Tíminn - 28.04.1963, Síða 6

Tíminn - 28.04.1963, Síða 6
 Séð yfir hluta súlnasalarins meðan flokksþing Framsóknar manna stóð þar. Sumarið heilsar Sumarið er gengið í garð. Það heilsaði okkur með sæmi- legri mildi, og hér sunnan- lands votum vindi og suðlægri átt. Vorið er byrjað að græða og lífga þann góugróður, sem var allvöxtulegur orðinn eftir einmunablíðviðri seinni hluta vetrar. Þó er ekki séð, að þau sár, sem hið harkalega páska hret veitti gróðrinum, verði að fullu grædd á þessu sumri. Hitt er og vist, að þau sár verða ekki grædd á einu sumri né þau skörð fyllt, sem þetta stóráhlaup frera norð- ursins hjó í íslenzka sjó- mannastétt, né heldur bætt l þau stórslys, sem við urðum að þola þegar á eftir annars staðar og ekki verða kennd íslenzkum norðangarði. Þessi vetur, sem hafði svo mildar hendur, kreppti hnefa og lét þung högg dynja að síðustu. En fegurð þessa unga sum- ars, sem heilsar okkur nú, er þó jöfn sem fyrr, bæði að birtu vordagsins og fyrirheit- um ókominna sumardaga. Hverju sumri tengjast miklar vonir, og þessu sumri ekki síð ur en öðrum. Við væntum góðviðris og uppskeru í ríkum mæli. Við væntum mikils afla fengs og mikilla afkasta, sem færa blessun í bú. Og við vænt um margra breytinga til batn aðar. Varla er það réttmætt að ætlast til mikilla breytinga til batnaðar eða aukningar á aflaföngum þjóðarinnar úr skauti náttúru, að minnsta kosti ekki við sjávarsíðu. Þar hefur engin óáran ríkt. Hins vegar segir Konungsskuggsjá, að sú óáran sé verst, sem stafi af stjórnarháttum, og ýmsir telja ekki örgrannt um, að slíkrar óáranar hafi gætt á landi hér hin síðustu t' ár, og vonandi verður það ekki talin nein goðgá, þó að sú von sé höfð með í sumar- óskunum, að þar breytist nokkuð til batnaðar. í því skyni hefur þjóðin stefnt til kjörþings á þessu sumri, og nú er að sjá, hvort henni tekst á því þingi að þoka málum, nokkuð til batnaðar og kjósa sér til forystu veðurglögga menn en ekki veðurvita. Glæsilegt flokksþing Hina síðustu daga þessa vetrar stóð flokksþing Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Það var haldið í einum glæsi- legustu og stærstu salarkynn- um landsins, súlnasal bænda- hallarinnar. Þetta var fjöl- mennasta og langsamlega glæsilegasta flokksþing, sem Framsóknarflokkurinn hefur nokkru sinni haldið, og vafa- mál, hvort nokkur samtök hafa haldið hér glæsilegra þing. Fulítrúar voru hátt á fimmta hundrað úr öllum byggðarlögum landsins og svo að segja hverju einasta sveit- arfélagi; menn lögðu á sig mikið erfiði og komu margir um langan veg og torleiðir til þessa þings. Fjölmörg ný félög Framsóknarmanna hafa verið stofnuð að undanförnu ,eink- um í þeim byggðum þar sem aðstreymi fólks er mest að undanförnu, og í eldri félög- um hefur mjög fjölgað. Má t.d. nefna, að úr Reykjanes- kjördæmi, þar sem flokkur- inn átti til þess að gera lítið fylgi fyrir áratug, komu nú næf 80 fulltrúar til þings en einn fulltrúi er fyrir hverja 25—30 félagsmenn. Fjölgunin í höfuðstaðnum er svipuð og hlutfallslega eins mikil ann- ars staðar. Við þingsetning- una voru og að vanda all- margir gestir, svo að fundar- menn þá voru 750. En fjölmennið er þó ekki eftirtektarverðast við þingið, þó að það sýni glöggt þann hljómgrunn, sem starf og stefna Framsóknarflokksins á meðal þjóðarinnar, heldur sú þróttmikla málefnasókn, sem þar var mótuð, mikill og al- mennur áhugi, sem fram kom í umræðum og nefndarstörf um, og sá mikli baráttuhugur, sem hvarvetna sýndi sig. Fór þar ekki á milli mála, að fólk- ið í Framsóknarflokknum hef ur fullan hug á því að leggja sig fram með meira afli og þrótti en nokkru sinni fyrr til þess-að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi, enda er því ljóst, að ekki hef- ur í annan tíma verið gengið meira gegn þeirri stefnu en á bví kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Tvennt efst í huga í ræðum þeirra mörgu flokksþingsmanna, sem ræddu um stjórnmálaviðhorf- ið kom vel í Ijós, að tvö megin atriði voru mönnum efst í huga, ollu mestum kvíða og kalla hæst á stefnubreytingu. Hið fyrra eru þau afturhvörf, sem orðið hafa í íslenzkri stjórnmálaþróun á síðasta Kjörtímabili, og eftir kjör- dæmabreytinguna og í kjöl- far hennár sú kjaraskerðing- arstefna, sem sett hefur mark sitt á hag manna og gert að engu mikil aflaföng einmuna góðæris í landinu. Hið síðara, óvissan um hið mikla örlagamál þjóðarinnar um þessar mundir, afstöðuna til Efnahagsbandalagsins, og sú óþjóðholla undansláttar- og innlimunarstefna, sem komið hefur glöggt í ljós í meðferð stjórnarflokkanna á málinu. Það er óhugur í mönn um við þá tilhugsun, ef stjórn arflokkarnir skyldu halda meirihlutavaldi til þess að ráða því máli til lykta á úr- slitastundu með eindæmi. Til stórkapítalisma Kjaraskerðingin, skatta- hækkunin, krónurýrnunin, og óðadýrtíðin eru állt hörmu- legar afleiðingar rangrar stjórnarstefnu og vanviturra stjórnarathafpa, en það geig- vænlegasta er þó það, að þetta eru aðeins boðaföll þeirra i- haldsumbrota, sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu, um- brota, sem þjóðmálatök Framsóknarflokksins undan- farna áratugi hafa megnað að halda í skefjum. En eftir kjör- dæmabreytinguna hefur í- haldið trúað þvl, að tekizt hefði að víkja Framsóknar- flokknum svo til hliðar, að ó- hætt væri að láta til skarar skríða og hefja sókn til stór- kapítalísks þjóðfélags á ís- landi. Það eru umbrot þeirrar ófreskju, sem sett hafa allt úr skorðum í lslenzku þjóðlífi síðustu árin. Það er sókn í- haldsins til stórkapítalisma. Þó eru aðeins um garð gengnar fyrstu hræringar, en prófsteipninn á það, hvort i- haldinu tekst þetta, verða kosningar þær, sem í hönd fara. Fái stjórnarflokkarnir meirihlutavald til beins fram- halds, verður fyrst látið til skarar skríða. Þetta er þjóðin nú að gera sér æ betur ljóst. Hér er enn meira í húfi en að vinna bug á kjaraskerðingar- og samdráttarstefnu. Það er um ag tefla, að varðveita gildi og áhrif hagsmunafélaga al- mennings, varðveita almennt framtak og uppbyggingu fjöld ans en hefta för auðugra yfir- gangsmanna, sem safna æ meiri auði á fáar hendur og rýmka athafnafrelsi hinna stóru og auðugu. Það er um það að tefla að varðveita grundvöll þess framfaraþjóð- félags, sem við höfum búið við og fært hefur þjóðinni al- mannaheill. Slagbrandurinn EBE íslenzka íhaldið dreymir um að koma á þessum kapí- talísku þj óðf élagsháttum á sama hátt og kommúnista dreymir um austræna einræð ishætti. Það hefur verið von íhaldsins að takast mætti að skjóta svo traustum fótum undir hið nýja kerfi, að það stæðist og treystist á næstu árum. En slagbrandurinn, sem átti að loka leiðinni til baka var innganga í Efna— hagsbandalag Evrópu, inn- limun, sem ekki yrði aftur tekin og neyddi ísland til þess að vera áhrifalaust sand korn í auðhringasamsteypum og þjóðahafi Evrópu. Forystu- menn ihaldsins vita það eins vel og aðrir, að slíkt þýddi endalok íslenzks sjálfstæðis, en þeir virðast ekki hika við að hætta á það til þess að koma kapítalista-kerfi sínu örugglega á, tryggja hinum fáu og stóru einstaklingum auð og völd en gera óvirk hin mörgu og miklu hagsmuna- samtök almennings í landinu, þessi samtök, sem góð, al- menn lífskjör byggjast á sam- fara réttri beitingu fram- leiðslutækja til almennings- heilla í höndum margra ein- staklinga eða félaga þeirra. lélegt yrkisefni Stjórnarblöðin skýra frá því, að Ólafur Thórs, forsætis- ráðherra hafi byrjað ræðu sína á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, sem nú stendur yf- ir, með þessum orðum: „Mér hefur verið nokkur vandi á höndum, er ég þurfti að velja mér yrkisefni hér í kvöld“. Þetta er formáli að klukkustundarræðu um lífs- hlaup og afrek stjórnarinnar. Það er rétt af Ólafi, að kalla þetta ‘ yrkisefni, enda er ræð- an mestmegnis skáldskapur, og satt að segja lélegur skáld- skapur eins og von er eftir skáldi og skáldskaparefni. En stjórnin verður Ólafi þó ekki nægilegt „yrkisefni", heldur grlpur hann til þess að „yrkja“ líka um flokksþing UM ME m mMÆFm Framsóknarmanna og ræðu formanns Framsóknarflokks- ins, og verður það engu betrl skáldskapur eða sannferðugri. Annars hefur Ólafur hitt naglann á höfuðið í því efni, að allt fimbulfamb stjórnar- flokkanna nú fyrir kosningar eru „yrkingar“ einar, og lýs- ingin á því, hvernig viðreisn- in hafi tekizt, og hvað þeir ætlist fyrir, lélegasta tegund öfugmælakveðskapar. Uppgjörið í vor Þjóðin gerir sér nú vel ljóst, að í kosningunum í vor fer fram mikilvægt uppgjör á ör- lagaríkum krossgötum. Ey- steinn Jónsson ræddi m.a. um þetta uppgjör í yfirlitsræðu sinni á flokksþingi Framsókn armanna á þessa leið: „Ég hika ekki við að full- yrða, að íslenzka þjóðin stend ur nú frammi fyrir meiri vanda en oft áður. Efnahags- kerfi landsins hefur verið um rótað og er ekkf of mikið sagt, að þar stappi nærri fullkom- inni upplausn. Eru framund- an mikil umbrot í þeim efn- um, og veltur á miklu hvernig á þeim málum öllum verður tekið. Framundan bíður það verk- efni að móta stöðu íslands í þeim heimi, sem nú er að skapast. Móta stöðu landsins til Efnahagsbandalags Evrópu og þess samruna þjóðland- anna, sem er að verða í Evr- ópu. Ákvarðanir þær, sem teknar verða í þeim efnum geta orðið örlagaríkari fyrir framtíð íslendinga, en flestar eða jafnvel allar aðrar,, sem gerðar hafa verið í málefnum þjóðarinnar frá fyrstu tíð. Og ég fer ekkert dult með þá skoðun mína, að ég tel það þýðingarmeira en nokkuð annáð, að Framsóknarflokk- urinn verði efldur svo við næstu alþingiskosningar, að fram hjá honum verði alls ekki komizt, þegar framtíðar- staða landsins verður mótuð á næstunni. Ég veit að fjöldi lands- manna er uggandi út.af þess- um málefnum öllum saman, oæði varðandi hvernigfermeð stefnuna í innanlandsmálun- um og ekki síður um það hvernig tekið verður á mál- efnum landsins út á við. Ég vona, að vaxandi fjöldi manna um allt land geri sér ljóst, að það sé hyggilegt, einmitt við þessar ástæður, að efla og styrkja Framsóknarflokkinn, þannig, að hann fái aðstöðu til þess að leggja úrslitalóðið á vogarskálina varðandi með- ferð allra þessara meginmála nú á næstunni." T í M I N N, sunnudagur 28. apríl 1963. —• 6 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.