. kr„ var fyrst á lagður „til bráða- birgða“ árið 1960 og hefur verið ft amlengdur árlega síðan. Er nú. endanlega írá því horfið að telja hann bráðabirgðaskatt. Til viðbótar þeim breytingartil- lögum, sem um getur hér að fram an, flyt ég tillögur um lækkun tolls á ýmsum tækjum og vélum til heimilisnotkunar, svo sem kæli- skápum, prjónavélum, strokjárn- um, ryksugum, hrærivélum o.fl. Breytingartillögur mínar eru að mestu samhljóða þeim tillögum, sem fulltrúi Framsóknarflokksins i fjárhagsnefnd efri deildar, Karl Kristjánsson, bar fram við 2. um- ræðu frv. í þeirri deild. Eins og frá er skýrt hér að fram an, hafa verðtollur og önnur að- flutningsgjöld sem miðuð eru við vöruverð, hækkað um 203%, síðan núverandi stjórnarflokkar tóku að sér stjórn landsins. Þegar þetta er haft í huga, sést greinilega, hvað tollalækkunin, sem frumvarp ið um tollskrá felur í sér, er ó- skaplega lítil. Hún er svo lítil, að reizla framleiðsluvísitölunnar tek- ur hana ekki. Og þessi pínulitla tollalækkun mun standa aðeins skamma stund, ef áfram verður fylgt stefnu núverandi ríkisstjórn ai í efnahagsmálum. Ég legg til, að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum, sem ég flyt tillögur um á sérstöku þingskjali. Skúli Guðmuudsson norður að Bjargi, því hún elskar höfuðbólið træga og dáir hetjuna frægu. Nú búa á Bjargi bræður hennar tveir Páll og Sigurgeir. Hafa þeir byggt öll hús upp að nýju og reka rausnarbúskap. Allt hið gamla og forna er horfið og við stöndum hljóð og minnumst horfinna aíburða frá liðinni tíð. Eg óska æskuvinkonu minni, frú Margréti og eiginmanni hennar, alls hins bezta á ófarinni leið. _ H. SÍg. TÍMINN, laugardagiinn 20. apríl 1963 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.