Tíminn - 27.04.1963, Page 15

Tíminn - 27.04.1963, Page 15
HKL Framhald af 16. síðu Lífsreglur sagnanna falla okkur ekki í geð siðferðilega séð. Það, sem einkum hefur hrifið mig, er | staða sagnanna sem bókmenntaleg stórvirki, þau mestu, sem sköpuð hafa verið á Norðurlöndum. Þegar rætt var um hugtök eins og þýzka hugsun, marxisma og amerrkanisma, sagði skáldið m.a.: ,.Ég hef yfirleitt aldrei yerig mjö,g marxistiskur, og ég er leikmaður í þýzkri heimspeki. Marxismi, FreudismJ og hvað það heitir, leið- ist mér. Ég er ekki heimspeking- ur, en áskd mér rétt til að hugsa, og ég er á kafi í sígildri norrænni hugsun. Á fundinum sagði Laxness einn ig, að hann ynni að leikriti, en kvaðst e'kki búast við meiri ánægju af að sjá það leikið en það væri honum að skrifa það. Þá var hann spurður, hvort hann hefði fundið arftaka sinn meðal ungra íslenzkra rithöfunda, og því svaraði hann brosandi, að það væri ekki hægt. Á íslandi væru bókmenntir tóm- stundadútl flestra, en menn lærðu ekki starfann, heldur fúskuðu og hefðu ánægju af fúskinu, sem stundum næði talsvert háu stigi. Danska sjónvarpið hefur tekið upp viðtal við Halldór Kiljan Lax- ness í Kaupmannahöfn um nýju bókina og verður það birt 14. maí. Hann heldur heimleiðis til íslands næstkomandi sunnudag. Veirarlangt Framhald aí 16. síðu. á - Veðramóti í Gönguskörðum. Ærnar litu vel út að sögn. Mun það einsdæmi að kindur gangi úti vetrarlangt í háfjöllum Staðarafréttar, a. m. k. nú hin síð ari ár. 70 af stöðinni Framhalo at i síðu vakig mikla reiði í Bandaríkj- unum, en þar sé bandarískum hermönnum lýst sem fordrukkn um og siðspilltum kvennabós- um. Frank J. Becker, sem sæti á í fulltrúadeild þingsins, krafð- ist þess í gær, að varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna á- kvæði aðgerðir gegn þeim bandarísku hermönnum, sem kæmu fram í myndinni. Myndir úr .,79 af stöðinni" birtust í kvikmyndablaðinu Variety, og í grein með þeim segir, að tveir háttsettir liðs- foringjar frá herstöðinni í Keflavík leiki drykkjurafta í myndinni. Becker þingmaður sagði í gær, að greinin um myndina væri hryllileg, og hann skeraði á Robert McNam- ara, landvarnarmálaráðherra, að taka málið i sinar hendur“. Tíminn fékk þær upplýsingar í dag hjá Guðlaugi Rósinkranz, formanni Eddafilm, að þegar í gær hefði verið hringt frá Bandaríkjunum og óskað eftir að fá myndina til sýninga vestra. Nordisk Film í Kaup- mannahöfn, sem hefur umboð- ið fyrir Eddafilm erlendis, hef- ur boð þetta til athugunar. HrapaÖi Framhalö af 16. síðu. Guðmundar vita, hvernig komið væri, og fór hann þegar upp eftir ásamt drengnum á sjúkrabílnum. Fóru þeir eins nálægt fjallinu og komizt varð á bílnum, en gengu s.ðasta spöiinn. Er þeir komu að' fjallinu gekk þeim serfiðlega að finna slysstaðinn, og fór bílstjór- inn þá þegar aftur niður á Akra- nes að safna liðsauka. Héldu meðlimir ííjálparsveitar skáta á vettvang og einnig allmargir piltar Hafnarfjörður, Garða- hreppur og nágrenni Tek að mér skurðgröft og ámokstur, enn fremur gröft fyrir húsgrunna. Högni SigurSsson, Melás 6, Garðahreppi Upplýsingar í síma 51307 milli kl. 12—1 og eftir kl. 19. TIL SOLU Á Sauðárkróki er til sölu nýtt steinhús, tvær hæðir, 90 ferm. grunnflötur, ásamt 50 ferm. uppsteyptum taílskúr. Gæti verið verkstæði — Skipti á húsi í Reykiavík gætu komið til greina. Guðmundur Guttormsson Hverfisgötu 23, Reykjavík Stúlkur óskast Duglegar og ábyggilegar stúiKur óskast til af- greiðslustarfa í veitingasai og sælgætisbúð Enn fremur stúlkur til eldhússtarfa. Upplýsingar í Hótel Tryggvaskála, Seú Stúlka óskast Starfsstúlku vantar nú þegar i eldhús Kópavogs- hælis — Upplýsingar gefur matráðskon"1' ! 38011. Reyk.iavík, 26. apríl 2963 Skrifstofa ríkisspítalanna úr brarna- og gagnfræðaskólun- um. Flestir tóru í bílum upp að fjallinu, en skátafoiingjanum datt í hug, að Guðmundur hefði rakn- að úr rotinu og ranglað eitthvað í burtu, og sendi því nokkra beina íeig yfir flóann. Kom í ljós, að það var rétt, því þeir fundu Guð- mund litla á áttunda tímanum liggj ; andi milli þúfna og meðvitundar- lítinn. Guðmundur litli var lagð- ur inn á sjúkrahúsið og kom í ljós, að hann var handleggsbrot- inn og hafði fengig allmikið sér á höku. All-star Festival Framhald af 16. síðu. gert ráð fyrir, að ekkert fjáröfl- unarfyrirtæki flóttamannahjálpar- innar reynist jafm árangursríkt, að flóttamannaárinu frátöldu. — Þess má geta, að hljómplötuverzl- anir hér hafa heitið að selja All- star Festival án þess að tilskilja sér ágóða, og ríkið hefur fellt nið- ur tolla af plötunni. Tólf heimsfrægir' Ustamenn og Los' Paraguayos hafá sungið á þessa plötu, þar á meðal Louis Armstrong, Ella Fitzgerald o g Mahalia Jackson. Einaröur til kosninga Framhald ai i siðu Tryggvason. Til vára voru kjörnir Kristján Benediktsson og Stein- grímur Hermannsson. Um kvöldið fór svo fram loka- hóf á Hótel Sögu. Var vel til þess vandað og fjölmenni mikið. Flökksþingið og aðalfundur mið stjómar einkenndist af einhuga baráttuvilja til að gera hlut Fram- sóbnarflokksins sem mestan í kosningumum 9. júmí.. Framsóknar- flokkurinm gengur ótrauður og einarður til kosningabaráttu fyrir arður til kosmingabaráttu fyrir einhverjar örlagaríkustu kosning- nr, _sgmháðar . hafa . verið á ís- landi. Þiiig verzlunarmannsi 4. þing Landssambands ísl. verzl-1 unarmanna verður að þessu sinni' haldið á Sauðárkróki dagana 3.— | 5. maí. Um 70 fulltrúar - munu sitja þingið frá 19 sambandsfé-: lögum LÍV. Fyrir þinginu munu ; liggja mörg þýðingarmikil mál, i svo sem kjaramálin, en í undir-! húningi er gerð' heildarkjarasamn- i’igs verzlunarfólks Frá LÍV) 400 ár? dimzél Að ári um þetta leyti verða há- tíðahöld í Stratfordon-Avon„ fæð- ingarbæ Shakespears, í tilefni þess að þá eru 400 ár liðin frá fæðingu skáldsins. The Shakespeare Birthplace I 'lh-ust hefur þegar fyrir nokkru ■ hafið undirbúning að því að koma j upp Shakespeare-byggingu, — skammt frá fæðingarstag skálds- ins. Byggingu þessa er ráðgert að vígja á fæðingardegí skáldsins 23. apríl næsta ár, að viðstöddum full irúum allra þjóð'a heims. í bygg- ingunni á meðal annars að koma fyrir Shakespeare Trust o. fl. Utanríkisráðuneytinu leikur hug ur á að gefa Shakespearebókasafn inu eintak af þeim leikritum skáldsins og öðrum skáldverkum. sem komið hafa út á íslenzku, rinnig ritUm um Shakespeare., .Sumar pessarar bóka eru auð- fengnar, en að'rar torgætar. Eru það tilmæli ráðuneytisins til þeirra, sem eiga kynnu eintök : 1 þessum ritum, ag þeir gefi því kost á kaupum. AÐALFUNDUR Framherja, laun- þegafélags Framsóknarmanna í Reykjavík og nágrennl, verður hald inn sunnudaginn 28. apríl n. k. kl. 3 e. h. í Tjarnargötu 26. — Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. • Stjórnin. Þvottahúsið Framhald af 16 síðu. málið ýtarlega. Daginn eftir tóku lögreglumenn skiltið niður, sam- kvæmt skipun borgarverkfræð- ings. Standa málin svo í dag, að þvotta húsið Fönn er algerlega ómerkt, og veldur það bæði þvottahús- eigendum og íbúum hverfisins ó- þægindum, þar sem ókunnugir við skiptavinir verða að ganga í nær- iiggjandi hús til að spyrja til veg- ar. Ætti þag ekki síður að vera hagsmunamál hverfisbúa, að Fönn sé vel og greinilega merkt. Forstjóri þvottahússins hefur fengið' aðstoð lögfræðings til að fá leiðréttingu mála sina, og hefur borgarverktræðingur fengig það aftur til umsagnar. Handleggshrotnaði og særðist á höfði BÓ-Reykjavík, 26. apríl Laust fyrir hádegi í dag rakst drengur á reiðhjóli á loftpressu, sem verið var að flytja á Gelgju- tanga. Drengurinn handleggs- brotnaði og særðist á höfði. Hann var lagður inn á Landspítalann. Drengurinn heitir Sturla Braga- son, 13 ára gamall, til heimilis að Gnoðavogi 20. DAGFARI kominn út DAGFARI, blað hernámsand- stæðinga, er komið út og flytur m. a. brot úr Ijóðinu fslands börn eftir Jóhannes úr Kötlum. Einar Bragi skrifar: Við eigum næsta leik, Ari Jósefsson Um litla stráka og stóra, Sverrir Bergmann: Hug- leiðingar um heimboð, Þóroddur 'Goiðmundsson: Eigum vér að selja frumburðarrétt vorn fyrir bauna- disk? Bjarni Benediktsson: Um njósnir, A.S. ritar þátt sem nefn- ist, Sagan endurtekur sig, Gils Guðmundsson: Utanstefningar, Baldur Óskarsson þýðir Ijóð eftir Garcia Lorca, greint er frá lands- fundi samtakanna 1962, og fleira er í blaðinu. Rauða blaðran enn NEMENDASAMBAND Fóstruskól- ans gengst enn fyrir sýningu á barnamyndinni, Rauða blaðran, klukkan hálf tvö á sunnudag í Tjamarbæ. Fóstrur gæta barn- anna, meðan á sýningunni stend- ur. Óhætt er að mæla með þessari ágætu barnamynd. Ibúðir til sölu Ný 2ja herb. kjallaraíbúð með ivöföldu gleri í glugg- um við Safamýri, selst tilbú- in undir tréverk og málningu. Nýleg 2ja herb. kjallaraíbúð við Skaftahlíð. 2ja herb. kjallaraíbúð með sér hita vig Ægissíðu. Nýleg ?ja herb. kjallaraíbúð með harðvirðarhurðum við Kapplaskjólsveg 2ja herb. kjallaraíbúð með sér hitaveitu vig Bergþórugötu, laus til íbúðar 3ja herb. risíbúö með sér þvotta húsi við Mávahlíð 3ja herb. risíbúð með sér inn- gangi og sér hitaveitu við Baldursgötu Nýleg 3ja herbergja jarðhæð með sér inngangi og sér hita- veitu við Rauðalæk Nýleg 3ja herb. íbúðarhæð við Sólheima. 3ja herb, kjallaraíbúðir við Bræðraborgarstlg, Flókagötu, Langholtsveg, og Skipasund. 4ra og 5 herb. íbúðir í borginni m. a. á hitaveitusvæði Nokkrar húseignir af ýmsum stærðum í borginni m.a. á hitaveitusvæði 1 stofa, eldhús og bað ásamt geymslu í kjallara við Stóra- gerði, sér inngangur og sér hiti. Selst tilbúið undir tré- verk. Hús og íbúðir í Kópavogskaupstað og á Sef tjarnarnesi. Nokkrar jarðir o. m. fl. NÝJA FASTEIGNASAIAN Laugavegi 12. Slmi 24300 t L ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim mörgu er minntust min á einn eða ann- an hátt á 70 ára afmæli mínu 22. þ.m., sendi ég mínar kærustu kveðjur og þakklæti. Forstjóra Olíufélagsins h.f., starfsfólki og vinum, þakka ég höfðinglegar gjafir. Guð blessi ykkur öll. Benedikt Benjamínsson, fyrrum Strandapóstur. Innilcga þökkum við alla þá Samúð og vinarhug, er okkur hefur verlð sýndur vlð hið sviplega fráfall eiginmanns, föður og bróður okkar, Jóns Jónssonar flugsf|óra. Sérstaklega viljum við þakka Flugfélagl íslands h.f., er sá um útför hans að öllu leyti. > Friða Hallgrfmsdóttir, Guðrún Jónsdóttir. Systklni og fjölskyldur þeirra. Maðurinn minn, Kjartan Sæmundsson, kaupfélagsstjóri, andaðisf 24. apríl síðastliðlnn. Útför hans fer fram frá Dómkirkj. unnl í Reykjavík, þriðjudaginn 30. apríl, kl. 10,30. Athöfninnl verður útvarpað. Ásta Bjarnadóttir. — .1,1 ................... —..................—--------1......... Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför Ámunda Sigmundssonar Kambi, Villingaholtshreppi. Aðstandendur. T f M I N N 18Hgardagurlan ?.7. anríl 1963. — 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.