Tíminn - 27.04.1963, Side 2
dríma synir:
rír ein-
þáttungar
eftir Odd Björnsson. — Stjórnendur:
Helgi Skúlason og Gísli Alfreösson
Oddur Björnsson, höfundur leiK
þáttanna sem Gríma frumsýndi á
miðvikudagskvöldið, er að líkind-
um þeirrar skoðunar, að mann-
kindin standi nú á takmörkunum,
þar sem þyngdarpunktur menning
arinnar byrjar að færast niður á
við, og hann er víst ekki einn um
það.
Höfundur vinnur úr jafn fjar-
stæðum við'fangsefnum og „raffín-
eraðri“ spillingu endurreisnartíma
bilsins og allra stdtta partíi, sem
er haldið á sautjándu hæð skýja-
kJjúfs í Reykjavík á þessu herr-
cns ári eða næsta. Viðleitnin er
í báðum tilfellum hin sama. Höf-
undur reynir að einangra samtíma
fyrirbæri, annars vegar með því
að leita að hliðstæðu frá ofan-
verðum dögum renessansins. Hið
hráslagalega partí stenzt ekki sam-
anburð við gegnsmogna spillingu
páfafólksins í sögulegu tilliti. En
þróunin rennir stoðum undir við-
leitni í þessa átt. Rásir nútímans
ná til almennings, uppistöðuvatn
ið dreifist á stærra kerfi en á
renessanstímanum; mönnunin og
aftnðnnunin virðist útþynnt sam-
an borið við það fólk, sem lifir
á spjöldum sögunnar, en vatnið er
eins samsett.
f þriðja lagi sýnir höfundur tvo-
kyndara, sem lifa einangraðir frá
þessu öllu, en skynja eitthvað af
því, svo að segja gegnum kýraug-
að. Þátturinn nefnist Við lestur
framhaldssögunnar og er fyrstur
í röðinni. Annar kyndarinn les
upp framhaldssögu, sem birtist í
Morgunblaðinu. Hinn hlýðir á og
rær sér undir lestrinum, hefur
munninn opinn og veltir tungunni
upp í sér. Tilburðir hans gefa til
kynna meiri hæfileika til að hlusta
cn lesa sjálfur. Sá læsi viðhefur
gamalt lestrarlag, þar sem allar
áherzlur renna saman og þaif sí-
íellt að láta minna sig á, hvar
hann á að byrja, þegar lesturinn
er rofinn með athugasemdum eða
bá til að' syngja. Þátturinn er paró-
dia eða skopstæling, þar sem at-
hugasemdir kyndaranna falla út
í hött, jafn fáránlegar og sú teg-
und af blaðalesningu, sem þeir
hafa sér til dægrastyttingar. Um-
hverfið er sama eðlis, klefavegg-
urinn þakinn myndum af stúlk-
um, sem hafa tekjur af því að
sýna Ijósmyndavélum upp undir
sig, en jafn raunhæft á vinnustöð-
um og framhaldssaga í dagblaði.
Stjórnandi þáttarins er Helgi
Skúlason, en Valdimar Lárusson
og Sveinbjörn Matthíasson leika
kyndarana. Mótunin hefur tekizt
vel frá þeirra hendi, lestrarlag
Valdimars nær tilgangi sínum
fyllilega og vangefinslegir tilburð-
ir Sveinbjarnar hæfa að sama
skapi í mark. En þátturinn er til-
þrifalítill í sjálfu sér enda stílað
upp á hláleika þess hlálega, þar
sem mótvægi er ekki til.
Partí er lang merkastur þátt-
anna, en þar má sjá fulltrúa nokk-
uvra stétta og aldursflokka drekka
,.asna“ með þjóðlegum tilburðum
í fjölskylduboði í Reykjavík. Raun
ar eru það ekki boðsgestirnir, sem
koma í asnann, heldur aðvífandi
persónugervingar svo sem
mamma, ölómleg mið'aldra frú,
sem faðmar hross og „er svo
hámingjusöm'1; pabbi'isem á gull-
penna með áletrun frá Búnaðar-
félaginu og notaði hann til að
skrifa upp á víxla fyrir íbúðinni,
þar sem partíið er haldið; gæa-
drengur sem svarar hverri spurn-
ingu með „allt í lagi“, framkvæmda
málaráðherra sem talar um
„framtíðina fyrir sér“, og vitnar
„eins og skáldið sagði“, enda
sæmir það í mörgu tilefni í
þessum leik; hestur sem er setztur
yfir reiðmann sinn og vill flytjast
til Þýzkalands; fyrirsæta sem
kann aðeins bainamál og Jobbi
hins opinbera: „Hvar er húfan j
mín?“ Húsráðendur og veitendur j
eru Superboy og Svítípæ.
Þátturinn er svo hlaðinn sam-
ræmdum vixláhrifum, að maður
PARTÍ — Valdimar Helgason, pabbi, og Nína Biörk Árnadóttir, fyrrver-
andi fyrirsaeta.
veiður að hafa sig allan við til
ao fara ekki á mis við neitt. Gísli
Alfreðsson hefur tekizt erfitt hlut
verk á hendur að stjórna hér og
leyst það af hendi þannig, að hver
einstaklingur skipar sess eins og
í velgrund.vðrí kompósísjón mál-
ara, sem notar dúkinn út í horn.
Leikendur eru ellefu talsins og
sumir nýliðar. Erlingur Gíslason
fer með ráðherrann þannig að
mann grum r, að leikur hans kunni
að snerta *inar taugar einhverra.
Erna Guðmundsdóttir leikur
mömmu með ágætum. Valdimar
Helgason fer með hlutverk pabba,
cr. einhver hefur limt á hann
skegg, sem hann ætti helzt ekki
að vera með. Heiðursfélagi Bún-
a'ðarfélaigsins gengur ekki með
þannig lagaðan hökutopp. Valdi-
n-.ar Lárnsson heldur vel til skila
nlutverki innheimtumannsins og
KÖNGULLÓIN — Erlingur Gíslason, Sesar Borgía, og Helga Baehmann, Lúkrezía.
Sigurður Skúlason er dæmigerður
undansláttargæi. Pétur Einarsson
og Kristín Magnús leika Superboy
pg Svítípæ. Hlutverk þeirra felast
mjög í því að bera fram „asnann"
enda mikið af honum. Nína Björk
Árnadóttir leikur fyrirsætuna með
róspúðraðan kropp. Það verður
að segjast, að Nína standi sig
vel og kroppurinn ásjálegur. Grét-
ar Hannesson ber sig skoplega í
gervi kallsins, og Ásthildur Gísla-
dóttir, pæj in, gleymir hvorki tog-
ieðrinu né því að setja axlirnar
fi^m. Sveinbjörn Matthíasson hef-
ur það kynduga hlutverk að leika
hestinn (í kjólfötum). Hugmynd-
in er ekki frumleg en hún á rétt á
sér, þar sem allur leikurinn gef-
ur til kynna, að þátttakendur
eigi stutt í dýrið. Og þegar partí-
inu lýkur :ýs dýrið upp úr æstum
hugarheimi og ærandi þögn.
Eg vildi óska, að hlutaðeigandi
ellir gætu séð þessa par(ímynd.
Hér hefur áður verið drepið á
þriðja þáttinn, Köngullóna, sem
fjallar um Alexander JV. páfa og
börn hans Efnið er langsótt aftur
í tímann og vandséð að tilreiða
það í stuttum þætti. Leikstjóri er
Helgi Skúlason og vanur maður í
hverju rúmi Haraldur Björnsson
leikur páfann, Helga Bachmann
Lúkrezíu, Pétur Einarsson Don
Sjúan og Erlingur Gíslason Sesar
Borgía. Verður ekki annað séð en
hver einn geii hlutverki sínu skil
eftir því sem efni standa til. Har-
aldur ber af, enda hlutverk hans
sterkast. Pétur Einarsson gerir
það bezta, sem undirritaður hefur
séð til hans. Hlutverk Helgu Bach-
mann er fyrirferðarlítið, en þokka
legt í meðförunum. Gervi og til-
burðir Erlings minna á Sesar úr
frönsk-ítölsku kvikmyndinni Luc-
retia Borgia Vandaðir búningar
og leikmumr gera sitt til. Þrátt
íyrir allt þetta er erfitt að vera
fullsáttur við Köngullóna. Höfund
ur hefur færzt mikið í fang á
pröngu plani. Eg tel ekki, að
honum hafi skjátlazt, en held hann
byrjaðan að þreifa fyrir sér á
réttum stað Leikurinn var hit-
Framhald á 13. síðu.
Sjálfsmynd
Ehin fulltrúanna á flokks-
þingi Framsóknarmainna hefur
beðið blaðið fyrir eftirfarandi
orðsendingu til. Morgunblaðs-
ins:
„Sjaldan hefur Mbl. lýst á-
hrifum „vlðreisnarinnar" r,:ns
igreinilega og með teiknimynd-
inni á baksíðu 25. april s.l. með
fyrirsögninni: Framsóknar-
menn á þingl. Myndin er tákn-
rawit dæmi um ástandið, eins
og „viðreisnin“ hefur mótað
það, nema að því leyti, að enn
hafa bændur getað klofið þáð
að kaupa áburð til þess að fá
naegian heyfeng, þó að áburður
hækki alltaf og því verðl lítið
til aukinnar ræktunar, og von-
andi kemur ekki a@ því, að
bændur falli í þá freistni að
setja svo djarft á, að búpen-
ingur verði reisa á vordegi.
Búfertaflutnimgar vegna „vW-
reisnarinimar“ eru ' staðreynd,
oig skulu hér nefnd tvö dæmi.
Faglærður maður úr Reykjavík
keypti jörð norður í landi 1959,
byggði þar upp og hóf búskap,
en eftir tveggja ára viðkynn-
ingu við „viðreisnina" og áhrif
hennar, var hann búinn að fá
nóg og flutti í bæinn aftur mcð
miklu taa>i.
Fyrir tvelm árum keypti ung-
ur maður jörð í uppsveitum
Suðurlands og hóf búskap. Um
þáð leyti hafði Alþýðublaðið
viðtal við þennan verðiandi
bónda. f því viðtali birtust
glæstar vonlr um mikin,n arð,
enda hátt talað þá um bætt lífs-
kjör í stjómarblöðum. En lífs-
kjörin reyndust þessum bónda
ekki betri en það, að nú T
hann búinu að selja með skaða
og fluttur í þéttbýlið aftur.
Með myndinnii sinni híttir
Mbl. slg eitt fyrir oig lýsir sín-
um eigin afrekum, sem því mið
ur sýna merkin viða í verkí.
Fulltrúi á flokksþingi
Framsóknarmanna."
Enn bedið um þögn
Bjarni Benediktsson hefur
að vonum fengið IMa reynslu
af ræðu sinni um Efnahags-
handalagsmálið og komizt að
raun um, að skynsaanlegra
hefði verið að þegja, eins og
haun igerði áður, og mundi sá
illi kostur þó hafia verið bctri
fyrir stjórnina. Þess vegna bið-
ur Mbl. enn um þögn um þessi
mál s.l. fimmtudag og telur
upp nokkur mál, sem blaðið
| vill ekki láta ræða í kosniniga-
baráttunni. Blaðið segir í Stak-
steinum:
„Lýðræðissiuuar eiga að leit-
ast við að ná samstöðu i þeim
má'lum, sem varða þjóðina og
skipti hennar við útlendinga
mestu. Þess vegna fordæma
þeir tilraunir Framsókuarklík-
unna tll að gera viðkvæm mál
eius og samninginn við Breta,
afstöðuna til Efnahagisbanda-
lagsns og erlent fjárm/agn að
bitbeini í innanlandsdeilum.“
Þá hafia men.n enn einu sinni
* óskalista íhaldsins yfir það,
sem helzt ekk.i má minnast á í
j kosningunum. E,u þjóðin lítur
öðru visi á málið. Hún spyr:
Hvar er lýðræði og sjálfstæði
þjó'ðarjnnar statt, ef ekki á
fyrst og fremst að ræða slík ör-
,, Lagamál hennar í kosningahar-
v; áttu og kjósa um þau? Hér eru
aðeins á ferð menn, sem
: kveiuka sér við að þola dóm
þjóðariniuar um þessi efni og
biðjast því þagnar og vægðar.
%
T f M I N N, laugardagurinn 27. aprfl 1963. —